Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 13i ÁGÚST1993'
14'
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Finnst vaxtarbroddur?
Samband ungra sjálfstæöismanna heldur þing sitt um
þessa helgi. Ef marka má af þeim blaðaskrifum, sem
ungir sjálfstæðismenn hafa sjálfir staðið fyrir, snýst þetta
þing fyrst og fremst um kjör nýs formanns og eru þar
tveir ungir menn í kjöri sem báðir virðast eiga marga
og dygga stuðningsmenn.
Kosningar af þessu tagi eru fyrirferðarmiklar fyrir þá
sem í þessum samtökum eru en hafa hins vegar lítið
pólitískt vægi að öðru leyti ef ekkert annað kemur til.
Kosningaslagur er þó merki um líf í SUS og er það Sjáíf-
stæðisflokknum til framdráttar, enda er vöxtur og við-
gangur í ungliðahreyfmgunni nauðsynlegur öllum flokk-
um sem á annað borð ætla sér framtíð í sljómmálum.
Lífsmarkið hjá SUS er aftur á móti ekki dæmigert um
grósku í stjórnmálalífi ungu kynslóðarinnar. Hvorki
ungir sjálfstæðismenn né ungt fólk í öðrum flokkum
hefur mikið látið að sér kveða síðustu misserin. Sá mikh
stjómmálaáhugi, sem jafnan hefur sett mark sitt á nýjar
og upprennandi kynslóðir, hefur dofnað verulega. Að
minnsta kosti hvað flokksstarf varðar. Samtök unglið-
anna í flokkunum eru ákaflega geld og jafnvel í SUS, þar
sem menn geta státað af góðri mætingu á ársþingi, virð-
ist ekki mikið frumkvæði vera fyrir hendi í nýjum við-
horfum. Frambjóðendumir til formannsstöðunnar hafa
báðir tahð það sigurstranglegast fyrir sig að skrifa lofruh-
ur um ríkisstjómina og flokkinn. Og látið þar við sitja.
Nú er kannske ekki sanngjamt að gera tvo unga og
hæfa frambjóðendur í SUS að persónugervingum hug-
myndasnauðrar æsku, en til þeirra er vísað og átak-
anna, sem snúast um kjör þeirra, vegna þess að Sam-
band ungra sjálfstæðismanna er þó alténd vettvangur
ungs fólks sem nennir enn að hafa afskipti af stjómmála-
störfum. Og hvorki þar né annars staðar hafa sést nein
merki þess að unga fólkið vilji breyta flokkunum, endur-
skoða stefnu þeirra né heldur að hugsa póhtíkina upp á
nýtt.
Þó er það deginum ljósara að stjómmálaflokkamir
þurfa nýtt blóð og nýjan hugsunarhátt ef þeir eiga að
lifa stjómmálakreppuna af. Stöðnun flokkanna og flokka-
skipunarinnar blasir við. Þeir hafa lifað sjáha sig, em
komnir í þversögn við eigin hugsjónir og hafa jafnvel
misst sjónar á tilgangi sínum í þeirri nýju veröld sem
við lifum í. Thvistarkreppa stjómmálaflokkanna er mik-
h og flest bendir th að flokkakerfið henti einfaldlega ekki
lengur th að ná fram þeim markmiðum í þjóðlífinu sem
áhugi nútímafólks beinist að.
Þar með er ekki sagt að flokkar verði óþarfir né held-
ur að póhtískt starf ungs fólks komi ekki að notum. Þvert
á móti verður að binda mestar vonir við að æskan og
þá sérstaklega það unga fólk, sem hefur lifandi áhuga á
stjómmálum, hafi betri og næmari thfinningu fyrir þeim
straumhvörfum sem em að verða í póhtík. Þar á vaxtar-
broddurinn að vera, þar eiga hugmyndimar að spretta
og þar er gagnrýnin heiðarlegust. Unga fólkið verður að
vera í fararbroddi við að hreinsa th í þjóðfélaginu, stinga
á kýlunum og segja þreyttum valdamönnum th synd-
anna. Unga fólkið er líklegast th að beina nýjum áhersl-
um og nýjum viðhorfum í rétta farvegi og sækja fram
undir háleitum merkjum.
Þetta mun aht gerast í tímans rás, en spumingin er
sú hvort ungliðahreyfingamar í flokkunum taka nýsköp-
un stjómmálanna upp á sína arma eða verður það hlut-
skipti annarra? Ætla unghðasamtökin að gegna því hlut-
verki einu að hneigja sig fýrir kónginum eða ætia þau
að skera sjálf upp herör? Ehert B. Schram
„Ólafur Ragnar Grimsson og Páll Pétursson eru móðgaðir. Ingibjörg Sólrún vill ekki taka ábyrgð."
Fánýtt
bombufjas
Það fánýta og fáránlega fjas, sem
orðið hefur hér á landi undanfarna
daga út af því hvort sprengja ætti
í Bosníu eða ekki, er hjákátlegur
endurómur af sams konar fjarg-
viðri sem geisað hefur í öðrum
Natolöndum og sýnir í hnotskum
hvers vegna Evrópuríki hafa ekk-
ert aðhafst í málinu.
Á íslandi er stjórnarandstaðan
móðguð yfir því að hafa ekki verið
höfð með í ráðum og þegar á skal
reyna hrýs sumum hugur við
sjálfri tilhugsuninni um að bera
ábyrgð á valdbeitingu. Ólafur
Ragnar og Páll Pétursson eru
móðgaðir. Ingibjörg Sólrún vill
ekki taka ábyrgð. Þó er aðeins um
það að tefla að gera hótanir trú-
verðugar. Aldrei hefur staðið til í
alvöru að framfylgja þeim.
Þar sem öll aðildarríki Nato
verða að samþykkja að Nato grípi
til vopna utan síns hefðbundna
svæðis verður alger samstaða að
ríkja ef tillögur um að beita hernað-
armætti samtakanna eiga að hafa
einhverja þýðingu. Vegna þess að
alger samstaða er ekki og hefur
aldrei verið innan Nato hefur Nato
reynst gagnslaust í stríðunum á
Balkanskaga. Eftir á séð em menn
sammála um að ef hervaldi hefði
verið beitt strax í upphafi hefði
mátt kæfa Bosníustríðiö í fæðingu.
Póhtíkusar utanlands komu í veg
fyrir það þá. Hér á landi eru póhtík-
usar núna fyrst aö taka við sér.
Davíð Oddsson gerðist nefnilega
svo djarfur í Washington að sam-
þykkja að Bandaríkin hefðu for-
ystu í máhnu, án þess að tala við
Ólaf R., Pál P. og Ingibjörgu og út
af því er fjasið núna.
Samningsstaða
Nú geta menn andað léttar, það
stóð aldrei tíl að sprengja neitt á
vegum Nato og það verður ekki
gert. TUgangurinn með því að hóta
loftárásum á byssustæði Serba í
hálendinu umhverfis Sarajevo átti
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður
að vera að styrkja samningsstöðu
músUma í samningaviðræðunum í
Genf, eða svo var látið heita. Iset-
begobivic, leiðtogi músUma í Bos-
níu, hefði neitað að sækja samn-
ingafundi þar vegna þess að Serbar
vom endanlega að tryggja sér sigur
í stríðinu.
Með hótunum um loftárásir átti
að hughreysta hann nógu mikið tU
þess að hann féllist á að semja um
það sem í raun voru úrsUtakostir
Serba. Staðreyndin er sú að Bosníu
hefur þegar verið skipt, vandamál-
ið er að múslímar neita að sam-
þykkja að láta útrýma sjálfum sér.
Enginn hefur tekið mark á hótun-
um Nato hingað tU. Nú átti að gera
þær trúverðugar og hræðá Serba.
Hálfkák
Serbar eru óhræddir. Þeir vita
sem er að Nato er ekkert annað en
verkfæri aðildarríkjanna og því
yrði aldrei beitt í alvöra gegn þeim.
Því létu þeir í fyrstu undan síga
meðan mesta fjargviðrið gekk yfir,
á íslandi sem annars staðar, en síð-
an hafa þeir búið um sig á sínum
fjöllum á ný og neita Sameinuðu
þjóðunum um aðgang að þeim.
Mikið fjölmiðlafár út af væntan-
legum loftárásum hefur linað sam-
viskubit Vesturlandamanna, rétt
eins og nokkrar sprengjur tU eða
frá breyti nokkru. Herforingjar
Nato vita jafnvel og Serbar að slíkt
hálfkák er tilgangslaust.
Það eina sem hefðist upp úr loftá-
rásum núna, þegar endalokin blasa
við, er að egna Serba (og Króata)
til reiöi gegn starfshði Sameinuðu
þjóðanna og alþjóðlegra hjálpar-
stofnana á jörðu niðri í Bosníu og
gera starf þeirra óvinnandi með
öUu.
Úr því sem komiö er myndu loft-
árásir aðeins gera Ult verra. „Frið-
arviðræðumar“ í Genf eru samn-
ingar við uppgjöf múslíma undir
dulnefni. Orðagjálfur um loftárásir
Nato þeim tU stuðnings era aðferð
aðUdarþjóða tU að hughreysta
sjálfar sig og afneita þeirri stað-
reynd að úrslitin í Bosníu em ráðin
fyrir löngu. Gunnar Eyþórsson
„Hér á landi eru pólitíkusar núna fyrst
að taka við sér. Davíð Oddsson gerðist
nefnilega svo djarfur í Washington að
samþykkja að Bandaríkin hefðu for-
ystu 1 málinu án þess að tala við Ólaf
R., Pál P. og Ingibjörgu...“
Skoðaiúr annarra
Fullvinnsla sjávaraf urða
„Það hefur ekkert heyrst að nein áform séu um
að veita fjármunum í markaðsstarfsemi og frekari
fullvinnslu sjávarafurða, þótt verið sé að veita opin-
bera fé tíl atvinnuaukningar í viðhald bygginga,
vegagerð og fleira. Sannleikurinn er sá að afar hljótt
er um sjávarútveginn í þessum umræðum og mögu-
leika hans til að veita aukna atvinnu við fuUvinnslu
afurða, ekki í nokkra mánuði, eitt misseri eða eitt
ár, heldur tU frambúðar."
Úr forystugrein Tímans 11. ágúst.
Smáf iskur og smáf iskur
„Nú tala menn um smáfisk ef hann er 50 cm eöa
smærri en þegar ég byrjaði til sjós var talaö um að
smáfiskar væru 30 cm þannig að smáfiskurinn er
annað í dag en hann var áður fyrr. Mér hefur þótt
það skrýtið aUa tíð, allt síðan kvótinn kom, af hverju
við megum ekki veiða þorsk á svæðum þar sem
vænni fiskurinn heldur sig. Auðvitað þurfum við að
veiða smáfiskinn einnig því hann tortímist á upp-
vaxtarárunum."
Gísli Jón Hermannsson útgerðarm. i Fréttabréfi LÍÚ.
Vítahringur síbrota
„Hér á landi eru starfandi úrvals meðferðar-
stöövar sem standa framar samsvarandi stöðvum í
nágrannalöndunum. Þar hggur að baki mikU þekk-
ing og reynsla, ekki síst á meðferð áfengis- og vímu-
efnasjúklinga sem hafa komist í kast við lögin. í
endurskipulagningu fangelsismála er sjálfsagt að
nýta þá þekkingu og reynslu sem á meðferðarstöðv-
unum er að finna. Verkefni yfirvalda er ekki aðeins
að vemda borgarana fyrir afbrotamönnum. Það hlýt-
ur einnig að vera verkefni yfirvalda að rjúfa víta-
hring síbrota." Úr forystugrein Alþbl. 11. ágúst.