Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993
24
Ferðir dv
Tll Tyrklands
á hveiju sumri
SVARTAHAF
Ankara
Izmir
Kusadasi
TYRKLAND
Marmaris
GEORGIA
SYRLAND IRAK
KYPUR
MIÐJARÐARHAF
í sumar, eins og flest önnur sumur
síðustu tvo áratugina, heldur Elísa-
bet Þórðardóttir kennari í sumarfrí
til Tyrklands ásamt eiginmanni sín-
um Svavari og dótturinni Selmu.
Oftast hafa þau flogið til Istanbul
eða Izmir í beinu flugi frá Þýskalandi
þar sem Elisabet og Svavar, sem er
tyrkneskur, kynntust á námsárum
sínum. í þetta sinn taka þau nætur-
lest frá Lúxemborg til Ancona á ítal-
íu þaðan sem þau sigla til Tyrklands.
„Við siglum með grísku skipi sem
er í ferðum á milb ítahu, Grikklands
og Tyrklands. Við höfum siglt áður
frá Feneyjum á ítahu en þá höfðum
við tekið bíl á leigu í Lúxemborg sem
viö ókum á um borð í skipið. Það er
óskaplega gaman að ferðast á þennan
hátt. Það eru margir sem fara í viku
skemmtisighngu meö þessum skip-
um en aðrir nota þau til að komast
á milh staða. Við fórum frá borði í
Kusadasi á suðvesturströnd Tyrk-
lands eftir þriggja daga sighngu með
viðkomu á ýmsum stöðum," segir
Ehsabet. Hún bætir því við að panta
þurfi far með skipunum með góðum
fyrirvara því nú vhji margir fara sjó-
leiðina til Tyrklands vegna stríðsins
í Júgóslavíu.
Það er oftast í Kusadasi sem fjöl-
skyldan dvelur í Tyrklandsheim-
sóknunum því þar eiga foreldrar og
systir Svavars sumarhús. „Við fór-
um einnig ahtaf til Icmeler við
Marmaris sem er svohtið sunnar.
Þar búa góðir vinir okkar sem við
kynntumst á námsárunum í Þýska-
landi. Það er svo fallegt þar að mér
fannst ég vera komin hálfa leið th
paradísar," greinir Elísabet frá.
Rústir frægra borga
og heimili guðsmóður
Margar merkar foraminjar eru
víða í Tyrklandi og rétt utan bæjar-
marka Kusadasi eru rústir frægra
fomra borga eins og Efesus, MUetus
og Didyma. Elstu heimhdir um Efes-
us ná aftur tíl 10. aldar fyrir Krists
burð og er borgin talin hafa verið
stærst og auðugust borga í fomöld.
Í Efesus var Artemisarhofið sem var
reist á 6. öld f. Kr. Það taldist eitt af
sjö undrum veraldar. Ótrúlega margt
hefur varðveist í borginni, eins og th
dæmis hringleikahús sem tekur 25
þúsund manns í sæti.
Á fjalli skammt frá Efesus er líth
kapeíla sem nefnist Hús Maríu. Á
Selma, Svavar, Elísabet og systir Svavars hjá teppasala.
síðustu öld fékk þýsk nunna vitrun
um að á fjallinu væru rústir heim-
kynna heUagrar Maríu og var kap-
eUa byggð á þeim.
„í Bibhunni er greint frá því aö
Jóhannes skírari hafi tekiö Maríu
guðsmóður að sér eftir lát Krists og
að þau hafi flutt til Efesus. MikU
helgi er á þessum stað á fjalhnu og
leggja margir leið sína þangað tíl aö
gera bænir sínar. Hækjur og göngu-
stafir, sem fólk hefur skihð eftir á
þessum stað, vitnar um að fólk hafi
fengið bænheyrslu," segir Ehsabet.
Kusadasi, sem þýðir Fuglaíjörður,
er mikhl ferðamannastaður við
strönd Eyjahafsins. Margir gisti-
möguleikar eru í boði í Kusadasi,
aUt frá einfóldum gistihúsum tíl lúx-
ushótela og verð samkvæmt því.
Maturinn
ódýroggóður
Ehsabet segir matvæh mjög ódýr í
Tyrklandi og matinn ákaflega góðan.
„Það er mikið lagt upp úr matreiðslu
sem byggist fyrst og fremst á græn-
SERTILBOÐ
Flug til SYDNEY kr. 100.810,-
í KRinQUM HnöTTiriri kr. 128.210,-
THAILAHD kr. 95.210,-
flug og gisting,
2 í herb., 15 nætur.
FLÓRÍDA frá kr. 67.910,-
flug og hús,
4 í húsi, 2 vikur.
Vertu ratvís farþegi
ÍRAMS
' Travel
Hamraboro 1-3, sfml 641522
meti eins og tíl dæmis eggaldinum
og paprikum sem eru fyllt með öðra
grænmeti, hrísgrjónum og eða kjöt-
hakki. Þegar kjöt er á borðum er oft-
ast um lambakjöt aö ræða. Maturinn
er vel kryddaður og því virkar jóg-
úrtsósan, sem höfð er með honum,
eins og kæhng. Matseldin hefst oft
úti á veröndinni þar sem setið er við
að hreinsa og skera grænmetið.
Lífið þarna er ósköp notalegt og það
er mikið um að Tyrkir heimsæki
hveijir aðra. Þá er oftast um stuttar
heimsóknir að ræða þar sem rabbað
er um nýjustu viðburði yfir kaffi- eða
teboha og konfektmola. Tyrkir eru
ákaflega vinalegir og það er eftirtekt-
arvert hversu mikið nágrannar að-
stoða hveijir aðra.“
Vel tekið á
móti ferðamönnum
Ehsabet tekur það einnig fram að
Tyrkir taki ákaflega vel á móti ferða-
mönnum. Samskiptin við Tyrki séu
einnig auðveld þar sem flestir af
yngri kynslóðinni tah nú ensku.
„Þegar ég kom fyrst til Tyrklands var
lcmeler við Marmaris er staður sem Elísabet og fjölskylda hennar koma
alltaf á í Tyrklandsferðum sfnum.
Hringleikahúsiö í Efesus stendur ofan við marmaralagða götu sem er 11
metra breiö og 530 metra löng. Undir götunni eru vatns- og skolpleiðslur.
ég hálfmáUaus því þeir sem kunnu
erlend tungumál töluðu helst
frönsku. Þá var líka erfiðara að kom-
ast til Tyrklands. Ég varð að kaupa
mér ársmiða og hann kostaði mig
þriggja mánaða laun. Nú er hægt að
komast fyrir tUtölulega htinn pening.
VUji menn ferðast á eigin vegiim er
líklega allra ódýrast aö fljúga tíl Ist-
anbul,“ segir Ehsahet.
Góðar samgöngur
innanlands
Þegar hún og fjölskylda hennar
hafa ferðast á þann máta hafa þau
tekið langferðabifreið tíl Kusadasi,
gjaraan að næturlagi þvi þetta er
ferðalag sem tekur um það bU tólf
klukkustundir. „ÁætlunarbUamir
eru góðir og ferðirnar era þéttar. Það
er oft stoppað við góða áningarstaði
tíl að fólk geti viðrað sig. Það era
mörg fyrirtæki sem reka þessa þjón-
ustu og verðið er misjafnt. í dýrari
ferðunum era bUamir loftkælthr og
fljótir í foram. Þar sem lestarkerfið
er orðið nokkuð gamaldags og hefur
ekki fengið eðhlega endumýjun eru
áætlunarbflar aðalsamgöngutækin á
langleiðum. BUaleigubUar í Tyrk-
landi era ódýrir vUji menn heldur
ferðast í eigin bU.“
Sjálf kveðst Ehsabet hafa ferðast
þó nokkuð mikið um Tyrkland en
þó ekki jafn mikið og hún hefði gert
ef hún væri þar í heimsókn á öðrum
árstíma en að sumarlagi. „Vegna
vinnu minnar og skólagöngu dóttur-
innar verðum við að taka okkur frí
á sumrin þegar heitast er og óþægi-
legast að vera mikið á ferðinni. En
upp úr miðjum mars er þegar hægt
að fara á ströndina og alveg fram í
október."
Til Tyrklands
í innkaupaferðir
Fjölmargir ferðamenn leggja leið
sína tU Tyrklands á öðrum árstíma
eingöngu í þeim tílgangi að gera góð
innkaup. Samtímis því sem íslenskir
fjölmiðlar greindu frá innkaupaferö-
um íslendinga tíl Bretlands fyrir jól-
in sögðu þýskir fjölmiðlar frá því aö
að Þjóðveijar streymdu tíl Istanbul
í verslunarleiðangra.
„Fatnaður er ákaflega vandaður í
Tjrklandi og á hagstæðu verði.
Tyrkir era líka ákaflega fljótir að til-
einka sér nýja strauma í tískunni.
Þama fæst aílt sem hægt er að hugsa
sér. Leðurvörumar era sérlega faU-
egar. Margir kaupa sér skartgripi úr
gulh. Verslunargötumar í Istanbul
era glæsUegar en þó er Grand Bazar
trúlega það sem hrífur ferðamann-
inn. Þar era 5 þúsund verslanir und-
ir einu þaki og þar getur maður keypt
aUt sem hugurinn gimist, aUt frá
hrísgijónum upp í guU og demanta,"
segir Ehsabet.
Hún getur þess einnig að Tyrkir
framleiði fatnað fyrir þekkt vestræn
fyrirtæki og á mörkuðum megi fá
merkjavöra með smávegis gaha,
varla sjáanlegum, á ótrúlega lágu
verði. Og ekki má gleyma tyrknesku
teppunum.
„Það er ákveðinn sjarmi sem fylgir
því aö drekka te með teppasölum og
prútta og ganga um verslunargöt-
uraar. Þeir sem hins vegar vflja ljúka
innkaupunum af í flýti geta komið
við í eins konar „kringlu" skammt
frá flugvellinum í Istanbul. Þar er
fjöldi verslana og mikið vöraúrval."
-IBS