Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 32
F R E T T A S KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993. Dauðaslys á Fáskrúðsfirði Skömmu fyrir miðnætti aðfaranótt laugardagsins rákust saman bifhjól og bifreið á Skólavegi á Fáskrúðs- firði. Ökumaður biíhjólsins lést sam- stundis. Hann var tæplega 18 ára og hét Guðjón Gunnarsson, til heimilis aö Skólavegi 4 á Fáskrúðsfirði. -em Vestmannaeyjar: Mikil skemmd- dansleik Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum: Að sögn lögreglu var mikil og al- menn ölvun hér í bænum alla pásk- ana og bar mikið á drukknum ungl- ingum. Erill var hjá lögreglu og bar talsvert á skemmdarverkum, sér- staklega eftir dansleik aðfaranótt 2. í páskum. Tryggvi Kr. Ólafsson rannsóknar- lögreglumaður sagði að mesta tjónið hefði orðið við Hásteinsvöll þar sem 4 flaggstengur voru brotnar - um- talsvert tjón því hver stöng kostar um 25 þúsund krónur. Þetta gerðist snemma morguns annan í páskum. Á svipuðum tíma var rifið niður grindverk við Hásteinsblokkina og því kastað í númerslausa bifreið sem þar stóð. Einnig var brotið loftnet á öðrum bíl og brotin rúða í langferða- bifreiö við Faxastíg. Ekki hafðist uppi á sökudólgunum en grunur leikur á aö þarna hafi sami hópurinn veriö að verki. Ekið á stuttan Frakka í röð Bifreið var ekið inn í biðröð fyrir utan skemmtistaðinn 22 við Lauga- veg aðfaranótt síðastliðins fimmtu- dags. Fyrir bifreiðinni urðu nokkrir gestir staðarins, þar á meðal leikar- inn Jean Philippe Labadie, sem fer með aðalhlutverkið í grínmyndinni Stuttur Frakki. Frakkinn lenti undir bílnum og brotnaði á bæði fótlegg og handlegg. Aðrir slösuðust minna. Jean Philippe var staddur hér á landi í tilefni af frumsýningu mynd- arinnar síðastliðinn þriðjudag. Hann hélt af landi brott um helgina. Til stóð að hann færi á næstunni í leik- för til Bandaríkjanna en óvíst er hvort af því getur orðið vegna meiðslanna sem hann hlaut hér á landi. -kaa Samútgáfan stef nir Betel fyrir meiðyrði Samútgáfan Korpus, sem m.a. gefur út Bleíkt og blátt og Hulinn heím, hefur ákveðið að stefna Snorra Óskarssyni, forstöðumanni Betel-safnaöarins í Vestmannaeyj- um, fyrir meiðyrði og atvinnuróg sem fram kom í ræðu hans í út- varpsmessu á skírdag. Að mess- unni stóðu auk Betel-safnaðarins fulltrúar katólskra, aðventista, Hjálpræðishersins og þjóðkirkj- unnar. „Ég talaði um Samútgáfuna og sagði að hún gefi út Bleikt og blátt, sem er klámrit, og Hulinn heim, sem fjallar um svartar messur og djöfladýrkun. Ég talaði um að þetta væri næringin sem börnin fengju. Ef foreldrarnir sýna þeim ekki neina bibliufræðslu eða kristilegan áhuga þá tekur þetta náttúrlega við. Þá segi ég; það er bölvun sem hvílir yfir Sam-útgáfunni,“ sagði Snorri Óskarsson hjá Betel-söfnuð- inum i Eyjum í samtali við DV í morgun. „í biblíunni er talað um þessa þætti; klám, djöfladýrkun, andatrú og allt þetta kukl - þetta er bölvað af Guði. Þeir sem fara inn í þetta fá þá bölvunina yfir sig. Ég sagði svo að ég lokaði Sam-útgáfunni í Jesúnafnij Svona fyrirtæki mega ekki vera eins og oprnn brunnur spillingarinnar,“ sagði Snorri. Sættum okkur ekki við þetta Þórarinn Jón Magnússon, rit- stjóri og stjórnarformaður Sam- útgáfunnar, sagöi í morgun að lög- maður heföi verið fenginn í málið þegar á skírdag þegar spurnir bár- ust af ræðu Snorra í útvarpinu um útgáfuna. „Við ætlum ekki að sitja undir svona atvinnurógi og svívirðing- um, eins og voru látin dynja á fyrir- tækinu, og því að vera kallaðir öll- um illum nöfnum. Viö sættum okk- ur ekki við þetta," sagði Þórarinn Jón. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., lögmaður Sam-útgáfunnar, mun leggja fram stefnu á hendur Snorra Óskarssyni þegar viðeigandi gögn liggja fyrir í málinu, m.a. segul- bandsupptaka af framangreindri útvarpsmessu. -ÓTT Stórbruni í Ananaustum iii Umferð gekk vel í gær: Langjökull eins og Laugaveg- Stærri skemman brann alveg og allt sem í henni var en sú minni slapp að mestu í eldsvoðanum sem varð í Ánanaustum 3 á skírdag. Þarna fóru forgörðum ýmsir sögulegir munir tengdir málmsteypu i Reykjavík. Þar á meðal brunnu gömul trémót sem boðin höfðu verið Þjóðminjasafninu til varðveislu. DV-mynd Sveinn Að sögn lögreglunnar gekk umferð mjög vel og nánast óhappalaust allan daginn í gær. Að sögn lögreglu- manna í Reykjavík var umferð „mjög þétt“ undir kvöld. Bílar streymdu til höfuðborgarsvæðisins bæði á Vest- urlands- og Suðurlandsvegi. Mjög margir notuðu góða veðrið um páskahelgina til að fara út úr þéttbýlinu til að dvelja í sumarbú- stöðum, fara í jeppaferðir, á skíði eða í bíltúra. Flugmaður tilkynnti í gær að Langjökull væri eins og Lauga- vegurinn. Úr véhnni heföi sést mjög mikil bíla- og vélsleðaumferö og fólk að spóka sig á jöklinum. Á Blönduósi bárust þær upplýs- ingar að mikil umferð hefði verið á þjóðveginum við bæinn og greinilegt að margir heföu komið að sunnan til að njóta frídaganna fyrir norðan eða Norðlendingar heföu skroppið suð- ur. Færð var víðast hvar mjög góð á landinu. -ÓTT LOKI Nú duga engar venjulegar fyrirbænir! Veðrið á morgun: víðast hvar Á morgun verður norðaustan- kaldi og skúrir eða slydduél á Vestfjörðum. Rigning verður á Austfjörðum en skúrir verða í öðrum landshlutum. Hiti verður 2-6 stig yfir hádaginn en nálægt frostmarki að nóttunni. Veðrið í dag er á bls. 36 Veðríð kl. 12 á hádegi ÖRYGGl - KAGMENNSKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.