Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Page 11
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 11 Fréttir Sendiráð fluttu inn hrátt kjöt fyrr á árum: Sendiráðin virða bann við innf lutningi á hráu kjöti - segir Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri „Eg vann sem sendill í sendiráði í Reykjavík fyrir um 20 árum og þá þótti ekki stórhættulegt að koma með hráan kjötbita til landsins. Eitt af mínum störfum var að fara niður að höfn og ná í kassa sem voru fullir af hráu kjöti, eggjum, kjúklingum, nautakjöti og fleiru sem flutt var í frystigeymslum skipanna. Kassamir voru merktir og kippt út áöur en skipið lagðist að. Þar voru þeir til- búnir og ég fór niður og fékk hjálp við að bera þá upp. í sendiráðinu unnu um átta manns og í öðru störf- uðu um 70 manns. Þeir vildu ekki ala hðið á íslensku lambakjöti," segir Þorsteinn Kristjánsson, fyrrum starfsmaður í sendiráði einu í Reykjavík, í samtah við DV. Kjötið, sem fannst í farangri ráð- herrahjónanna, varð til þess að Þor- steini fannst tími til kominn að segja frá ástandi því sem ríkti hjá sendi- ráðunum í Reykjavík fyrir 20 árum. Kaupir kjöt frá Hagkaupi Haft var samband við nokkur sendiráð í Reykjavík til þess að fá úr því skorið hvort þau flyttu ennþá inn kjöt til neyslu fyrir starfsmenn sína en ekkert þeirra, sem haft var sámband við, kannaðist við það. „í breska sendiráðinu er ekkert kjöt flutt inn frá Bretlandi. Konan mín kaupir það kjöt sem við neytum í Hagkaupi. Þú hlýtur að hafa fengið rangar upplýsingar. Ég hef starfað hér í fjögur ár og ekkert þessu líkt hefur verið gert á þeim tíma,“ segir Alter Mehmet, ræðismaður Breta á íslandi. Starfsmaður á skipavaktinni kann- aðist ekki heldur við málið né heldur tollgæslustjóri. „Ég hef aldrei heyrt neitt um þetta og ef þú getur eitthvað upplýst þætti mér vænt um að heyra af því. Fyrir mörgum árum fluttu sendiráðin inn sitt kjöt en síðan gekkst utanríkisráðuneytið í að framfylgja banninu við innflutningi á hráu kjöti og mér vitanlega hefur það haldist," segir Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri. Bílstjóri í bandaríska sendiráðinu kannaðist ekki við að þurfa að ná í kjöt úr skipunum eins og Þorsteinn hafði lýst. „Það gerist ekkert svoleið- is í bandaríska sendiráðinu. Við höf- um einungis samgöngur við Kefla- víkurflugvöll. Það er ekkert flutt hingað í gámum. Tólf íslendingar og sextán Bandaríkjamenn vinna hjá sendiráðinu og hér er ekkert mötu- neyti. Sendiráðið leggur ekki einu sinni til kaffið," segir Þórir Jónsson, bílstjóri hjá bandaríska sendiráðinu. Þórir kannast aftur á móti við, .að innflutningur á kjöti hafi verið al- gengur fyrir um 20 árum þegar hann vannáBrúarfossi. -em Skagafjörðurinn kortlagður í sumar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Frá því í vor hefur dýptarmælinga- bátur Landhelgisgæslunnar verið á siglingu um Skagafjörð. Þar hefur báturinn siglt fram og aftur með 50-500 metra millibili fram og aftur og afraksturinn verður nýtt og ná- kvæmt kort af fjarðarbotninum fyrir sjófarendur. Fremur hljótt hefur ver- ið um þessa starfsemi Landhelgis- gæslunnar sem fram fer á bátnum Áhöfnin á dýptarmælingabátnum Baldri: Hilmar Helgason, Ásgrímur Ás- grímsson, Gísli Jónsson og Sveinn Bragason. DV-mynd gk Húsvlkingar óánægðir með Flugleiðir: Ekki hægt að breyta áætlunum í ferðaþjón- ustu á þennan hátt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þessar breytingar Flugleiða á áætlunarflugi hingað hafa komið sér mjög illa fyrir ferðaþjónustuna hér. Allar svona áætlanir fyrir næsta ár þurfa að hggja fyrir í ágústmánuði og það gengur auðvitað ekki að breyta áætlunum þegar ferðamanna- tíminn er hafinn," segir Páll Jónsson, einn af eigendum Hótel Húsavíkur. Flugleiðir ákváðu fyrr í sumar að fækka áætlunarferðum til Húsavík- ur úr 6 í 4 og Húsvíkingar og aðilar í ferðaþjónustu þar um slóðir eru vægast sagt óánægðir. Einar Njáls- son, bæjarstjóri á Húsavík, hefur t.d. líkt ákvörðun Flugleiða við skemmd- arverkaþjónustu gagnvart ferða- þjónustunni. „Menn tengja auðvitað áætlananet sitt á landi við flugáætlun sem fyrir hggur. Áætlun milh Húsavíkur og Mývatns hefur t.d. tengst áætlun Flugleiða til Húsavíkurflugvallar. En þegar komið er fram í júní og allir búnir að prenta sínar áætlanir er öllu kollsteypt, tvær áætlunarferðir í viku felldar niður og aðrar tvær teknar og þeim breytt. Þar með geta menn tekið sína áætlunarbæklinga sem hafa kostað einhverjar mihjónir að vinna og hent þeim. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er ekkert til sem heitir einkamál í þess- ari atvinnugrein, þetta tengist aht meira og minna,“ segir PáU. Samkeppni við offjárfestinguna Páll segir að sú ófíjárfesting, sem orðið hefur í ferðamannaþjón- ustunni í Reykjavík t.d. hvað varðar gistirými, hafi mikU áhrif á lands- byggðinni. „Þessari ofQárfestingu fylgja und- irboð og þaö gerir það að verkum að ferðamenn stoppa mun meira en áð- ur á suðvesturhorninu. Það er því ekki hægt að horfa á það sem eitt- hvert einkamál Reykvíkinga þótt þar séu menn búnir að offjárfesta í gisti- rými. Verðlækkunin og undirboðin eru þannig aö það er nánast hægt að komast að hvaða kjörum sem er í höfuðborginni. Þessi verðlækkun í Reykjavík, sem er staðreynd, þýðir einfaldlega miklu meiri samkeppni á landsbyggðinni, ekki innbyrðis þar heldur gagnvart höfuðborginni," segir Páll. '— Baldri en DV rakst um borð í bátinn í höfninni á Siglufirði á dögunum. „Megnið af þeim kortum sem notuð eru í dag eru frá mæhngum Dana við landið um síðustu aldamót og þar er að mestu um að ræða heildar- kort,“ sagði Hilmar Helgason, skip- stjóri á Baldri, en auk hans eru 3-4 menn í áhöfn Baldurs. Hilmar sagði að afraksturinn af mælingunum nú væri nákvæmt kort í mælikvarðan- um einn á móti hundrað þúsund með ahri ströndinni og af grunnslóð en slík kort hafi vantað mest. „Þetta er búið að vera mjög erfitt í sumar, veðrið hefur ekki verið okk- ur hliðhollt,“ sagði Hilmir en undan- farin ár hafa farið fram sams konar mælingar á Skjálfanda, Öxarfirði og svæðum við Grímsey. Tímann yfir veturinn notum við síðan til að vinna úr kortunum og erum þá einnig í afleysingum á varðskipum Gæslunn- ar,“ sagði Hhmar. STÓRÚTSALA TEPPI - MOTTUR - DLJKAR - FLÍSAR - PARKET Teppi úr rúllum: 15-35% Stór teppastykki: 25—50% afsl. Smá stykki og teppabútar: 40—70% afsi. Stök teppi og mottur: 20—50% afsi. Gólfflísar og veggflísar: 15—30% Gólfdúkar 20—30%afsi. Korkflísar 20% afsl. 0 EURði KREDIÞ Alltað 18mán. grciðslukjör. RADGREIDSLUR Boen parket 12—20% afsl. af 1. fl. parketi. Öll gólfefni og þjónusta á einum stað TEPPABUÐIN OPII) I RÁ Kl . 10-16 GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.