Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 15. MARS 1993
45
Tartuffe.
Tartuffe
Borgarleikhúsiö frumsýndi um
helgina skopleikinn Tartuffe eftir
Moliére.
Verkið lýsir atvikum á heimili
Orgons, vel stæðs borgara og fjöl-
skyldu hans. Þar er líka að finna
gistivin húsbóndans, siðapredik-
arann Tartuffe, sem vill breyta
lífsháttum Qölskyldunnar í
glaumi allsnægta. Gegn ráðum
hans snýst brátt allt heimilisfólk-
iö nema húsbóndinn sem öllu
ræður.
Tartuffe er meö síðustu verkum
Leikhús
Jean Baptiste Poquelin Moliére
og varð honum dýrt. Sem hirð-
skáld Lúðvíks 14da og leiðtogi
leikhóps við hirðina átti hann
undir högg að sækja. Klerkavald
kirkjunnar tók ádeilu verksins til
sín og beitti sér af hörku gegn
Moliére'. Leikurinn var bannaður
og skáldið sett á svartan lista.
Þór Tulinius er leikstjóri og
túlkun hans á verkinu er með
mjög nýstárlegum hætti. Þá hefur
Pétur Gunnarsson þýtt verkið á
hversdagslegt talmál en það var
skrifað í bundnu máli. Leikendur
eru Þröstur Leó Gunnarsson, Ari
Matthíasson, Edda Heiörún
Backman, Ellert A. Ingimundar-
son, Guðmundur Ólafsson, Guð-
rún Ásmundsdóttir, Helga Braga
Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Pét-
ur Einarssqn, Sigurður Karlsson
og Steinn Ármann Magnússon.
Kona á Cannes.
Hringuð brjóst
{ lok 19. aldar varð það tíska
meðal kvenna að setja gat í geir-
vörtumar til þess að koma gull-
hring á brjóstin!
Tedrykkjusiðir
Þegar teið kom fyrst til Amer-
íku borðuðu margir laufin en
ekki vatnið sem þau vom soðin í!
Blessuð veröldin
Fátækrafæði
Það hefur verið reiknað út að
það er meira borðað af fiski og
frönskum eða fish and chips á
þingum Verkamannaflokksins en
íhaldsflokksins!
Sköllóttur keisari
Júlíus Sesar var myrtur á þess-
um degi árið 44 fyrir Krist. Sagt
er að ástæðan fyrir því að hann
bar ætíð lárviðarkrans hafi verið
sú að hann vildi ekki að menn
tækju eftir því að hann væri að
verða sköllóttur.
Færð
ávegum
Flestir vegir eru færir þó víða sé
mikil hálka en nokkrar leiðir voru
þó ófærar snemma í morgun. Það
Umferðin
voru Steingrímsfjarðarheiði, Eyrar-
fjall, Gjábakkavegur, vegurinn milli
Kollafjarðar og Flókalundar, Dynj-
andisheiði, Hrafnseyrarheiði, Lág-
heiði, Öxarfiarðarheiði og Mjóafiarð-
arheiði.
Djasshátíð í minningu Guðmundar Ingólfssonar:
Djasshátíð
Nú stendur yfir djasshátíð í
minningu Guðmundar Ingólfsson-
ar á Café Óperu og Café Romance
en Guðmundur lék einmitt á Café
Óperu síðustu mánuðina. Þvi var
ákveðið að heiðra minningu þessa
Skemmtanalífið
mikla listamanns með því að bjóða
upp á stöðuga djassveislu í mars-
mánuði.
Flestir af okkar þekktustu djass-
leikurum koma fram á hátíðinni
og eiga þeir það flestir sammerkt
að hafa spilað með Guðmundi um
lengri eöa skemmri tíma.
í kvöld eru það listamennimir
Pálmi Gunnarsson og Magnús Ei-
ríksson sem koma fram.
Magnús Eíríksson og Pálmi Gunnarsson skemmla í kvöld.
Harpan og Herkúles
Stjaman Vega í Hörpunni er ein-
kennandi fyrir svonefndar blástjörn-
ur og er áberandi á himnum á síð-
sumarnóttum. Sendiboði guðanna,
sjálfur Merkúr, fann Hörpuna. Síðar
Stjömumar
komst hún í eigu Orfeusar sem heill-
aði jafnvel dýr merkurinnar með
hörpuslætti sinum.
Skammt frá Hörpunni er svo kapp-
inn Herkúles og háir glímu við eit-
urnöðruna skæðu með hausana níu.
Þessi hildarleikur var ein þeirra 12
þrauta sem hann þurftí að leysa af
hendi til að öölast friðþægingu eftir
að hafa drepið konu sína og böm.
Hera hafði svipt hann vitinu um
stundarsakir þannig að hann vann
ódæðið en véfréttin í Delfí sagði hon-
um að þjóna Evrýsþeifi konungi í
tólf ár og á þeim tíma vann hann
tólf þrekvirki.
Sólarlag í Reykjavík: 19.30.
Sólarupprás á morgun: 7.40.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.30.
Árdegisflóð á morgun: 13.15.
Lágfiara er 6-6 % stundu eftir háflóð.
KatrínBjörkSkaptadóttirogJón fyrsta bam þann sjöunda þessa
Bjöm Bjömsson eignuðust sitt mánaðar. Við fæðingu var pfitur-
........ .............:_______ inn 3680 grömm og 51 sentímetri.
Ingmar Bergman.
Hvískur
oghróp
Hreyfimyndafélagiö sýnir kvik-
myndina Hviskur og hróp eða
Viskningar och rop eftir Ingmar
Bergman í kvöld klukkan 17.15.
Bíóíkvöld
Hviskur og hróp er ein frægasta
mynd Bergmans, glæsilegt sjón-
rænt meistaraverk sem gagnrýn-
endur í New York völdu bestu
mynd ársins 1972 og var tilnefnd
til óskársverðlauna sama ár fyrir
leikstjóm, handrit, kvikmynda-
töku og sem besta myndin. Aðal-
hlutverk em í höndum Ingrid
Thulin, Liv Ullmann og fleiri.
Myndin er sögð hrifandi kvik-
mynd þar sem veruleiki, minn-
ingar og ímyndun koma saman í
fagurri fléttu. Myndin lýsir sam-
bandi fiögurra kvenna sem koma
saman á dánarbeði piparkerhng-
ar.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Á bannsvæði
Laugarásbíó: Svala veröld
Stjörnubíó: Drakúla
Regnboginn: Chaplin
Bíóborgin: Konuilmur
Bióhöllin: Ljótur leikur
Saga-bíó: Olía Lorenzos
Gengiö
Gengisskráning nr. 50. - 15. mars 1993 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 65,650 65,790 65,300
Pund 94,027 94,228 93,826
Kan. dollar 52,670 52,782 52,022
Dönsk kr. 10,2318 10,2536 10,3098
Norsk kr. 9,2563 9,2760 9.2874^
Sænsk kr. 8,3930 8,4109 8,3701
Fi. mark 10,8132 10.8362 10,9066
Fra. franki 11,5868 11,6115 11,6529
Belg. franki 1,9125 1,9166 1,9214
Sviss. franki 42,9127 43,0042 42,7608
Holl. gyllini 35,0161 35,0908 35,1803
Þýskt mark 39,3621 39,4460 39,5458
It. líra 0,04088 0,04097 0,04129
Aust. sch. 5,5984 5,6104 5,6218
Port. escudo 0,4256 0,4265 0,4317
Spá. peseti 0,5517 0,5529 0,5528
Jap. yen 0,55534 0,55653 0,55122
Irskt pund 95,6590 95,8630 96,174
SDR 89,9471 90,1389 89.7353
ECU 76,3936 76,5565 76.7308
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
Lárétt: 1 rúm, 7 niður, 8 sál, 10 hismi,
11 eldfjall, 12 tíma, 14 tvíhljóði, 15 bar-
dagi, 16 barátta, 18 bleyta, 19 bergmála, ‘
20 vatnagróður, 21 gort.
Lóðrétt: 1 sundrast, 2 vafi,-3 hviða, 4
boltar, 5 garöar, 6 elska, 9 lát, 13 fjöldi,
16 þykkni, 17 dimmviðri, 19 hraeðast.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 hjúfur, 7 vörur, 9 ál, 10 ofan,
12 eða, 13 lundi, 14 Sk, 15 próf, 17 kát, 18
auð, 20 aula, 22 malla.
Lóðrétt: 1 hvolpar, 2 jöfur, 3 úr, 4 fund,
5 ráð, 6 slakt, 8 reikull, 11 anóða, 14 sála,
16 fal, 19 um, 21 af.
H-
.T- * '