Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Qupperneq 24
32
FÖSTÚDÁGUR 13. ÁGÚST 1993
Sviösljós
Á fóstudag opnuðu 11 ungir
listamenn samsýningu í Nýlista-
safninu. Sýning þessi er mjög fjöl-
Nöfnurnar Guðný Björg Þorsteins-
dóttir og Guöný Eysteinsdóttir voru
á meðal gesta við opnunina.
Ásgeir Mikhael Emilsson sem
stendur á milli vina sinna, Gunn-
ars S. Harðarsonar og Guðjóns
Guðmundssonar, var stoltur af
móður sinni, Lind Völundardóttur,
sem á eitt verk á sýningunni.
DV-myndir HMR
breytt og verkin af ólíkum toga. Þar
er m.a. að finna ljósmyndaverk,
skúlptúra, málverk, textílverk og
innísetningu.
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru Finnur Amar, G.R.
Lúðvíksson, Jóhann Valdimarsson,
Jón Garðar Henrýsson, Katrín
Askja Guðmundsdóttir, Lilja Björk
Egilsdóttir, Lind Völundardóttir,
Magnús Sigurðsson, Sigurður Vil-
hjálmsson, Þórarinn Blöndal og
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
í setustofu Nýhstasafnsins er
einnig að finna sýningu á verkum
þýska myndlistarmannsins Raifs
Samens. Umfjöllunarefni hans er
sjónarhornið, þ.e. á milli myndar
og áhorfanda, blekking augans og
upplifun andartaksins í hringiðu
hversdagsins. Báðar sýningarnar
era opnar daglega frá kl. 14-18 og
þeim lýkur sunnudaginn 22. ágúst.
HMR
Listamaðurinn Sigurður Vilhjálms-
son er einn þeirra ellefu sem
standa að sýningunni í Nýlista-
safninu, hann stendur hér á milli
barna sinna, Sigfríðar og Sigurðar
Inga.
Fjölbreytt sýning
í Nýlistasafninu
C-vaktin sigursæla. Efri röð frá vinstri: Guðmundur H. Jónsson, Gunnlaug-
ur Kristinsson, Gisli Pálsson, Ólafur Guðmundsson, Jóhannes Ingimundar-
son og Þorsteinn Þ. Guðjónsson. Neðri röð frá vinstri: Guðjón L. Gunnars-
son, Runólfur Þórhallsson, Halldór Halldórsson og Birgir S. Jóhannsson.
DV-myndir Sveinn
Löggur í
fótbolta
Yfir sumartímann er fótboltinn
allsráðandi í íþróttum landsmanna.
Það er Getraunadeildin, Popparar
spila sína á milli og margir fleiri.
Meðal þeirra sem hafa verið að keppa
sín á milli eru deildir lögreglunnar í
Reykjavík og Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Úrshtin í þeirri keppni réðust fyrir
stuttu. Um fyrsta sætið spiluðu C-
vakt lögreglunnar og umferðardeild-
in. Eftir vepjulegan leiktíma var
staðan jöfn, þá var framlengt og
umferðardeildin skoraði mark en
C-vaktin jafnaði rétt fyrir leikslok.
Þá var ekki um annað að ræða en
vítaspymukeppni þar sem C-vaktin
sigraði með glæsibrag.
Fyrirliðinn, Gunnlaugur Kristinsson,
hampar hér sigurverðlaununum,
kampakátur, enda mikið búið að
hafa fyrir þeim.
Asbjörn Gíslason, formaður AIESEC, við franska kynningarborðið sem Stephanie setti upp.
Það hefur færst mjög í vöxt á und-
anförnum árum að íslenskir há-
skólastúdentar fari erlendis til að
vinna yfir sumartímann og í stað
þeirra komi erlendir stúdentar til að
vinna hér á landi.
Miðað er við að skiptast á nemum
í hlutfóllunum einn á móti einum.
Þ.e. fyrir hvem útlending sem við
tökum á móti hér fer einn íslenskur
nemi út í heim til að vinna og afla
sér starfsþjálfunar. Það má því segja
að ágóðinn af þessu starfi sé tvíþætt-
ur, annars vegar koma útlendingar
til íslands og kynnast landi og þjóð
en hins vegar fara íslendingar út og
afla sér þekkingar úti í heimi.
Fyrir stuttu var alþjóðleg veisla
haldin í Viðey. Þá komu saman er-
lendir nemar á vegum AIESEC (al-
þjóðleg samtök viðskipta- og hag-
fræðinema), IAESTE (alþjóðleg sam-
tök verkfræöi, raunvísinda- og
tæknifræðinema) og IFMSA (al-
þjóðasamtök læknanema).
Tilgangur þessarar veislu var að
kynna starfsemi félaganna og gefa
bæði erlendum og innlendum nem-
um kost á að kynna land sitt og þjóð.
Kynningarnar voru með ýmsu móti.
M.a. var boðið upp á dæmigerðar
veitingar fyrir þeirra land, dansar,
brandararo.rn.fi. HMR
Auður Einarsdóttir, skiptastjóri AIESEC, Gunnar Örn
Þorsteinsson, formaður IAESTE, og Helena Sveinsdótt-
ir, formaður stúdentaskiptanefndar félags læknanema.
Það var margt um manninn i Viðey þetta kvöld. A mynd-
inni má m. a. sjá Þórð Magnússon hjá Eimskipum,
Gunnar Rafn Birgisson hjá Útflutningsráði, Þórð Frið-
jónsson, Þjóðhagsstofnun, Sturla Þengilsson, Sjóvá-
Almennum og Reyni Tómas Geirsson, lækni á kvenna-
deild Landspítalans.
Meiming______________________
Fiðrildi og vefir
- Didda H. Leaman í Galleríi 11
í smáum sölum Gallerís 11 stendur nú yfir sýning á
um margt óvenjulegum myndverkum Diddu H. Lea-
man, öðru nafni Guðbjargar Hjartardóttur. Didda út-
skrifaðist úr fjöltæknideild M.H.Í. árið 1987 og sýndi
ári seinna í Hafnargalleríi olíumálverk sem höfðu í
senn blæ ævintýra og fíngerðan, persónulegan svip.
Síðan lá leið Guðbjargar til Lundúnaborgar þar sem
hún stundaði nám við Slade School of Fine Art um
tveggja ára bil.
Ævintýrablær
Ofangreind einkenni ævintýra og persónulegs hand-
verks eru enn til staðar í verkum Diddu. Þar er barns-
leg sköpunargleði 1 fyrirrúmi og listakonan virðist
ekkert vera á því að takmarka sig við einhveija eina
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
leið í útfærslu hugmynda. OMumálverkið er sem fyrr
sá tjáningarmiðill sem virðist standa henni hvað næst.
Fiðrildi í ýmsum litum eru þar áberandi viðfangsefni.
Gula fiðrildið (nr. 1) stendur þar að mínu mati upp
úr sakir velheppnaðrar teikningar sem vinnur jafnt
með Mtum (gagnstætt Rauða fiðrildinu nr. 4) og mynd-
byggingu (gagnstætt Hvíta fiðrildinu nr. 8). í öllum
fiðrildamyndunum er ævintýralegur blær teikningar-
innar þó það atriði sem sameinar þær og í þessum
ævintýrateiknistíl Mggur að mínu mati helsti vaxtar-
broddurinn í Mst Diddu.
Könguló, könguló
Þijár myndir unnar með blandaðri tækni bera heitið
„Yfirborð“. Einkenni á þeim öllum er net með þríhym-
ingslaga möskvum sem hólfar niður myndflötinn.
Mynd nr. 2 er að nokkru unnin með vatnsMt sem ég
Eitt af verkum listakonunnar Diddu H. Leaman.
gæti trúað að hentaði fíngerðum teiknistíl listakon-
unnar bétur en olían. Didda virðist því miður ekki
hafa lagt nægilega vel niður fyrir sér hvaða stefnu hún
eigi að taka í Mst sinni. Netmyndimar minna fremur
á köngulóarvef handa fiörildunum og sleikipinna-
randaflugunni (í mynd nr. 7) en að frumformin séu
að yfirtaka myndheim Mstakonunnar. Hið sama má
segja um þrívíðu útsaumsmyndimar í baksalnum. Þar
er frekari útlegging á köhgulóarvef handa ævintýra-
legu skordýrunum sem fyMa blómlegan myndheim
þessarar Mstakonu sem er komin heim í heiðardalinn
með erlend skrautfiðrildi. Ég mæM með því að Msta-
konan snúi sér að því að teikna og skrifa ævintýri tfi
að hinn ljúfi andblær fái notið sín til fufinustu í verk-
um hennar á kostnað efnistilrauna sem virðast ekki
leiða hana á neinar þær brautir sem henta henni bet-
ur en ævintýralandið aMt um kring. Hér er að fmna
grænjaxla sem gætu orðið sá köngulóarberjamór sem
efni standa tM ef Mstakonan takmarkar sig við að setja
hugmyndir á blað í stað þess að vatna þær út með
efnistilraunum. Sýning Diddu H. Leaman stendur tíl
19. ágúst.
HMR