Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Side 19
MÁNUDAGUR15. MARS1993 31 Menning Danskur ieik- hópursýnirí Gerðubergi Danski leikhópurinn Boxi- ganga Performance Theater er kominn til landsins og mun sýna verkiö Dramatisk Croquis þrísv- ar sinnum í menningarmiðstöð- inni Geröubergi og er fyrsta sýn- ingin í kvöld. Boxiganga er leik- hús sem byggir á samruna hinna ýrasu listforraa: myndlistar, dans, tónlistar og leiklistar, í sýn- ingunni Dramatisk Croquis eru þrír leikarar, Karin Söndergaard, KJell Y. Petersen og Steinunn Knútsdóttir. Sýningin skiptist í fjóra hluta; fjórar ólíkar stemn- ingar og er í senn bæöi ljóöræn og fyndin, er ætluð teiknandi áhorfendum sera er þó ekki for- senda fyrir því aö áhorfendur geti notið sýningarinnar. Leik- formið er nýjung sem ætti að falla áhugafólki um leiklist og mynd- list vel í geö. Menningar- vika á vegum BÍSN Bandalag íslenskra sérskóla- nema stendur nú fyrir menning- arviku sem hófst síöastliöinn föstudag. Veröa uppákomur í skólum innan BÍSN, uppákomur sem skólarnir koma með sjálfir. Dagskráin er fjölbreytt, mynd- listasýnmg í Höföa - nemenda- garði, óperukvöld á vegum Söng- skólans í Reykjavik, sameiginleg dagskrá uppeldisskólanna og íþróttamót svo eitthvað sé nefnt. Dagskráin verður aðaUega seinniparts dags og á kvöldin og til aö alUr eigi jafna möguleika tíl aö mæta er aðgangur ókeypis á alla dagskrárUði. Menningar- dagarnir enda 21. mars. Stuttur frakki frumsýndur 1. apríl: Gamanmynd um þrautagöngu fransks umboðsmanns hljómsveita Ný íslensk kvikmynd, Stuttur frakki, verður frumsýnd 1. apríl í tveimur sölum Sam-bíóa. Stuttur frakki er gamanmynd.þar sem marg- ir af bestu grínleikurum landsins koma fram og allar þekktustu hljóm- sveitir landsins leika á konsert sem sérstaklega var til stofnað í Laugar- dalshöU. Aðalhlutverkið, umboðsmann hljómsveita, leikur franski leikarinn Jean PhUippe-Labadie, sem sendur er til íslands til að beija augum kon- sert þar sem koma fram vinsælustu hljómsveitir íslands. Ætlunin er að hann velji eina eða tvær hljómsveitir með útgáfu í Frakklandi í huga. Vegna misskilnings og ýmissa vand- kvæöa er hann ekki sóttur á flugvöU- inn og þar með hefst þrautaganga hans að koma sér á tónleikana. Stærstu hlutverkin auk PhiUppe- Labadie leika Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leikur tónhstarkennarann Sól- eyju, sem hittir Frakkann stutta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og Hjálmar Hjálmarsson sem leikur stjórnanda tónleikanna. Leikstjóri Stutts frakka er Gísh Snær Erlings- son. Kristinn Þórðarson er einn fram- leiðenda myndarinnar og sagði hann að endanlegur kostnaður væri um það bU 26 miUjónir. Má geta þess að Art Film, sem gerir Stuttan frakka, hefur aðeins fengið 3 miUjónir króna í styrk við gerð myndarinnar en sá styrkur fékkst við síðustu úthlutun úr Kvikmyndasjóði. Að sögn Kristins þarf 30-35 þúsund manns til að endar nái saman. Um möguleikana erlendis sagði Kristinn að þeir Utu allsæmUega út. Sigurjón Sighvatsson væri meðfram- leiðandi og mundi hann strax í sum- ar koma myndinni á framfæri er- lendis en þessa dagana væri unnið að því að koma myndinni á kvik- myndahátíðina í Cannes, í svokaU- aða Directors Fortnight keppni, aUa vega færi myndin á kvikmynda- markaðinn í Cannes og svo ætti það ekki að skaða möguleikana í útlönd- um að um það bU 40% textans í myndinni eru á ensku. „Ég er mjög ánægður með aUan gang mála,“ segir Kristinn, „allt hef- ur staðist áætlun og viðbrögð þeirra sem ekki hafa beint tengst myndinni hafa verið mjög jákvæð. Til dæmis var um það bU helmingur myndar- innar sýndur áhorfendum í Dan- mörku, en þar hefur verið unnið að lokafrágangi myndarinnar, og voru viðtökurnar shkar aö ekki er ástæða tíl annars en aö vera bjartsýnn." -HK Aðalleikarinn í Stuttum frakka, Jean Philippe-Labadie, ræðir viö þá félaga Boga og Örvar sem sjáifsagt margir kannast við sem rónana í Spaugstof- unni. Hjálmar Hjálmarsson og Elva Ósk Ólafsdóttir leika stór hlutverk í Stuttum frakka. Norræna kvikmyndahátíöin í Reykjavík: Tíu bestu kvikmyndir síðustu tíu ára sýndar Tíunda norræna kvikmyndahátíð- in veröur haldin í Reykjavík dagana 24.-27. mars. í keppninni um bestu kvikmyndina verða sýndar tuttugu kvikmyndir, fjórar frá hverju Norð- urlandanna. AUt eru þetta kvik- myndir sem hafa verið frmnsýndar á síðustu tveimur árum. Nánar verð- ur fjahað um þessa aðalkeppni síðar. Meöfram keppninni verða sýndar tíu bestu kvikmyndir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum á síðustu árum. Sjálfsagt kannast þeir sem fylgjast með kvikmyndum við aUar þessar myndir og hafa flestar þeirra verið sýndar hér á landi. Ekki verður um neina keppni að ræða um hver er best enda yrði erfitt að gera upp á milli einstakra kvikmynda á þess- um Usta, aUt eru þetta úrvalskvik- myndir sem vakið hafa mikla at- hygU aUs staðar þar sem þær hafa verið sýndar. Ein íslensk kvikmynd er á Ustan- um, Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Og er hún vel að því komin að vera á þessum Usta. Aðrar myndir eru: Fómin, sem var síðasta kvikmynd Andrei Tarkowski og gerði þessi landfótta snillingur hana í Svíþjóð, Mit Uv som hund, leikstjóri Lasse HaUström, PalU sigurvegari, leikstjóri BUle August, Vejviseren, leikstjóri NUs Gaup, Element of Crime, leikstjóri Lars von Trier, Fanny og Alexander, leikstjóri Uigm- ar Bergman, II Capitano, leikstjóri Jan TroeU, The Match Factory Girl, leikstjóri Aki Kaurismaki og En handful tid, leikstjóri Martin Asp- haug. Ein af þessum kvikmyndum, n Capitano, sem kemur frá Svíþjóð, er ekki aðeins á Usta yfir bestu kvik- myndir síðustu tíu ára heldur er hún einnig með í keppninni um bestu kvikmynd á Norðurlöndum 1993 og verður að telja hana sigurstranglega en verðlaunin fyrir bestu myndina eru 1.500.000 ef reiknað er í íslensk- um krónum. -HK ■n—rr (%>j* r í ■ Ayf, > r ’ r \ O"' Skattframtal einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur: 7 - v'S Skilafrestur rennur út V^'cC i-yy; hib þann 15. mars Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1992 er 15. mars. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI LADA ER í SÉRSTÖKUM VERÐFLOKKI - LADA ER ÓDÝRASTI BÍLLINN Á ÍSLANDI!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.