Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Qupperneq 10
30
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993
Ferðir
Sumar í Færeyjum.
Norræna ferðaskrifstofan:
Með Norrænu
til megin-
landsins
Siglingar bíl- og farþegaferjunn-
ar Norrænu til íslands hefjast í
júníbyrjun. Norræna ferðaskrif-
stofan býður upp á ýmsa bíl- og
hótelpakka til Færeyja, Danmerk-
ur og Noregs í sumar.
Má þar nefna hópferðir fyrir
skóla, íþróttafélög og önnur félaga-
samtök með gistingu í 5 nætur á
farfuglaheimili í Þórshöfn. Farið
kostar 12.420 krónur á mann miðað
við svefiipokapláss um borð í Nor-
rænu. Rúta er flutt frítt með hópn-
um.
Ef fjórir ferðast saman í bíl kostar
ferðin og gisting á Hótel Færeyjum
í 5 nætur í tveggja manna herbergi
með baði og morgunverði 26.940
krónur á mann. Sé gist á farfugla-
heimili í Þórshöfn í 5 nætur kostar
ferðin 12.420 krónur.
Einnig er boðið upp á sérstakan
Noregspakka. Er þá siglt til Fær-
eyja, gist þar í 3 nætur og síðan
haldið til Bergen.
Norræna siglir frá Seyðisfirði á
fimmtudögum, stoppar nokkrar
klukkustundir í Færeyjum og held-
ur síðan til Esbjerg í Danmörku.
Þangað er komið á laugardegi.
Esbjerg er nýr áfangastaður Nor-
rænu. Áður sigldi Norræna til
Hanstholm sem er norðarlega á
Jótlandi. Esbjerg er skammt frá
Þýskalandi og þaö tekur ekki nema
um klukkustund að aka til landa-
mæranna.
Frá Esbjerg er siglt aftur til Fær-
eyja og svo þaðan til Bergen þangað
sem komið er á þriðjudegi.
Gamli Smyrill er í siglingum milli
Færeyja, Leirvíkur á Hjaltlandi,
Aberdeen í Skotlandi og Hanst-
holm í Danmörku.
Smyril Line og Flugleiðir hafa
með sér samstarf um sérstakt flug
og skipafargjald milli íslands,
Norðurlanda og meginlands Evr-
ópu.
Auk þess sem Norræna ferða-
skrifstofan selur ferðir með Nor-
rænu er hún einnig með almenna
ferðaþjónustu og sér um útgáfu far-
seðla hvert á land sem er.
Sumarið 1993
* Akstur og sigling um Evrópu
* Flug og sumarhús í Sviss
* Sumarleyfisferðir til Möltu
* Hótelíbúðir í Rínarlöndum
* Öll almenn farseðlasala
GJ
Ferðaskrifstofa
Guðmundar
Jónassonar ht.
Borgartúnl 34, sími 683222
105 Reykjavík
Heimsklúbbur Ingólfs:
Karíbahafið
og hnattreisa
Heimsklúbbur Ingólfs býður upp á vikulegar ferðir til Dóminíska lýðveldisins
í Karíbahafi auk menningarferða víða um heim.
Heimsklúbbur Ingólfs býður upp á
ferðir til Karíbahafs á laugardögum
í sumar. Flogið er til New York þar
sem gist er eina nótt á hóteh ís-
lenskra hjóna sem taka á móti ferða-
mönnunum á flugvellinum. Síðan er
flogið til Dóminíska lýðveldisins í
Karíbahafi.
Seinni hluta júnímánaðar efnir
ferðaskrifstofan til tveggja vikna
menningar- og listaferðar til Austur-
ríkis og Ungverjalands. Um er að
ræða beint flug til Vínar þar sem
gist verður í þijár nætur. Síðan er
dvalið í viku á einu besta hóteli
Búdapest við Dóná. Farið verður 1
skoðunarferð út á ungversku slétt-
una og að lokum verður miðalda-
borgin Eger heimsótt sem likt hefur
verið við Salzburg. Kostm- er á viku
framlengingu við Balatonvatn.
Heimflug er frá Vín. Fararstjórar
verða tónlistarmennimir Ingólfur
Guðbrandsson, forstjóri ferðaskrif-
stofunnar, og Ferenc Utassy sem er
ungverskur en talar íslensku.
Um miðjan ágúst efnir Heims-
klúbbur Ingólfs til fimmtán daga ítal-
íuferðar. Flogið er í beinu flugi til
Mílanó og síðan til Verona til að
hlusta á Kristján Jóhannsson í aðal-
hlutverki í Aidu á Arenunni, stærsta
óperusviði heims. Gardavatn, Padua,
Feneyjar, Flórens, Siena, Perugia,
Assisi og Róm eru aðrir viðkomu-
staðir í Italíuferðinni.
í september er efnt til þriggja vikna
ferðar til Kína, Hong Kong og Tæ-
lands. í Kína er dvalist í Peking, Xian,
Shanghai, Hangchow, Guilin og Kan-
ton. Því næst er haldið til Hong Kong
og síðan slappað af á glæsihóteli í
Jomtien í Tælandi.
Þriggja vikna ferð til Malasíu,
Singapore og Tælands er skipulögð í
október. Dvalið verður í Singapore,
Kuala Lumpur, Penangeyju og víðar
í Malasíu áður en haldið er til Bang-
kok, Chang Mai í Norður-Tælandi
og loks Jomtien. Flogið er um Lon-
don.
í október er efiit til ferðar til Suð-
ur-Afríku. Flogið er til Jóhannesar-
borgar og eftir heimsókn til Pretoríu
er ekið um Kruger þjóðgarðinn,
stærsta friðaða villidýrasvæði
heimsins. Durban, stærsti baðstaður
við Indlandshaf, er heimsóttur og
Höfðaborg auk fleiri staða.
í nóvember efiúr ferðaskrifstofan
til 4 til 6 vikna hnattreisu. Helstu
viðkomustaðimir em Bangkok, Raii
Sydney, Ayers Rock, Caims og Stóra
Kóralrifið í Ástralíu, Nýja Sjáland,
Fiji, Hawaii, San Francisco og Los
Angeles.
Evrópuferðir:
Portúgal, Madeira
og Azoreyjar
Ferðaskrifstofan Evrópuferðir
býður í sumar upp á ferðir til Port-
úgals, Madeira og Azoreyja en
ferðaskrifstofan hefur sérhæft sig
í ferðum til þessara staða. Við-
skiptavinimir ákveða sjálfir dval-
arstað á áfangastöðunum og
hversu lengi þeir vilja dvelja.
Flogið er um London til fyrr-
nefiidra staða og millilent í Lissa-
bon. Þeir sem hyggja á dvöl á Alg-
arve geta til dæmis tekið bflaleigu-
bfl frá Lissabon eða ferðast með
tveggja hæða loftkældri rútu.
Til Azoreyja í miðju Atlantshafi
er mn þriggja og hálfs tíma flug frá
Lissabon. Eyjamar em níu talsins
og það er aðallega á þeim þremur
minnstu sem farþegar Evrópuferða
hafa dvalið. Hægit er að skipta dvöl-
inni á eyjunum að vild.
Portúgalska eyjan Madeira, sem
er norðan Kanaríeyja, þykir ákjós-
anlegur ferðamannastaður allan
ársins hring vegna góðs veðurfars.
Landslag er fallegt og gönguglaðir
ferðalangar koma hvaðanæva úr
Frá portúgölsku eyjunni Madeira.
heimimun til að spreyta sig á
göngustígum í skóglendi og klífa
fiöll. Blómskrúðið á Madeira er
stórkostlegt.
Eyjarskeggjar nota hvert tæki-
færi sem gefst til hátíðahalda og er
uppskeruhátíð vínræktenda haldin
í september.