Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Blaðsíða 14
14
I
LAÚGARDAGUR 3. APRÍL 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Lífeyrir í brennidepH
Skemmtilegt kapphlaup fór fram á Alþingi fyrir nokkr-
um dögum. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks kepptu um, hverjir yrðu fyrstir til að
bera fram tillögur um úrbætur í lífeyrismálum, og urðu
næstum jafnir. Þessi vakning meðal sumra þingmanna
kemur í framhaldi af umfjöllun í flölmiðlum, sem DV
hefur haft forystu um síðustu vikur en fleiri íjölmiðlar
komið á eftir, einkum Stöð tvö. Athygli hefur beinzt að
því, að greiðslur til lífeyrisþega eru oftast lágar og ónóg-
ar. Margir lífeyrissjóðimir eiga við mikinn ^árhagsvanda
að etja, svo að viðbúið er, að sumir þeirra þurfi að skerða
greiðslur sínar til lífeyrisþega eða hækka iðgjöldin. Á
meðan búa opinberir starfsmenn við betri kjör en aðrir,
þar sem ríkið ber þungann af greiðslum úr lífeyrissjóðum
opinberra starfsmanna. Misréttið er einnig gífurlegt, af
því að sumir „toppar“, þeirra á meðal ráðherrar, banka-
stjórar og alþingismenn, hafa miklu betri kjör en aðrir.
Sjálfstæðisþingmennimir Ami M. Mathiesen og Vil-
hjálmur Egilsson bera fram þingsályktunartillögu um
aukið valfrelsi fólks. Menn ráði sjálfir, til hvaða lífeyris-
sjóðs eða samsvarandi stofnunar þeir greiði iðgjöld eða
kaupi lífeyristryggingar hjá. Þeir benda á, að stjórnendur
lífeyrissjóðs hafi mikil áhrif á ávöxtun fjármagns sjóðsins
og rekstrarkostnað hans. Þessi atriði hafa síðan geysi-
mikil áhrif á getu sjóðs til að sinna meginverkefni sínu,
það er að greiða sjóðfélögum og aðstandendum þeirra
lífeyri. í skýrslu frá Seðlabankanum kemur fram, að
raunverulegur munur er á árangri einstakra sjóða að
þessu leyti og raunar svo mikill, að ekki er viðunandi
fyrir sjóðfélaga þeirra sjóða, sem njóta lakastrar ávöxtun-
ar eða bera mestan rekstrarkostnað. Þingmennimir
segja, að ekki sé á nokkum hátt verjandi, að lög séu
þannig, að tilteknir hópar manna séu skikkaðir til að
greiða iðgjöld og ávinna sér lífeyrisréttindi í sjóðum, sem
komi til með að greiða mun lægri lífeyri en almennt er.
Þessir þingmenn vilja því, að einstaklingum verði gef-
inn kostur á að velja sér lífeyrissjóð. Slíkt verði lífeyris-
sjóðunum meiri hvatning til að keppast við að ávaxta fé
sitt á sem hagkvæmastan hátt og gera reksturinn eins
hagfelldan og kostur er. Þetta yrði hvati til samruna líf-
eyrissjóða, en sjóðimir em nú alltof margir.
Þá komi til greina, að fleiri en lífeyrissjóðum verði
heimilt að keppa á þessum markaði, til dæmis trygginga-
félögum, bönkum og sparisjóðum.
Guðni Ágústsson er síðan fyrsti flutningsmaður frum-
varps til laga um eftirlaunaréttindi launafólks, sem þrír
framsóknarþingmenn flytja. Guðni hefur undirbúið mál-
ið vel. Með framvarpinu er gert ráð fyrir, að launa-
manni beri skylda til að greiða í eftirlaunasjóð, en hann
velji sér eftirlaunasjóðinn sjálfur og þá lágmarkstrygg-
ingarvemd, sem honum hentar að tilteknu lágmarki
slepptu. Lífeyrissjóðir, viðskiptabankar, sparisjóðir, líf-
tryggingafélög og verðbréfafyrirtæki fái heimild til
rekstrar eftirlaunasjóða.
Mikil bót yrði að því, ef valfrelsi um lífeyris- eða eftir-
launasjóð yrði í lög leitt. Brýnt er að fækka sjóðunum,
þannig að þeir, sem eftir verða, standi betur að vígi. En
einnig þarf að eyða misréttinu, sem felst í lífeyriskerfi
hins opinbera. Óeðlilegt er, að opinberir starfsmenn njóti
sérkjara, og væri geðslegra, að þeir fengju hærri laun
en slepptu hinum óréttlátu lífeyriskjörum. Tillögur þess-
ara þingmannna taka á hluta vandans, en eftir mun
standa mikið og óleiðrétt misrétti í lífeyrismálum.
Haukur Helgason
Umtumim á
þingi en stefna
lítt breytt
Atkvæði tveggja fimmtu hluta
kjósenda í kosningum til neðri
deildar Frakklandsþings hafa fært
bandalagi hægri- og miðflokka
flóra fimmtu hluta þingsæta, 460
af 577. Þessi úrsht stafa af meiri-
hlutakosningu í einmenningskjör-
dæmum í tveim umferðum þar sem
hreins meirihluta er krafist til að
ná kjöri í fyrri umferð. Atkvæða-
hæsti flokkurinn eða flokkabanda-
lagið hefur aðstöðu til að sópa til
sín þingsætum langt fram yfir fylg-
ishlutfall.
Sigurvegaramir náðu þessum
árangri með lítt breyttu fylgi frá
síðustu kosningum, vegna þess að
helsti keppinautur þeirra varð fyr-
ir fylgishruni. Sósíalistaflokkurinn
tapaði helmingi atkvæðahlutfalls
frá síðustu kosningum og náði með
bandamönnum sínum 70 sætum.
MiUi kosningaumferða þóttu jafn-
vel horfur á að sósíalistar næðu
ekki þingstyrk til að hafa heimild
til að bera fram vantraust á ríkis-
stjóm, tíunda hluta þingheims.
Ósamræmið milli þingmannatölu
og kjörfylgis er jafnvel enn meira
hjá smærri flokkunum. Kommún-
istar fengu 23 menn kjöma meö
innan við níu af hundraði atkvæða
af því að meginfylgi þeirra er mjög
samþjappað. Þjóðemisfylkingin yst
til hægri hlaut ekkert þingsæti, en
hafði yfir 12% atkvæða.
Francois Mitterrand forseti er
sagður hafa vikið>að því á fundin-
um þar sem hann veitti ríkisstjóm
sósíalista lausn, að nær hefði
flokknum verið að sinna sínum
ráðum og hverfa aftur til hlutfalls-
kosninga í einhverri mynd. Tregða
við að bregða á þetta ráö stafaði
ekki síst af því að menn skirrðust
við breytingu á kosningafyrir-
komulagi sem fært gæti þjóðemis-
fylkingunni oddaaðstöðu á þingi.
Rikisstjórnir sósíalista hafa setið
við völd tíu af tólf ára forsetaferli
Mitterrands. Kosningaúrslitin
sýna að franskir kjósendur eru
orðnir þreyttir, bæði á forsetanum
og flokki hans. Hagur Frakklands
má að ýmsu leyti teljast góður mið-
að við önnur ríki Vestur-Evrópu
en þrálátt atvinnuleysi nemur
þrem milljónum eða tíu af hundr-
aði. Hneykslismál, allt frá andvara-
leysi gagnvart menguðum blóðgjöf-
um fyrir átta áram til vafasamrar
ijármögnunar kosningasjóða, hafa
komið flokknum í koll.
Kjörtímabil Mitterrands stendur
til 1995 og framundan er því annað
tímabil sambúðar forseta og ríkis-
stjómar síns af hvoru sauðahúsi
eins og var árin 1986 til 1988. Þá var
forsætisráðherra Jacques Chirac,
foringi nýgaulhstaflokksins RPR.
Nú kærir hann sig ekki um stjórn-
arforustu, bæði vegna þess hvemig
Mitterrand lék á hann forðum og
þó fyrst og fremst til að geta ein-
beitt sér að undirbúningi forseta-
framboðs 1995, þess þriðja sem
hann færi í.
Eins og við var búist valdi Mit-
terrand því Edouard Balladur,
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
flokksbróður Chiracs og fyrrum
fjármálaráðherra, th að mynda
stjóm. Hann er eindreginn fylgis-
maður aukinnar Evrópueiningar
eins og forsetinn og Evrópusinnar
skipa veigamestu ráöherrastööur.
Ekki verður séð að mikh stefnu-
breyting fylgi stjórnarskiptunum.
Nýi meirihlutinn er skuldbundinn
til að standa vörð um styrk frank-
ans á gjaldeyrismarkaði og það
þýðir að lítið svigrúm er th að
breyta efnahagsstefnunni. Einu
nýmæhn sem að kveður í kosn-
ingastefnuskrá stjómarílokkanna
era einkavæðing ríkisfyrirtækja og
lækkun launaskatts th að örva eft-
irspum eftir vinnuafli.
Það sem sett getur strik í reikn-
inginn er ef ríkisstjórnin tekur upp
herta vemdarstefnu í þágu fransks
landbúnaðar. Chirac hefur lýst yfir
að málamiðlun Bandaríkjanna og
Evrópubandalagsins um auknar
hömlur við útflutningi niður-
greiddra búsafurða sé dauður bók-
stafur hvaö Frakkland varðar.
Stefni sú afstaða GATT-viðræðum
um víðtæka slökun á viðskipta-
hömlum í hættu er Þýskalandi að
mæta innan EB og komin sprunga
í kjamann sem fram th þessa hefur
verið hreyfiafhð í bandalaginu.
Yfirgnæfandi þingmeirihluti er
líklegur th að ýta undir ýfingar
milli flokkanna sem að nýju ríkis-
stjóminni standa, ekki síst vegna
þess að Giscard d’Estaing, fyrrum
forseti og foringi miðflokkasam-
steypunnar UDF, hefur augastað á
forsetaembættinu ekki síður en
Chirac. Aðdragandi forsetakosn-
inganna hlýtur að setja svip á
frönsk stjórnmál út kjörtímabh
Mitterrands.
Michel Rocard, líklegasta forseta-
efni sósíahsta, var á meðal forastu-
manna flokksins sem féllu í kosn-
ingunum. Að honum frágengnum
er helst nefndur th Jacques Delors,
forseti framkvæmdastjórnar EB.
Magnús T. Ólafsson
Nýi forsætisráðherrann, Edouard Baliadur (t.v.) og Pierre Béregovoy,
fyrirrennari hans við valdhafaskiptin, úti fyrir Hotel Matignon, aðsetri
forsætisráðherra. Símamynd Reuter
Skodanir armarra
Stofnanaræðið blífur
„Þegar íhaldsmenn komust th valda árið 1979
lofuðu þeir að leggja niður hundrað hálfsjálfstæðra
ríkisstofnana. Þeir gerðu það en komu í staöinn að-
eins með hundrað stofnana til viðbótar, með meiri
fjármuni og meiri völd. Nýja stofnanaræðið er óhkt
hinu eldra í nokkram atriðum. í fyrsta lagi hefur
það öðlast völd sem kjörnar bæjarstjórnir fóra með
áður. í öðra lagi er seta í hinum fjölmörgu ráðum
og stjómum nær eingöngu ákvörðuð af ráðherram.“
Úr forystugrein Independent on Sunday 28. márs
Læknar og heilbrigðiskerfið
„Hundrað lækna vora í skrifstofubyggingu
þingsins í síðustu viku th að reyna að eyða öhum
hugmyndum manna um verðstýringu á gjöldum
þeirra. Þeir hafa rétt fyrir sér í einu tilhti: Viðvar-
andi verðstýring á lækniskostnaði er hræðileg hug-
mynd. Hún hefði aðallega í för með sér að ójöfnuður
og óráðsía núverandi kerfis mundu festast í sessi.
Verðstýring mundi gera raunverulegar umbætur
miklu torsóttari. Þingið mundi líka gera rangt í því
að setja lög um sjúkratrygginar fyrir alla Bandaríkja-
menn, þar á meðal þær 35 mhljónir sem ekki njóta
trygginga nú, án þess að tryggja að kostnaðurinn
ryki ekki upp úr öllu valdi.“
Úr forystugrein Washington Post 30. mars
Lifi kapítalisminn
„Tíu mihjónir nýrra kapítahsta. Nei, þeir era
ekki Kóreubúar, Bandaríkjamenn eða Vestur-Evr-
ópumenn. Þeir eru Rússar. Eftir örfáa mánuði verð-
ur búið að einkavæða tugþúsundir smáfyrirtækja
og hundrað stórra fyrirtækja, afhenda þau verka-
mönnunum, stjómendum og utanaðkomandi fjár-
festum, sumum útlendum."
Úr forystugrein New York Times 26. mars