Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR15. MARS1993
15
Beðið eftir forsjá
Ein meginmeinsemd íslensks at-
hafna- og menningarlífs er sá hátt-
ur flestra einstaklinga að bíða eftir
forsjá annarra í stað þess að sýna
eigið frumkvæði og framtak.
Athafnalítil biðin eftir bjargráð-
um að sunnan hefur reynst lands-
byggðinni dýrkeypt. Bhnd trú og
traust á næsta happdrættisvinn-
inginn i stóriðju eða aflabrögðum
hefur svæft fjölda einstaklinga og
.fyrirtækja þyrnirósarsvefni. A
Austurlandi biðu menn eftir kísil-
járnverksmiðju árum saman. Síð-
an eftir álverksmiðju. Og engin
kom verksmiðjan. Heimamenn
töpuðu dýrmætum tíma á biðinni
eftir forsjá stjórnvalda.
Sögur af þessu tagi eru orðnar
alltof margar. Þær ættu að kenna
mönnum þá lexíu að enginn skyldi
KjaUaiinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur
„Kenning mín um þetta efni er sú að
einstaklingar fari að flækja sig 1 neti
forsjárhyggjunnar strax á skólaaldri.“
„Blind trú og traust á næsta happdrættisvinninginn í stóriðju eða afla-
brögðum hefur svæft fjölda einstaklinga og fyrirtækja þyrnirósar-
svefni," segir í grein höfundar.
nokkru sinni láta bið eftir bjarg-
ráðum annarra manna eða yfir-
valda slæva eigið frumkvæði og
framtak. Jafnvel þegar menn hafa
góða von um utanaðkomandi að-
stoð við vandamál sín eða úrlausn-
arefni ættu þeir að starfa „á
útopnu“ að sköpun og framkvæmd
eigin bjargráða.
Fullnýting frelsis
Þetta er sá stíll sem ahir eiga að
tileinka sér. Óheft og sívirk sköpun
og óheft og sívirkt og öflugt fram-
tak. Fuhnýting alls þess frelsis sem
frjálst markaðshagkerfi og frelsi
tjáningarinnar gefa kost á. Engin
bið eftir úrræðum nefnda, ráða eða
ráöamanna. Sívirk vaka í stað
værðarsvefns.
Þjóðin líður fyrir það að einstakl-
ingar sem hafa verulegt frelsi inn-
an ramma laga, réttar og siða
skynja þetta frelsi ekki nema að
Utlu leyti. Ná því ekki að nýta nema
lítið brot þess.
Þessi stUl sköpunar og framtaks
er brýnn hvort sem yfirboðarar,
ráðamenn, skoðanaleiðtogar eða
yfirvöld eru starfi sínu vaxin eða
ekki. Hann er algert lífsspursmál
ef fjöldi ráðamanna og valdastofn-
ana þjóðfélagsins er hálflamaður
sakir tryggða við úrelt sjónarmið
eða hefðir, lélegra vinnuafkasta,
fyrirhyggjuleysis eða skrifræðis.
Eru „undirmáls-yfirstétt".
Forsjárhyggja
En hvemig stendur á því að fólk
hefur ánetjast biðinni eftir forsjá í
stórum stíl? Kenning mín um þetta
efni er sú að einstaklingar fari að
flækja sig í neti forsjárhyggjunnar
strax á skólaaidri. Margir skólar
og skólamenn hafa svo ríka tfi-
hneigingu til að nýta tíma nemenda
til hins ýtrasta við yfirferð náms-
efnis að sáralítill tími er eftir fyrir
nemendurna tíl frjálsra verkefna
og sköpunar sem krefjast eigin
framtaks og reyna á sjáifstætt hug-
myndaflug. Enginn þarf því að vera
hissa á því að margir nemendumir
sem út úr skólakerfinu koma hafi
ánetjast þægilegu og afslöppuðu
ástandi þess forsjárháða. Sá sem
fylgt hefur nákvæmum fyrirmæl-
um lærifeðra eða annarra yfirboð-
ara um stórt og smátt í allt að tvo
áratugi hefur nánast ekkert tæki-
færi fengið tU að þjálfa eigin sköp-
unargáfu og framtak.
Enginn myndi hissa á því að valt-
ari sem færi yfir rósabeð skildi
blómin eftir sig flöt í moldinni.
Raunvemlegt undrunarefni væri á
hinn bóginn ef ein og ein rós risi
upprétt eftir slíka meðferð. Slík
dæmi koma ávaUt fram þrátt fyrir
ofkeyrslu forsjárinnar og ramm-
aukið taumhald hvers kyns hópa,
félagsheUda og hefða. Þau em bara
of fá. Þjóðfélagið þarf langtum fleiri
virka og skapandi framkvöðla. Það
á meir en nóg af hlýðnu og hug-
myndasnauðu rútínufólki.
Jón Erlendsson
SINE fái þóknun fyrir
hagsmunagæslu
Með nýjum lögum um námslán
sl. vor var skylduaðUd að Sam-
bandi íslenskra námsmanna er-
lendis (SÍNE) felld niður. Hér er
um að ræða pólitíska aðför íhalds-
afla samfélagsins gegn hreyfingu
námsfólks.
Hagsmunasamtök
Langmestur hluti starfs SÍNE er
hrein hagsmunagæsla fyrir félaga
og annað námsfólk sem til SÍNE
kann að leita. SÍNE rekur skrif-
stofu sem námsfólk á aðgang að,
SÍNE tilnefnir fulltrúa í stjórn
Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
SÍNE leggur vinnu í að kynna sér
vafamál námsfólks gagnvart láns-
rétti hjá Lánasjóðnum og SÍNE
berst fyrir kjörum námsfólks á víð-
tækum grandveUi. Útgáfa Sæ-
mundar, málgagns SÍNE, feUur
einnig að langmestu leyti undir
hagsmunagæslu og einnig hin al-
menna barátta SINE í vörn eða
sókn fyrir lífvænlegum námslán-
um. A.m.k. þrír fjórðu af starfi
SÍNE era hagsmunagæsla. Að
þessu leyti er staða SINE svipuð
og Stúdentaráðs Háskóla íslands
og hreyfinga launafólks.
Á meðan aUt námsfólk erlendis
var skikkað til að greiða SÍNE fé-
lagsgjald, sem nú er 1900 krónur,
gekk sæmUega að hafa starfsmann
Kjallaiiim
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson
uppeldisfræðingur
mörg mál og ekki síður flókin, eins
og flestar íjölskyldur í landinu ættu
nú orðið að hafa innsýn í.
Nú er svo komið að af um 2200
námsmönnum erlendis era aðeins
um 950 þeirra félagar í SÍNE. IUa
hefur gengiö að ná tíl námsfólks
þar sem Lánasjóðurinn heldur ekki
saman heimilsföngum námsfólks-
ins erlendis og umboðsmenn á ís-
landi átta sig ekki aUtaf á nauðsyn
SÍNE. Skrifstofa SÍNE er nú aðeins
opin tólf stundir á viku og verður
sennUega lokuð í aUt sumar. Þetta
bitnar mjög á starfi Lánasjóðsins
þar sem ekki er kafað eins djúpt
ofan í vafamáUn og áður af fuUtrúa
SÍNE. Símsvari SINE bendir þeim
sem eiga í vandræðum á aö hringja
í menntamálaráðuneytið og hefur
ráðuneytið hringt í íjölskyldumeð-
Umi stjórnarmanna til að ávíta þá
Þóknun
í Bandaríkjunum tíðkast ekki að
skylda sé að vera í verklýðsfélagi,
þar er þó heimilt, a.m.k. í sumum
fylkjum, að skylda þá sem vinna á
vettvangi er verkalýðsfélag starfar
á að greiða verkalýðsfélaginu
þóknun fyrir hagsmunagæslu.
Rétt væri að koma á slíku fyrir-
komulagi í lögum um námslán, þ.e.
að þeir sem ekki vUja gerast félagar
í SINE séu þess í stað skikkaðir til
að greiða þóknun tíl SÍNE enda eigi
þeir þá jafnan rétt á aðstoð hjá
skrifstofu SÍNE og félagar. Strang-
ar reglur myndu ríkja um til hvers
mætti nota þóknunina en félags-
gjöldum mætti ráðstafa til t.d.
menningarviðburða eða annars
sem ekki flokkast undir beina
hagsmunagæslu. Hugmynd þessi
er m.a. studd af Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, alþingiskonu og fyrr-
verandi formanni Stúdentaráðs
Háskóla fslands. Kemur það fram
í viðtaU við Sæmund í desember sl.
Að lokum skora ég á aUa þá sem
era komnir heim frá námi að halda
áfram að vera í SÍNE í aUt að fimm
ár frá námslokum, sem er heimUt
skv. lögum þess, tíl þess að stuðla
að því að sambandið verði áfram
til og tU að sýna mikUvæga sam-
stöðu.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
„ . ,. þeir sem ekld vilja gerast félagar
í SINE séu þess í staö skikkaðir til að
greiða þóknun til SÍNE enda eigi þeir
þá jafnan rétt á aðstoð hjá skrifstofu
SINE og félagar.“
í fuUu starfi sem m.a. sinnti vafa- fyrir tUtækið. En hvert á fólk að
málum einstaks námsfólks sem eru leita?
Meðog
„Um skatt-
lagningu
eignatekna og
þar með
skattlagningu
vaxta hefúr
ríkt mikUl
vandræöa-
gangur hér á
landi mjög
lengi. Þessu a^nfllsmaðw
hefúr verið
þannig farið að eignatekjur, þaö
að segja leiga húsnæðis og annað
slíkt, er skattlagt en aörar fiár-
magnstekjur, þar á meðal tekjur
af verðbréfúm og slíkt, hefur ekki
verið skattiagt. Ég tel afar brýnt
að gera þarna á breytingar þann-
íg að samræmdar verði skatta-
reglur um tekjur af öllum eign-
um.“
„Ég tel ekki skynsamlegt að
leggja beint skatt á vexti þannig
aö það verði, eins og sumir hafa
gert tiUögur um, að seija eins
konar staögreiöslu á vaxtatekjur.
Ég tel að það sé mjög slæmur
kostur og muni draga úr spam-
aði. Þess vegna á að breyta lög-
gjöfinni þannig að aUar eigna-
tekjur verði skattlagðar með
sambærilegum hætti, þó þannig
að tekjur af sparifiáreign verði
undanþegnar skatti að tílteknum
mörkum sem gætu veriö upp aö
eignabilinu 3 tíl 4 mUljónir eöa
svo. Það ýrðu skattleysismörkin
varðandi sparifé."
„Það verður að gera glöggan
gremarmun á því að tekjur af
eignum eru mjög mismunandi.
Sumir sefia aurana sína í fast-
eignir sem bera einhvem arð og
eru skattlagðar að fufiu en aörir
sefia aurana sína inn á banka eða
kaupa verðbréf eða hlutabréf og *
njóta skattfrelsis. Þetta tel ég ekki
eðlilegt og verði að breyta.
Ég vil taka upp eignatekjuskatt
en vil ekki skattleggja beint spari-
fé heldur samræma. í dag er mis-
mununrn of mikU.“
Skattlagning
hækkar vexti
„Það sem
helst mælir
móti skatt-
lagningu tjár-
magnstekna
er sú brýna
nauðsyn að
halda niðri
vaxtastigi og .
helst lækka *mi R. Amason al-
vextina veru- þingismadur
lega. Það er
segmsagaað um leiðogvið skatt-
leggjum tekjm- af þvi tagi þá
hækkar gjaldið fyrir þjónustuna
og þjónustugjaldið er auðvitað
vextimir."
„í öðra lagi skiptir okkur miklu
máli að fá fiármagnið til starfa í
atvinnulífinu og á meðan við er-
um að hvefia til þess getum við
; ekki á sama tíma skattlagt tekj
umar af þvi starfi."
„Þaö er staðreynd í dag að at-
vmnustigíð er mjög lágt og aug-
ljóst, ef tekið er mið'af þeim hug-
myndum sem frara hafa komið á
iví hvernig það verði bætt, að til
æss þarf aukiö flármagn í fram-
tvæmdir, helst í þær fram-
kvæmdir sem skapa störf eftiraö
framkvæmdunum sjálfum er lok-
iö það er að segja atvinnufyrir-
tæki. TU þess þarf fiármagnið að
vera fil rciðu og það þarf aðvera
á góðum kjörum, það er aö segja
á lágum vöxtum. Skattlagning á
flármagnstekjur myndi hækka
)á og draga úr því að fé streymi
tU þessara hluta." -Ari