Alþýðublaðið - 29.03.1967, Blaðsíða 7
AÐ TALAIFÍGURU
Hermann Pálsson:
SIÐFRÆÐI
! HRAFNKELS SÖGU
Heimskringla, Reykja-
vík 1966. 136 bls.
Hlutverk fræðimanns er ekki
fólgið í því einu saman að kanna
gildi fornsagna fyrir nútíma-
menn og skýra þær fyrir sam-
tíð sinni, segir Hermann Páls-
son í bók sinni frá í haust um
Hrafnkels sögu, — „heldur hlýt-
ur hann ekki síður að beina
rannsóknum sínum að upphaf-
legu gildi þeirra og merkingu.
Starf fræðimannsins er oft fólg-
ið í leit að horfnum viðhorfum
og glötuðum verðmætum, og þar
sem beinar heimildir þrýtur
verður hann að feta sig áfram af
þeirri ratvísi sem þekking hans
á fornum bókmenntum og sam-
tíma þeirra getur lé® honum.”
Upphaflegt gildi og merking,
viðhorf og verðmæti: ætli flest-
ir þeir sem fást og hafa fengizt
við ritskýring íslendingasagna
mundu ekki fallast á þessi
stefnumörk iðju sinnar. Hinsta
réttlæting hennar hlýtur þó alla
daga að vera gildi sagnanna fyr-
ir samtíðina, fyrir okkur sem
lesum þær nú, hvort heldur
- menn kjósa að líta á sögurnar
sem sannar heimildir eða sagn-
fræðilegar skáldsögur um menn
og atburði í lOdu öld eða þá
einkanlega sem heimildir um ís-
lenzkt samfélag og menningu á
13du öldinni. Á þeirri línu er
Hermann Pálsson sem kunnugt
er; en hann telur sig hafa sann-
að í fyrra riti sínu um Hrafn-
kötlu að höfundur sögunnar sé
Brandur Jónsson ábóti, dáinn
1264, þýðandi Alexanders sögu.
Um þá kenning hans er leik-
maður ekki bær að dæma né
heldur hugmyndir Hermanns um
samtíðarefni í sögunni sem ó-
breyttum lesanda hans virðast að
vísu æði langsóttar þótt þær séu
framsettar með hugkvæmni og
lærdómsíþrótt; hins vegar er eft-
irsjá að því að enginn fræði-
VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA
Tökum að okkur alls konar
framkvœmdir
bœði í tíma- og ákvœðisvinnu
Mikil reynsla f sprengingum
LOFTORKA SF.
SIMAR: 214 50 & '30190
maður á andstæðri skoðun Her-
manni skuli hafa fjallað opinber-
lega um kenningar hans. Þögn
kollega sinna tekur Herm. Páls-
son sem samþykki þeirra, sbr.
bls. 123 í nýju bókinni: „Þar sem
engar mótbárur hafa komið fram
gegn þessari skoðun á eðli
Hrafnkels sögu, þykir mér ekki
ástæða til að ræða samtíðarefni
hennar hér að öðru leyti en þvi
sem kemur við túlkun mína á
siðfræðilegu inntaki hennar.”
Sigurður Nordal hnekkti sem
kunnugt er, með ritgerð sinni
um Hrafnkötlu fyrir meira en
aldarfjórðungi síðan, þeirri trú
fyrri manna að sagan væri í meg-
inatriðum sannleikanum sam-
kvæm og hefði gengið óbrengl-
uð að kalla í munni manna fram
til þess að hún var færð í letur;
hann taldi söguna skáldrit ein-
hvers tiltekins höfundar á 13du
öld, verk, sem mótað væri af
listrænum en ekki sagnfræðileg-
um tilgangi. Hermann Pálsson
gagnrýnir hins vegar hvat-
skeytslega hugmyndir Nordals
og annarra bókfestumanna um
heiðin lífsviðhorf sem móti sög-
urnar sem hann telur rómantísk-
ar leifar frá tímum sagnfestu-
kenningarinnar: „Slíkur skiln-
ingur á hegðun manna f forn-
sögum var afsakanlegur meðan
því var trúað að sögurnar væru
munnlegar arfsagnir upphaflega
og varðveittu því heiðnar hug-
myndir frá fornöld. Heiðin við-
liorf sagnapersónanna voru að
hyggju slikra fræðimanna þátt-
ur í arfsögninni. En þegar sýnt
hefur verið fram á, eins og Nor-
dal hefur sjálfur gert röksam-
lega í ritgerð sinni um Hrafn*
kels sögu, að hér er ekki um að
ræða lítt mengaðar arfsagnir
heldur skáldverk tiltekins höf-
undar, þá verður að skýra við-
horfin í sögunni út frá menntun
og verðmætum höfundarins
sjálfs.” Hvað sem líður hug-
myndum Hermanns Pálssonar um
liöfund Hrafnkels sögu og um
raunverulegar fyrirmyndir úr
jsamtíð höfundar sem hann
ha'gnýti í sögunni virðist þessi
athugun lians á réttum rökum
byggð. Og það fróðlegasta við
þessa nýju bók Hermanns er sú
tilraun sem þar er gerð til að
lesa Hrafnkels sögu með nýju
lagi, í ljósi þess sem verður vit-
að um mcnntun og menningu
13du aldar, með þá skoðun til
leiðsagnar að höfundar sagn-
anna hafi fyrst og fremst verið
mótaðir af kristinni og kirkju-
legri hámenningu samtíðar sinn-
ar. En ágreiningur hans við bók-
festumenn byggist vitaskuld á
ólíku mati þeirra á íslenzkrí
menningu á 13du öld, og ólíkuni
hugmyndum um tilgang sjálfra
sagnanna.
Hermann Pálsson telur sem
sagt að Hrafnkels saga sé skáld-
FRODLEIKUR
saga, samin á 13du öld af manni
sem mjög var mótaður af kristi-
legum lífsviðhorfum og mennt-
un sinni, alþjóðlegri kristinni
menningu samtímans; hann tel-
ur ennfremur að höfundurinn
hagnýti í verki sínu samtíðar-
efni; mannlýsingum og atburða
í miklu meiri mæli en talið hef-
ur verið, að vísu með sögulegu
yfirvarpi. Hann gagnrýnir ein-
blíni bókfestumanna á sann-
fræði sagnanna annars vegar
sem allt leggi upp úr því að
sýna fram á sagnfræðilegar
veilur þeirra, hins vegar dóma
um list þeirra út frá skáldskap-
arkenni-igum seinni tíma. Þessi
gagnrýni er eflaust markverð-
asti þátturinn í riti Hermanns
ásamt viðleitni hans að lesa sög-
una í ljósi kristinna verðmæta,
siðfræði miðalda; hann sýnir að
minu viti skarplega fram á
hvernig hugtök eins og sjálfs-
þekking, ofmetnaður, lítillæti, ó-
hóf ganga eins og lyklar að sög-
unni, einstökum mannlýsingum
og atburðarásinni í heild; þessi
viðhorf eru allténd fróðleg til
samanburðar við fyrri lykil-hug-
tök að sögunum eins og örlaga-
hyggju. hetjuhugsjón, heiðindóm
sagnanna. Augljóslega er ofmetn-
aðar-stefið meginatriði í allri
gerð Hrafnkels sögu; hana má
gagngert lesa sem uppmálun
þeirrar upphefðar og lægingar
sem af ofmetnaði stafar. En Her-
mann gengur lengra og vill einn-
ig sýna fram á einhvern siðferðis-
legan tilgang höfundar með sögu
sinni sem hann vikur að þrá-
sinnis, að vísu með óljósum orð-
um. „Höfundur sögunnar lýsir
ekki einungis samtímaatburðum
heldur hagar hann frásögninni
á þá lund að siðferðilegar veil-
ur manna komi sem skýrast í
ljós. Um list Hrafnkels sögu
hefur margt prýðilegt verið
sagt, en hefði höfundi hennar
auðnazt að smja slíkt snilldar-
verk, ef hann hefði ekki verið
hámenntaður klerkur sem beitti
kristilegri sálfræðikunnáttu
sinni í því skyni að skrifa þessa
dæmisögu um menn og mannleg
vandamál, sem voru honum svo
nákomin?”
Dæmisaga um menn og mann-
leg vandamál; það er nú svo.
Væri Hrafnkels saga slíkt snilld-
arverk sem hún er, væri hún
ekki dæmisaga? En þá er að
draga dæmin af sögunni, og það
virðist mér Hermanni yeitast
torveldlegar; veikasti þátturinn
í bók hans er tvímælalaust sá
sem fjallar um „táknmál” og þau
efnisatriði sem þar koma fram
auðskýrðari með einfaldara móti.
Það er að vfsu satt sem segir i
einkunnarorðúm Hermanns
Pálssonar úr Göngu-Hrólfs sögu
að sumir eru þeir spekingar sem
„mjög hafa í fígúru talað um
Framhald á 10. siðu.
Orka úr iðr-
um jarðar
HIN glóandi iður jarðar geta ef
til vill komið að notum sem orku
gjafi til ýmiss konar iðnaðar og
framleiðslu uppi á yfirborði
jarðarinnar. Rússar eru um þess-
ar mundir að gera tilraunir með
vhort slíkt sé mögulegt. Fyx-ir
norðan Kaspíahaf er nú verið að
djúpbora niður í hið heita, gló-
andi lag undir yfii-borði jarðar
og það hefur þegar verið borað
allt að sex kilómetra niður á
við. Áætlað er að bora 18 kíló-
metra. í Sovétríkjunum hefur
verið gerð áætlun Anti-Kosmos,
og samkvæmt henni á að bora
fimm holur í jörðina og eiga
þær að vera 18 þús. metra djúp-
ar. Aldrei hefur verið borað svo
djúpt í jörðu niður fyrr.
EINNIG BANDARÍKIN
Bandaríkjamenn hafa svipaðar
áætlanir á prjónunum, en á þeim
verður ekki byrjað fyrr en á
næsta ári. Þá á að bora í sjávar-
botninn úti fyrir Hawaii. Hafið
er þarna um 5 kílómetra djúpt,
og áætlað er að bora fimm kíló-
metra niður úr sjávarbotninum.
Álitið er, að yfirborð jarðskorp-
unnar sé þarna mjög þunnt, og
m.a. með tilliti til hinna miklu
eldsumbrota, sem þarna hafa átt
sér stað. Bandarískir vísinda-
menn vonast til að fá málma og
steinefni i liinu glóandi lagi und-
ir jarðskorpunni (það er 400
kílómetra þykkt og liggur unóir
jarðskorpunni, sem er tiltölu-
lega köld). Borunin mun standa i
þrjú ár, áður en borinn kemst i
gegn.
FIMM HOLUR
Nú þegar hafa Rússar haíiO
borun fyrir nox-ðan Kaspíahafið.
Þar fer borinn í gegnum ne.ðsta
olíulagið. Og vísindamennirnir
vonast til að fá um leið upplýs-
ingar um hinn ólífræna uppruna
olíunnar.
Önnur borholan verður í noi'ð-
urhluta Sovétríkjanna. Hún á a9
vera í gegnum granítlagið í und-
irstöðulagi meginlandsins og 4
þetta að gefa vísindamönnum
vitneskju um, hvei-nig jarðlög
meginlandanna hafa myndazt.
Þriðja holan á að vera við ræt-
ur Úx-alfjalla og í gegnum hana
Framhald á 10. síðu.
KVEÐJUORÐ:
Janus Guðmundsson
Verksfjórí
í GÆR var til moldar borinn
Janus Guðmundsson verkstjóri.
Hann lézt í Borgarsjúkrahúsinu
að kveldi 17. þessa mánaðar.
Janus fæddist 14. janúar 1915
að Fremri-Breiðdal í Önundai'fr.
Foreldrar hans voru hjónin Guð
mundur Guðmundsson og Jóhanna
Guðmundsdóttir. Hann fluttist
ungur með foreldx-um sínum að
Selabóli í Flateyrarhreppi og það
an flytja þau árið 1932 til Flat-
eyrár.
Á þessum árum vestra var ung
um mönnum fárra kosta völ um
atvinnu annarrar en til sjós og svo
var um Janus, hann hóf að starfa
á vélbátum skömmu eftir hann
fluttist til Flateyrar og var lengst
af vélstjóri. og eitthvað mun hann
hafa verið á togurum þar vestra.
Árið 1942 kvæntist Janus Jó-
hönnu Ásgeirsdóttur. Þeim hjón
um varð tveggja dætra auðið,\
Jensínu Sigurborgu, sem er við
nám í rakaraiðn, og Guðrúnu
Ágústu, sem stundar gagnfræða-
nám. Hjónaband þeirra var mjög
til fyrirmyndar og á heimili
þeirra var gott að koma, þar bai
allt vott um stórhug og myndar-
skap samhentra hjóna. Þau
Janus Guðmundsson
bjuggu á Flateyri til 1961, að JTai»
us gerist verkstjóri hjá ísver F
Súgandafirði. Þaðan fluttu þat*
1964 til Reykjavíkur. Eftir a$ íi>
Reykjavíkur kom vann Janus 4
meðan heilsan leyfði sem verk-
stjóri hjá Sjófangi hf. j
Góður starfskraftur mun JanuA
hafa verið, því fótítt er núf tik
dags að hitta menn, sem liann, 4
frídögum jafnt sem aðra daga, er
Framhald á 15. síðu.
29. marz 1967
AIÞÝÐUBLAÐIÐ J