Alþýðublaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 11
29. marz 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ „Landsliðið" sigraði í lélegum pressuleik Á ANNAN í PÁSKUM léku úr- val landsliðsnefndar í handknatt- leik og lið, sem íþróttafréttamenn völdu, leikurinn var í heild slapp- ur og iliætt er við, að landsliðið verði að sýna meiri tilþrif í leikj- unum gegn Svíum 9. og 10. apríl ef sigur á að nást. Lið íþróttafréttamanna, sem Ibyggt var upp í kringum lið Hauka hafði betur í fyrri hálf- leik og um tíma var munurinn fjögur mörk pressuliðinu í vil. Eins marks munur var í leikhléi 14:13. í síðari hálfleik var landsliðið sterkara, en sýndi þó ekkert sér- stakt. Liðið jafnaði og komst í 16U4. Eftir það náði pressuliðið aldrei yfirtökunum, en munurinn var aldrei mikill, mest 3 til 4 mörk. Lokatölurnar voru 26:24. í landsliðinu skaraði enginn fram úr og liðið féll ekki nógu vel saman. Heldur meira líf var í pressuliðsmönnum, en þar vakti helzt athygli Þórður Sigurðsson. Dómari var Reynir Ólafsson og 'hefur oft gert betur. Skíöalandsmótið tókst meö ágætum ÍÞRÓTTASÍÐAN skýrði frá úr- slitum tvo fyrstu keppnisdaga Skíðalandsmótsins í blaðinu fyrir páska. Við munum nú ræða um úrslit annarra greina. Svigkeppnin var all söguleg, en |þar kom upp mikið deilumál. Kristinn Benediktsson, ísafirði, var dæmdur úr leik vegna deilu við ræsi. Var dómurinn staðfest- ur af yfirdómara mótsins, Her- manni Sigtryggssyni, Akureyri. Úrslit í svigi urðu þau, að ívar Sigmundsson, Akureyri varð ís- landsmeistari, hlaut tímann 119,7 sek. samanlagt. Annar varð Reyn- ir Brynjólfsson, Akureyri, 120,5 sek. og þriðji Magnús Ingólfsson, Akpreyri. Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, varð íslandsmeistari í svigi ikvenna, fékk tímann 110,5 sek. samanlagt. Önnur varð Sigríður Ardís Þórðardóttr, Siglufirði, Júlíusdóttir, Siglufirði, 117,0 sek. og þriðja Karólína Guðmunds- dóttir, Akureyri, 118,5 sek. Keppnin í flokkasvigi var geysi spennandi, en lauk með sigri ís- firðinga. í sveit þeirra voru Sam- úel Gústafsson, Árni Sigurðsson, Kristinn Benediktsson og Haf- steinn Sigurðsson. Sveit Siglfirð- inga var önnur, en Akureyringar þriðju. Siglfirðingar sigruðu í 4x10 km boðgöngu og var sigur þeirra ör- uggur. Tími Siglfirðinga var 2 klst. 32 mín. og 34 sek. ísfirðing- ar fengu tímann 2:39,30 klst. og Fljótamenn 2:42,04 klst. Bezta brautartíma fékk Kristján Guð- mundsson, ísafirði, 36 mín. og 51 sek. . Síðasta grein mótsins, 30 km ganga var háð á annan í páskum, en fresta varð keppni í henni á páskadag, vegna veðurs. Sigur- vegari varð Kristján Guðmunds- son, ísafirði, sem gekk vegalengd- ina á 2:05,17 klst. Annar varð Trausti Sveinsson, Fljótum, 2:07. 42 klst. og' þriðji Þórhallur Sveins son, Siglufirði, 2:10.317 klst. Sverrir Sveinsson, mótsistjóri, sleit mótinu að lokinni keppni í 30 km göngu, en áður höfðu verð- laun verið afhent, að kvöldi páska dags í öllum greinum nema 30 km göngu, en í þeirri grein strax að lokinni keppni í henni. Mótið fór mjög vel fram þrátt fyrir erfiðar aðstæður, en mest- an þátt í þeim átti hið rysjótta veðurfar. TOYOTA CORONA Glæsilegur og traustur einkabíll með írábæra ökuhæfileika. Innifalið í verði m.a. 74 HA. VÉL — SÓFASTÓLAR — ALTERNATOR GÓÐ MIÐSTÖÐ — TOYOTA RYÐVÖRN ÞYKK TEPPI — BAKKLJÓS — RÚÐU- SPRAUTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. Kristinn Benediktsson, Isafirði sigraði í stórsvigi, en var dæmdur úr leik í svigi. —-------------------------------------------------------------— Ágæt þátttaka í sund- móti Hafnarfjarðar Sundmelstaramót Hafnarfjarð-1 ar 1967 var haldið í Sundhöll Hafnarfjarðar sunnudaginn 5. marz. Til leiks voru skráðir 62 keppendur frá 5 félögum. Gunnar Kristjánsson setti þrjú Hafnarfjarðarmet í 200 m og 300 m skriðsundi og í 50 m flugsundi, synti á 2:33,5 mín., 3:43,4 mín. og 31,8 sek. Þá setti Kristín Sölvadóttir Hf. telpnamet í 100 m bringusundi, synti á 1:31.2 mín. Á móti þessu er keppt um af- reksbikara í karla- og kvenna- greinum, sem vélsmiðjan Klettur hf. gaf. Karlabikarinn vann Árni Þ. Kristjánsson fyrir 200 m br,- sund og kvennabikarinn vann Kristín Sölvadóttir fyrir 100 m bringusund. Á mótinu keppti sund fólk frá Reykjavík og Akranesi sem gestir. 400 m skriðsund karla: min. Gunnar Kristjánsson SH 5:04.7 Sveinn Jóhannsson SH 6:04.4 Einar Guðvarðarson SH 6:06.9 Gestir: Guðm. Þ. ILarðarson Æ 4:45 5 Eiríkur Baldursson Æ 5:21.2 Gísli Þorsteinsson Á 5:53.6 100 m baksund kvenna: mín. Kristín Sölvadóttir SH 1:30.5 Ingibjörg S. Ólafsd. SH 1:36.8 Lára Sverrisdóttir SH 1:38.2 Framliald á bls. 14. | Clay rotaði l Zora Folleyl Cassius Clay, öðru nafiii \, IMuhammed Ali rotaði Zora (; Folley í keppni um heims- 11 meistaratitilinn í þutigavigt j,' að'faranótt föstndagsms <; langa. Rothöggið kom í 7. J \ lotu, en keppnin fór fram í New York. (, Folley, sem er 34 árá gam- j í all, byr jaði keppnina nokkuð I; vel og hafði yfir í stigum -eft 1 ir tvær fyrstu loturnar. En j f síðan fór að halla á. ógæfu- ; hlið fyrir honum og yfir- -J, burðir Ciay komu æ betur j; í Ijós. Folley fór fyrst í góíf- j | ið í 4. lotu og tók talningu i , upp að fjórum. Síðan kom 11 rothöggið í 7. lotu eins og , fyrr segir. J;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.