Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUB 3. APRÍL 1993 ' Fiska- bókí fiski- bandi - Ólafur Guðmundsson dundar við að binda inn baekur „Ég læröi bókband lítillega þegar ég var tólf ára gamall. Ég starfaði þó aldrei við það, var lengi á sjó, síðan gerðist ég lögreglumaður og loks vann ég lengi hjá innheimtudeild RÚV,“ segir Ólafur Guðmundsson, 79 ára gamall, sem hefur dundað við það undanfarið að binda inn bækur jafnt fyrir sjálfan sig sem aðra. Nýjasta bókin, sem Ólafur batt inn, er íslenskir fiskar eftir Gunnar Jóns- son. Ólafur komst yfir steinbítsroð og batt bókina í þaö. Roðið er í nokkr- um litum og Ólafur hefur skorið það til eins og fiskar liggi á bókinni. í maga fiskanna hefur hann sett mynt og snýr loðnan upp á tíkallinum en þorskurinn á krónunni. Á öftustu síðu bókarinnar hefur hann hmt upp frímerki sem öll eru skreytt með fisk- um. „Ég er hér í Múlabæ þijá daga í viku og þá dunda ég mér við þetta og hef mjög gaman af. Þetta er mitt líf og yndi,“ segir Ólafur. „Nú er fiskabókin t.d. komin í fiskiband," segir hann. Olafur segir að Unnur Ólafsdóttir Olafur Guðmundsson, fyrrverandi lögregluþjónn, með fiskabókina sem hann hefur bundið inn í steinbítsroð. Á borðinu standa einnig íslensk kvæði sem hann batt líka inn. DV-mynd BGS hannyrðakona hafi gefið sér roðið, sem var í þremur litum, og það hafi ráðið úrshtum um að hann réðst í að binda fiskabókina inn. Þá áskotn- aðist honum einnig fallegt leður, skreytt með íslandi, og batt hann ís- lensk kvæði inn í það. Þá hefur Ólaf- ur einnig verið að gera upp gamla leðurhluti fyrir fólk sem dvelur með honum í Múlabæ. „Það er ekki langt síðan ég byijaði að binda inn. Ætlaði raunar aldrei að hafa mig í það. Ég var búinn að eiga við veikindi að stríða lengi, þjáð- ist af þunglyndi, en hef náð mér vel og hef aldrei verið kátari,“ segir Ólaf- ur. - Ætlar þú að gera fleiri bækur? „Ég veit það ekki. Núna er ég að mála dúka og hef fengist við að smyma teppi. Það er þó aldrei að vita.“ Múlabær er dagheimili fyrir aldr- aða og öryrkja sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið heima hjá sér á daginn. Þar fer ýmis fóndur- vinna fram og voru konurnar í óða- önn að búa til páskaskraut þegar DV- menn litu þar inn í vikunni. Margt fallegra muna var í Múlabæ og gamla fólkinu leiðist svo sannarlega ekki meðan það dvelur þar enda sagðist Ólafur helst vilja vera þama alla daga vikunnar en það fengi hann ekki. -ELA VEITUM ÁBYRCÐ ÁMÖRGUM NISSAN OC SUBARU BÍLUM B|LAhúsið sævarhöfda 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar OPIÐ: LAUCARDAC frá 10-17 Minnum sérstaklega á okkar mánaðarlegu tilboð á 30 notuðum bílum með 80-200 þús. kr. afslætti!!! Subaru Legacy 1800 st., 4x4, árg. 1991, ekinn 41 þ. km, sjálfskiptur, rafdr. rúður, samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1430 þús. stgr. Höfum einnig árg. '90 og 1992. Mazda 3231300 LX, árg. 1989, ekinn aðeins 36 þ. km, sjálfskiptur, sum- ar- og vetrardekk, útvarp o.fl. Að- eins bein sala. Verð 640 þús. stgr. Höfum allar árg. af Mazda 323. Nissan Primera 2000 GTE, árg. 1992, ekinn 21 þ. km, 5 gíra, ABS, 150 hö., topplúga, álfelgur o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1750 þús. stgr. Höfum einnig Primera 2000 SLX, árg. ’91 og 1992. MMC Colt 1500 GLX, árg. 1989, ekinn 56 þ. km, sjálfskiptur, rafdr. rúður o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 630 þús. stgr. Höfum flestar árg. af MMC Colt. Pontiac 6000 STE, árg. 1987, ekinn 75 þ. km, sjálfskiptur, digital mæla- borð, tölva o.m.fl. Ath. skipti á ódýr- ari. Verð 790 þús. stgr. Höfum einn- ig Pontiac Grand Prix, árg. 1991. Subaru Justy J-12 4x4, árg. 1991, ekinn 33 þ. km, 5 gíra, sumar- vetr- ardekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 790 þús. stgr. Höfum allar árg. af Justy. Toyota Corolla 1300 XL, árg. 1991, ekinn aðeins 16 þ. km, 5 gíra, vökvastýri o.fl. Aðeins bein sala. Verð 830 þús. stgr. Höfum allar árg. af Corolla. Subaru 1800 st. 4x4, árg. 1988, ek- inn 84 þ. km, sjálfsklptur, samlæs- ing o.fl. Ath. sklpti á ódýrari. Verð 780 þús. stgr. Höfum allar árg. af Subaru 1800. VW Jetta 1600 GL, árg. 1991, ekinn 30 þ. km, sjálfskiptur, vökvastýri, samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýr- ari. Verð 990 þús. stgr. Höfum einn- ig árg. ’87 og 1988. Nissan Terrano turbo, dfsil, árg. 1991, ekinn 31 þ. km, 5 gíra, álfelg- ur, 31" dekk, rafdr. rúður o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2190 þús. stgr. Höfum elnnig Terrano, 6 cyl., bens- ín. Nissan Patrol, turbo, disil, árg. 1991, ekinn 52 þ. km, 5 gira, upp- hækkaður, 33" dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2750 þús. stgr. Höf- um einniq ára. '89 og 1990. Cherokee Laredo 4,0 I, árg. 1989, ekinn 67 þ. km, sjálfskiptur, átfelg- ur, rafdr. rúður, samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1680 þ. stgr. Höfum einnig flestar árg. Isuzu Trooper, árg. 1988, eklnn 86 þ. km, 5 gira, spokefelgur, útvarp o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 980 þús. stgr. Höfum flestar árg. af Trooper. Nissan Patrol, turbo, dísil, árg. 1987, ekinn 113 þ. km, 5 gíra, upp- hækkaður, 33" dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1700 þús. stgr. Höf- um einnig árg. ’84, '85 og 1986. Toyota LandCruiser, árg. 1990, ek- inn 49 þ. km, 5 gíra, upphækkaður, 35" dekk, loftlæsing framan og aft- an o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 2590 þús. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.