Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1993, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993
Land tiMeigu
Leigutilboð óskast í hluta jarðarinnar Sogns í Ölfusi til ársloka
1996. Um er að ræða land sunnan og vestan vegar að Vistheimil-
inu og að landamörkunum að vestan ásamt útihúsum og spildu
kringum þau. Ræktað land er um það bil 40 ha. og óbrotið land
um 40 ha.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík,
föstudaginn 2. júlí 1993 kl. 11.00.
INIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Blönduós
Svæöisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi
vestra leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir
sambýli á Blönduósi. Um er að ræða einbýlishús á
einni hæð, um 200 m2 að stærð að meðtalinni bíl-
geymslu.
Tilboð er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og
-efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat,
afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár-
málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir
8. júlí 1993.
Fjármálaráðuneytið, 23. júní 1993.
Lóð Lindargata 2
Breyting á staðfestu deiliskipulagi Skúlagötusvæðis
er hér með auglýst skv. 17. og 18. gr. skipulagslaga
nr. 19/1964. Breytingin felst í afmörkun byggingar-
reits ásamt skilmálum fyrir dómhús á lóðinni nr. 2
við Lindargötu.
Skilmálar eru í samræmi við samkeppnislýsingu um
nýbyggingu Hæstaréttar íslands.
Uppdráttur og greinargerð verða til sýnis frá og með
föstud. 25. júní til föstud. 6. ágúst 1993 hjá Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.30-
16.00 alla virka daga.
Athugasemdum skal skila skriflega á sama stað eigi
síðar en 20. ágúst 1993. Þeir sem eigi gera athuga-
semdir innan tilskilins frests teljast samþykkir breyt-
ingunni.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartúni 3, 105 Reykjavík.
Aukablað
Hús og garðar
Miðvikudaginn 7. júli nk. mun aukablað um hús
og garða fylgja DV.
Meðal annars verður Qallað um:
* Sólpaila
* Skjólveggi og heita potta.
* Bjálkahús.
* Þökur án illgresis.
* Garðaskipulag
* Ýmislegt um viðhald og útlit húsa.
* Sprunguviðgerðir, klæðningar o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði, vinsamiega hafi samband
við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV’
hið fyrsta í síma 63 27 22.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 1.júlí. .
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Utlönd
Kúrdar handteknir eftir árás á sendiráð Tyrklands í Bern. Einn mótmælandi lést og nokkrir særðust er skotið var
á Kúrdana úr sendiráðinu. Símamynd Reuter
Árásir á tyrkneskar ræðismannsskrifstofur:
Kúrdar slepptu
öllum gíslunum
Síöustu gíslum Kúrda, sem réöust
á tyrkneskar ræðismannsskrifstof-
ur, feröaskrifstofur, útibú flugfélaga
og banka víðs vegar í Evrópu í gær,
var sleppt í gærkvöldi er Kúrdamir
sem réðust á ræðismannsskrifstof-
unar í Munchen gáfust upp. Þeir
höfðu hótað að deyja með gíslum sín-
um ef Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, skipaði ekki tyrkneskum yfir-
völdum að láta af öllum hernaðarað-
gerðum gegn kúrdísku þjóðinni.
Ekki var orðið við þessari ósk Kúrd-
anna en þeir fengu hins vegar að
ræða við háttsettan þýskan embætt-
ismann.
Einn mótmælandi lét lífið í árásun-
um í gær er skotið var úr sendiráði
Tyrklands í Bern á hóp Kúrda sem
vörpuðu grjóti á sendiráðið.
Verkamannaflokkur Kúrda, PKK-
flokkurinn, sem berst fyrir sjálf-
stæðu ríki Kúrda í suðausturhíuta
Tyrklands, lýsti yfir ábyrgð á árás-
unum í gær.
Stjórnmálafræðingar telja mögu-
legt að Kúrdamálið geti reynst hin-
um nýja fórsætisráðherra Tyrk-
lands, Tansu Ciller, erfitt. Undan-
farna áratugi hefur ekki mátt nefna
málefni Kúrda á nafn opinberlega en
nú er fjallað um þá nær daglega á
forsíðum tyrkneskra blaða. Stjórn-
málamenn, sem þykja hafa klúðrað
einhverju í sambandi við málefni
Kúrda, hafa oft þurft aö draga sig í
hlé.
Herinn í Tyrklandi virðist tilbúinn
til átaka. Háttsettir menn í hernum
hafa ítrekað sagt að útrýming PKK-
flokksins sé á verkefnalistanum.
Reuter, TT
Forsætisráð Bosníu ræðir
tillögu um sambandsríki
Fulltrúar í forsætisráði Bosníu
koma saman til fundar í dag til að
ræða tillögur um sambandsríki
þriggja smáríkja þjóðarbrotanna í
lýðveldinu sem Serbar og Króatar
náðu samkomulagi um í gær.
Fundurinn verður haldinn í
Zagreb, höfuðborg Króatíu. Gert er
ráð fyrir að sjö fulltrúar úr forsætis-
ráðinu muni sækja hann, hinir sömu
og sátu friðarfund í Genf í gær, þrátt
fyrir að Alija Izetbegovic Bosníufor-
seti hafi setið heima.
Öryggisráð SÞ ræðir umdeilda til-
lögu um afnám vopnasölubanns á
Bosníu á fundi í dag en óvist er hvort
húnkemurtilatkvæða. Reuter
Alvarlegt umferðarslys 1 Moskvu:
Ellef u fórust í sporvagnabáli
Ellefu manns að minnsta kosti
brunnu til bana í Moskvu í gær þeg-
ar eldsneyti lak úr tankbíl sem hafði
lent í árekstri og kveikti í þremur
sporvögnum.
„Fyrstu upplýsingar benda til þess
að eflefu hafi farist og aflir okkar
menn eru að rannsaka slysið," sagði
fulltrúi slökkviflðs Moskvuborgar.
Embættismenn sögðu að flutninga-
bífl með steypufarm hefði ekið á
tankbílinn þar sem hann var að bíða
við umferðarljós á fjölfarinni götu í
nokkurra kílómetra fiarlægð frá
Kreml.
„Lokið á tankbílnum rifnaði af og
eldsneytið slettist á ofhitaða kapla
sporvagnanna þriggja. Eldurinn
barst síðan á milfi þeirra,“ sagði Júrí
Sjaijíkín, varaformaður almanna-
varna í Moskvu.
Sjaijíkín sagði að átta hefðu hlotið
alvarleg brunasár og mikill fiöldi
hefði leitað á sjúkrahús vegna minni-
háttar meiösla.
Björgunarsveitir fjarlægja brunnin lík úr rústum sporvagnanna sem eyði-
lögðust í eldi í Moskvu í gær. Simamynd Reuter
Rússneska sjónvarpið sýndi mynd- sem lík nokkurra manna voru sýni-
ir af einum brenndum sporvagni þar leg. Reuter