Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 2
22
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL1993
Ferðir
Heimsferðir:
Mexíkó, Barcelona,
París og Benidorm
- í beinu leiguflugi
Beint leiguflug er nú hafiö til Mex-
íkó frá íslandi og er það ferðaskrif-
stofan Heimsferöir sem býður upp
á ferðirnar. Ákvörðunarstaðurinn
er Cancun sem er 25 kílómetra
langt kóralrif út frá Yucatanskaga.
Það er stærsta leiguflugfélag Mex-
íkó sem flýgur fyrir Heimsferðir á
Boeing 757.
Cancun er í dag einn vinsælasti
áfangastaður í Karíbahafinu. í ná-
grenni Cancuns eru sögufrægar
minjar frá tímum Mayanna, allt frá
árinu 1500 fyrir Krist. í boði er
fiöldi spennandi kynnisferða með
íslenskum fararsfiórum, s.s. til
Chichen Itza til aö skoða hinn
fræga pýramída og til Tulum, fyrr-
um helgistaðar Mayanna. Tulum
þykir einn fegursti staður Mexíkó.
Frægur köfunar-
staður
Cancun er einn frægasti köfunar-
staður í heimi og því möguleikarn-
ir miklir fyrir þá sem vilja kynna
sér undirheima sjávarins.
Nokkuð jafn hiti er í Cancun allt
árið en yfir sumartímann er hitinn
þó um 30 stig og þar yfir. Allar
strendumar á Cancun eru fyrir
almenning. Strætisvagnar ganga
eftir allri strandlengjunni og niður
í miðbæ allan daginn á 2 til 3 min-
útna fresti. Ekki gerist þörf að bíða
á stoppistöð heldur er nógað veifa
næsta strætó til að fá far.
Í Cancun er boðið upp á gistingu
í 4 sfiörnu íbúðarhóteli og 5 sfiömu
lúxushóteli á mismunandi verði.
Aðalréttur á 200 kr.
Ódýrt er að lifa í Mexíkó og kost-
ar aðalréttur á góðum veitingastað
200 til 300 krónur. Úrval veitinga-
staða í Cancun er fiölbreytt. Auk
mexíkanskra staða eru þar jap-
anskir, ítalskir og franskir svo eitt-
hvað sé nefnt.
Cancunfarar eiga þess að kost að
komast til Kúbu á vegum Heims-
ferða. Skipulagðar eru þriggja daga
ferðir þangað á mjög góðu veröi.
Heimsferðir bjóða einnig upp á
beint leiguflug til Benidorm á Spáni
sem er á Costa Blanca eða Hvítu
ströndinni. Efnt er til jeppasafarís
til fialla, skoðunarferðar tU Valenc-
ia, verslunarferðar til Ahcante,
sighngar til Ibiza auk margs konar
annarra ferða. Gististaðir Heims-
ferða á Benidorm eru ný íbúðahót-
el.
Hinar heillandi borgir París og
Barcelona eru aðrir áfangastaðir
Heimsferða í sumar. Beint leigu-
flug er til beggja heimsborganna á
mjög hagstæðu veröi.
Á strönd í Cancun í Mexíkó.
Hinn frægi pýramídi í Chichen Itza.
Ferðaskrifstofan AIís:
Beint flug til Jótlands, Spies-
ferðir og húsbíll í Ameríku
Krárnar í Danmörku eru vinsælir gististaðir. Sólar notið á strönd Jótlands.
Ferðaskrifstofan Alís er eins og
undanfarin ár með beint leiguflug
til Billund í Jótlandi sem er heima-
bær Legolands. Jótland er einstak-
ur ferðamannastaður fyrir barna-
fiölskyldur og kjörinn upphafs-
punktur fiölskylduferðar á bíla-
leigubíl. Ökuleiðir um Danmörku
og yfir til Þýskalands eru auðveld-
ar. Dýra- og skemmtigarðarnir á
Jótlandi eru fiölmargir og bjóða
upp á margs konar afþreyingu.
Nýjung hjá Alís í ár er skipulögð
hjólafrí í Danmörku. Golfvéilir eru
margir og auðvelt er að fá að spila
á þeim.
Gistimöguleikarnir eru margir.
Alís hefur til dæmis samið um gist-
ingu í sumarhúsum fyrir þá sem
þess óska og eru húsin við Bork
Havn og 0er. Fyrir þá sem vilja
ferðast sem ódýrast er boðið upp á
„teppi og fiald" á snyrtilegum og
vel útbúnum fialdstæðum þar sem
allt er til alls. A mörgum fialdstæð-
um er einnig hægt að leigja litla
bústaði;
Gisting á
heimilislegum krám
Krárgisting gerist æ vinsæfli og
selur Alís hagstæðar krárávísanir
fyrir gistingu á heimilislegum
krám um alla Danmörku. Hver krá
hefur sín séreinkenni, hvort heldur
er í mat eða drykk.
Alís hefur nú einkaumboð fyrir
dönsku ferðaskrifstofuna Spies.
Alísfarþegum gefst þvi kostur á
hagstæðum sólarlandaferðum með
Spies. Ferðimar hefiast í Kaup-
mannahöfn eða Billund þannig að
auðvelt er að bæta dvöl í Dan-
mörku framan eða aftan við sólar-
ferðina.
Á húsbíl um Ameríku
Spennandi nýjung, sem Alís býð-
ur upp á, er flug og húsbíll í Amer-
íku. Húsbílamir em með góðri
gisti- og hreinlætisaðstöðu og í
þeim er vel búið eldhús. Innifaflð í
leigunni á bílnum er afsláttarkort
sem gildir á yfir 600 fyrsta flokks
fialdstæðum í Norður-Ameríku.
Flug og bíll í Bretlandi nýtur
mikilla vinsælda. Mikið úrval er
af ódýrri gistingu í Bretlandi og
selur Alís ávísanir á „Bed and Bre-
akfast“-gistingu þar sem í boði er
notaleg heimagisting með ríkuleg-
um enskum morgunverði. Víða er
hægt aö kaupa kvöldverð á heimil-
unum.
Alís býður upp á Rómarferðir
alla miðvikudaga í sumar. Flogið
er í gegnum Kaupmannahöfn þar
sem gist er eina nótt.
Þýskaland, Holland, Austurríki
og Spánn em aðrir áfangastaðir
sem Alís selur ferðir til.