Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Page 3
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 3 Fréttir Næturfrost gerir usla á Suðurlandi: Kartöf lugras kolfallið og uppskeran döpur „Það er óvíst að menn þurfi að taka upp þar sem ástandið er verst,“ segir Sigurþjartur Pálsson, kartöfluþóndi á Skarði og formað- ur félags kartöfluþænda. „Það er allt kartöflugras kolfaflið hér á Suðurlandi og uppskeran verður ákaflega döpur.“ Sigurbjartur segir næturfrost að- faranótt miðvikudags og fimmtu- dagsnóttina hafa verið sunnlensk- um kartöflum grimmt og tjón bænda þar verulegt af þeim sökum. Hann hélt þó að ekki væri mikið frosið hjá bændum annars staðar á landinu. Þar hafi aftur á móti ríkt vetur í allt sumar. Ekki væri því von á mikifli uppskeru þaðan. „Það var sex stiga frost við jörðu aðfaranótt miðvikudagsins svo kartöflugrösin eyöilögðust og kart- öflurnar bæta ekki meira við sig. Við ætlum að láta þær liggja í jörðu út ágúst, eins og fyrirhugað var, en það er útséð um að uppskeran verður lítil og kartöflurnar smá- ar,” sagði Jens Gíslason bóndi á Jaðri í Þykkvabæ í samtafl við DV. „Maður vonar að það frjósi ekk- ert meira því þetta er orðið ber- skjaldað fyrir meira frosti og færi þá að skemmast. Þó þetta stækki ekki meira héðanaf þá hýðir þetta sig og verður auðveldara að taka það upp.” Jens sagði erfitt að meta tjónið en það færi eftir uppskeru hvers og eins og hvaða verð fengist fyrir kartöflurnar. Hátt verð myndi milda tjónið. í nágrenni Reykjavíkur hefur frostið einnig sagt tfl sín. „Það er aflt kolsvart að ofan þó aðeins hafi enn verið grænt undir grösunum," segir Karl Adolfsson sem ræktar kartöflur á skika Kartöflugarða Reykjavíkur í Skammadal. „Þetta er einsdæmi. Ég hef verið með garða þarna í ein tíu, fimmtán ár og þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Ekki á þessum tíma, aldrei fyrr en í septemberlok." Hjá verðurspárdeild Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að frosts hefði gætt allvíða undanfarn- ar nætur. Ellefta ágúst fór hiti nið- ur í 4,4 gráða frost í Borgarfirði. Nóttina áður var þaðan svipaða sögu að segja, hitinn fór 3,1 stig niður fyrir frostmark. Aðrir staðir, þar sem frosts hefur gætt undanf- arnar nætur, eru: Hjarðarland í Biskupstungum, allt niður í - 3,4 gráður; Hella, -3,1 gráða; Snæfells- skáfl, - 2 gráður; Staðarhóll í Að- aldal, - 1,4 gráður; Húnaflói, - 1 gráða og Grímsstaðir, -1 gráða. Þá eru ótaldar frostmælingar ýmissa veðurstöðva á hálendinu. Það var hald viðmælanda DV á veðurstof- unni að undanfarnar þrjár nætur hefðu verið fyrstu frostnæturnar nú þegar líður að hausti. -DBE/ingo Sigurþor á Hara, sem gerður er út frá Reykjavík, fékk þennan fallega þorsk i net. Hann lagði norðanvert við Hraunið, sem heitir, með hraunjaðrinum. Sagðist hann hafa verið að fá frá 800 kg og allt upp i 2 tonn í lögn sem væri sæmilegt fiskirí. Þorskurinn er allur stór og fallegur hjá Sigurþóri, ekki smáfisk að sjá. DV-mynd Sveinn Þjóðverji tekinn fyrir ölvunarakstur Þýskur ferðamaður var tekinn fyr- ir ölvun við akstur í gærmorgun á Seyðisfirði. Ferðamaðurinn var ekki búinn að aka lengi á íslenskri grund því hann var tekinn þegar hann ók niður landganginn á Norrænu sem kom tfl Seyðisfjarðar í gær. Að sögn Jóhanns Aðalsteinssonar, defldar- sfjóra tollgæslunnar á Seyðisfirði, hefur það nokkrum sinnum komið fyrir að ferðamenn með skipinu keyriölvaðiríland. -bm LiTlf Vinningstölur r------------- miövikudaqinn:11- ágúst 1993 a m VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 +bónus m 5 af 6 a 4 af 6 a38,6 fbónus FJÖLDI VINNINGA 1 (A Isl. 0) 26 1.100 3.652 UPPHÆÐ A HVERN VINNING 132.730.000 1.522.659 46.014 1.965 240 Aðaltölur: í>@4 @@.(39) BÓNUSTÖLUR (15)(g)(44) Heildatupphæð þessa viku: 138.487.003 áísi.: 5.757.003 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 6815 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Ehnitmiðaðra ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENNSLUGREINAR: - Windows gluggakerfi - Word ritvinnsla íyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla o.fl. Verð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði! * Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám íyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur íylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli Reykjavíkur BORGARTÚNI 28. I05 REYKJAUÍK. sítni 616699, fax 616696 *Skuldabréf í 20 mán. (19 aíborganir), vextir eru ekki innifaldir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.