Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.03.1967, Blaðsíða 13
=^""----= Siml 80184» IVIaðurinn með andEifin tvö. Hörku spennandi kvikmvnd. Paul Massie Dawn Addams sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Skot í myrkri Snilldarvel gerð ný amerísk gam anmynd í litum. íslenzkur texti. Peter Sellers Sýnd kl. 6.45 og 9. Síðasta sinn. FJÖLIDMN • ÍSAFIRDI SErURE EINANGRU'-ííARGLER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími 30120. Pósthólf 373. ÍVlassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- Nú er rétti tíminn til að gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. SMURÍ BRAUD SNITTUR BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 2?. Simi 16012. . Framhaldssaga eftir Asfrid Estberg ÉG ER SAKLAUS ar í gamla daga. En hún gæti látið hárið vaxa. Ætli Ulrik fyndist hún kvenleg ef hún fengi hnút í hnakkann? Hana langaði til að verja sig fyr ir þessara óréttlátu ákæru hans Louise sæi fyrir sér með því að að huigsa um heimilið á Ulriks- *— Það er hægt að vera kven- leg þó unnið sé á skrifstofu, sagði liún. — Auðvitað, sagði Louise. — Það er einmitt það sem er svo aðdáunarvert. Svo er það heppi- legt að til skuli vera margar kvengerðir. Það hafa ekki allar áhuga á að hugsa aðeins um heimili. Flestar vilja vinna úti. Það sést á umræðum í dönskum kvenfélögum. — Það er vinna að sjá um heimili, sagði Merete. Hún var að því komin að bæta við að lundi en 'hætti við það. — Það er satt! sagði Louise. — Ef þú bara vissir hvað það er mikið sem rnaður þarf að vita! Eins og ég hefði alltaf verið á skrifstofu og aldrei stigið fæt- inum inn á heimili, hugsaði Me- rete reið. Ætli það sé ekki erf- itt að komast hjá þvi að vita hvernig á að bugsa um heimili fyrir stúlku, sem er alin upp í stóru húsi með garði? Hún bafði svei mér hjálpað til bæði úti og inni. Og foreldrar hennar höfðu hvorki eldabusku né garðyrkju- mann. Það var léttir fyrir hana þeg- ar máltíðinni var lokið. — Viltu ekki setjast út á sval- irnar og hvíla þi'g? spurði ,Lou- ise. — Þangað til þú átt að fara aftur á skrifstofuna . . . — Takk, ekki núna. Ég verð að fara niður, sagði Merete. — Það er margt sem ég þarf að gera. Hún vildi losna við LouiSe og allan samanburð við hana. Það var betra að vera ein eða á skrif- stofunni hjá Jensen. Ef hún væri borin saman víð hann hlaut það að verða henni i hag. Ulrik elti Merete með augun- um. Hann dáðist að grönnum lík- ama hennar og löngum fótleggj- unum . Hún liktist veðhlaupa- hesti og var jafn viðkvæm og önnur verðlaunadýr. En eitthvað hlaut samt að hafa komið henni úr jafnvægi. Ilún flýði eins og hrætt folald. Svona hafði Birthe Eliassen lika verið stundum. Sérstaklega síð- ustu vikurnar. Hún þagði alltaf. Hún sagði naumast orð hvorki við borðið eða á skrifstofunni. Hún hafði verið ein, farið í lang ar gönguferðir eða setið ein á herbergi sínu oig horfið um leið og hún gat það með góðu móti. Ætli Merete yrði eins? Var það einmanaleikinn á Ulrikslundi sem gerði þær svona? — Eru skrifstofustúlkur allt- af svona? spurði Louise. — Það er ókurteist að stinga af strax eftir matinn alveg eins og sultur inn einn hefði rekið þær að borð inu. — Ég veit ekki. Það er undar- legt að Merete skuli líka haga sér svona sagði Ulrik og hristi höf uðið. — Þær koma fram við mig eins og ég væri ráðskona í mat- söluhúsi, sagði Louise óvenju heiftúðug. — Það er blátt áfram — blátt áfram særandi. — Þú átt ekki að hugsa um þær svona mikið sagði hann. — Ég vona að Merete verði áfram. Það er erfitt að skipta oft um einkaritara. — Það er hægt að sjá það á 4 Merete að hún er dugleg, sagði Louise. — Finnst þér það? Hvernig? — Hún geislar frá sér dugn- aði og krafti. En svo er hún líka lagleg. Finnst þér það ekki? Ulrik hrökk við. Spurningin kom honum á óvart. — Jú, hún er þokkaleg, taut- aði hann. — Hún hefur andlit sem maður gleymir ekki, sagði Louise hugs- andi. — Mér fannst ég hafa séð hana fyrr. Ég man bara ekki hvar. — Kannske hún sé lík ein- hverjum sem þú hefur séð í kvik mynd, sagði Ulrik. — Kannské. Eiginlega er hún lík Katherine Hepbum. En finnst þér ekki undarlegt að hún skuli hafa tekið sér vinnu þar sem hún hefur ekki not fyrir allt það sem hún kann? —Jú, það er það. En hún var kannske yfir sig þreytt og vildi flytja upp í sveit til að hvíla táugarnar. Það er stundum erf- itt að búá í Kaupmannahöfn. — Veslingurlnn. Hún et eitt- hvað taugaóstyrk. Kannske hún hafi elskað mann, sem ekki kunni að meta hana og . . . Ulrik hló. — Þú ert svo róm- antísk, sagði hann. — Já, ég er það. Og mér finnst það synd Merete vegna. Kona, sem orðið- hefur fyrir vonbrigð- um í ástum leitar uppbótar á það sem hún hefur misst. Ég er viss um að það fer fyrir Merete eins og fór fyrir Birt'he Eliassen. — Ég ætlaði einmitt að fara að spyrja þig, hvað hefði gengið að henni, sagði Ulrik. — Hún var svo glaðvær og dugleg fyrst en gjörbreyttist svo hún varð blátt áfram hálf skrýtin. Louise leit á hann með aðdá- unar og þó jafnframt ásökunar- brosi. — En hvað þið karlmennirnir eruð blindir, sagði hún. — Það er sjálfsagt ekki rétt af mér að segja það við þig, en hún er far- in og þú hittir hana sjálfsagt aldrei aftur . . . eða ætlarðu að heimsækja hana? — Ég veit ekki einu sinni hvar hún á 'heima, sagði Ulrik. — Þá skiptir það engu máli þó ég segi það hreint út. Hún varð ástfangin af þér og hélt því meira að segja fram að þú hefð- ir kysst hana. Ég átti í erfiðleik- um með að róa hana. — Bölvuð lygi! hrópaði Ulrik. — Ég vissi það, sagði Louise hlæjandi. — En hún sagðist ætla að svipta sig lífi því þú hefðir svikið hana. Og hún hataði mig. — Af hverju í ósköpunum? Þú varst alltaf svo elskuleg við hana — En hvað þú ert heimksur, vinur minn. Skilur þú ekki að hún var afbrýðisöm. Hún hafði komizt að því að ég var meira fyrir þig en bara ráðskona. Ó, hvað það var erfitt að eiga við hana! Ulrik gekk fram og aftur um gólfið. Skyndilega nam hann staðar og tróð í pípuna sína. — ■Hvílík salga! — Af hverju sagðirðu mér það ekki? Ég hefði reynt að tala hana til. Louise yppti öxlum. — Hvern- ig átti ég að geta það? Þá hefði ég brugðizt trúnaðartrausti henn ar. Auk þess hafðir þú svo mik- ið að gera. Ég vildi ekki leggja mínar áhyggjur á þig líka. En ég þjáðist. Hún sagði mér að það væri talað um okkur. Það eru ékki beint falleg orð sem þeir nota um „hjákonu“ hér uppi í sveit, sa'gði Louise bitur. — Hvernig geta aðrir vitað . . Augu Louise fylltust af tárum. — Þeir Vita það, hvíslaði liún. — En hvað getum við gert? sagði Ulrik. — Það er ekki einu sinni hálft ár síðan maðurinn þinn dó. Louise laut höfði og þerraði tárin varlega á brott. — Það væri betra, ef við trú- lofuðum okkur, sagði hún lágt. Þá finndist mér ég ekki svona .. svona .... Ekki tók við af orðunum. Hann fann til með henni og tók um axlir hennar. — Auðvitað opinberum við trúlofun okkar strax og það er hægt, sagði hann. — En Andr- és, maðurinn þinn, var vinur minn. Mér finnst það ekki passa að ég giftist ekkju hans hálfu ári eftir lát hans. Ennþá síður hafði það passað að gera eiginkonu hans að ást- mey sinni, hugsaði hann. Hvað hafði eiginlega gengið að hon- um? Louise hafði verið niður- beygð af sorg, þegar hún kom til Ulrikslunds, en dugleg og hugrökk. Hann tók hendina til sín og fór út úr stofunni. Louise kreppti hnefana. Hann hafði ekki tekið hana í faðm sér, ekki kysst hana. Hve lengi átti þessi dauði maður að standa á milli þeirra. Hún hafði leikið þetta hlutverk sitt til einskis. U1 rik hafði frestað trúlofun þeirra þó hún hefði eiginlega skorað á drengskap hans. En hann skyldi giftast henni. Fljótt! Hún varð að vera örugg um hann. En hann var alltaf frjáls eins og dýrin í skóginum. Einu sinni hafði hún álitið að hann hefði fullmikinn áhuga fyrir Birthe Eliassen. Hann sagði, að hún væri „hressandi” og var leiðín- legur við Louise nokkrum sinn- um. Bros lék um varir hennar. Það hafði verið auðveldara en hún hafði búizt við að losna við Bir- the Elyiasen. En í hennar stað hafði Merete komið — tauga- óstyrk, ljót, undarlega aðlað- andi. Hættulegri en hefði hún verið falleg. Hvern karlmann hlaut að langa til að rannsaka livað bjó á bak við þetta harða yfirborð. Einhvern veginn grun aði mann óbyrgðan eld......... Louise 'hristi höfuðið. Það hefði verið betra að halda Bir- the Eliassen áfram. Hún var venjulegri en Merete. Ulrik varð að trúlofast henni bráðlega, þó það passaði ekki. Louise gretti sig. Auðvitað myndi fólk tala en það skipti engu máli. Hvaða máli skipti kjaftagangur og slúður? Þegar hún væri frú á Ulrikslundi réði hún! Merete gekk yfir að álmunni, sem herbergi hennar var í. — Henni leið vel þar. Hún hafði dagstofu með fallegu sófasetti og lítið svefnherbergi. Þrösk- uldurinn milli herbergjanna var svo hár, að hún hafði margsinnis hrasað um hann. Innra herbergiö var svefnherbergi hennar. Rúm- ið var breitt og skreytt alls kon- ar útskurði og það var himinn yfir því ! Mjallhvítar gardínur og fallegt snyrtiborð gerði her- bergið mjög kvenlegt. SERVÍETTU- PRENTUN * 17. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.