Alþýðublaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 4
WmMMM)
Ritstjóri: Bencdikt Grondal. Simar 14000—14903. — Auglýsingasími:
14906. — A'ðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvxk. — Preutsmlðja
Alí>ýðublaðsins, Síœl 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa*
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandl: Alþý'ðuflokkurinn.
SEINHEPPNIR
FRAMSÓKNARMENN hafa í mörg ár leitað að
ínýrri stefnu, sem þeir gætu boðið þjóðinni. Formað-
ur þeirra kastaði fram slagorðinu um „hina leiðina“,
c-n hefur ekki til þessa getað sannfært neinn um, að
sú leið sé nokkuð nema nafnið. Þjóðin hefur komizt
að þeirri niðurstöðu, að framsóknarmenn mundu hafa
tekið þátt í flestu, sem núverandi ríkisstjórn hefur
taðhafzt, ef þeir aðeins fengju nauðsynleg völd í
leiðinni.
Síðasta tilraunin til að bjóða fram „aðra stefnu“
byggist á tali um „skipulagningu“. Framsóknarmenn
segja, að það skorti skipulagningu í framfarasókn
þjóðarinnar og verði að raða framkvæmdum, ákveða
hvað gera skuli fyrst og hvað skuli bíða. Þetta vilja
þeir gera án þess að taka upp höft á nýjan leik.
Þessi hugmynd er að sjálfsögðu ekki ný. Jafnaðar
menn hafa í áratugi bariz't fyrir áætlunargerð, sem er
hvað fjárfestingu snertir þetta sama, að ákveða. magn
og röð framkvæmda eftir getu þjóðarinnar.
I áratugi bar barátta jafnaðarmanna fyrir áætlun-
arbúskap ekki teljandi árangur hér á landi. Stund-
um gafst þó tækifæri til að taka upp áætlunargerð,
svo sem á árum vinstri stjórnarinnar. En það tæki-
færi var ekki notað. Stóð þó ekki á Alþýðuflokknum
eða Alþýðubandalaginu til þeirra hluta. Þá stóð ein-
göngu á Framsóknarflokknum, og honum tókst að
hindra, að sú ríkisstjórn gerði neitt í þessum efnum.
Þá töldu framsóknarmenn ekki ástæðu til þeirrar
skipulagningar á framkvæmdum, sem er orðin aðal-
stefna þeirra nú.
Það hefur fallið í hlut núverandi ríkisstjórnar að
stíga fyrstu skrefin á braut áætlunargerðar — og er
það ein af mörgum sósíalistískum aðgerðum hennar.
Aætlunargerð hefur verið tekin upp á mikilvægum
sviðum, svo sem fyrir vegagerð, og gefst þar vel. Meg
inbreytingin er sú, að framkvæmdum er nú raðað
nokkur ár fram í tímann og unnið skipulega. Þá hefur
ríkisstjórnin gert framkvæmdaáætlun fyrir allar ríkis
framkvæmdir, og þarmeð aukið til muna skipulag á
því sviði, raðað framkvæmdum. Þetta eru að vísu að-
eins fyrstu skrefin, en árangurinn er svo góður, að
erfitt virðist að hugsa sér, að ríkið haldi ekki áfram
áætlunargerð sem mikilvægu hagstjórnartæki. Þyrfti
nú að stíga næstu skrefin, gera framkvæmdaáætlanir
fyrir sveitarfélögin og síðan fyrir aðra aðila í efna-
hagslífinu.
Þegar allt þetta er athugað, kemur í ljós hversu
seinheppnir framsóknarmenn eru enn með hina ieið-
ina. Þeir tala um skipulagningu, sem þeir hindruðu
á dögum vinstrj stjórnarinnar, en núverandi ríkis-
stjórn hefur beitt í stórauknum mæli, án þess að grípa
til hafta á nýjan Íeik. Því er cðlilegt að spyrja: Vilja
framsóknarmenn ganga lengra og taka aftur upp
gömlu höftin af Skólavörðustígnum?
4 29. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
i
fullkomin sildardœla bœói til
að landa og dœla ur nót -
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR
HAUKUR LEÓSSON, AÐ RÁNARGÖTU 12,
SÍMI 12494 MILLI KL. 5—7, DAGLEGA.
krossgötum
★ FJALLAPÓLITÍK.
Esjan er líklega ‘pólitískast fjall
á íslandi. Við hverjar bæjarstjórnar- og alþingis-
kosningar er hún ofarlega á umræðulistanum,
gamla fjóshaugssamlíkingin er þá ævinlega tekin
til nýrrar útleggingar, eins og sígildur biblíutexti,
og dagblöðin birta forkostulegar myndir af þessu
öndvegisfjalli okkar Reykvíkinga. Ef að líkum
lætur, verða kosningaskrifin núna engin undan-
tekning í þessu cfni.
í raun og veru er ekki nema
gott eitt um þetta að segja. Það er þakkarverð til-
breyting frá því að horfa daglega á myndir af
forystumönnum stjórnmálaflokkanna og fram-
bjóðendum í blöðunum, þótt myndarlegir séu, að
tá stöku sinnum að sjá mynd af fallegu fjalli,
eins og t. d. Esjunni, sem ekki þarf að setja upp
neitt kosningabros til að líta vel út. Ég veit ekki
nema fleiri en við Reykvíkingar ættu að finna
sér eitthvert kosningafjall til að rífast um, þegar
málefnaskorturinn fer að segja til sfn, Keilir
kæmi til dæmis til greina á Suðurnesjum, Hekla
í Suðurlandskjördæmi o. s. frv. Annars hef ég
satt að segja ekki mikinn áhuga á fjallapólitík af
Framhald á 14. eíðu.
(