Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Síða 31
30
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993
43
Þekkt keppnismaruieskja og tískuhönnuður í Þýskalandi:
Vel yfirleitt
erfiðari leiðina
segir Iris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari sem rekur eigið fyrirtæki í Mainz
Það byrjaði smátt en nú eru þær orðnar sex, stúlkurnar sem vinna á stofunni hjá írisi. Hér er hún, ásamt einni
aðstoðarstúlku sinni, að vinna við hárgreiðslu og förðun. DV-myndir Karl Þráinsson
Iris ásamt eiginmanni sínum, Schahram Hamzehpour,
en hann er mjög eftirsótt módel.
Asgerður Þórisdóttir var komin frá Wiesbaden til að
setjast í stólinn hjá írisi þegar Ijósmyndara DV bar aö
garði.
„Ég fór út af hreinni ævintýraþrá
og svo vildi ég náttúrlega læra meira.
Ég hef alltaf verið voðalega metnað-
argjörn og vildi einfaldlega mennta
mig hetur og fara út í keppnisgrein-
ar. í fyrsta lagi er mjög lítið um
keppni á íslandi en mikið að gerast
annars staðar í Evrópu. Þýskaland
er miðpunkturinn og maður getur
auðveldlega komist til nágranna-
landanna, svo sem Lúxemborgar,
Sviss og Frakklands. Hér eru margir
þekktir og góðir þjálfarar sem maður
getur farið til. Þetta er nú ástæðan
fyrir því að ég ákvað að fara út.“
Það er íris Sveinsdóttir hár-
greiðslumeistari sem segir þetta.
Hún hefur nú verið búsett í Þýska-
landi um sex ára skeið. Þar rekur
hún hárgreiðslu- og forðunarstofu og
er ein fárra íslendinga sem hafa fariö
út í slíkan rekstur á erlendri grund.
íris er orðin þekkt keppnismann-
eskja og tískuhönnuður í Þýska-
landi. Hún vinnur einnig fyrir tísku-
tímaritið Concave og sér um að
hanna forsíðu þess. Þá er hún leið-
beinandi og túlkur fyrir hið öfluga
fyrirtæki Wella. Enn fleira hangir á
spýtunni hjá henni í komandi fram-
tíð.
En þrátt fyrir þessa miklu vel-
gengni úti er gamla landið henni þó
alltaf ofarlega í huga. Hún segist
hafa komið heim öðru hverju á þess-
um sex árum og dvahð lengst hér
þrjá mánuði í senn. Annars hafi ver-
ið um mjög stuttar heimsóknir að
ræða, „því miður“, bætir hún viö
með áherslu.
Til þjálfara
þýska landsliðsins
Þegar íris fór út fyrir sex árum
hélt hún rakleiðis til Mainz þar sem
hún er raunar búsett nú.
„Þar var ég hjá fyrrverandi keppn-
ismanni sem var þjálfari þýska
landsliösins í hárskurði þá. Ég var
við nám á stofunni hjá þessum manni
og vann svo hjá honum síðar meir.
Hann hafði yerið með námskeið
heima á íslandi. Vinur fóöur míns
er Þjóðverji og hann stakk upp á því
við mig að prófa að komast að hjá
þessum tiltekna manni úti í Þýska-
landi. Við skrifuðum honum þegar
bréf og spurðum hvort ég mætti
koma. Hann hélt það nú og sagði að
ég gæti verið hjá honum í mánuð.
Svo fór ég út og það fyrsta sem hann
sagði við mig þegar hann sá mig var:
„Heyrðu, vertu bara hjá mér í að
minnsta kosti þrjá mánuði. Mánuður
er alltof skammur tími til að læra
eitthvað fyrir keppni."
Ég sagði bara: „Já, ekkert mál!“
Svo varð dvölin alltaf lengri og
lengri. Og hér er ég enn.
Mér gekk alveg ágætlega, lærði
þýskuna mjög fljótt, þannig að ég gat
líka farið að vinna á stofunni. Þetta
gekk alveg eins og í sögu og fljótlega
var það engin spuming að vera leng-
ur. Auðvitað eru alltaf byrjunarörö-
ugleikar. Það var til dæmis ekkert
auðvelt að vera eini íslendingurinn
í allri Mainz, geta ekki talað sitt eigið
móðurmál og annað þess háttar. En
fólkið héma var allt alveg yndislegt
svo ég ákvað að halda mínu striki.“
Þegar íris hafði verið um skeið hjá
landshðsþjálfaranum fór hún til vin-
ar hans þar sem hún hélt áfram að
læra. Að því búnu hélt hún aftur til
Mainz og var hjá nokkrum þjálfurum
þar. Eftir tveggja ára nám fór hún
svo að taka þátt í keppni og var stans-
laust í tvö ár í hverri einustu keppni
sem hún komst mögulega í.
„Þá var þessu þannig háttað að ég
vann fjóra daga í viku og æíði mig
að minnsta kosti fimm klukkutíma á
hveijum einasta degi. Það þýddi ekk-
ert annað en aö æfa alveg rosalega
ef ég átti að ná góðum árangri. Þegar
ég var búin að ná þeim árangri sem
ég ætlaði að ná, sem var að veröa
landsmeistari, þá gat ég farið að huga
að því að opna stofu. Mér tókst sumsé
aö verða landsmeistari fyrir Rhein-
land Pfalz. Það er mjög mikilvægt
þegar maður opnar stofu að maöur
geti auglýst það upp að maður sé
landsmeistari. Þessi titill er lykiihnn
að velgengni i Þýskalandi.
Það er mikið mál fyrir útlending
að verða landsmeistari hér. Þá auð-
veldaði það ekki heldur að ég var
kona að keppa í herrafagi en ég
keppti ahtaf í því. Keppt er annað-
hvopt í dömu- eða herrafaginu og ég
tók þann kostinn að fara út í hið síð-
arnefnda, kannski af því að ég vel
yflrleitt erfiðari leiðina. En það má
segja að Þjóðveijar séu örlítið á eftir
okkur í kvenréttindabaráttunni
hvað þetta varðar og það geröi mér
ekki auðveldara fyrir að keppa í
þessu tiltekna fagi.“
Fjórða affjörutíu
Hver keppni um landsmeistara er
ipjög fjölmenn. Landsmeistarar og
þeir sem lenda í 2. sæti ávinna sér
síðan rétt th þess að taka þátt í
Þýskalandskeppninni svoköhuðu.
íris tók að sjálfsögðu þátt í henni og
hafnaði í 4. sæti. Það er hreint ekki
svo slæmur árangur fyrir útlending
sem keppir við a.m.k. 40 meistara.
„Að þessu loknu ákvað ég að taka
mér frí frá keppni meðan ég væri að
byggja upp stofuna. Keppnin er það
tímafrek að ég geri ekki hvort tveggja
í einu. Ég vildi leggja alla mína orku
í stofuna og það hef ég gert. Á morg-
un (sl. fimmtudag, innsk. blm.) eru
nákvæmlega tvö ár síðan ég byijaöi
með hana.
Það er erfitt fyrir útlending að setja
af stað atvinnurekstur í Þýskalandi.
Það þarf að sækja um ótal leyfi og
ég var alveg í hálft ár að undirbúa
þetta. Ég verð þó að segja að ég var
mjög heppin. Ég var mjög fljót að fá
öll þessi leyfi og mér fannst líka að
það hefði hjálpað mér að ég var ís-
lendingur. Þjóöveijar eru mjög já-
kvæðir í garð íslendinga og þetta
gekk betur vegna þess.“
íris byijaði á því að kaupa stofu í
rekstri og leigði húsnæðið sem hún
var í.
„í byijun vorum við tvær en í dag
erum viö sex. í sumar fæ ég svo tvær
nýjar stúlkur th viðbótar. Mér gekk
betur að afla mér viðskiptavina en
ég hafði búist við. í fyrsta lagi komu
nær ahir sem ég hafði átt á hinni
stofunni. Svo auglýsti ég hka, auk
þess sem ég sé um forsíðuna á tísku-
blaðinu Concave. Þetta hleður allt
utan á sig og hjálpar til við að afla
viðskiptavina."
Það er ekki einungis hársnyrting
sem íris hefur fengist við. Hún tekur
einnig að sér að farða og hefur farið
á mörg námskeið til að læra slíkt.
Algengt er að konur komi á stofuna
th hennar og láti greiða sér og farða
áður en þær fara út.
„Þetta er rosalega sniðugt fyrir-
komulag og mætti vera meira af svo
góðu heima. Það er svo sjálfsagt þeg-
ar kona er komin með fallega og
tískulega greiðslu að hún fái and-
htssnyrtingu líka.“
Vinnuna við tískutímaritið
Concave fékk íris þannig að haft var
samband við hana og hún spurð
hvort hún vhdi taka það að sér að
sjá um forsíðu þess. Innifahð var að
greiða og farða forsíðumódelin og sjá
um uppstilhngu fyrir myndatökur.
Hún ákvað strax að slá th.
„Þetta er mjög gaman. Ég hef unn-
iö með mörgum mjög þekktum mód-
elum í sambandi við þetta.“
Einnig hefur hún unnið að þýðing-
um fyrir Wella fyrir íslands hönd.
Núna stendur hún í samningavið-
ræðum við tvö þýsk fyrirtæki um að
hún haldi námskeið og sýningar fyr-
ir þau. Hún vhl þó htiö tjá sig um
það áður en málin eru frágengin. Það
er því ljóst að íris hefur í mörgu að
snúast um þessar mundir. Hún segir
það hafa fylgt sér í gegnum tíðina að
hún hafi framkvæmt það sem hún
hafi ætlað sér. Mikilvægt sé að vera
góður fagmaður og vanda það sem
maður gerir.
Ástin í spilið
Sú spurning hefur vafalaust vakn-
að hjá einhverjum hvers vegna íris
hafi ekki komið heim og látið land-
ann njóta þess sem hún hafi lært og
theinkað sér úti þegar sá námskafl-
inn var að baki.
„í fyrsta lagi er maður aldrei búinn
að læra nóg. Það er ahtaf hægt að
gera betur. Og þegar ég er búin að
gera stofuna eins og ég vh hafa hana
þá ætla ég að byija aftur að keppa
og afla mér enn meiri þekkingar. Ég
hef aldrei verið hrædd við vinnu og
verð það líklega ekki héðan af.“
En það sem hefur kannski gert út-
slagið var að ástin var komin í spihð
þegar þama var komið sögu. íris var
búin að hitta mann, sem nú er eigin-
maður hennar. Hann heitir Scha-
hram Hamzehpour og er persneskur.
Hann er vélaverkfræðingur að
mennt.
„Það var spennandi að vera hérna
og við vorum bæði ánægð. Hins veg-
ar hefði verið miklu auðveldara að
koma heim. Pabbi á stofu og afi á
stofu svo ég hefði kannski ekki þurft
að hafa eins mikið fyrir hlutunum.
En þessi ákvörðun var tekin þá þótt
maöur viti aldrei hvað kann að ger-
ast í framtíðinni.
Ég er ánægð héma eins og er. Það
er kannski harka í bisnessnum hér;
líklega meiri heldur en heima. Sölu-
mennimir eru t.d. aht öðruvísi og
maður verður að passa sig alveg
rosalega á þeim. Þeir reyna alltaf aö
pranga inn á mann einhveiju sem
maður vih ekki kaupa.
Um daginn fékk ég það besta lof
sem ég held að ég hafi getað fengið
frá einum sölumanni. Hann sagði við
mig: „Veistu það að þú ert ekki eins
og hinar hárgreiðslukonurnar? Þú
ert bisnesskona. Það þýöir ekkert að
reyna að pranga einhveiju inn á þig!“
Ég var mjög stolt af þessu.
Þeir vita það núna að það þýðir
ekkert að reyna að selja mér nema
það sem ég vil. Þeir hafa vissar að-
ferðir við að pranga hlutunum inn á
fólk. Þeir gefa því eitthvert smáræði
í bónus, sem er algjör vitleysa því
maður situr uppi með fullan lager
sem maður losnar ekki við. Það þýð-
ir ekkert að láta þá spha með sig.
Hins vegar stendur aht sem þeir
segja eins og stafur á bók.“
Heiðarleikinn
borgar sig
Eins og nærri má geta hafa síðustu
sex árin í lífi írisar verið viðburöarík
og hún hefur frá mörgu að segja.
„Ég hef stundum sagt eftirfarandi
sögu tU að undirstrika hversu mUdl-
vægt það sé að vera heiðarlegur við
viðskiptavinina.
Einu sinni kom til mín kona með
mjög mikið og fallegt hár. Ég sá strax
að það var litað með sérstökum lit.
Konan vUdi fá permanent en ég sagði
þvert nei þótt þarna hefði bæst viö
góður slatti í kassann þann daginn.
En í þessu tilfelU gat ég ekki verið
viss um að hárið eyðUegðist ekki,
yrði permanent sett í það. Konan
samsinnti þessu og ekkert varð úr
permanentinu.
Nokkru síðar fór þessi sama kona
í frí til Frakklands. Þar fór hún á
hárgreiðslustofu og lét setja í sig per-
manent. Allt fallega háriö hennar,
sem var sítt niður á bak, eyðilagðist
algjörlega. Hún skrifaði mér bréf frá
Frakklandi þar sem stóð m.a. að aldr-
ei skyldi hún fara á neina aðra stofu
en til mín.
Nú á hún heima í 350 kUómetra
fjarlægð frá Mainz. Hún kemur ak-
andi til mín einu sinni í hverjum
mánuði, þ.e. samtals 700 kUómetra
leið, til þess að láta mig laga á sér
hárið. Þetta finnst mér alveg frábært.
Það er alltof margt hárgreiðslufólk
sem hugsar bara um daginn í dag.
Þess vegna brýni ég fyrir stelpunum
hjá mér aö vera heiðarlegar þótt þaö
kosti að eitthvað minna komi í kass-
ann. Með því móti leggur maður inn
fyrir framtíðina."
Flestir þeirra sem koma á stofuna
tíl írisar eru fastir viðskiptavinir.
Þar á meðal eru íslensku söngvara-
íjölskyldurnar sem búa í Wiesbaden.
Svo skemmtilega vUdi til að Ásgerð-
ur, eiginkona Kristins Sigmundsson-
ar söngvara, var stödd á stofunni hjá
írisi þegar ljósmyndari DV var þar á
ferð á dögunum. Þá kemui' Anna
Birgis sendiherrafrú gjarnan akandi
frá Bonn til að fá faUega greiðslu.
Sjónvarpsstöðin ZDF er í Mainz og
staiísfólk hennar, þar á meðal þulur,
eru fastir viðskiptavinir hjá írisi.
Eins detta „pólitíkusar" inn um
dymar hjá henni til þess láta klippa
sig og/eða greiða.
Iris og eiginmaöur hennar búa í
íbúð beint fyrir ofan hárgreiðslustof-
una. Hún er tU húsa í miðri Mainz,
um 280 þúsund íbúa borg.
„Þetta er indæl borg og gott að búa
í henni, ekki síst þegar vorið er kom-
ið og blómin eru farin að springa út
eins og núna.“
íris fyrir utan stofuna sína í Mainz. í glugganum má sjá bikara sem hún hefur unnið í hinum ýmsu keppnum sem hún hefur tekið þátt í.
Komin af hárskerum
Málshátturinn að sjaldan falli ephð
langt frá eikinni sannast á írisi. Fað-
ir hennar er hárskeri, Sveinn Áma-
son, sem rekur Hárbæ. Hann var
fyrsti lærimeistari dótturinnar. Móð-
urafinn, Ari Guðjónsson, hefur verið
rakari í meira en 50 ár og er enn að.
Eflaust hafa margir sest í stólinn á
stofunni hans að Njálsgötu 58. Móðir
írisar er Sigrún Aradóttir.
„Það er alltaf yndislegt að koma á
stofuna tíl afa. Eg kem alltaf við þar
þegar ég er í heimsókn og fæ aUtaf
að kUppa hann í leiðinni.
Ég hef alltaf tekið mér fóöur minn
til fyrirmyndar. Hann er nú orðinn
eldri maður, ef mætti orða það svo,
en enn þann dag í dag fer hann á
námskeið til þess að læra og tileinka
sér þær nýjungar sem fram koma
hveiju sinni. í okkar fagi er svo mik-
Uvægt að við stöðnum aldrei. Afi
heldur sér í gamla stUnum en er samt
góður kUppari. Hann kenndi mér
ýmislegt á sínum tíma.“
íris er alin upp í Vesturbænum.
Hún fór í Iðnskólann og ári eftir
sveinsprófið var hún komin til
Þýskalands. Og þar með er eiginlega
búiö að loka hringnum.
íris iðkar íþróttir og sund til þess
að halda sér í góðu formi. Hún segist
einnig lesa.mikið og þessa dagana er
það íslandsklukka Laxness sem er á
náttborðinu hjá henni. Aðspurð um
hvað hún geri í fríunum sínum svar-
ar hún að bragði:
„Hvaða fríurn?"
„Ef við fórum í frí reynum við að
taka okkur ekki nema 1-2 daga í
kringum helgi. Við skreppum þá
kannski eitthvað. Oft eru þau ferða-
lög bundin við sýningar eða keppni.
Ég gleymdi að segja frá því að maður-
inn minn er eitt frægasta keppn-
ismódel í heimi. Við kynntumst
þannig að hann var módel fyrir
manninn sem ég var að vinna hjá.
Ég hef ekki kUppt hann nema einu
sinni í keppni; við höfum ekki efni á
því að hann verði módel hjá mér.
En hann er einn af mínum bestu
þjálfurum. Ef ég hafði ekki þjálfara
yfir mér þá þjálfaði hann mig. Hann
hefur verið keppnismódel í 9 ár og
er enn. Nú síðast var hann úti í Tókíó
á heimsmeistarakeppninni en þar
lentu Þjóðveijar í 2. sæti.
Maðurinn minn er mjög vinsælt
módel. Hann fær tilboð alls staðar
að úr heiminum en hann heldur sig
aUtaf við Þjóðveijana. Þeir segja að
hann sé besta módel í heimi.
En vinsældir hans stafa ekki síst
af því að hann kann svo margt sjálf-
ur. Það er mjög mikilvægt þegar
maður er með módel að það geti unn-
ið með. MódeUð sér stundum hluti
sem við sjáum ekki.“
Ekki allt að vera ríkur
„Jú, við höfum það ágætt fjárhags-
lega séð en hvaö er það að vera rík-
ur? Það er ekki aUt. MikUvægast í
lífinu er að vera heUbrigð og góð
manneskja. í framtíðinni stefni ég
að því að gera ennþá fleiri og betri
hluti en mér hefur tekist tíl þessa.
En ég vU ekki tala um framtíðar-
áformin í smáatriðum. Þau koma
bara í ljós jafnóðum og mér tekst að
framkvæma þau.“
íris er sumsé ekkert á leiðinni
heim. Hún segist þó oft fá mikla
heimþrá.
„Meira að segja maðurinn minn
fær oft heimþrá. Hann elskar ísland
jafnmikið og ég. Mér finnst ofsalega
vænt um það. En kannski kemur að
því að ég komi alkomin heim. Það
er aldrei að vita.“
-JSS