Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 15. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGOTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ranglátt Hfeyrískerfi Kerfi lífeyrissjóða, sem hér gildir, er mjög ranglátt. Embættismannaveldi fyrri ára er þar enn við lýði. Mik- ill munur er gerður á Jóni og séra Jóni. Lífeyrisréttindum fólks er mjög misskipt eftir lífeyris- sjóðum. Verkafólk, sem hefur greitt í sjóði innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða, fær 20-30 þúsund krónur á mánuði í lífeyri. Þeir sem hafa greitt í sjóði hjá Lands- sambandi lífeyrissjóða geta fengið hæst 30-40 þúsund krónur á mánuði. Opinberir starfsmenn geta á hinn bóginn fengið allt að 70 prósentum af launum sínum í lífeyri. Alþingismaður, sem verið hefur ráðherra í nokk- ur ár, getur svo fengið 190 þúsund krónur á mánuði í lífeyri. Bankastjórar Seðlabanka og Landsbanka geta hlotið 90 prósent af launum eftir 15-16 ára störf. í ýms- um dæmum um „toppana“ í þjóðfélaginu eiga þeir kost á 400-500 þúsund króna lífeyri á mánuði. Kerfið sér þannig vel um „gæðinga“ sína en að sama skapi illa um almúgann. Fjölmargir lífeyrissjóðir stefna í „gjaldþrot“. Allt bendir til að sjóðirnir verði að hækka iðgjöld eða draga úr lífeyrisgreiðslum sínum til að kom- ast hjá þroti. Hjá hinu opinbera eru sjóðfélagar gull- tryggðir á sama tíma. Þeir eiga ekkert slíkt á hættu, þótt lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna séu ýmist tóm- ir eða gjörsamlegá „gjaldþrota“ samkvæmt trygginga- fræðilegu uppgjöri. Ríkið mun vissulega greiða þessu fólki lífeyri, meðan kerfmu er ekki breytt. Það þýðir að sjálfsögðu, að skattgreiðendur borga brúsann - fólk í öðrum lífeyrissjóðum heldur þannig einnig uppi lífeyris- sjóðum opinberra starfsmanna. Eitt hundrað og tíu fyrrverandi alþingismenn eða makar þeirra fengu á síðasta ári 118 milljónir króna úr lífeyrissjóðum þingmanna og ráðherra. Þetta fólk hlaut því að meðaltah um 1,1 milljón króna úr sjóðunum. Þannig sjá landsfeðurnir um sig og sína. í áranna rás hefur einnig verið annazt tiltölulega vel um opinbera starfsmenn yfirleitt að þessu leyti. Tryggingafræðileg úttekt Seðlabankans sýnir, að Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins stendur hörmulega. Sjóðurinn var yfir 67 milljarða króna í mínus miðað við stöðu 1 árslok 1991. Á sama tíma var Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,5 milljörðum króna fyrir ofan núllpunktinn. Sá jöfnuður, sem þetta sýnir, gefur til kynna mismun á höfuðstól sjóðsins og áfóllnum skuldbindingum. Nei- kvæður jöfnuður sýnir þá fjárhæð, sem vantar upp á, að eignir sjóðsins dugi til að mæta áfóllnum skuldbind- ingum á uppgjörsdegi. Tryggingafræðileg úttekt bankaeftirhts Seðlabank- ans gefur þannig skýra mynd af stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins svo og annarra lífeyrissjóða. Landsmenn munu yfirleitt þeirrar skoðunar, að ekki megi una því ranglæti, sem í þessu kerfi felst. Forystumenn opinberra starfsmanna segja oft, að launakjör opinberra starfsmanna séu yfirleitt lakari en kjör sambærilegs starfsfólks á almenna vinnumarkaðn- um. Því þurfi opinberir starfsmenn að njóta forréttinda í lífeyriskerfinu. Þetta sjónarmið stenzt ekki lengur. Eyða þarf mis- mununinni í lífeyriskerfinu og skapa þær aðstæður, að eðlileg samkeppni ríki um launakjör, í þjóðfélaginu al- mennt. Það er ekkert í starfi opinberra starfsmanna, sem á að valda misrétti á borð við það, sem að framan greindi. Embættismenn eiga ekki að vera forréttinda- stétt. Slíkt eru leifar gamals tíma. Haukur Helgason „... að milljónum manna á Vesturlöndum er ofaukið, ef svo mætti segja, eða því sem nemur atvinnulaus- um“ segir í grein höfundar. Heimurinn dregst saman Um daginn þegar ég var að leggja korkflísar á gólfið hjá mér komst ég að raun um það að venjuleg störf eru æðri en ritstörf að því leyti að meðan maöur vinnur þau er hægt aö gera eitthvað gerólíkt í hugan- um: maður getur unnið tvennt í einu. Það er ekki hægt á meðan verið er að skálda og skrifa, hugur- inn verður að vera við sama verk og hendumar. Hvaö gerir hugur manns sem leggur korkflísar á gólf? Þetta var góð spurning og von- andi verður svarið ekki verra: Hann brýtur auðvitaö heilann um efnahag heimsins og hvemig kom- ið er fyrir honum. Útreikningar Ég er góður í hugarreikningi, þótt ég segi sjálfur frá, og ólíkur því sem gerðist þegar rafmagnið fór af Reykjavík um daginn: búðum var lokað í skyndi vegna þess að „fólkið við kassana" kann ekki lengur að leggja saman. Þess vegna fór hagur verslunarinnar í vaskinn þennan dag. En við reikning minn komst ég að þeirri niðurstöðu að vegna vaxandi samdráttar á öllum sviðum atvinnumála verður efna- hagur heimsins kominn innan fárra ára á svipaðan punkt og hann hafði verið að róla á áður en efna- hagsundrin hófust, margrómuð sem allrameinabót. En það er ekki aðeins efnahagur- inn sem hefur dregist saman, held- ur hefur annað komið í Ijós um leið, það að milljónum manna á Vestur- löndum er ofaukið, ef svo mætti segja, eða því sem nemur atvinnu- lausum. Þannig munu þjóðir líka dragast saman þegar til lengdar lætur og íbúatala heimsins verða svipuð og hún hafði verið, áður en hin biblíulega krafa um að uppfylla heiminn og menn ættu að vera eins Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur öruggt mál hvað okkur varðar, umsvif okkar og magamál. Hvað tekur við? - En ég spyr: Hvað verður í sam- dráttarlok um tölvurnar og hin stóru atvinnutæki? Verða þau lögð niður og þeim fleygt þegar þeirra verður. ekki þörf? Hvaða þörf er fyrir stórtækar vinnuvélar ef verk- ið er lítiö, unnið fyrir fáa og hægt að leysa það í gömlu og góðu hönd- unum? Hvaða þörf verður fyrir tölvur sem geta reiknað út stjarn- fræðilegar tölur þegar fólk fer aftur að hlaupa einu sinni í viku út í búð til þess að kaupa sitt pundið af hvoru og kaupmaðurinn fer að geta lagt saman tvo og tvo á ný og hver bóndi getur haft í kollinum tölur yfir búskap sinn og heimsveltuna „Menn þurfa að fara að búa sig undir að heimurinn verði aftur eins og hann var gerður af hendi guðs eða sköpunar- innar en ekki þeirra sem vildu breyta honum... “ og sandur á sævarströnd var gerð og veruleika. Með fæðingarspreng- ingunni hófst rányrkjan á jörð og hafi og allir urðu jafn ábyggilegir og sandur. Samdrátturinn er orðinn af þeirri geigvænlegu stærðargráðu sem ég ætla ekki að leggja fyrir þá sem kunna enn að lesa en ekki aö reikna. Þetta er samt gott og bless- að, vegna þess að löndin komust af áður en þau fylltust af fólki og mannskepnan er alltaf stödd á svipuðum slóðum með magann. Það stafar af því að allt étur sjálft sig um leið og það eykur umsvif sín. Sú regla er nokkurn veginn á síðasta ári? Menn þurfa að fara að búa sig undir að heimurinn verði aftur eins og hann var gerður af hendi guðs eða sköpunarinnar en ekki þeirra sem vildu breyta honum... en vissu síðan ekki til hvers breyt- inga var þörf eða í hvaöa tilgangi og réðu ekki við neitt þegar á hólm- inn var komið og ákölluöu þá ró- andi lyf sér til hjálpar í staðinn fyrir að lesa bænimar sinar í hljóöi og bíða eftir efnahagsundrinu handan við gröf og dauða þegar þeir yrðu settir við hægri hönd Hagfræðingsins mikla. Guðbergur Bergsson Skoðanir aimarra Hvíti víkingurinn „Norska fyrirtækiö Film Effekt var verktaki við gerð sjónvarpsþáttanna um Hvita víkinginn. Fyrir- tækið framleiddi jafnframt íjölda annarra kvik- mynda. Gjaldþrot þess tengist að engu leyti störfum mínum sem leikstjóra. Ég hélt þær tökuáætlanir sem vora gérðar og skilaði minni vinnu eins og um var samið. Gjaldþrotið tengist fieiri verkum en Hvíta víkingnum og er afleiðing innri vandamála í rekstri og stjómun sem era mér óviðkomandi." . Hrafn Gunnlaugsson í mbl. 11. mars. Ríkissjónvarpið „Því má spyrja hvort karhnn, sem klofar snjó- skaflana í auglýsiugunni í von um aö ná að borga áskriftargjaldið í tíma, óttast meira að missa af Hemma Gunn eða lokunardeildina með innsigli sín og hótanir um innheimtuaðgerðir. . . Og það er vonandi ekki guðlast þótt stungið sé upp á að þeir hvíli nú Hemma Gunn. Hemmi er snillings góður þáttastjóri en því miður er bara enginn svo góður að hann þoh aðra eins lotu og þættimir hans eru orðnir margir. Það er engum íjölmiðli til lofs að gjör- nýta svo bestu krafta sína að menn hljóti að þreyt- ast.“ Garri í Tímanum 10. mars. Maltauglýsingar „Það undrar mig að slíkir andans jöfrar og ís- lenskrar tungu sem Helgi Hálfdánarson og Þorgeir Þorgeirsson skuli finna sig knúna til mótmæla þegar á sjónvarpsskjám landsmanna birtast auglýsingar í ferskeytiuformi. Hvoragan hef ég séð mótmæla flutningi ljölþjóðlegra auglýsinga gosdrykkjafram- leiðenda sungnum á erlendum málum og skreyttar myndum sem ekkert eiga skylt við íslenskan vera- leika. “ Björn Brynjúlfur Björnsson í Mbl. 11. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.