Alþýðublaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 9
sannfærðist Puceini um, a3 hér
var rétti maðurinn. „Ágætt, bráð-
snjallt!" í tvö ár héldu þeir vin-
fengi, en stormasöm var sú vin-
átta.
Um aldamótin hóf Toscanini að
stjórna symfónium, en óperuflutn-
ingur var þó höfuðviðfangsefni
lians. Hann réðst að Scala 1895 og
var dáður af mörgum, en gagn-
rýndur af ýmsum. Hann varð allt-
af að ráða, og það aflaði honum
margra óvina. Burtför hans þaðan
var einkennandi. Það var á loka-
sýningu veturinn 1902-3, að Gio-
vanni Zenatello var að syngja að-
altenórhlutverkið í Un Bailo in
Maschera (Grímudansleiknum) eft
ir Verdi. Áheyrendur kölluðu há-
stöfum að endurtaka aríu. Tosca-
nini neitaði, en áheyrendur gáfu
ekki hljóð. Toscanini gekk út og
kom ekki aftur í fjögur ár. Hvar
sem hann fór varð hans vilji að
ihafa sitt fram.
Árið 1908 tók hann við starfi í
Metropolitanóperunni, hj'á hinum
nýja forstjóra hennar Giulio Gatti
Casazza og var þar í sjö sýningar-
tímabil. Samstundis komust sög-
ur á kreik. í fyrstu sögðu blöðin,
að hann gæti stjórnað 60 óperum
án þess að hafa nótur, en þessi
tala hækkaði brátt upp í 150, síð-
ar 160. Sögur voru skrifaðar um
minni hans, og haft var eftir Wolf
Ferrari: „Það er undarlegt að
hugsa til þess, að hann kann óp-
eruna mína (Le Donne Curiose)
utan að, en ég ekki.“
Á þessum sjö missetrum hjá
Metropolitan stjórnaði Toscanini
29 óperum og andstætt því, sem
menn áttu að venjast hjá flest-
um ítölum, voru óperur Wa'gners
og franskar óperur í meirihluta.
Hann stjórnaði og ýmsum tónleik
um, þar á meðal frumflutningi 9.
symfóníu Beet'hovens í Bandaríkj-
unum hið fræga kvöld 1913 og
vakti alheimsathygli
Misklíðarefni það, er olli brott-
för hans frá Metropolitan er um
margt á huldu. Gatti-Casazza segir
ekki allt af Iétta í endurminn-
ingum sínum. Walter Toscanini
segir, að faðir sinn hafi verið ó-
ánægður með aðstöðu til æfinga
og smásálarskap stjórnar fyrir-
tækisins í peningamálum. í New
York Times er skrifað 30. sept.
1915, að Metropolitanóperan sé
reiðubúin til að gera allar þær til-
slakanir, sem með þurfi,“ en'bú-
ist jafnframt við, að hann semji
sig að þeim ráðstöfunum, sem
stjórnendurnir telji nauðsynleg-
ar — þótt hann kunni að vera
höfuðstarfskraftur stofnunarinn-
ar. — Musical America segir,
að Metropolitan hafi ekki sakn-
að hans, því að hæfni hans „vó
ekki upp á móti ókostum hans,
ofsalegum reiðiköstum og þeim
þráláta ávana að hella sér yfir ein
leikara, kórinn og hljóðfæraleik-
arana, meðan á æfingum stóð og
sat sig aldrei úr færi við að skatt-
yrðast við vesalings Galt(i-Cas-
azza.“ Afleiðingin varð sú, sagði
Musical American, „að í lok miss-
erisins voru flestir hljómsveitar-
mennirnir orðnir taugaveiklaðir
aumingjar.“
Þetta var dagsanna með Tosca-
nini og Casazza. Sendinefnd kom
eitt sinn frá hljómsveitinni til for-
stjórans og fór fram á það, að séð
væri um, að Toscanini hætti að
uppnefnak þá og svívirða. Gatti
hlustaði samúðarfullur um stund-
og sagði svo: „Þið ættuð að heyra,
hvað hann k'allar mig.“ Hver svo
sem ástæðan var, yfirgaf Tosca-
nini staðinn í einu af sinum vana-
legu æðisköstum og kom aldrei
aftur. Síðar reyndi fyrirtækið með
öllum ráðum að fá hann aftur.
En Toscanini var einn af þeim,
sem engu gleymdi og fyrirgaf ekk
ert. ,,Ég skal stjórna á rústum
Metropolitanóperunnar,“ urraði
hann.
J^JEÐAN á fyrri heimsstyrjöldinni
stóð var Toscanini á ítalíu og
stjórnaði tiltölulega sjaldan. Hann
réðist til Scala 1921 og kom fljótt
til árekstra milli hans og fasista-
stjórnarinnar. Árið 1925 hótaði
hann að segja upp, þegar honum
var sagt að l'áta leika Giovinezza,
fasistasönginn. Mussolini varð að
beygja sig fyrir vilja Toscaninis,
því að frumflutningur óperunnar
Turandot eftir Puccini, sem þá
var látinn, stóð fyrir dyrum og
Toscanini var þar ómissandi stjórn
andi. Það ár (1926) stjórnaði hann
líka New York Philharmóníu-
hljómsveitinni og næsta ár var
hann meðstjórnandi Mengelbergs.
Þegar Philharmóníuhljómsveitin
og New Yorkhljómsveitin rugluðu
saman reitum sínum 1928, var
Toscpnini ráðinn fastur stjórn-
andi. Þá hafði hann sagt skilið við
ættland sitt og fór alfarinn frá
Scala 1929. Hann var á móti naz-
istum og fasistum og lét þess eitt
sinn getið, að hann væri í verunni
lýðsinni, en í tónlistinni „aristo-
krat“. Hann neitaði að stjórna á
Ítalíu eftir 1931 og í Bayreuth eft-
ir 1933. Hann fór frá Salzburg,
þegar nazistar tóku völdin og sagði
meðal annars, að hann vildi ekk-
ert hafa saman að sælda við menn
eins og Furtwángler og aðra þá,
sem. unnu fyrir Hitler.
Um vorið 1936 fór hann frá NY
symfóníuhljómsveitinni. Stjórn-
andaferli hans virtist lokið, 68 ára
gamals. En 1937 sneri hann aftur
til Bandaríkjanna og tók við NBC
symfóníuhljómsveitinni, hópi
hljóðfæraleikara, sem hóað var
saman handa honum af Þjóðarút-
varpinu. Á þeim árum, sem eftir
fóru, jukust þjóðsögurnar um hann
um allan helming, svo að þær,
sem áður voru komnar á kreik
bliknuðu við. Gamli maðurinn var
eftirsóttur blaðamatur, þótt hann
hefði aldrei sótzt eftir umtali og
hylli og reyndar hunzað allt slíkt.
Hann virðist hafa verið einkar
hógvær, en auðvitað sér fullkom-
lega meðvitandi um verðleika
sína og hafði aðeins áhuga á því
að ná fullkomnun í tóníistinni.
Allt annað féll í skuggann og
Framhald á 10. síðu.
Eldhúsið, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni, stílfegurð
og vönduð vinna á öllu.
Skipuleggjum og
gerum yður fast
verðtilhoð.
Leitið upplýsinga.
I I •1! I1 H I ’laS
LAUOAVEGI 133 almi 11785
Miðstöðvarpípur
Pípur j-2—2 tommu SV og Galv. fyrirliggjandi.
Borgarinnar bezta verð.
BURSTAFELL byggingavöruverzluu
Réttarholtsvegi 3, sími 38840.
Japanskar
þorskanefas/öngur
fyrirliggjandi:
210/12 & 210/9 úr þríþættu garni,
einnig úr sexþættu garni
svo og „crystal net“,
sem sjást ver í sjónum en önnur net.
Jónsson & Júlíusson
Hamarshúsinu — vesturenda.
Sími 15430.
29. marz 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Q
SB