Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
Útlönd
i>v
Baragóðarfréttir
íGleðitíðindum
Læknar boða skæða inflúensu 1 Evrópu með haustinu:
{ Sviss er verið aö koma á fót
nýju fréttatímariti sem verður að
því leyti frábrugðið öðrum slík-
um að þar verða aðeins góðar
fréttir og fallegar sögur. Blaðið á
að heita Gleðitíðindi og vonast
útgefendur til að þaö valdi
straumhvörfum í blaðamennsku
í Sviss.
Ritstjórinn segir aö lesendur
séu búnir aö fá nóg af niðurdrep-
andi fréttum. í fyrsta tölublaöinu
verður sagt frá góöum árangri í
viöskiptum, auðfundnum lækn-
ingajurtum og skemmtilegri tón-
list.
Versta f lensan
í aldarfjórðung
- bóluefni gegn nýju veirunni hefur enn ekki verið þróað
fff Laus staða
Kyndeyfðþjáði
Alleníbólinu
meðMiuFarrow
Blöð í New
York hafa ei
leikkonunni
Miu l-’arrow að
Woody Allen,
fyrrum sam-
býlisraaður
hennar, hafi
ekki gagnast
henni i bóiinu árum saman áður
en þau slitu samvistir. Haft er
eftir Miu að Allen hafi ekki sýnt
áhuga á kynlífi nema með ungum
stúlkum og því hafi hann tekið
saman við Soon Yi, fósturdóttur
hennar á táningsaldri.
Þessar upplýsingar koma fram
í bitru símtali sem Mia átti við
Allen og hann tók upp á segul-
band. Upptakan hefur nú komist
í hendur fjölmiðla og þykir hin
forvitnilegasta.
Rændí konu á
rauðu Ijósi
Ikigreglan í Cardiff í Wales leit-
ar nú manns sem rændi konu þar
sem hún beið í bíl sínura á rauðu
fiósi þar í borginni. Ræninginn
neyddi konuna til að aka með sér
út fyrir borgina og hafði hana í
gíslingu í sex klukkutíma. Tví-
vegis reyndi hann að hafa kyn-
mök viö konuna.
Staöa forstöðumanns Skólaskrifstofu Reykjavíkur-
borgar er laus til umsóknar. Ráöið verður í stöðuna
frá 1. október nk.
Umsóknir berist til skrifstofu borgarstjóra, Ráðhúsi
Reykjavíkur, fyrir 9. september nk,-
Borgarstjórinn í Reykjavík
Markús Örn Antonsson.
Almenningur i Bretlandi hefur fylgst náið með líðan Irmu litlu eins og raun-
ar fólk um víða veröld. Henni berast daglega fjöldi gjafa og eru menn
hættir að hafa tölu á öllum þeim dúkkum og böngsum sem hún hefur fengið.
Simamynd Reuter
Baðdótturina að
fremjasjálfsmorð
eftir fall á prófi
Móðir' í Hong Kong hefur opinber-
lega beðist afsökunar á að hafa hvatt
dóttur sina til að fremja sjálfsmorð
eftir að hún féll á prófi. Dóttirin, sem
er 19 ára gömul, fór að ráðum móður
sinar og tók inn stóran skammt af
lyfjum. Læknum tókst að bjarga lífi
hennar.
Móðirin, Chu Wai-ha að nafni,
sagði að sér hefði mislíkað stórlega
þegar dóttirin Irene féll naumlega á
prófinu, sem réð úrslitum um rétt
hennar til að halda áfram námi og
fara í háskóla.
„Ég viðurkenni að þetta er allt mér
aö kenna,“ sagði hún í opinberri yfir-
lýsingu. „Ég varð svo reið að ég sagði
henni að stökkva ofan af byggingu
Kínabankans."
Reuter
„Þetta er nýr stofn og veldur mun
skæðari flensu en gengið hefur á síð-
ari árum,“ segir Peter Palese, pró-
fessor við Mount Sinai sjúkrahúsið í
New York, um inílúensu af nýjum
stofni sem þegar hefur valdið dauða
fólks í Ástralíu og búist er við aö
berist til Evrópu með haustinu.
Nýi flensufaraldurinn var ræddur
á ráðstefnu veirufræðinga í Glasgow
nú í vikunni og bar mönnum saman
um að flensa þessi, sem kennd er við
Peking, sé sú skæðasta sem komið
hefur fram frá árinu 1968 eða í aldar-
fjórðung.
Peking-flensan var fyrst greind fyr-
ir tveimur árum. Veiran sem veldur
henni er skyld öðrum flensuveirum
af Asíustofni og er ekki útilokað að
mótefni gegn þeim dugi einnig gegn
þessari. Hins vegar hefur sérstakt
bóluefni gegn Peking-flensunni enn
ekki verið þróað.
Haft er. eftir prófessor Palese í
Lundúnablaðinu The Times að flens-
an breiðist nú ört út í Austurlöndum
og að ekki hði margir mánuðir áður
en hennar verði vart í Evrópu. Sem
fyrr er það gamalt fólk og börn sem
eru í mesti hættu.
Á ráðstefnunni í Glasgow sögðu
veirufræðingarnir að allar Mkur
væru á að faraldurinn reyndist
mannskæður þótt hann jafnaðist trú-
lega ekki á við verstu flensufaraldr-
ana á þessari öld.
Laust lyfsöluleyfi sem
forseti Islands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Kópavogi (Kópa-
vogs Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess,
í samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreif-
ingu, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi allan bún-
að apóteksins og innréttingar þess. Ennfremur kaupi
viðtakandi leyfishafi fasteign apóteksins, en hún er
kjallari og jarðhæð austurhluta byggingarinnar nr.
11, Hamraborg, þar sem apótekið er til húsa, og
meðfylgjandi sameign.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1.
janúar 1994.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja-
fræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu
fyrir 15. september nk.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
12. ágúst 1993.
Irma litla vöknuð til lífsins
- tugirbamafluttirfráSarajevoenfleirisærast
Irma Hadzimuratovic, litla stúlkan
frá Sarajevo sem flutt var á sjúkra-
hús í Bretlandi, er nú á góðum bata-
vegi. Hún vaknaði til meðvitundar
síðdegis í gær og læknar eru vongóð-
ir um að hún nái heilsu. Irma verður
þó enn aö vera í öndunarvél eftir
aðgerð sem gerð var á henni á mið-
vikudagskvöldið.
í gær lögðu læknar í Bretlandi og
Svíþjóð upp í leiðangra til Sarajevo
til að ná í særð böm. Bretar ætla að
taka að sér 20 börn og sænsk her-
flutningavél lenti í morgun í
Sarajevo til að ná í sjúk börn sem
flutt verða til lækninga í Svíþjóö. Þau
fá aðhlynningu á sjúkrahúsum í
Gautaborg, Uppsölum og Stokk-
hólmi.
Það er þó áhtamál hvort Evrópu-
þjóðir hafa undan að flytja hina slös-
uðu á brott því að í gær slösuðust í
það minnsta sex böm alvarlega í
Sarajevo þegar sprengju var skotið
að þeim. Reuter og TT
Sprakkmeð
loftslöngui
endaþarminum
Tveir unglingar í smábæ í Taí-
landi sprengdu 13 ára gamlan
vinnufélaga sinn á bensínstöð í
loft upp meö því að stinga loft-
slöngu í endaþarminn á honum
og hleypa iofti á.
Unglingarnir ætluðu að gera
félaga sínum grikk þegar hann
sofnaði í vinnunni. Við yfir-
heyrslur hjá lögreglunni sögðust
þeir oft hafa vakið félagann með
slöngunni en ekki áöur reynt aö
dæla lofti í hann.
Læknar sögðu að drengurinn
heföi látist vegna þess að hmyfli
hans sprungu. Drengirnir tveir
sæta morðákæm fyrir vítavert
gáleysi. Þeir eru fxmmtán ára
gamfir. Reuter
Sérfræðingar
Beita að risaeðl-
umíSahara
Tuttugu og
manna hópur vísindamanna heldur senn út W f 'V
mörkina þar sem leiöang-
ursmenn von-
ast til aö finna einstaka risaeðlu-
steingervinga.
,;Afríka er það meginland sem
minnst hefur verið kannað með
tilliti til þróunarsögu risaeðl-
anna,“ segir Paul Sereno stein-
gervingafræðingur.
Fyrir hundrað miiljónum ára
var Afrika á reki eins og eyja og
segir Sereno að áður óþekktar
tegundir af risaeðlum og plöntum
gætu varpað Ijósi á þróun lífsins.
Sereno stundar rannsóknir sín-
ar við háskólann í Chicago og
hann er þekktur fyrir að upp-
götva elstu risaeðlu heimsíns þar
sem nú er Argentina.
Nýsjálendingar
stefnaeinokuná
fröfflumívoða
Vísindamenn á Nýja-Sjálandi
fógnuðu í gær uppskeru á fyrstu
tveimur tröfflunum og gera sér
vonir um að þúsundir eigi eftir
að fylgja í kjölfarið. Sveppateg-
und þessi þykir mikið lostæti og
hafa Frakkar lengi einokað
markaðinn.
Það var sérstaklega þjálfaður
hundur sem fann tröfílumar,
hinar fyrstu sem tekist hefur að
rækta utan norðurhvels jarðar.
Frakkar nota svín til leitarinnar.
Nýsjálendingar hafa þegar haf-
íð undirbúning á markaössetn-
ingu framleiðslunnar.
Kínverjar ráð-
þrotayfirsjálfs-
morðum músa
Kínverskir sérfræöingar reyna
nú að finna skýringu á því hvers
vegna mörg hundraö þúsund
mýs frömdu sjálfsmorð í vestur-
hluta landsins. Mýs þessar ganga
undir nafninu „stóreygu djöfl-
arnir“.
Að sögn Xinhua fréttastofunnar
fundust um 300 þúsund músahræ
við stífluloku í á einni 1 Xinjiang-
héraði í júní og flökkuhjarðmenn
segja að slétturnar séu þaktar
hræjum.
„Mýsnar skriðu hægt og vora
sljóar að sjá áður en þær ffömdu
sjálfsmorð. í sumum tilvikum
drekktu stórir músahópar sér
jafnvel saman með því aö æða út
í ár og vötn,“ sagði fféttastofan.
Sumir vísindamenn telja aö
musadauðinn sé eðlilegur þáttur
í lífríkinu og enn aðrir trúa aö
hann boöi mjög harða jarð-
skjálfta.
Djöfladýrkendur
drukku blóðúr
heimilisköttum
Þrír menn hafa veriö ákærðir í
Pensacola í
Flórída í
tengslum við
hóp djöfladýrk-
enda sem lagði
stund á dýra-
fórnir, þar á
meöal trúarlegt
dráp á heimil-
isköttum. Þeir drakku síðan blóð
kattanna á eftir.
Að sögn lögreglunnar í Pensac-
ola er talið að mennirnir hafi
nýlega tekið þátt í aö aflifa átta
ketti á hinn hroöalegasta hátt.
Reuter