Alþýðublaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 10
Bækur
Framhald af 7. síðu.
suma hluti.” En raunsæiseðli og
aðferð íslendingasagna mælir i
gegn slíkri túlkun þeirra út i
æsar sem Hermann virðist
stefna að um Hrafnkels sögu —
og lætur hana þó hvergi uppi til
fullnustu. Og um suma hluti
verður hann að haga frásögn
; i sinni eftir túlkunarviljanum. Svo
er t. d. þátt Freyfaxa sem í
i sögunni kemur fram af vísvituð-
;l um illvilja til að koma óhöppum
i af stað, en er ekki einungis til-
efní til að reyna manngildi sögu-
, hetjanna; þá forneskju leiðir
Hermann Pálsson hjá sér. Og of-
p metur hann ekki einnig þátt Ein-
í ars smalamanns sem hann telur
- sérstaklega hugfólginn höfundi,
■ í hvað þá þegar hann vill sjá ein-
,j hvers konar kristslíkingu í lýs-
ingu Einars? „Hjarðmennska
■’> hefur löngum þótt friðvænlegt
og góðvænlegt hlutverk,” segir
Hermann Pálsson, „hjarðsveinn
■ er lifandi ímynd sakleysis og
| umhyggju.” Hvað um aðra
j smalamenn í sögum, Glám og
| þá félaga? Einar Þorbjarnarson
; virðist þrátt fyrir allt ekki nema
ji tilefni sögunnar, fyrsta mann-
gildisraun Hrafnkels en víg Ey-
l vindar annað; það er eins lítið
; lagt í lýsingu Einars og kostur
f er. Hermann Pálsson telur
: Hrafnkels sögu bölsýnt verk af
f því að hinn „seki” höfðingi
hljóti uppreisn að lokum þrátt
;; fyrir víg tveggja „saklausra”
manna. Er það réttur skilningur,
— er ekki þrátt fyrir allt fólgin
„bjartsýni” í frama hans að- lok-
um? Þá er rétt skipan komin á í
þjóðféiagi sem í upphafi var
mótað af ranglæti — þó svo það
hafi kostað eitt eða tvö manns-
líf. Er ekki dómur Þjóstarssona
um vitsmuni Hrafnkels rétt á-
lyktun sögunnar hvað sem líður
siðgæðishugmyndum rannsókn-
ara hennar?
Um þessi mál má ræða og þarf
' við umræðu hinna lærðustu og
fróðustu manna; rit Hermanns
Pálssonar virðast mér einkum
þarfleg fyrir að stuðla að nýjum
umræðugrundvelli um sögurnar.
Undanfarin ár virðast ýms ný
. veður á lofti í rannsókn fornra
fræða íslenzkra, og ísköld þögn
andvígra fræðimanna um nýleg-
ar kenningar er lakara svar en
. ekkert. En hin fornu fræði varða
okkur sjálfra okkar vegna i dag;
þau eru ekki einungis heimild
, um forna menningu okkar heldur
lifandi þáttur þeirrar menningar
sem við búum sjálf við; því er
umræða, skilningur, áhugi á þeim
ekkert einkamál fræðimanna, þó
engin niðurstaða verði endan-
leg. — Ó. J.
Orka
Framhald af 7. síðu.
á að finna þær rásir, sem gló-
andi málmstraumar hafa borizt
um út í jarðskorpuna fyrir hundr
uðum milljóna ára síðan.
Um leið og borað er í iður
' jarðar, verður reynt að finna að-
ferð til að leiða jarðhitann upp
>■• á yfirborðið og þannig finna nýj-
an orkugjafa. Fjórða borholan
í verður gerð til að leita þeirrár
t aðferðar. í sambandi við þessar
H -
rannsóknir hefur verið nefnt, að
ísland notar jarðhitann til upp-
hitunar húsa.
Rússar hafa valið eldfjöll Kú-
rileyja fyrir fimmtu borholuna.
Það er álitið að jarðskorpan sé
þar sérstaklega þunn._En ekki
hefur verið látið uppi um til-
igang þeirrar borunar.
ÓÞEKKT JARÐLAG
Jarðskjálftafræðingar, jarð-
fræðingar,. jarðefnafræðingar og
stjörnufræðingar um allan heim
munu fylgjast af áhuga með þeim
upplýsingum, sem fást með þess-
um djúpborunum. Vísindin vita
ekki mikið um eiginlega upp-
byggingu jarðarinnar. Jarð-
skjálftabylgjur sýna timabil þeg-
ar efnin virðast skipta um eigin-
leika og þannig hefur verið hægt
að skipta jörðinni í ákveðin lög
frá yfirborðinu. Jarðskorpan er
10—90 km þykk. Ytra jarðlag
undir henni er 400 kílómetrar.
Innra jarðlagið er 2500 kílómetr
ar að þykkt, síðan er ytri kjarn-
inn, sem er 2200 kílómetrar.
Hinn fasti innri kjami er að þver
máli ca. 2600 km.
Ekki er víst, hvaða undirstöðu
jarðskorpan hvílir á. Mælingar
á jarðskjálftabylgjum hafa sýnt
að ytra lagið er annað hvort
krystallað eða fljótandi, þar sem
jarðskjálftabylgjurnar breytast
svo skyndilega, þegar þær hafa
náð neðst í jarðskorpuna. En
ekki er vitað, úr hverju jarðlag-
ið er, né hvað sé hægt að fá það-
an.
En það geta Rússar ef til vill
sagt um, þegar tilraunir þeirra
eru komnar vel á veg.
Toscanini
Frambald úr opnu.
skipti ekki máli, þannig hafði það
alltaf verið. Hann lifði fyrir tón-
listina og hún var hið eina, sem
hann hafði þekkingu á. Eins og
Sir Adrian Boult sagði: „Hann
hafði ekki áhuga á neinu öðru en
tónlist. Ég heyrði hann aldrei tala
um neitt annað. Hægt var að tala
við Bruno Walter um leikrit, sem
verið var að sýna eða nýútkomna
skáldsögu, en ekki við Toscanini.“
Já, allt annað var aukaatriði. Á
hljómleikum kom hann inn á svið
ið, gekk beina leið á stjórnpall-
inn, skeytti ekkert um áheyrend-
ur og ekki einu sinni hljómlistar-
mennina. Aðeins eitt komst að í
huga hans, tónlistin. Hann var
lágur maður vexti, en sýndist tröll
aukinn, er hann stjórnaði. Hann
stóð eilítið gleiður, hélt tónsprot-
anum með fjórum fingrum, litli
fingurinn krepptur. Vinstri hend-
inni þrýsti hann að hjartastað, ef
■hann vildi fá meiri tilfinningu eða
söng í leikinn. Hann var ekki tal-
inn neinn stjómsnillingur, tækni-
lega séð, þótt hann slægi taktinn
ljóst og skýrt. Þótt hann væri að-
sópsmestur meðal hinna miklu
hljómsveitarstjóra, stjórnaði hann
allt að því hreyfingarlaus. Líkami
hans bærðist varla og hann lyftii
höndum aldrei yflr höfuð sér,
jafnvel í mestu 'átökum verka.
Hann virtist vera persónugerving-
ur sjálfs hljóðsins og samrunninn
því.
Þegar hljómleikum var lokið,
hneigði hann sig stuttaralega fyrir
áheyrendum og gekk brott af svið-
jnu. Endrum og eins kom hann
fram og hneigði sig aftur. Fagnað
arlætin höfðu blátt áfram engin
áhrif á hann. Hið eina, sem skipti
máli var, hvort tónleikarnir höfðu
staðizt þær kröfur, sem hann setti
þeim sjálfur.
UANN var ekki maður einham-
" ur og öll venjuleg hlutföll
röskuðust fyrir hans sjónum. —
Tónlist og tónlist undir hvaða
kringumstæðum, sem var, vakti
sérstakar kenndir í brjósti hans.
Samuel Chotzinoff stóð eitt sinn
fyrir hljómleikum til styrktar
Tónlistarskólanum við Chatham-
torg. Hámark tónleikanna átti að
vera hljómsveitarleikur undir
stjórn Toscaninis. En hvílík hljóm-
sveit! Jascha Heifetz var konsert-
meistari og Emanuel Feuermann
lék á fyrsta selló. Fremstu fiðlu-
leikarar í nágrenninu voru leit-
aðir uppi til að leika. Chotzinoff
lýsir þessum atburði og talar um
Toscanini og barnahljómsveit
hans. Fyrirmyndina sótti hann til
hinnar nýstofnuðu unglingahljóm-
sveitar Leopolds Stokowskis.
Hljóðfæraleikararnir í hljóm-
6veit Toscaninis áttu að koma
fram í stuttbuxum og hvítum
blússum og Toscanini skyldi klæð-
ast síðum Prins Alberts frakka
og stór vasaklútur átti að gægjast
upp úr bakvasanum, um hálsinn
þrælstífaður „manndrápari.”
Leika átti vinsæl lög, svo sem
Tritseh-Tratsih Polka, Skautavals-
inn og Tónagrín Mozarts.
Þetta var nú gott og blessað,
svo langt sem það náði. Þátttak-
endur mættu glottandi á fyrstu
æfinguna og bjuggust við góðrj
skemmtun. Þeir hittu Toscanini
þar fyrir yggldan á brún, tilbúiíUj
til starfa. í hans augum var tón-
list tónlist, hvort sem um var að
ræða Götterdammerung eða
Tritsih-Tratsih. Nú hófst æfingin.
Hann orgaði á hljómsveitarmenn-
ina og þrælaði þeim út í þrjár
klukkustundir. Þeir stauluðust af
æfingunni algerlega útkeyrðir.
Var þetta þá öll skemmtunin? Við
lá að hætta yrði við allt saman.
Þegar tónleikarnir voru loks
haldnir, vöktu strengjaleikararn-
ir athygli fyrir ágæti sitt og urðú
öðrum fordæmi. Heifetz og félagi
ar hans komu, þrátt fyrir allt i
stuttbuxum á svið.
JOSCANINI stjórnaði alltaf eins
og um líf hans væri að tefla i
hverjum takti. Þegar bezt lét, var
hann alvarlegur, stökk ekki bros
og var spar á hrósyrðin. Ef illa
gekk missti hann algerlega stjórn
á sjálfum sér. Hirðuleysi eða
heimska ærðu hann gersamlega.
Samuel heitinn Antek, sem lék
undir hans stjórn, hefur gefið ó-
gleymanlega lýsingu á Toscanini í
kasti: „Það var eitthvert hræði-
Iegasta hljóð, sem fyrir eyru mín
hefur borið og virtist koma neð-
an úr iðrum hans. Hann tvíefld-
ist, glennti munninn upp á gátt,
andlitið varð stokkrautt eins og
hann væri að fá krampa. Þá
ruddi hann úr sér óstöðvandi
orðaflaumi rámri röddu,” Blóts-
yrði, bölbænir og svívirðingar d
þremur tungumálum streymdu af
vörum hans. Upptökumenn hjá
Victor festu á plötur helztu senn-
urnar, án þess að hann vissi af.
í sumum þeirra trylltist Toscan-
ini gersamlega og er þá engu við
að líkja en sjálfum Vesúvíusi
gjósandi. Þessar plötur gefa líka
noklcra hugmynd um fyrirskip-
anir hans, skýrleika og hve oft
hann lét endurtaka fáeina takta
— svo sem óbó stakkató — þang-
að til hann var ánægður.
Toscanini sætti sig ekki við
neitt hálfkák. Hann þoldi engin
undanbrögð. Saul Goodman, sem
lék á slagverk í NY Philharmon-
íuhljómsveitinni, segir, að krafa
Toscaninis um að heyra sérhverja
nótu og hverja nótu í réttum tón
hafi leitt til meiri kröfuhörku og
vandvirkni í hljómsveitarflutn-
ingi um allan heim. í velflestum
verkum eru staðir, sem hljóðfæra-
leikarar hafa alltaf skriplað yfir
annað hvort vegna þess, að það
hefur farið fram hjá hljómsveit-
arstjórum eða þeir hafa séð í
gegnum fingur sér við þá. Það
leið Toscanini engum. Hans menn
urðu að leika þær nótur, sem
voru skrifaðar. Þetta vakti reiði
hljóðfæraleikaranna, sem þurftu
að breyta fingrasetningu og
blæstri. En samt, það sem var áð-
ur talið óleikandi varð hjá Tos-
canini auðleikið.
Á síðasta hluta starfsferils síns
varð Toscanini fyrir harðri gagn-
rýni. Ný kynslóð gagnrýnenda
komst á legg og varð ráðandi og
þeir væntu meir af hljómsveitar-
stjóra heldur en Toscanini gat í
té látið. Val verka var og harð-
lega gagnrýnt og skilningur hans
á tónlist véfengdur. Mjög fá verk
samtímamanna voru á verkefna-
skrá hans, og þau, sem hann lék,
voru flest dægurflugur. Enginn
efaðist um hæfileika Toscaninis
til að ná út úr hljómsveit þeim
krafti, sem hún bjó yfir. En, —
spurðu sumir gagnrýnendur, —
hafði hann erindi sem erfiði?
Virgil Thomson, einn þeirra, sem
efaðist, sagði, að Toscanini byggi
yfir lítilli tónmennt, að túlkun
hans „vantaði tilfinnanlega per-
sónuleika,” og — það sem verst
af öllu var — „að hann hefði
lent á villigötum í listsköpun
sinni.”
Thomson sást alveg yfir það, að
á unga aldri hafði Toscanini háð
harða baráttu fyrir að tekin væri
til flutnings hin nýja tónlist
Wagners og Debussys. Hljómsveit
arstjórar geta samt sem áður fyllt
sinn sess í mannkynssögunni fyr-
ir margt annað en afskipti sín af
nýjum tónverkum. Sannleikurinn
er sá, að Toscanini, sem hafði
enga nemendur og fáa lærisveina,
— sá efnilegasti, Guido Cantelli,
fórst í flugslysi 36 ára að aldri —
hafði mest áhrif allra á hljóm-
sveitarstjóm síns tíma. Sem slík-
ur skipar hann sæti sitt með
prýði. Næstum sérhver hinna ungu
hljómsveitarstjóra reyndi að líkja
eftir Toscanini með því að nota
ekki nótur á hljómleikum (Tosca-
nini gerði það ekki vegna sjón-
dépru). Allir reyndu þeir að til-
einka sér hina ströngu ögun og
■sjálfstæði, aðhylltust trúnað hans
við textann og forðuðust allt, sem
átti skylt við rómantík. Heimur-
inn var fullur af litlum Toscanin-
um, sem allir strituðust við að
gera hið ómögulega. Úr því varð
oft fráleit bókstafstrú eða stefnu-
leysi, tónlist, þar sem tæknin bar
andann ofurliði.
Ekkert var ijanægara Toscanini.
Samt geröist þao. Nokarir hljóm-
sveitarstjórar lifðu það af, en
ekki margir. Til skamms tíma hafa
áhrif Toscaninis verið allsráð-
andi. Þau finnast gióggt enn hjá
núlifandi stjórnendum, svo sem
Herbert von Jvarajan og Lorin
Maazel, sem halda sér við hlut-
lægni og skýrieika Toscaninis.
CÍÐUSTU tónleikar gamla manns
J ins voru klökkir. Þeir voru
haldnir 4. apríl 1954. Viku fyrr, á
87. afmælisdegi sínum, hafði hann
sagt upp starfi sínu hjá N.B.C.
Meðan á útvarpssendingunni stóð
sveik minnið — þetta óbrigðula
minni — Toscanini í fyrsta sinn á
ævinni. Útvarpshlustendum brá
heldur í brún, er þeir heyrðu
hljómsveitina hægja á sér í Bacc-
hanale úr Tannháuser, allt fór í
handaskolum. Þá varð þögn og
öllum til skelfingar bárust tónar
fyrstu symfóníu Brahms á öldum
ljósvakans. Það, sem gerðist var,
að Toscanini hafði fatazt stjórnin
og síðan hætt að slá taktinn, stóð
bara og starði tómu augnaráði.
Frank Miller, fyrsti sellisti, reyndi
að koma honum á sporið. í út-
sendiklefa útvarpsins voru menn
á nálum. Guido Cantelli, sem þar
var staddur og var að hlusta, hélt
að Toseanini væri orðinn veikur
og setti plötu með Brahmssymfón-
íunni á fóninn. Innan hálfrar mín-
útu kom Toscanini til sjálfs sín
og Bacchanale hljómaði á ný í út-
varpinu. Þegar útsendinigunni var
lokið, gekk Toscanini til búnings-
herbergis síns og hvarf raunveru-
lega af sjónarsviðinu. Hann dó
þrem árum síðar.
Þessi ritgerð er úrdráttur
úr kafla um Toscanini í bók,
sem koma á út síðar á þessu
ári óg heitir „Miklir hljómsveit-
arstjórar" og er eftir Harold
Shonberg tónlistargagnrýnanda
The New York Times.
G. P. þýddi úr The Gramo-
phone.
í tilefni af því, að hundrað ár
eru liðin frá fæðingu Arturo
Toscaninis gefur RCA út 16 mono-
plötur með verkum undir hans
stjórn, 4 öskjur með 4 plötum
hver. Bæklingur um verkin ásamt
æviágripi fylgja hverri öskju. Þær
hafa að geyma symfóníur Beet-
hovens allar níu, Septettinn op.
20, forleikina Vígsla hússins,
Coriolan, Egmont og Promeþeus
og tvo kafla úr strengjakvartett
no. 16 op. 135, Brahmssymfóníurn-
ar allar fjórar og Haydntilbrigð-
in, Sorgar- og hátíðaforleikina,
ennfremur kafla úr óperum Wag-
ners.
SMURI BRAUÐ
SNITTUB j
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Síim 16012.
Au gEýsið í Alþýðublaðinu
10 29. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐI9