Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 8
28 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Ferðir Álandseyjar eru sagöar óteljandi en opinberar tölur segja að eyjaklas- inn sé hvorki meira né minna en 6554 eyjar, hólmar og sker. Á landa- korti eru eyjarnar einn klasi og jafn- vel ótrúlegt aö íjöldinn sé þetta mik- ill. Eyjarnar liggja milli Svíþjóðar og Finnlands, nánar Hltekiö á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Fyrir bragðiö eru íbúar skemmtileg blanda af Svíum og Finnum enda hefur hvor þjóðin um sig átt ítök á eyjunum um aldir. í dag tilheyra Álandseyjar Finnlandi en rúm 96 prósent íbúa eiga sænsku að móðurmáli. Á sænsku heita eyjamar Áland en finnska heitið er Áhvenanmaa. Eyj- amar hafa víðtæka heimastjóm og eiginn fána (þennan sem líkist þeim íslenska úr fjarlægð) en kröfur um aukna sjálfstjóm fara vaxandi. Virkiö stendur hátt og þaðan sést vel á næstu eyjar og sker. Dæmigert landslag á Álandseyjum - tré og berar klappir á milli. Stafnlikneskin gnæfa yfir gesti Sjó- Gjörið svo vel á rússnesku. minjasafnsins. Álandseyjar að sumri: Siglingarþáognú í Sjómiixjasafninu er einnig varð- veitt í heilu lagi og upprunalegri mynd stofa, skrifstofa og einkakáeta sldpsljórans á Hertogaynjunni sem fórst úti fyrir Devon á Englandi árið 1936. í kjölfarið varð skipstjórinn aö taka pokann sinn fyrir fullt og fast og endaði sem bóndi í Ástralíu. Glæsileikinn á einkahíbýlum skip- stjórans gefur til kynna að hann hef- ur þurft að taka á móti mikilvægum viðskiptavinum með kurt og pí. En siglingar nútímamanna skipta líka máli í Mariehamn. Góð aðstaða er fyrir siglingaáhugafólk og við bryggjur vagga skútur og vélbátar af öllum stærðum og gerðum. Þegar sólin merlar á sléttan hafflötinn er auðvelt að ímynda sér að sigling um Kjörinn staður til úti- vistar og afslöppunar Seglskipið Pommern er eitt best varöveitta skip sins tíma. DV-myndir JJ Góðir heim að sækja Síðasta sumar var veðursæld mikil í Skandinavíu allri. Þegar blaðamað- ur DV var þar á ferð í lok maímánað- ar var sumarið fyrir löngu komið og aUt í blóma. Þriggja daga heimsókn til Álandseyja var í senn fræðandi og skemmtileg enda Álandseyingar kátir og góðir heim að sækja. Við flugum frá Arlanda í Stokk- hólmi til Mariehamn sem er höfuð- staður Álands. Á sextándu öld hafði Gustaf Vasa Svíakonungur áætlun um að byggja upp borg á þessum stað en af því varð ekki. Árið 1809 misstu Svíar Álandseyjar í hendur Rússum en þær fylgdu Finnlandi í samning- um. Það var svo Alexander II. Rússa- keisari sem stofnaði Mariehamn áriö 1861 og nefndi í höfuöið á keisaraynj- unni Marie. Vegna legu sinnar hefur Mariehamn aUtaf verið miðstöð sigl- inga og viðskipta og í dag er þetta ein mikUvægasta höfn Finnlands, næst á eftir Helsinki. Mikil siglingaþjóð Eyjaskeggjar eru líka stoltir af sigl- ingasögu sinni enda áttu þeir skip í siglingum um öU heimsins höf og voru þekktir sægarpar. íslendingar á ferð um Álandseyjar ættu að skoða Sjóminjasafnið í Mariehamn en hluti af því er mikið seglskip, Pommem, sem Uggur við bryggju neðan við safnahúsið. Skipið er að því leyti sérstakt að það er eitt best varðveitta seglskip í heimi og er einkenni Álandseyja. Pommem er fjögurra mastra stálskip og smíðað árið 1903. í byijun síðari heimsstyijaldar var skipinu lagt að bryggju í Mariehamn og var verkefnalaust öU stríðsárin. Áður hafði skipið haft miklu hlut- verki að gegna í flutningum miUi ÁstraUu og Evrópu líkt og önnur skip í flota Gustafs Eriksonar sem var heimsþekktur útgerðarmaður. Sjálft safnahúsið er byggt eins og skip með tveimur þUfómm. Við inn- ganginn í safnið vekja gífurlega stór stafnslíkön mesta athygh. Þau eru í senn hrífandi og ógnvekjandi vitnis- burður um glæsUeik skipa sem höfðu Unur, form og meiri sál en þeir stál- kassar sem nú sigla með vörur miUi heimsálfa. Fremst í flokki fagurra stafnslíkana fer gríska gyöjan Mnemosyne, sem er persónugerving- ur minnisins og móðir menntagyöj- anna. Upphaflega var hún á stafni Pommem en er varðveitt í safninu en í staðinn var sett varanlegri eftir- Uking á skipið. eyjar og sker Alands sé ævintýraleg. Bátar em líka meðai helstu sam- göngutækja á miUi eyja. Litlir hrað- bátar með ærandi vélaglamri bera mann hratt á milU eyja en af hægfara smáfeiju gefst betri kostur að njóta útsýnisins. Klappir og tré Náttúrufegurð er mikU á Álands- eyjum. Skógur þekur um 85 prósent af flatarmáh eyjanna og sums staðar sést ekki nema í heiðan himinn eða bera jörðina við tæmar. Jarðfræði eyjanna er mjög sérstök, jafnvel fyrir íslending af hijóstragri eldfjallaeyju. RauðUtar klappir era einkennandi víða meðfram ströndinni og inn til landsins er jarðvegurinn harður og víða era hrikalegar jarövegsmynd- anir þar sem jörð hefur nánast rifnað upp og klofnað. Eyjamar era nokkuð Qatlendar og því er ágætt að fara í hjólatúr á góð- viðrisdegi. Hjólaleigur era víða og hjólhesturinn er greinUega þarfasti þjónninn þar sem vegalengdir eru stuttar og leiðin Uggur um krókótta skógarstíga. Þar sem jarðvegurinn er harður yfirferðar getur íslenskur rass orðið Ula úti og þá sérstaklega hjá þeim sem era óvanir nýtísku hjólhestahnökkum. Rússnesk kjötsúpa Okkur var boðið í langan hjólreiða- túr sem í fyrstu virtist ætla aö enda í tómri viúeysu. Þegar við höfðum hjólað sjö kUómetra stökk fram úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.