Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 11
t=Ritsfióri Öm Eidsson Frá íeik Ilauka og: Fram, Stefán Jónsson Ilaukum er liindraður grófiega á línu og vítakast dæmt. Hermannsmótið fer fram 18.-19. marz Hið árlega Hermannsmót verð- ur haldið við Skíðahótelið í Hlíð arfjalli við Akureyri um næstu helgi, en því var frestað, sem kunnugt er, síðustu helgi í febr úar vegna óhagstæðs veðurs. Mót þetta er haldið til heiðurs Her manni Stefánssyni íþróttakennara á Akureyri. Keppt verður í alpagreinum karla og verðlaunin eru geysimik ill farandgripur, sem nú er keppt um í annað sinn, en í fyrra hlaut hann ívar Sigmundsson frá Ak- ureyri. Búizt er við mikilli þátttöku víðs vegar að af landinu, því að Landsmótið á Siglufirði hefst tveim dögum eftir að þessu móti lýkur,- og er því alveg í leiðinni að koma við á Akureyri og taka bátt i Hermannsmótinu 1967. Myndin er af verðlaunabikarnum. - jr. Innanfélagsmót ÍRog KRámorgun Frjálsíþróttadeildir ÍR og KR efna til samfélagsmóts í Laugar dalshöll á morgun kl. 15.50. Keppt verður í langstökki, hástökki og þristökki án atrennu, stanga- stökki og hástökki með atrennu. Stjórnim. Baráttan um Islandsmeistara- titilinn er milli FH og Fram Staðan í FH Fram Valur Haukar Víkingur Ármann Lokasprettur 1. deildakeppn- innar er óvenju spennandi 1. deild er nú þessi: 8 6 0 2 183-133 12 8 6 0 2 177-121 12 9 5 0 4 184-164 10 9 5 0 4 183-184 10 9 4 0 5 156-164 8 9 0 0 9 135-254 0 ÞAÐ VAR heldur betur líf í leikjunum í 1. deild í fyrrakvöld. Tveir hörkuspennandi leikir voru háðir, áhorfendur voru margir og þeir hvöttu liðin ákaflega. Fyrri leikurinn milli FH og Vík ings varð óvænt að aðalleik kvölds ins. Þó að ávallt sé óvarlegt að spá liði öruggum sigri, hafa þeir vafalaust verið mun færri, sem fyrirfram trúðu á sigur Víkings, en svo fór þó, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Víkingur var sterkari aðilinn og yngri mennirn- ir í liðinu, Jón Hjaltalín, Einar Magnússon og Gunnar Gunnars- son ásamt hinum reynda Þórarni Ólafssyni áttu einn sinn bezta leik í vetur og vissulega var sig- urinn ánægjulegur fyrir Víking. Eftir þessi úrslit og sigur Fram yfir Haukum í leiknum á eftir eru það aðeins FH eða Fram, sem geta hlotið íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni. Rvíkurúrval- varnarliöið í kvöld Friðþjófur Óskarsson, ÍKF Friðþjófur er 23ja ára bankastarfsmaður í Kefla_ vík, 185 cm á hæð. Ilann er miðherji ÍKF liðsins og- sá maður, sem mest mæðir á, því hann er aðal driffjöð ur liðsins, bæði í vörn og sókn. Ilann byrjaði að æfa körfuknattleik 13 ára og hefur leikið með meistara- flokki ÍKF síðan 1961. , Næstu leikir verða á sunnudags- kvöld. Þá leika Valur og FH og síðan Fram og Víkingur. Leikirn- ir verða vafalaust hinir skemmti- legustu á að horfa. Að þeim leikjum loknum eru aðeins eftir úrslitaleikur Fram og FH og leikur Ármanns og Hauka. Ármenningar eru þegar fallnir í 2. deild, þeir hafa ekkert stig hlotið. í KVÖLD fer fram þriðji leik- urinn í keppni Reykjavíkurúrvals ins og varnarliðsmanna. Leikið verður í íþróttahúsinu á Keflavík urflugvelli og hefst leikurinn kl. 9.00. Keppnin stendur nú þannig, að hvort liðið um sig hefur unnið einn leik, Reykjavíkurúrvalið vann með 54:51 í Laugardalnum og varnarliðsmenn unnu með 66: 65 á Keflavíkurflugvelli sl. föstu dag. Næsti leikur verður svo n.k. mánudag og fer hann fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli. Á EM x frjálsíþróttum innan- húss var árangur sem hér segir: í langstökki sigraði Davies, Eng- landi stökk 7,85 m. Riissinn Borko vskij stökk einnig 7,85 m. Bert- helsen, Noregi sigraði í langstökki kvenna 6,51 m. 'Wallgren, Svíþjóð varð meistari í 400 m. hlaupi kvenna, hljóp á 55,7 sek., en Kind- er, Vestur-Þýzkalandi í 400 m. hlaupi karla á 48,4 sek. Moroz, Sovét varð meistari í hástökki með 2,14 m. Elliott, Frakklandi og Baudis, Tékkóslómkíu stukku báðir 2,11 m. Carroll, írlandi sigr- Framhald á 14. síðu. Frá leik FH og Víkings. Páll Eiríksson. FH fær óblíðar móttökuf á Iínunni. Myndir BB. 17. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.