Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1993, Qupperneq 36
48 EllertEiríksson: Bæjarstjórinn mætiráalla heimaleiki ÍBK Bæjarstjórinn í Keflavík, Ellert Eiríksson, er mikill áhugamaður um körfubolta og það þarf mikið að ganga á í bæjarstjórastarfinu til þess að hann mæti ekki á heimaleiki ÍBK í körfunni. Er sjúkdómur „Þetta hefur yerið sjúkdómur hjá mér lengi. Ég er í stuðnings- mannaklúbbnum þar sem ég á mitt sæti niðri á gólfinu og borga fyrir þaö 18 þúsund krónur á ári. Það er mjög hentugt fyrir mig að geta keypt sæti. Oft er maður á síðasta snúningi starfsins vegna og þá er gott að geta troðið sér framhjá mannþrönginni og sest í sætið sitt,“ sagði Ellert í samtali viöDV. „Ég mæti á alla heimaleiki ÍBK í karlaflokki og elti stundum liðið til nágrannabæjanna og sé marga heimaleiki hjá stelpunum. Það er mjög gaman að sjá stelpunar spfla og ég sá einn mest spennandi jeik sem ég hef fylgst með þegar ÍBK vann KR í Hagaskóla í úrslita- leikjunum.“ Miklar framfarir „Það er mikfl og góð auglýsing fyrir bæinn að eiga svona af- burðaíþróttamenn, það er ekki spuming. Það er svo sem ekkert nýtt að ÍBK vinni bikar en að vinna fjóra bikara á sama keppn- istímabilinu er frábær árangur. Ég hef fylgst með þessari íþrótt lengi og það hafa miklar framfar- ir átt sér stað. Fyrst þegar útlend- ingamir vom að koma hingað vora þeir yfirburðamenn en í dag em okkar menn síst lakari. Fór og sá NBA-leik Orlando er vinabær Keflavíkur og EUert skrapp þangað í haust. Að sjálfsögðu fór hann á körfu- boltaleik og fylgdist með leik Or- lando og Detroit. „Það var geysOega gaman að sjá þennan leik og stemmningin í höllinni í Orlando var mjög lík því sem hún gerist best í íþrótta- húsinu í Keflavík. Það er hægt að læra margt af Bandaríkja- mönnunum og þá sérstaklega hvað þeir halda áhorfendunum vel við efnið allan tímann þegar leikmennimir era í hléum. Ég held að við verðum að fara að taka upp á einhverju slíku hér heima þannig að áhorfendur fái virkOega skemmtun út úr því að fylgjast með þessarri frábæru íþrótt," sagði EOert að lokum við DV. -GH LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993 íþróttir Uppskera vetrarins. Frá vinstri: Björg Hafsteinsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBK, Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Kefiavík, Hannes Ragnarsson, formaður körfu- knattleiksdeildar ÍBK, og Guðjón Skúlason, fyrirliði karialiðs ÍBK. DV-mynd Ægir Már Hannes Ragnarsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBK, í viðtali við DV: Þetta eru gullaldar- ár körfuboltans hér Það er ekki amalegt að stýra skút- unni hjá körfuknattleiksdeild Kefla- víkur um þessar mundir. Keflvíking- ar tryggðu sér í vikunni fjórða bikar- inn í vetur en þá varð karlalið ÍBK fslandsmeistari í úrvalsdeildinni og hafði fyrr í vetur unnið bikarmeist- aratitilinn. Konumar í körfuknattleiksliði ÍBK era engir eftirbátar karlanna því þær unnu einnig tvöfalt og það má því með sanni segja að Keflavík sé besti og mesti og körfuboltabær landsins. DV náði tal af Hannesi Ragnarssyni, formanni köfuknattleiksdeOdar, og spurði fyrst hverju hann þakkaði þennan glæsOega árangur í vetur? Hér er samsafn af góðu fólki „Það er yfir höfuð gott starf í deOd- inni og samsafn af góðu fólki. Þetta era guflaldarár körfuboltans héma, þessi tvö síðustu keppnistímabO, og kannski næstu tvö á eftir. Það er mikOl uppgangur hjá okkur og mik- ifi efniviður í yngri flokkum karla og kvenna. Við höfum unnið að markvissu uppbyggingarstarfi og það hefur verið að skila sér. Ef ég nefni sem dæmi kvennaflokkinn þá er vel búið að stelpunum og mér er tíl efs að það sé betur gert hjá öðra félagi." Hafði trú á að við ynnum fjórfalt - En átti formaðurinn von á að vinna afia fjóra titlana? „Já, það var stefnt að því fullum fetum. Það var óopinbert leyndarmál hjá okkur að hafa fuOa trú á að þetta tækist og það gekk eftir. Ég held að þetta sé einn albesti árangur íþrótta- félags í boltaíþrótt á einu ári og þetta met verður seint slegið þó svo að við reynum að endurtaka leikinn á næsta ári. Þetta er mjög gaman fyrir mig og þá sem era þarna við stjórn- vöhnn að eiga þess kost að vera við völd á svona tíma.“ Hérfær enginn peninga fyrir að spila - En hvernig gengur svo að reka deOdina? „Viö eram ekki með neina leik- mannasamninga við okkar fólk og erum þar af leiðandi betur settir miðað en margir aörir. Hér fær eng- inn peninga fyrir að spila og þannig verður það áfram. Þetta hefur ekki fælt leikmenn frá okkur, því þeir vOja spOa með góðum klúbbi þar sem metnaður er mOcOl. Laun leikmann- anna hjá okkur eru meistaratitlar og þeir meta það. Mér sýnist að við náum að reka deildina réttum megin viö strikiö. Vorúm að spá í að taka ekki Bow - Var það rétt að þið vOduð losa ykk- ur við Jonathan Bow? „Þetta voru bara sögusagnir. Að vísu voram við ekkert ákveðnir í að taka hann í haust en það varð samt ofan á, sem betur fer. Það var þrýst- ingur frá mörgum sem fannst að skipta þyrfti um útlending, fá stærri mann, en við tókum þá ákvörðun að taka hann og sjáum ekki eftir því. Við munum setjast niður einhveija næstu daga og spá í spihn fyrir næsta keppnistímabO. Ég veit ekki hvað maður fær mikinn frið með leikmenn sína en ég hef þá trú að það verði ekki mikið um mannabreytingar. Við eram með stóran og breiðan hóp. TO að mynda þyrði ég ekki að veðja um það hvort byrjunarliðið í karla- flokknum væri öruggt með sigur á móti þeim sem eru ekki í 5 manna liðinu. Umfram allt mega menn ekki ofmetnast af þessum glæsOega ár- angri því baráttan veröur hörð á næsta tímabOi því að sem alhr vOja leggja meistarana að velli.“. -GH fyrsti Islendinguriim sem tekur þátt í stórmóti í kendó Evrópumeistaramótiö í japönsk- um skylmingum eða kendó, eins og fþróttin er nefnd, verður haldiö f Turku í Finnlandi dagana 8.-11. aprfl. Þetta væri ekki í frásðgur fierandi neroa fýrir þær sakir að í fyrsta sinn tekur íslendingur þátt í Evrópumeistaramóti f þessari Sþróttagrein. Hann heitir Ingólfur Björgvinsson. DV náði tali af Ing- ólfi áður en hann hélt til Finhlands á fimmtudaginn en þar ætlar hann að dvclja við æfingar áöur en mótið hefíst Hef æftkendó frá árinu 1986 „Ég er búinn aö æfe kendó frá ár- inu 1986 eða f 7 ár. Það er sagt að það taki um fiögur ár aö ná sæmi* legu valdi á þessari fþrótt svo aö ég tel mig nú vera tflbúinn að taka þátt'í slíku móti,” sagði Ingólfur í samtali við DV. Að 8ögn Ingólfs leggja um 30 manns stund á kendó hér á landi en þetta er íþrótt sem á uppruna sinn í Japan og kendó er óumdeil- anlega þjóðaríþrótt Japana. Vest- urlandabúar hafa ekki lagt mikla stund á kendó en íþróttin er þó aö ryðja sér til rúms í mörgum lönd- um. Nútíma kendó er viðureign tveggja manna í hlífðarbúningi með bambussverðum. Reynt er að koma höggum á mótheijann á þá hluta llkamans sem varðir eru. Aðalhöggin eru högg framan á og á báðar hliðar höfuðhlífar, högg á framhandlegg, högg á hliðar líkam- ans báðum megin og stunga í háls- hlíf. Vegna öflugs hlíföarbúnaðar eru slys í kendó óþekkt, þrátt fyrir að mikfll kraftur sé oft í viðureign- um. Keppni í kendó fer fram á tré- gólfi sem er 9x11 metrar að stærð. Viðureignin stendur yfir í 5 minút- ur eða þar til annar keppandinn hefur unnið2 stig. Eflir viljastyrk og einbeitingu „Ég byrjaöi fyrst í ólympískum skylmingum en eför að ég las í bókum og fræðiritum um kendó vildi ég frekar reyna fyrir mér í þeirri íþrótt og ég sé ekki eftir því. Maður ræktar sjálfan sig með því að stunda þessa íþrótt, eflir vOja- styrk og einbeitingu og góður agi fylgir henni. „Ég veit raunar ekki hvað ég er aö fara út í þegar um svona stórt mót er að ræða. Takmarkið hjá mér er að gera mitt besta en aðalatriðið er að vera með en ekki endOega að vinna.“ Hyggjasttakaþátt í heimsmefstaramótfnu Á næsta ári verður haldiö heims- meistaramót í liðakeppni í kendó og fer það fram í Frakklandi. ís- lenska kendósambandið hyggur á þátttöku í þvi ihóti en fimm menn Ingólfur Björgvinsson er hér i fullum skrúða með bambussverðið og höfuöhlífina tilbúinn að elja kappí við kendómenn á Evrópumótinu. DV-mynd S mynda hð í kendó. Kendósamband sögn Ingólfs hefúr lengi verið 1 at- íslands er ekki aðtii að ÍSÍ en að hugunaðsækjaumlnngöngu. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.