Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 11 Barist af hörku 1 Bosníu þrátt fyrir vopnahlé og eftirhtsflug: Bomin féilu meðan þotumar flugu vf ir - ein eftirlitsþota NATO hrapaði í sjóinn en flugmanninum var bjargað Hermenn Serba í Bosníu drápu á annan tug bama í árás á bæinn Sre- brenica á sama tíma og eftirlitsþotur NATO flugu þar yflr. Þetta þykir sýna að eftirlitsflugið verði fáum til bjargar þótt það nægi til að halda flugher Serba á jörðu niðri. Alls létust nærri sex tugir íbúa í Srebrenica í þann mund sem eftir- litsflug NATO hófst í gær. Serbar hafa setið um bæinn mánuðum sam- an og sveitir þeirra virða aö vettugi vopnahlé sem þó telst enn í gildi. í morgun héldu bardagar áfram og voru átökin hörðust við Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Fallbyssuskot- hríð dundi á borginni og fréttir voru af bardögum skæruliða á götunum. Serbar segjast ekki hafa átt upptökin að bardögunum nú og kenna íslöm- um um að hafa ráðist á sveitir þeirra. Ein af þotum NATO týndist í gær eftir fyrsta eftirUtsflugið. Hún hrap- aði í Adríahafið en flugmanninum var bjargað eftir nokkra leit. Veður var slæmt og er aðstæðum kennt um slysið. Bandaríkjamenn viija fylgja eftir- Utsfluginu eftir með því að herða á viðskiptabanninum á Serbíu og Svartfjallaland. Rússar eru þessu andvígir og hóta að beita neitunar- valdi hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. . Talið aö þar ráði mestu að Borís Jeltsín vUl ekki styggja harðUnu- menn fyrir væntanlegt þjóðarat- kvæði síöar í mánuðinum. Andstæð- ingar Jeltsíns eru margir hlynntir Serbum. ReuterogTT Á annan tug barna lét lifið í árásum Serba á bæinn Srebrenica i gær. Á sama tima voru eftirlitsþotur NATO þar í sínu fyrsta eftirlitsflugi. Hér er verið að flytja særðan ungling á sjúkrahús en á innfelldu myndinni en ein af herþot- um NATO. Þeim er nú beitt i fyrsta sinn í hernaði frá stofnun bandalagsins. Simamyndir Reuter ______________Útlönd Þýf i, kærastar ogvatnsrúm dreginfráskatti Bandarískir framteljendur reyna allt til aö losna við aö greiða skatta. Eitt ráöið er að setja nógu marga frádráttariiöi á skattskýrsluna. Yfirvöldum þykir þó fulUangt gengið þegar þýfi er taUð frá- dráttarbært ásamt fjárfrekum kærustum, gæludýrum, sígarett- um og vatnsrúmum. Þá reyna menn að fá frádrátt vegna latra systkina og tapaðra peninga í spilavítum. Enginn frádráttur fæst út á þessa Uði þótt þeir rey n- ist í mörgum tiivikum skattgreið- endum þungir í skauti. ENGINN VENJULEGUR KLÚBBUR!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.