Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Side 6
6
MÁNUDAGUR 15. MARS 1993
Fréttir
Sjóður stofnaður til byggingar hesthúss á HöHustöðum:
Graðhesturinn ekki
búinn að gera skaða
- eðlHegt að menn séu hræddir um merar sínar, segir PáH Pétursson.
„Sem betur fer var graðhesturinn
ekki búinn að gera skaða, eftir því
sem ég best veit, enda kannski ekki
mjög mikil hætta á því í svona mik-
illi ótíð,“ segir Páll Pétursson, bóndi
á Höllustöðum og alþingismaður.
Auglýsing birtist í Glugganum,
auglýsinga- og sjónvarpsdagskrá
sem gefin er út í Húnavatnssýslum,
þar sem óskað er eftir framlögum í
sjóð til byggingar hesthúss á Höllu-
stöðum. Sérstaklega er óskað eftir
framlögum „frá þeim mönnum sem
neyðast til að taka lausagöngugrað-
hesta í sínum heimalöndum". Undir
auglýsinguna skrifar Sigurður Ingvi
Björnsson, nágranni Páls, á Guð-
laugsstöðum.
„Það vildi svo slysalega til að Sig-
urður Ingvi kom höndum yfir þre-
vetran graðhest sem ég á. Hesturinn
var ekki í lausagöngu heldur hafði
sloppið út úr girðingu. Sigurður vildi
selja hestinn en ég átti rétt á því að
fá hestinn aftur samkvæmt búíjár-
ræktarlögum. Sigurður Ingvi var
óánægður með það. Ég taldi ástæðu-
laust af manninum að láta svona en
vildi nú samt umbuna honum þannig
að ég greiddi honum 15 þúsund krón-
GLUGGINN
m
i: 244401
□
Auglýsingnsfml
GLUGGANS
ef 85-24440
GRAÐHESTAHUS !
óskað er eftir fmniögum f ijóð til byggingar heiiháM
i HfiUtutOðum. Tekifi er vifi frtunlögum í únbúi
Búna&ubankans i Blfinduósi, gullbók 247779.
Súnuklega er fiskafi eftir frvnlfigum frí þeim
möonum scm aeyfiut tU afi nka knuagtagugiaOhesta
f -41111111 hfimalflnrfnTn
HESTHÚSASJÓÐURINN A HÖLLUSTÖÐUM
Lðgogngbir.
1. (T. Sj<J6urinna«crfa»&«rúl tryi*lflX*rbe*thiKi áHölluiiOflum
oj fa ByKÚnnMftid Sv£a*vun»fe*pp* mefi málcínl
tjúfidas.
2. gr. Fyma pöfisla úl gjófiiim er krúcur 15.000
- Hmnuán þfiMnd - er PÍJI Pöuruon. HOUuBfiOum grtidili
Sijurfii In*v» Björouyni. OatHSBpUfifiusn fvrir grrifivikni.
nanmlund o« dmankiB.
3. tr. pcgir riúOurinn cr cifiuui ii »0 vðznim »0 Bytgin£»mcfnd
ur,“ segir Páll.
í auglýsingunni segir að fyrsta
greiðsla sé þegar komin í sjóðinn en
það séu fimmtán þúsund krónurnar
sem Páll greiddi Sigurði fyrir „greið-
vikni, mannslund og drengskap“
eins og segir.
Páll sagði að hestar sínir væru
komnir í hús nú en sagðist ekki taka
því illa þó byggt yrði fyrir sig hest-
hús. Hann vildi taka fram að lausa-
ganga graðhesta væri óæskileg, það
væri eðlilegt að menn væru hræddir
um merar sínar. Slys gætu átt sér
stað. -Ari
Graðhestur Páls a Höllustöðnm strauk að heiman:
í f ullum rétti
að taka hestinn
- segir nágranninn sem lagði fram reikning
„Eg fór bara með reikning vegna
kostnaðar við töku á brúnskjóttum
og ómörkuðum graðhesti af landar-
eign minni. Ég vissi ekki að Páll ætti
hann, þó ég hefði óljósan grun um
að svo væri. Ég geri engan greinar-
mun á því hvort menn heita Pétur
eða Páll. Þetta var reikningur upp á
rúmar fjórtán þúsund krónur," segir
Sigurður Ingvi Björnsson, bóndi á
Guðlaugarstöðum í Svínavatns-
hreppi í Húnavatnssýslu, en hann
tók þann 9. febrúar graðhest Páls
Péturssonar, alþingismanns á Höllu-
stöðum, á landeign sinni og færði til
hreppstjóra. Sigurður hefur nú
stofnað sjóð, og auglýst hann sér-
staklega, til byggingar graðhesta-
húss á Höllustöðum og lagði fyrstur
til 15 þúsund krónur sem Páll hafði
borgað honum skömmu áður.
„Þegar svona gerist eiga menn
umsvifalaust að fara með hestana til
hreppstjóra samkvæmt lögunum.
Eftir það á mitt mál í raun að vera
úr sögunni nema að því leyti að ég á
rétt á því að fá greitt fyrir kostnaðinn
af tökunni," segir Sigurður.
„Páll og aðrir hafa haldið því fram
að mér haíi ekki verið stætt á því að
taka hestinn en ég er í fullum rétti
samkvæmt lögum. í lögum stendur
að graðhestum eigi að vera haldið í
öruggri yörslu allt árið. Á mínu landi
er ég í fullum rétti til aö fjarlægja
hestinn. Þetta er margítrekað brot,
graðhestar Páls hafa margoft komist
inn á mitt land,“ segir Sigurður.
Sigurður segir að í lögum standi
að eigandi geti leyst til sín viðkom-
andi grip með greiðslu vegna tök-
unnar og áfóllnum kostnaöi en við
ítrekað brot skuli graðhestur seldur
á uppboði.
„Páll hringdi í mig og í hreppstjór-
ann og heimtaði það að graðhestur-
inn yrði afhentur honum strax.
Hreppstjórinn þorði ekki að taka af-
stöðu til málsins og vísaði því til
sýslufulltrúa. Sá tók síðan ákvörðun
um að Páll fengi hestinn, áður en
hann borgaði. Ég hef nú kært þá
ákvörðun til umboðsmanns Alþing-
is“.
Sigurður sagði að Páll ætti ekki að
borga sér sérstaklega heldur ætti
hann aö borga hestinn út hjá hrepp-
stjóra með þeim kostnaði sem á kann
að hafa verið falhnn vegna tökunn-
ar. Hann sagðist því líta svo á aö
reikningurinn væri ógreiddur.
„í sama umslaginu fékk ég bréf frá
Páh og sýslufulltrúanum. Annar seg-
ir „hjálagt sendist yður fjárhæð
vegna greiðslu á kostnaði á töku yöar
á hestinum" en Páh er að borga mér
umbun fyrir greiövikni, mannslund
og drengskap. Þetta er ekki sami
hlutur. Páh á ekki að borga mér,
hann á að borga sýslumanni. Hins
vegar finnst mér gott innlegg frá
Páh í garð bænda að borga mönnum
beingreiðslu fyrir hæfileika, sérstak-
lega á krepputímum í landbúnaði.
Ég veit ekki hvort þetta er endanleg
greiðsla en þær sem kunna að vera
ókomnar munu renna óskiptar í
hesthússjóðinn," segir Sigurður.
-Ari
Matthildur Þórarinsdóttir var kosin fegurðardrottning Austurlands á laugar-
daginn. DV-mynd Sigrún Júlía Geirsdóttir
Fegurðardrottning Austurlands kosin:
Matthildur Þórarins-
dóttir hlutskörpust
Feguröardrottning Austurlands
var kosin í Hótel Eghsbúð á laugar-
dagskvöldið. Hlutskörpust varð átj-
án ára stúlka frá Neskaupstað, Matt-
hildur Þórarinsdóttir. Rannveig Þór-
hallsdóttir, 19 ára frá Egilsstöðum,
var kosin vinsælasta stúlkan og
Matthildur Þórarinsdóttir hreppti
einnig titihnn ljósmyndafyrirsæta
Austurlands. Ahs tóku sex stúlkur
þátt í keppninni. Malen Dögg Þor-
steinsdóttir, fegurðardrottning Aust-
urlands 1992, sá um krýninguna og
dómnefndina skipuðu Þórarinn Jón
Magnússon, Ester Finnbogadóttir,
Ólafur Laufdal, Guðrún Ólafsdóttir
og Berghnd Eiríksdóttir.
-em
Berklar á Suðumesjum:
Höf um ekki miklar áhyggjur af þessu
- segir Pétur Thorsteinsson heHsugæslulæknir
„Heilbrigðisstarfsfólk á svæðinu
hefur ekki miklar áhyggjur af
þessu berklatilfelh. Við höfum meiri
áhyggjur af því að ástæðulaus ótti
vakni hjá fólki sem býr héma,“ seg-
ir Pétur . Thorsteinsson, hehsu-
gæslulæknir'á'Siiðumesjum.
Karlmaður á Suðumesjum
greindist fyrir helgi með smitandi
berkla. Undanfarin misseri hafa
fjögur böm á svæðinu komið já-
kvætt út á berklaprófl og hefur
smitberans verið leitað um nokkurt
skeið. Enn er ekki ljóst hvort rekja
megi berklasmit bamanna th
mannsins sem nú hefúr greinst með
berkla. Maðurinn er á sjúkrahúsi.
Að sögn Péturs em berklar ekki
lengur sú vá sem hún var fyrir fólk
áður fyrr. í flestum tilfehum séu
þeir auðlæknanlegir með lyfjagjöf.
I mjög fáum tilfehum kemur sjúk-
dómurinn fram þó smit hafi átt sér
stað. Sjúkdómurinn er míög út-
breiddur í þriðja heiminum og ýms-
um stórborgum Bandaríkjanna.
Pétur segir að á næstu dögum
muni hehbrigðisyfirvöld leggja nið-
ur fyrir sér hvemig staöið verður
að leit að berklasmituðum einstakl-
ingum. í raun hasti ekkert og ljóst
sé að leitin muni taka langan tíma.
-kaa
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN óverðtr.
Sparisj.óbundnar 1 Allir
Sparireikn. 0
6mán. upps. 2 Allir
Tékkareikn.,alm. 0,5 Allir
Sértékkareikn. 1 Allir
VlSITÖLUB. REIKN.
6 mán. upps. 2 Allir
15-30 mán. 6,25-7,15 Bún.b., Sparisj.
Húsnæðissparn. 6,5-7,3 Sparisj.
Orlofsreikn. 4,75-5,5 Sparisj.
Gengisb. reikn.
ÍSDR 4,25-6 islandsb.
ÍECU 6,75-9 Landsb.
ÓBUNDNIR SÉRKJARABEIKN.
Vísitölub., óhreyfðir. 2,25-2,9 islandsb.
Óverðtr., hreyfðir 4-5 Islandsb., Spar-
isj.
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR
(innan tímabils)
Vísitölub. reikn. 2,4-3 Landsb., is-
landsb.
Gengisb. reikn. 2,4-3 Landsb., is-
landsb.
BUNDNIR SKIPT1KJARAREIKN.
Visitölub. 4,75-5,25 Búnaðarb.
óverðtr. 6-6,75 Búnaðarb.
INNIENDIR GJALDEYRISREIKN.
$ 1,25-1,9 islandsb.
£ 3,5-3,75 Búnaðarb.
DM 5,75-6 Landsb.
DK 7-8 Sparisj.
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
ÚTLAN óverðtryggð
Alm. víx. (forv.) 12,75-13,75 Búnaðarb.
Viðskiptav. (forv.)’ kaupqenqi Allir
Alm.skbréf B-fl. 12,75-14,45 Landsb.
Viðskskbréf1 kaupgengi Allir
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
Alm.skb. B-flokkur 8,75-9,75 Landsb.
AFURÐALÁN
í kr. 13-14 Landsb.
SDR 7,75-8,35 Landsb.
$ 6-6,6 Landsb.
£ 8-9 Landsb.
DM 10,75-11 Landsb.
Ðréttarvextir 17%
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf febrúar 14,2%
Verðtryggð lán febrúar 9,5%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala janúar 3246 stig
Lánskjaravísitála febrúar 3263 stig
Byggingavísitala janúar 189,6 stig
Byggingavísitala febrúar 189,8 stig
Framfærsluvísitala í mars 165,4 stig
Framfærsluvísitala í febrúar 165,3 stig
Launavísitala í desember 130,4 stig
Launavísitala i janúar 130,7 stig
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
KAUP SALA
Einingabréf 1 6.579 6.700
Einingabréf 2 3.614 3.632
Einingabréf 3 4.299 4.377
Skammtímabréf 2,236 2,236
Kjarabréf 4,526 4,666
Markbréf 2,426 2,501
Tekjubréf 1,576 1,625
Skyndibréf 1,918 1,918
Sjóðsbréf 1 3,208 3,224
Sjóðsbréf 2 1,953 1,973
Sjóðsbréf 3 2,210
Sjóðsbréf 4 1,520
Sjóðsbréf 5 1,360 1,380
Vaxtarbréf 2,263
Valbréf 2,1187
Sjóðsbréf 6 540 567
Sjóðsbréf 7 1158 1193
Sjóðsbréf 10 1179
Glitnisbréf
islandsbréf 1,389 1,415
Fjórðungsbréf 1,162 1.179
Þingbréf 1,404 1,423
Öndvegisbréf 1,390 1,409
Sýslubréf 1,332 1,350
Reiðubréf 1,360 1,360
Launabréf 1,033 1,048
Heimsbréf 1,238 1,276
HtUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi á Veröbréfaþingi íslands:
Hagst. tilboö
Loka-
verð KAUP SALA
Eimskip 3,63 3.63 3,80
Flugleiðir 1,22 1,30
Grandi hf. 1,80 2,25
Íslandsbankí hf. 1,10 1,12 1,20
Olís 2,28 1,85 2,09
Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,00 3,84
Hlutabréfasj. ViB 0,99 0,99 1,05
isl. hlutabréfasj. 1,05
Auölindarbréf 1,02 1,02 1,09
Jarðboranirhf. 1,87 1,87
Hampiðjan 1.25 1,18 1,25
Hlutabréfasjóð. 1,25 1,28
Kaupfélag Eyfirðinga. 2,25 2.20 2,30
Marel hf. 2,51 2,51
Skagstrendingurhf. 3,00 3,49
Sæplast 2,90 3,00 3,10
Þormóður rammi hf. 2,30 2,25
Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum:
Aflgjafi hf.
Alm. hlutabréfasjóðurinn hf. 0,88 0,88 0,95
Ármannsfell hf. 1,20
Árnes hf. 1,85 1,85
Bifreiðaskoðun islands 3,40 2,85
Eignfél. Alþýðub. 1,20 1,59
Faxamarkaðurinn hf. 2,30
Fiskmarkaðurinn hf. Hafn.f. 1,00
Haförnin 1,00
Haraldur Böðv. 3,10 2,80
Hlutabréfasjóöur Norður- 1,09 1,05 1,09
lands
Hraðfrystihús Eskifjaröar 2,50
isl. útvarpsfél. 2,15 1,95
Kögun hf. 2,10
Olíufélagiðhf. 4,95 4,82 5,00
Samskip hf. 1,12 0,98
Sameinaðir verktakar hf. 7,00 6,50 7,20
Síldarv., Neskaup. 3,10 2,80
Sjóvá-Almennarhf. 4,35 4,20
Skeljungurhf. 4,00 4,10 4,75
Softis hf. 9,00 9,00 15,00
Tollvörug. hf. 1,43 1,43
Tryggingarmiðstöðin hf. 4,80
Tæknival hf. 0,40
Tölvusamskipti hf. 4,00 3,50
Útgeróarfélagið Eldey hf.
Þróunarfélaglslandshf. 1,30
1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum,
útgefnum af þriöja aðila, er miðað viö sérstakt kaup-
gengi.