Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON — Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Norrænn vestri Menntaráðherra valdi sjálfur útvarpsstjóra ríkisins. Ekki voru allir ánægðir með valið, en ábyrgðin var ráð- herrans. Hann kaus samt ekki að axla þá ábyrgð, heldur notaði fyrsta tækifæri til að reka hnífmn í bak útvarps- stjórans, eins og gestgjafi ræki hníf í bak gests síns. Jafnvel þótt ráðherra sé ekki ánægður með, að skjól- stæðingur forsætisráðherra sé rekinn úr starfi hjá út- varpsstjóra, er algerlega fráleitt að endurráða manninn hjá sama útvarpsstjóra í hærra embætti en hann gegndi áöur, jafnvel þótt um skammvinna ráðningu sé að ræða. Ráðherra gat vítt útvarpsstjóra fyrir brottreksturinn, en ekki grafið undan honum með þessum hætti. Nógu erfitt er að gegna embætti útvarpsstjóra, þótt hann þurfi ekki að sæta aðgerðum af þessu tagi og það af hálfu þess ráðherra, sem sjálfur valdi útvarpsstjórann til starfa. Ástandið er orðið þannig, að brottrekinn maður er orðinn eins konar hægri hönd þess, sem manninn rak. Hinn brottrekni er í því hlutverki eins konar ósnertan- legrar persónu, sem sækir ekki stöðu sína til yfirmanns útvarpsins, heldur til vinar í sæti forsætisráðherra. Augljóst er, hversu lítt bærilegt það hlýtur að vera að fá slíka sendingu á bakið frá forsætisráðherra um hend- ur menntaráðherra. Útvarpsstjóri er ekki herra í eigin húsi og engan veginn öfundsverður, þótt hann hafi upp- haflega rekið manninn á ónógum og lélegum forsendum. Komið hefur í ljós, að menntaráðherra hefur farið aðrar leiðir til að þjónusta skjólstæðing forsætisráð- herra. Menntaráðherra hefur látið ríkið kaupa af honum norræna vestra til að nota sem fræðsluefni í skólum. Fór hann þar framhjá innkaupakerfi grunnskólastigsins. Skemmst er frá því að segja, að bíómyndir skjólstæð- ingsins hafa ekki hið minnsta sagnfræðigildi og gera raunar yfirleitt ekki kröfur til þess. Þetta eru vestrar úr hugskoti framleiðandans og eru án nokkurra tengsla við sagnfræðiþekkingu okkar á víkingatíma Norðurlanda. Þar á ofan eru flestar þessar bíómyndir bannaðar bömum, þannig að hálft grunnskólastigið getur ekki notið þess að sjá gubbað á skjáinn í skólatíma. Kaupandi slíkra mynda til fræðslustarfa getur varla tahzt með réttu ráði, þótt hann telji sér skylt að þjóna skjólstæðingnum. Þannig hefur menntaráðherra kastað tæplega átta milljónum króna til að kaupa handa skólakerfmu mdda- legar bíómyndir, sem það getur lögum samkvæmt ekki sýnt bömum og hafa alls ekki hið minnsta fræðslu- eða sagnfræðigildi um þann tíma, sem þær fjalla um. Ráðuneytisstjóri menntamála segist ekki bera neina ábyrgð á þessum bíómyndakaupum og forstöðumaður þeirrar stofnunar, sem kaupir námsefni til skóla, kemur hreinlega af íjöllum. Það er menntaráðherra einn, sem ber ábyrgð, þótt hann geti ekki staðið undir henni. Einnig hefur komið í ljós, að forveri skjólstæðingsins hjá sjónvarpinu hefur látið nota sig til að veita þessum sama skjólstæðingi forsætisráðherra sérstök vildarkjör í viðskiptum við sjónvarpið án vitundar yfirmanns þeirr- ar deildar sjónvarpsins, sem á að sjá um slík innkaup. Það er umhugsunarefni fyrir þjóðina að hafa kosið yfir sig stjómmálaflokk, er hefur valið sér ráðherra, sem eru svo hrokafullir og yfirgangssamir, að þeir lúta engum þeim siðalögmálum, sem standa undir borgaralegu tækni- og viðskiptaþjóðfélagi Vesturlanda í nútímanum. Það er umhugsunarefni fyrir þjóðina að hafa mennta- ráðherra og forsætisráðherra, sem haga sér eins og sögu- persónur úr norrænum vestra eftir skjólstæðinginn. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur telur aö t.d. bankar og sparisjóðir ættu hæglega aö geta tekið aö sér rekstur og ávöxtun lífeyrissjóöa. Lífeyrismál í sjálf heldu Lífeyrismál þjóðarinnar eru í sjálfheldu sem engin leið virðist út úr þrátt fyrir að allir séu sammála um að í lífeyrismálum ríki mis- munum sem verði ekki þoluö öllu lengur. Þetta er búið að vera ástand lífeyrismála i a.m.k. ein 17 ár, allt frá því þegar fyrstu opinberu nefndirnar, sem falið var að kanna stöðu lífeyrismála, voru skipaöar. Þær nefndir hafa síðan lokið störf- um, þeirra áht orðið úrelt, en allt er við það sama í tilhögun lífeyris- mála. Krafan um réttlæti Til að átta sig betur á því sem um er að ræða þegar rætt er um rétt- læti í lífeyrismálum og mismun- andi fjárhæðir, sem menn njóta í lífeyri á efri árum, getur krafan um réttlæti í þeim efnum ekki verið önnur en sú: - að sami háttur verði á ávinningi réttinda hjá öllum og réttindi ávinnist aðeins í hlutfalli við greidd iögjöld (iðgjöld geti hins vegar verið mismunandi há) og - að lífeyrissparnaður, þegar hann er lagður til hliðar í lífeyrissjóö, sé undanþeginn tekjuskatti en skattleggist að fullu sem hverjar aðrar tekjur þegar að töku lífeyr- is kemur. Almennt hefur fram að þessu talist sjálfsagt þriðja skilyrði um réttindi í lífeyrissjóðum. - að allir verði aö kaupa sér sömu réttindi í sjóðunum (ellilífeyri, makabætur, barna- og örorku- bætur) án tillits til þarfa þeirra. Allir eigi að borga sameiginlega til að greiða fyrir þá sem ein- hverra hluta vegna þurfa á bót- unum að halda, áður en eftirla- unaaldri er náö. Eftirlaun; síðbúnar launagreiðslur Sjálfsagt verður þaö ætíð svo að forráöamenn einstakra stórfyrir- KjaHarinn Bolli Héðinsson hagfræðingur og nefndarmað- ur i 8- og 17 -manna nefndum um endurskoðun lífeyriskerfis tækja semja um sérstök eftirlaun sér til handa, en þau ber aðeins að líta á sem síöbúnar launagreiðslur sem lúta sömu lögmálum og aðrar launagreiðslur þegar að þeim kem- ur. Þá ræður gæfa viðkomandi fyr- irtækis því hvort það er enn starf- andi þegar inna ber greiðslumar af hendi. Ástæðulaust er að láta eftirlaunaumræðuna flækja hina eiginlegu lífeyrissjóðaumræðu. Þó gæti verið að líta verði á bfeyris- réttindi, t.d. opinberra starfs- manna, sem sambland lífeyrisrétt- inda og eftirlauna. Því miður hefur umræðan um núverandi lífeyrissjóðakerfi og við- skilnað þess verið eitt þeirra atriða sem koma í veg fyrir aö hægt sé að komast til botns í umræðunni um fyrirkomulag lífeyrismála í framtiðinni. Niðurstaða flestra sem um það hafa fjallað er hins vegar sú að algjörlega verði aö greina á milli þeirra lífeyrissjóða sem starfa nú og þeirra réttinda sem þar hafa áunnist og nýrra réttinda. Nýtt fyr- irkomulag lífeyrismála getur ekki tekið á sig þann vanda sem fylgir fyrri tíma. Þau vandamál verður að leysa með öðrum hætti og má ekki verða til að hindra frekari umbætur í lífeyrismálum til fram- tíöar. Ástæðulaust er að tengja lífeyris- sjóði starfsstéttum (reyndar er það tryggingafræðilega hæpið þar sem menn í sömu starfsstétt gætu verið í sama áhættuhópi sem þannig tryggði ekki nægjanlega dreifmgu áhættu líkt og þarf að vera í öllum tryggingum) en bankar, sparisjóð- ir, tryggingafélög, verðbréfafyrir- tæki, núverandi lífeyrissjóöir og sérstök fyrirtæki, stofnuð í þessu skyni, ættu hæglega að geta tekið aö sér rekstur og ávöxtun lífeyris- sjóða. Slíkt gæti orðið til að draga úr reksturskostnaði lífeyrissjóð- anna og aukið aðhald að rekstri þeirra, þar sem einstaklingum væri frjálst aö flytja sig á milli sjóða eft- ir eigin geðþótta að liðnum ákveðn- um uppsagnarffesti. Bolli Héðinsson „Nýtt fyrirkomulag lífeyrismála getur ekki tekiö á sig þann vanda sem fylgir fyrri tíma. Þau vandamál verður að leysa með öðrum hætti...“ Skoðanir annarra Húsbréf og ríkisábyrgð „Kjami málsins varðandi húsbréfakerfið eins og þaö er framkvæmt hér, er auðvitað sá, aö húsbréfin eru með ríkisábyrgð. Ef ríkisábyrgð væri ekki á bréf- unum myndi kerfið eftir sem áður vera grundvöllur húsnæðislána í landinu en umsvifin áreiðanlega ekki jafn mikil og nú. Af ástæðum, sem eru illskiljan- legar virðist félagsmálaráðherra ekki átta sig á því, að á hverju einasta húsbréfi, sem gefið er út, eru skattgreiöendur í landinu ábyrgðarmenn." Úr forystgrein Mbl. 7. apríl Þau skila sér í sköttum „Auðvitað munu þau framlög sem úr ríkissjóði koma og fara í uppbyggileg og arðbær verkefni, skila sér að hluta til baka í formi aukinna skatttekna. Það er því mikilvægt að ríkisstjómin nái áttum og líti á heildarmyndina í stað þess að skoða í sífellu lítil brot hennar. Einhvern tíma var sagt að sumir sæu ekki skóginn fyrir trjám. Þaö viröist því miður eiga við um ríkisstjórnina." Úr forystugrein Tímans 7. febr. I vörn gegn gengisf ellingu „Seðlabankastjóri sagði í útvarpsviðtali að þar í bankanum hefðu menn ákveðnar efasemdir um að rétt væri að grípa til gengisfellingar. En athuga ber að ríkisstjóm hefur úrslitavald um gengi krónunn- ar. Til þessa hefur verið farið að kröfum „gengisfell- ingakórsins“... Vissara er að hafa vaðið fyrir neöan sig í þessum efnum. Þeim, sem geta varið sig gegn gengisfellingu (sem gæti verið á bilinu 10-20%), er því ráölagt að gera það, nema ráðamenn gefi ákveðn- ari vísbendingar um að stefnt sé að stöðugu gengi “ Úr Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmól 2. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.