Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Side 16
16
MÁNUDAGUR 15. MARS 1993
Ökuskóli
Sigurðar Gíslasonar sf.
Aukin ökuréttindi (meirapróf). Næsta námskeið verð-
ur haldið í Reykjavík dagana 23. mars - 27. apríl ef
næg þátttaka fæst. Innritun fer fram næstu daga hjá
Viðskiptamiðlun h/f, Tryggvagötu 16, 3. h. S.
629510 - 679094 og 985-24124. Fyrirhugað er að
halda námskeið í „ferða- og farþegafræði" í byrjun
maí ef næg þátttaka fæst.
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar-
verkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Mela-
skóla.
Helstu magntölur eru:
Jarðvegsskipti 900 rm
Malbikun 1.300 m2
Hellulögn 800 m2
Snjóbræðsla 300 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. mars 1993,
kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar-
verkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Breiða-
gerðisskóla
Helstu magntölur eru:
Jarðvegsskipti
Malbikun
Hellulögn
Snjóbræðsla
1.400 rm
1.900 m2
200 m2
160 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sarna stað miðvikudaginn 31. mars 1993
kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. gatnamálastjórans í Reykjavík,
óskar eftir tilboðum i eftirfarandi viðhaldsverkefni:
Malbiksviögerðir A:
Helstu magntölur:
- Sögun 11.000 m
- Malbikun á grús 8.500 m2
Verklok eru 1. nóvember 1993.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 1. april 1993, kl. 14.00.
Malbiksviðgerðir B:
Helstu magntölur:
- Sögun 5.700 m
- Malbikun á grús 4.300 m2
Verklok eru 1. nóvember 1993.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 1. apríl 1993, kl. 14.00.
Viðgerðir á hellulögðum gangstéttum I:
Helstu magntölur:
- Heildarflatarmál gangstétta: 8.000 m2
Verklok eru 1. október 1993.
Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 31. mars 1993, kl. 11.00.
Viðgerðir á hellulögðum gangstéttum tl:
Helstu magntölur:
- Heildarflatarmál gangstétta: 8.000 m2
Verklok eru 1. október 1993.
Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 7. apríl 1993, kl. 14.00.
Viögeröir á steyptum gangstéttum:
Helstu magntölur:
- Heildarflatarmál gangstétta: 12.000 m2
Verklok eru 1. október 1993.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 13. apríl 1993, kl. 14.00.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, frá og með þriðjudeginum 16. mars, gegn kr. 5.000,- skila-
tryggingu fyrir hvert eintak.
Tilboðin verða opnuð á sama stað. ,
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Menning
Loddari afhjúpaður
-lausbeislaðgrín
. Á fjölum Borgarleikhússins hafa ærsl og lausbeislaö
grín tekið völdin. Þór H. Tulinius leikstjóri og Hafliöi
Arngrímsson, aðstoðarmaður hans, hafa ákveðið að
fara hvergi með löndum í uppfærslunni á Tartuffe,
eftir meistara Moliére. Skrípalæti og leikbrellur
krydda sýninguna og ótal brögðum er beitt til að vekja
hlátur áhorfenda.
Leið þeirra er áhættusöm því að hvergi má verða
gloppa í leikstílnum og framvindan þarf að vera hröð
og jöfn, þannig að galdurinn haidi áhorfendum á valdi
sínu alian tímann.
Þetta fannst mér ekki takast alls kostar og helsti
veikleiki sýningarinnar, sem var á löngum köflum
mikil gleði fyrir auga og eyra, virtist mér skrykkjótt
og fulllangdregin framvinda, sem meðal annars staf-
aði af því að of mikið var gert að því að gæla við ein-
stök atriði og tefja gang mála með því að gera sem
mest úr hverju þeirra, jafnvel bæta inn óþarfa innskot-
um og aulahúmor.
Heildarmyndin varð tæpast nógu hrein, en af fjöri
og gáska var nóg.
Ullalla
Við upphaf sýningar sést leikhópur, sem er að hita
sig upp fyrir leiksýningu, rétt eins og farandleikhópar
gerðu á dögum Moliéres.
Inni á sviðinu er annað svið, skáhallandi gólf, sem
sýnir hlbýh Orgons, efnaös borgara, en til hhðanna
má sjá aðstoðarfólk á sveimi og margvíslega sviðs-
muni i hrúgum. Leikmynd Stígs Steinþórssonar er
rúm og skemmtilega útfærð og mjög í anda uppsetning-
arinnar í hehd. Svigrúm verður næghegt ogþessi lausn
styður ýkjusthinn í uppsetningunni. Við erum jú í leik-
húsinu, leikurinn er leikur og ekkert annað.
Leiklist
Auður Eydal
Búningamir eru eru líka sérlega vel hannaðir, „aht
frá hatti oní skó“ htríkir og efnismikhr og gera mikið
fyrir sýninguna ásamt prýðhegum gervum að öðru
leyti.
Eins og fyrr sagöi eru mikh ærsl á sviðinu og leik-
stíllinn oft ýkjukenndur. Þýöing Péturs Gunnarssonar
á þessari ensku leikgerð F. Anstey er áheyrheg, en
það breytir auðvitað yfirbragði verksins mikið að text-
inn skuli ekki fluttur í bundnu máh, eins og gert var
í sýningu Nemendaleikhússins fyrir nokkrum árum,
þegar Karl Guðmundsson þýddi verkið.
Orgon gamli á unga eiginkonu og tvö uppkomin
börn frá fyrra hjónabandi. Þau, ásamt þjónustufólki
og vinum láta hveijum degi nægja sína þjáningu og
gera sér enga rellu út af smámunum. Leikur, glens
og grín er þeirra dagskipun.
En það syrtir í álinn þegar flækingnum og bragðar-
efnum Tartuffe tekst að blekkja Orgon með trúar-
hræsni sinni og siöaprédikunum. Karhnn vhl fyrir
alla muni verða sáluhólpinn og tekur þennan „sann-
heilaga" skálk inn á heimihð. En leikur Tartuffes bygg-
ist á þeirri ætlan að véla allar eigur karlsins út úr
honum og við hggur að honum takist það.
Ráðagóð þjónustustúlka er betri en enginn í viður-
eigninni við Tartuffe og eiginkonan, Elmira, þarf líka
á allri sinni ráðsnihd að halda th þess að koma svika-
hrappnum á kné.
Persónur eru mjög I itríkar í T artuffe. DV-mynd BG
Ingrid Jónsdóttir sýnir glæshega frammistöðu í hlut-
verki þjónustustúlkunnar, Dorine, og hélt hárréttum
áherslum aht verkið. Pétur Einarsson var líka fanta-
góður í hlutverki hins auðtrúa Orgons. Þröstur Leó
Gunnarsson var hins vegar fyrst og fremst meinlæta-
legur og strangur í hlutverki Tartuffes en minna fór
fyrir sleipum sjarma Tartuffes og lævísi, sem veikti
persónuna og gerði hana einhhða í samskiptunum við
Orgón og aðrar persónur.
Edda Heiðrún Backman skopgeröi Elmíru og dans-
aði nettlega á línunni án þess að yfirkeyra. Atriðið í
svefnherberginu var hápunkturinn í leik hennar þetta
kvöldið. Ehert A. Ingimundarson var prýðhegur sem
vonbiðilhnn, Valere. Helga Braga Jónsdóttir hefur
áður sýnt skemmtilega takta sem gamanleikkona, en
hér hefði leikstjóri mátt dempa áherslur og draga úr
keyrslunni, því að kjarninn var þama fyrir hendi inn-
an í öhum látunum. Steinn Ármann Magnússon var
svohtið skondinn og úr allt annarri átt í hlutverki
Damis. Guðmundur Ólafsson skrípaðist óspart í hlut-
verki Cléante og talaði með tilgeröarlegum frönskum
hreim. Og svo kom Guðrún Ásmundsdóttir alveg svel-
landi fin í hlutverki frú Pemillu, sem hún vann svo
vel að unun var að og Ari Matthíasson gerði sér dágóð-
an mat úr htlu hlutverki hðsforingja.
Flutt er frumsamin tónhst eftir Ríkarð Örn Pálsson
ásamt ýmsu öðm tónhstarefni sem hann hefur útsett
og er allur tónhstarflutningurinn skemmthega útfærð-
ur og vel við hæfi.
Myndröö Ingu Lísu Middleton fannst mér hins vegar
engan veginn falla að verkinu, hún var ofhlæði sem
alveg hefði mátt missa sig að þessu sinni þó að hún
væri tæknhega vel gerð. Inntakið er hka margtuggið
og óþörf prédikun.
Leikfélag Reyjavikur sýnir í Borgarleikhúsi (Stóra svið):
Tartuffe
Höfundur: Jean-Baptiste Poquelin Moliére.
Þýðing: Pétur Gunnarsson eftir enskri leikgerð F. Anstey.
Leikstjóri: Þór H. Tulinius.
Aðstoðarleikstjóri: Hafliði Arngrímsson.
Leikmynd: Stigur Steinþórsson.
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.
Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson.
Myndskyggnusyrpa: Inga Lísa Middleton.
Tónlist: Ríkarður Örn Pálsson.
Hattari: Árný Guðmundsdóttir.
Tríó Reykjavíkur
Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfirði í gær-
kvöldi. Þar lék Tríó Reykjavíkur verk eftir Ludwig van
Beethoven, Atla Heimi Sveinsson og Felix Mend-
elsohn. Tr'ó Reykjavíkur skipa þau Halldór Haralds-
son, píanó, Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, og Gunnar
Kvaran, sehó.
Sá háttur var á hafður á þessum tónleikum að tón-
listarfólkið kynnti efnisskrána með því að flytja stutta
tölu um verkin. Algengari máti er að koma þessum
upplýsingum á framfæri í hinni prentuðu efnisskrá
og eru sjálfsagt skiptar skoðanir um það hvor háttur-
inn sé betri: Hér á DV höllumst við að þvi að rétt sé
að forðast ræðuhöld á tónleikum. Þau eru th þess fah-
in aö draga athygli frá tónhstarflutningnum og gefa
undir fótinn með þann skilning aö ef th vhl sé hann
ekki aðalatriðið. Stundum virðist eins og ræðuhöldin
séu th að afsaka flutninginn, þótt það hafi alls ekki
verið tilfelhð á þessum tónleikum. Á efnisskránni var
skemmtheg blanda, klassískt verk, rómantiskt verk
og frumflutningur á verki eftir Atla Heimi. Tríó op. 1
nr. 1 eftir Beethoven er æskuverk í þeim skihngi að
höfundur var ungur að árum er hann samdi það: hann
var hins vegar búinn nema hst sína í mörg ár og því
flestum hnútum kunnugur. Það er athyghsvert hve
verkið er yfirvegað og heildstætt og laust við að vera
ungæðingslegt. Tríó Mendelsohns í c moll er ólíkt í
anda. Verkið er eins og mörg önnur verk þessa höfund-
ar hlaðið gripandi léttleika, eins og höfundurinn hafi
ekkert fyrir tónsmiðunum og hggi ekki annað á hjarta
en gleðja meðbræður sína með snhld sinni. Forvitni-
legast var að heyra trói Atla Heimis. Verkið er theink-
að Thor Vhhjálmssyni, sem gat ekki verið viðstaddur
en sendi skeyti á tónleikana með kveðjum sínum.Það
hefur yfir sér hressandi ferskleika og hugmyndaauðgi
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
sem oft einkennir verk þessa ágæta íslenska tón-
skálds. Ldtir og hljóðfall eru meginefniviður verksins,
sem meðhöndlaður er með ýmsum hætti.
Tríó Reykjavíkur var heldur betur í essinu sínu á
þessum tónleikum og lék af hreinni snihd. Öh verkin
voru flutt af vandvirkni og með góðri túlkun og mátti
ekki á mhli sjá hvað kom best út.