Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
31
DV
Fréttir
Feröaþjónustubóndi í Sléttuhlíð:
Sá þá framtíðarmögu-
leika sem hér voru
- hefur m.a. byggt upp 9 holna golfvöll og er meö margt fleira á döfinni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Á ýmsu mega menn eiga von þegar
þeir aka um Sléttuhlíð í Hofshreppi
í Skagafirði en varia því að sjá þar
golfvöll á einkajörð við þjóðveginn.
Það er þó ekki um að villast því að
á jörðinni Lónkoti, þar sem ferða-
þjónustubóndinn Jón Torfi Snæ-
björnsson hefur haslað sér völl, er 9
holna golfvöllur til staðar og eitt og
annað reyndar.
Þegar Jón Torfi og kona hans, Ólöf
Ólafsdóttir, keyptu jörðina Lónkot
áriö 1985 var fátt til prýði á þeim stað
nema nátttúrufegurð. Húsakostur á
jörðinni var í niðurníðslu, íbúðarhús
ekki íbúðarhæft og útihús í ekki
miklu betra ásigkomulagi.
„Ég ætlaði ekki að fara að binda
mig við hefðbundinn búskap og úti-
húsin innréttaði ég fyrst sem fiskhús,
enda stunda ég grásleppuveiðar þótt
það gefi lítið í aðra hönd,“ segir Jón
Torfi. „Ég sá hins vegar þá framtíðar-
möguleika að byggja hér upp ferða-
þjónustu og í það hafa allir kraftarnir
fariö hjá okkur hjónunum ásamt
dyggri aðstoð Ólafs sonar okkar.“
Og það er greinilegt að það hefur
veriö tekið til hendi í Lónkoti. Þar
eru nú uppábúin rúm fyrir 20 manns
í bændagistingu, svefnpokapláss fyr-
ir ijölda manns og einnig „sérdeild“
sem er hugsuð fyrir þá sem ferðast
á vegum félagsskaparins „farfugla".
Og aðbúnaðurinn er hverjum manni
sæmandi. Eitt og annað er í undir-
biiningi til viðbótar mjög huggulegri
aðstöðu sem þegar er risin, m.a. inn-
rétting veitingastaðar. Þá er hægt að
fá að renna fyrir silung, Jón Torfi
getur komið mönnum á sjó úr sinni
eigin höfn hafi þeir áhuga á slíku en
það er golfvöllurinn sem vekur einna
mesta athygli utanhúss.
„Það halda eflaust flestir bændur
hér um slóðir að ég sé kolvitlaus að
vera að standa í þessari golfvallar-
gerð en mig langaði einfaldlega að
koma þessari aðstöðu upp,“ segir Jón
Torfi. Hann hefur komið fyrir 9
holna velli á jörðinni sem er um
þriggja km langur og í vel grónu
landi. Fjölmennir golfklúbbar víðs
vegar um landið hafa átt í erfiðleik-
um með slíkt og hann segir að e.t.v.
sé hanm hæfilega „ruglaður", að
hafa farið út í þessa framkvæmd.
Það er alveg ljóst að víða hjá fá-
mennum golfklúbbum má sjá lélegri
holuflatir en í Lónkoti, enda segist
Jón Torfi hafa lagt áherslu á flatirn-
ar til þessa og að halda brautum í
góðu horfi. „Það eru ótal hlutir sem
hér er hægt að gera til að koma upp
fyrsta flokks golfvelli en það þýðir
ekkert að ætla sér að gera allt í einu,“
segir Jón Torfi og ræðir hugmyndir
um að koma fyrir tjörnum, sand-
gryfjum og fleiru skemmtilegu á vell-
inum sínum sem er hannaður af
Geir Svanssyni, fyrrum landsliðs-
manni í golfi.
Það þarf ekki að ræða lengi við Jón
Torfa til að finna að þar fer maður
sem er í ferðaþjónustu af lífi og sál.
Öll uppbygging á staðnum ber þess
vitni og viðmótið gagnvart gestum
einnig. „Ég reyni að gera vel við mína
gesti, gefa þeim góðan morgunmat og
svo elda ég meira ef svo ber undir,
enda hef ég réttindi til að kalla mig
„matargerðarmann" sagði Jón Torfi.
Hannes Berger á Fljótsheiðinni,
kappklæddur og dúðaður í norð-
an kuldanepjunni. DV-mynd gk
Vissi að hér væri
allraveðravon
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Hann var aleinn upp á Fljóts-
heiði milli Bárðardals og Reykja-
dals og var að klæða sig betur
þegar DV keyrði fram á hann.
Veðrið var vægast sagt kuldalegt,
norðan strekkingur og 4-5 stiga
hiti og gekk á með skúrum.
„Það var búið að segja mér að
veðrið gæti verið svona á íslandi
og ég vissi því að hér væri allra
veðra von,“ sagöi Hannes Berger
frá Porgen í Þýskalandi um leið
og hann setti á sig enn eina vettl-
ingana. „Ég kom með ferjunni til
Seyðisfjarðar fyrir viku og hef
síðan híólað um Egilsstaði og yfir
hálendið til Mývatns. Núna ligg-
ur leiðin til Akureyrar og þangað
eru um 60 km.
Ætlunin er að taka 6 vikur í að
hjóla um landiö. Ég ætla að fara
allan hringveginn og einmg að
taka nokkra útúrdúra svo ég
reikna með að hjóla alls ura 2
þúsund km hér á landi. Ég neita
því ekki að þetta er dálítíð ólikt
því að hjóla heima í Þýskalandi
en þar hef ég hjólað mikið og
einnig um lönd víðs vegar í Evr-
ópu. En vonandi batnar veðrið
og þá verður þetta miklu
skemmtilegra,“ sagði Hannes
Berger.
Meiming
íslensk sönglög
hjá Óperusmiðjunni
Tónleikar voru í húsnæði Félags íslenskra hljómlist-
armanna við Rauðagerði í gærkvöldi. Tónleikamir
voru haldnir á vegum Kammerklúbbs Óperusmiðj-
unnar. Sex einsöngvarar sungu einsöng við undirleik
Vilhelmínu Ólafsdóttur píanóleikara; söngkonurnar
Þórunn Guðmundsdóttir, Erla Gígja Garðarsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Linnet, Erna Guðmunds-
dóttir og barítonsöngvarinn Ragnar Davíðsson. Á efn-
isskránni voru íslensk sönglög og voru flutt lög eftir
Karl 0. Runólfsson, Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns,
Þórarin Guðmundsson, Áma Thorsteinsson, Fjölni
Stefánsson, Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjöms-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
son, Emil Thoroddsen, Jón Þórarinsson, Skúla Hall-
dórsson og Þórarin Jónsson.
íslensk sönglög frá fyrri hluta og miðbiki tuttugustu
aldar em að ýmsu leyti merkilegt fyrirbrigöi. Af ýms-
um ástæðum urðu þau það tónlistarform sem flest
helstu tónskáld þjóðarinnar kusu að leggja hvað mesta
áherslu á. Stíll og tónamál í þessum lögum á í öllum
meginatriðum rætur að rekja til nítjándu aldar. Það
er eins og tónskáldin íslensku hafi talið sér ókleift að
stökkva beint inn í tónaheim samtíma síns heldur tal-
ið nauðsynlegt að leggja grunninn að íslenskri tónlist
með sterkri tilvísun í foma hefð. Hvort sem þetta hef-
ur verið hugsun manna eða ómeðvitað þegjandi sam-
komulag er hitt víst aö þessi sönglög em ómetanlegur
bakhjarl síðari kynslóðum tónskálda og brúa bilið
milli tónlistarlegrar fátæktar fyrri alda og grósku
nútímans. Mikilsverðast um þessi sönglög er þó það
að mörg þeirra eru frábærlega falleg og góðar tónsmíð-
ar þótt oft séu þær í látlausu formi og hófsemdin upp-
máluð.
Öll lögin sem þarna vom flutt eru í hópi alkunnra
laga sem flestir íslendingar kunna meira og minna
utanað. Góð útbreiðsla laganna stafar ekki síst af þeim
áhuga sem íslenskir söngvarar hafa alltaf sýnt á að
syngja þau við ýmis tækifæri. Voru tónleikarnir í
gærkvöldi enn eitt dæmi þar um. Allir söngvarar
óperusmiðjunnar, sem komu fram í gærkvöldi, stóðu
sig vel og er ljóst að óperusmiðjan hefur úr nægum
góðum söngkröftum að moða. Hver hafði sínar veiku
og sterku hliðar og er það eitt af því sem gerir það
skemmtilegt að hlusta á svo marga söngvara á einum
tónleikum að þá kemur skýrast fram fjölbreytni söng-
listarinnar og fólki verður ljósast hve mikið sá þarf
að kunna sem telst hafa á öllu fullkomið vald. Meðal
laga sem komu sérlega vel út má nefna Smalavísu
Þórarins Jónssonar í flutningi Emu Guðmundsdóttur,
Úr Ljóðaljóðum eftir Pál ísólfsson í flutningi Jóhönnu
Linnet, Búðarvísur Emils Thoroddsen í flutningi
Ragnars Davíðssonar og Síðasta dansinn eftir Karl
0. Runólfsson í flutningi Þórannar Guðmundsdóttur.
Vilhelmína Ólafsdóttir lék undir hjá öllum söngvurun-
um og hafði mikiö á sinni könnu. Hún skilaði því hlut-
verki af mikilli prýði þótt nokkur laganna væru leikin
fullhægt. Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir var kynnir á
tónleikunum og gerði það vel. Hins vegar hefur það
ýmsa kosti að hafa frekar ljósritaða efnisskrá eða fjöl-
faldaða með einhverjum hætti og munu flestir kjósa
það fyrirkomulag frekar.
Hólmaborg SU-11, stærsta og burðarmesta loðnuskip íslands, á leið til
Eskifjarðar drekkhlaðin með um 1500 tonn af loðnu. Til vinstri er minnis-
merki um drukknaða sjómenn eftir Aage Nielsen-Edwin. DV-mynd Emil
EskiQöröur:
Mikið af loðnu
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Loðnuveiðamar ganga mjög vel og
á nýbyrjaðri vertíð er aflinn þegar
kominn vel á annað huhdrað þúsund
tonn af 700 þúsund tonna byrjunark-
vóta okkar íslendinga.
Á Eskifirði hefur loðnubræðslan
fekið á móti 21 þúsund tonnum.
Hólmaborgin kom með um 11 þúsund
tonn í júlí og Jón Kjartansson rúm-
lega 6 þúsund.
Þá hefur grænlenski loðnubátur-
inn Ammasat GR-1882 komið með um
4200 tonn til verksmiðjunnar. Hann
er fyrsti grænlenski loðnubáturinn
og veiðir úr kvóta Grænlendinga sem \
er 100 þúsund tonn. í áhöfn eru bæði \
íslendingar og Grænlendingar og \
skipstjóri er Eskfirðingurinn og
aflaklóin Valdimar Aðalsteinsson.