Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Fréttir 17 mánaða sölubann á kleinubaksturinn sem fellt hefur verið úr gildi: Aðalheiður krefst hárra skaðabóta af yf irvöldum - Kolaportið hyggur einnig a málarekstur fáist ekki söluleyfi fyrir heimabakstur Aðalheiður Jónsdóttir, konan sem bakaði Stjömukleinur á heim- ili sínu og Hollustuvernd setti á sölubann á síðasta ári, hefur ákveðið að stefna heilbrigðiseftir- litsyflrvöldum fyrir dómstóla og krefjast nokkurra milljóna króna í skaða- og miskabætur. Þetta var ákveöið eftir að úrskurðarnefnd felldi ákvörðun Hollustuverndar úr gildi og heimilaði Aðalheiði með því að hefja heimabakstur á ný eft- ir 17 mánaða hlé. Lögmaður henn- ar er að undirbúa stefnuna. „Stefnan byggist fyrst og fremst á því að sölubannið af hálfu Heil- brigðiseftirlitsins og síðan Holl- ustuverndar hafi verið ólögmætt - það hafi ekki staðist lög. Þar með sé um að ræða bæði ólögmæta og saknæma háttsemi af þeirra hálfu," sagði Jón Sveinsson, lög: maður Aöalheiðar, í samtali við DV. „Aðalheiður varð af þessum sökum bæði fyrir flárhagslegu tjóni og verulegu óhagræði og kostnaði. Það var mikil vinna við málarekst- urinn. Síðan hefur hún einnig orðið fyrir verulegum miska með því að heilbrigðisyfirvöld og aðrir hafa haldið fram að hún hafi verið að stunda ólögmæta starfsemi sem síðan kom í ljós að var að fullu lög- mæt,“ sagði Jón. Forsvarsmenn Kolaportsins sendu Heilbrigðiseftirhti Reykja- víkur bréf í gær þar sem óskaö var eftir „skriflegum skýrum fyrir- mælum“ um það hvemig þeir eigi að haga svörum sínum til fólks sem biður um sölubás fyrir heima- bakstur. Til þessa hefur Kolaportið séð sig knúið til að neita slíkum aðilum um sölubása vegna fyrir- mæla Heilbrigöiseftirlitsins. „Ef svar eftirlitsins verður á þá leið aö þetta verði óbreytt, að viö verðum að krefja fólk um skriflegt leyfi Heilbrigðiseftirlitsins, verð- um við að vísa málinu áfram til Hollustuvemdar. Ef úrskurður þeirra verður á sömu leið verðum við að skjóta málinu áfram til úr- skurðarnefndarinnar á sama hátt og Aðalheiður. Síðan munum við biðja aðila um skjóta afgreiðslu. Við erum í miklum vanda sem stendur," sagði Jens Ingólfsson, framkvæmdastjóri Kolaportsins. „Ástæðan fyrir þessu er að lög- maður okkar telur okkur í raun vera að brjóta af okkur með því að neita fólki um að koma í Kolaport- ið með heimabakstur nema að hafa skriflegt leyfi,“ sagði Jens. -Ótt Stuttar fréttir Hnúfubakur í hrönnum Samkvæmt alþjóðlegum mæl- ingum Hafrannsóknastofnunar og fleiri er mikið um hnúfubak á íslandsmiðum um þessar mund- ir. Rikissjónvarpið greindi frá þessu. Hrossaráðstefna Þessa dagana fer fram í Reykja- vík fyrsta alþjóðlega ráðstefnan á fslandi um hrossarækt. NiðurskurðuráEir Hjúkrunarheimilið Eir í Reykjavík verður fyrir barðinu á niðurskurðarhnifitum í heil- brigðisráöuneytinu. Hætt hefur verið viö að opna þar 25 rými í haust. RÚV greindi fyrst frá þessu. ÞorsteinntiiÓman Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra fer í 3ja daga opin- bera heimsókn til Óman viö Persaflóa í lok mánaöarins, m.a. til að undirrita viðskiptasamn- inga, samkv. Mbl. Frítt smjörliki Jóhannes í Bónusi hefur ákveð- ið að gefa danska smjörlíkið sem hann ætlaði að henda. Um er að ræöa 4 þúsund stykki og hver viðskiptavinur fær eitt stykki í dag með sér heim. -bjb Nýi veggurinn ætti að sögn bæjarstjórans á Settjarnarnesi að standast betur tímans tönn. DV-mynd Brynjar Gauti Seltjamames: Voldugri og sterkari veggur hlaðinn „Það varð misskilningur á milli manna sem héldu að við værum að farga veggnum varanlega. Við mynd- uðum hann og mældum út þannig að þetta verður voldugri og sterkari veggur en sá sem var fyrir. Hann ætti því að standast betur tímans tönn,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi. Verið er að endurbyggja hlaðinn steinvegg sem landlegusjómenn hlóðu á Seltjamarnesi. Veggurinn var tekinn niður í sumar vegna hol- ræsaframkvæmda og olli þaö nokk- urri óánægju. „Við geymdum allt úr veggnum og emm að hlaða hann aftur. Meiningin er einnig að snyrta umhverfið í kring og setja upp bekki þannig að fólk geti notið þess að stoppa þarna," seg- irSigurgeir. -em Stuttar fréttir Góa kaupir Lindu Eigandi sælgætisverksmiðj- unnar Góu og kjúklingastaðanna Kentucky Fried hefur keypt súkkulaöiverksmiðjuna Lindu á Akureyri, samkv. frétt Stöðvar2. Færri í krabbameinsleit 17% færri konur komu í Teg- hálskrabbameinsleit í Reykjavík fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra, samkv. Mbl. Fréttamagasín hjá Sjón- varpinu? Samkv. upplýsingum Tímans mun útvarpsráð fjalla í dag um fyrirhugaöan fréttamagasínþátt á Rikissjónvarpinu í vetur sem Hrafh Gunnlaugsson á að hafa komið með hugmynd um fyrstur. Gönguferðaðjjúka Göngugarpurinn Stefán Jason- arson fer senn aö ljúka göngu sinni um landið. Hann kemur til Reykjavíkur 19. ágúst nk. Topplausarmeð Flugleiðum Flugleiðir munu fljúga með danskar fyrirsætur vestur um haf en nokkrar þeirra hafa birst topplausar í vikuritinu Se & Hor að undanfórnu, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. -bjb I Atvinnuleysi í júlí minna en spáð var - hefur þó aldrei mælst meira á sama árstíma Fjárlagavinnan: Skorið í veHerð- arþjónustu Atvinnuástand á landinu í heild hefur batnað meira milh mánaðanna júní og júlí en áður hefur þekkst. Atvinnuleysi mælist þó meira nú en nokkru sinni áður á sama árstíma eða um 3,2%. Sú tala jafngildir því að um 4405 manns hafi verið án at- vinnu í júlímánuði. Á fréttamannafundi þar sem yfirht um ástand atvinnumála var kynnt sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra þessar tölur gefa til- efni til nokkurrar bjartsýni. Sagði hún þær lægri en spá Þjóðhagsstofn- unnar hefði sagt fyrir um. í máh Jóhönnu kom jafnframt fram að at- vinnuleysi myndi líklega enn dragast saman í ágústmánuði, standa í stað í september en aukast svo aftur þeg- ar hði á haustið. Spá Þjóðhagsstofn- unnar fyrir næsta ár hljóðar upp á 5 til 6% atvinnuleysi að meðaltah. Samsvarandi tala fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs er 4,3%. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði ástæðu sam- dráttar atvinnuleysis nú einkum fel- ast í fjórum þáttum. Þeir væru venju- bundnar árstíðarsveiflur, sérstök framlög til atvinnuskapandi verk- efna, atvinnuátak Atvinnutrygg- ingasjóös og hagstæðari atvinnuþró- un en spár gerðu ráð fyrir vegna aukinna loðnu- og þorskveiða. Atvinnuástandið er lakast hjá ófag- lærðum verkakonum. Raunar eru hlutfallslega fleiri konur atvinnu- lausar en karlar, 4,6% á móti 2,1%. Athygli vekur einnig að bætt at- vinnuástand og hinar venjubundnu árstíðarsveiflur virðast koma körl- um mun betur en konum. Þannig hefur atvinnuleysi meðal karla dreg- ist nær þrefalt meira saman en at- vinnuleysi meðal kvenna á þessu ári. Ef miðað er við mars fækkar at- vinnulausum körlum um 52% en at- vinnulausum konum aðeins um 13% á sama tíma. Landshlutarnir fá einnig mismik- inn hluta batans í sinn hlut. Þannig hefur ástandið á höfuðborgarsvæð- inu lítið sem ekkert skánað frá því júní en samsvarandi tala fyrir landið aht er 12% í minnkun atvinnuleysis. Þetta má einnig glögglega sjá á því að hlutur höfuðborgarsvæðisins í heildarfjölda atvinnulausra hefur aukist úr 55% í maímánuöi í um 67% í júh. Frá því í júní hefur hlutfahs- lega dregið langmest úr atvinnuleysi á Suðumesjum eða um 51%. -DBE „Það verður að skera í velferðar- þjónustunni, hehbrigðiskerfi og skólum. Það er engin spurning," seg- ir Karl Steinar Guðnason, formaður fiárlaganefndar Alþingis. „Við höf- um ekki af neinum fiársjóðum að taka th að sefia í velferðarkerfið. Spumingin stendur heldur um hvað þarf að taka mikið að láni erlendis." Fjárlagavinna er nú komin á fullan skrið í öllum ráðuneytum og stað- festi Karl að ráðuneytismenn væm farnir að vinna út frá ákveðnum tölum. Hann varðist þó ahra frétta af einstökum niðurskurðarhug- myndum. „Það er ekkert nýtt í þessu en það er hægt að gera þetta allt miklu betur,“ sagði Karl. „Þetta er ekki spurning mn vilja heldur miklu frekar nauðsyn." Aðspurður sagði Karl krata ahtaf i hafa verið harða í baráttunni fyrir I niðurskurði til landbúnaðarmála. „Það eru engir aðrir að beijast fyrir > því að þar verði lagað til. Við emm ekki í neinum haturshug gagnvart landbúnaðinum. Við þurfum á hon- , um að halda. í landbúnaöarstefnunni þarf þó að felast einhver skynsemi. Hún er mjög fomeskjuleg í dag. Við þurfum aö horfa mót nýjum tíma. Við alþýðuflokksmenn fórum ná- kvæmlega eins langt í þessú og við l;omumst.“ * -DBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.