Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 33 Tilkyimingar Félag fráskilinna Fundur í kvöld, fostudagskvöld, kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105. Ofurkraftar í Hveragerði Kraftakeppni verður haldin í Hveragerði sunnudaginn 15. ágúst. Keppnisgreinar verða: 1. Trukkadráttur, 2. 25 kg. steina- kast, 3. Drumbalyfta, 4. Axlalyfta, 5. Kraftasleggja og ýmsar fleiri þrautir. Aðalkeppendur verða: Hjalti Úrsus Áma- son, Guðni Siguijónsson og Unnar Garð- arsson. Allir geta tekið þátt í keppninni og þannig unnið til verðlauna. Keppnin hefst kl. 14.00 framan við Veitingastaðinn Kam bar og framhaldið verður í Tivolí- inu. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópa- vogi Félagsvist verður spiluð í félagsmiðstöð- inni Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi, í kvöld, fóstudagskvöld, kl. 20.00. Húsið öllum opið. Félag eldri borgara í Reykja- vík Göngu-Hrólfar leggja af stað frá Risinu, Hverfisgötu 105, alla laugardaga kl. 10.00. Dansleikur í Risrnu n.k. sunnudag kl. 20.00. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur fyr- ir dansi ásamt söngkonunni Móeiði Jún- íusdóttur. Farin verður dagsferð að Bás- um í Ölfusi laugardaginn 21. ágúst n.k. Pantanir á skrifstofu félagsins í s. 28812. íslenska esperanto- sambandið íslenska esperanto-sambandið (IEA) heldur 11. landsþing sitt 14. og 15. ágúst á Hótel Holiday Inn, Reykjavík. Meðal þátttakenda verða tveir meðlimir í Aka- demiu málsins sem hefur úrskurðarvald um málfarsleg ábtamál. Annar þeirra 81 prótsssor Christer Kiselman, félagi í sænsku vísindaakademimmi, en hinn er Baldur Ragnarsson sem er kunnur meðal esperantista m.a. vegna þýðinga sinna á íslenskum bókmenntum. Þingiö hefst kl. 13.00 á morgun, laugardag, en því verður fram haldjö kl. 13.00 á sunnudag. Risatjaldmarkaður á Selfossi Á morgim, laugardag, verður mikið um að vera í miðbæ Selfoss. Nokkur fyrir- tæki og einstaklingar, í samvinnu við ferðamálaráð Selfossbæjar, munu gang- ast fyrir risatjaldmarkaði á gamla kaup- félagsplaninu. Fólk á að geta gengið að þvi visu að geta gert góð og hagkvæm kaup. Fjölbreytnin verður mikil, m.a. verða á boðstólum matvörur, nýtt græn- meti, kartöflur, fatnaður, heimibsiðnað- ur, hljómplötur og fl. Að auki verða svo ýmsar uppákomur til skemmtunar sam- hliða sölustarfseminni. Vonast er til að þetta megi lífga mjög upp á miðbæjar- stemninguna á Selfossi. Takist þessi til- raun vel, er meiningin að gera þetta að árlegum viðburði og hafa þá jafnvel meira mnleikis í skemmtun og afþrey- ingu samhbða markaðnum. Markaður- inn verður opinn frá kl. 10.00-18.00. Leiksvið fáránleikans Á morgun, laugardag, heldur Leiksvið fáránleikans tónleika í Tunglinu við Lækjartorg. Þetta verður í síðasta sinn, að sinni, sem sveitin kemur fram. Hljóm- sveitin hefur tekið miklum breytingum gegnum tíðina, bæði í Uðsskipan og mús- íkstefnum. í dag skipa hljómsveitina þeir Alfreð Alfreðsson, Hreiðar Hreiðarsson, Harry Óskarsson, Sigurbjöm Úlfarsson, Ágúst Karlsson og Toffi. Einnig munu hljómsveitimar Maus, Bróðir minn Brút- us, Sultur, Yucatan og Curver koma fram. Opið lengur í Kringlunni Á morgim, laugardag, tekur gildi vetrar- afgreiðslutími í Kringlunni. Þá lengist aftur afgreiðslutíminn á laugardögum og em verslanir opnar til kl. 16.00. Kaffihús- ið og skyndibitastaðimir em opnir nokk- uð lengur en Hard Rock Café er opið alla daga vikunnar til kl. 23.30. Verslanir í Kringlunni em nú opnar mánudaga tíl fimmtudaga frá kl. 10.00-18.30, föstudaga frá kl. 10.00-19.00 og laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Safnaðarstarf Laugarneskirkja: Mömmumorgunn kl. 10.00-12.00. Tapað fundið Tveir hringir töpuðust Tveir gullhringir töpuðust í Versluninni Nesjum á Höfn í Homafirði miövikudag- inn 21. júU sl. Finnandi vinsamlegast hringi í s. 96-26792. Syiiingar Sigurlaugur sýnir í Hafnar- borg Sigurlaugur EUasson opnaði sýningu á akrýlmálverkum og tréristum í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, sl. laugardag. í Sverrissal em sýnd verk úr safni Hafnarborgar. Sýning- arsalir era opnir aUa daga frá kl. 12-18, utan þriðjudaga. Sýning Sigurlaugs stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Árni Rúnar sýnir í Portinu í Portinu stendur nú yfir sýning á verk- um Áma Rúnars Sverrissonar þar sem hann sýnir málverk unnin á sl. þremur árum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 15. ágúst. Sýningasalir Portsins em opnir aUa daga nema þriðjudaga frá kl. 14.00- 18.00. Hanna Jórunn með sýningu MyndUstarkonan Hanna Jómnn Sturlu- dóttir opnaði i gær, fimmtudag, sýningu á teikningum sínum í Hreiðrinu í Borgar- nesi sem er nýtt veitinga- og kafíihús. Sýningin mim standa næstu 10 daga. Ný og öflug öryggisþjónusta Vökúm er ný öryggisþjónusta sem sér- hæfir sig í eigna- og öryggisvörslu fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimiU, þ.e. mannaðri gæslu en þá er átt við nætur- og helgidagavörslu. Einnig getur veriö um tímabundin verkefni að ræða, t.d. á sýningum, í verslunum og á sérstökum annatímum og fl. Tombóla Þessar ungu stúlkur, sem heita Hjördís Ósk Harðardóttir, Heiðrún Harðardóttir og Karen Mörk Úlfarsdóttir, héldu nýlega tombólu. Þær söfnuðu aUs 1515 kr. sem þær færðu hjálparsjóði RKÍ. 3Z>V Veiðivon Uffe Ellemann utanrikisráðherra og Gunnar Sólnes á bökkum Laxár í Aðaldal fyrir fáum dögum. Laxá hafði gefið 1422 laxa í gærkveldi. DV-mynd Orri NnrrYnrá í R0^(70rfív-N 'JI -J Uí LA L UGi gCU 111 KJÍ. Með örugga forystu ennþá Orri Vigfússon og Anthon Sigstad, formaður sjómanna i Grænlandi, stuttu eftir undirritun á kaupum á laxakvóta Grænlendinga. DV-mynd FERR skömmu. DV-mynd ÞH Það sem þarf núna er regn og það í miklum mæli til að fá súrefni í árnar. Sumar veiðiárnar eru orðn- ar vatnslitlar og fiskurinn kemur ekki í nógum mæli. „Norðurá hefur gefið á milli 1720 og 1730 laxa núna en vatnið hefur minnkað verulega í ánni síðustu vikumar. Laxinn er ljónstyggur þessa dagana í ánni, það þarf regn,“ sagði Halldór Nikulásson, veiði- vörður í Norðurá í gærkveldi. En Norðurá er efsta veiðiáin eins og er, næst kemur Laxá í Aðaldal með 1422 laxa og svo kemur Þverá í Borgarfirði með 1200 laxa. Laxá á Ásum með sínar tvær stangir er með 1100 laxa sem ætti auðvitað að ýta henni í efsta sætið miðað við stangafjölda. „Það er nýr fiskur að koma enn- þá, í dag veiddist lax í Kálíhylsbrot- inu, á Eyrinni og á milli fossa,“ sagði Halldór ennfremur. Veiddi 21 lax á hálfum degi „Korpa hefur gefið 277 laxa og hann er 12 pund sá stærsti, það er mikið af fiski víða um ána,“ sagði Rafn Eyfells sem var að koma úr Korpu með 21 lax éftir hálfan dag- inn. Með honum á stöng var Erling Guðmundsson. „Við fengum flesta laxana á flug- ur eins og Collie Dog, Franses rauða og Labbarador. Laxarnir voru frá 3 upp í 8 pund. Hvanna- dalsá í ísafjarðardjúpi hefur gefið á miUi 30 og 40 laxa á þessari stundu," sagði Rafn ennfremur. Flekkudalsáin hefur gefið 206 „Veiðin hefur gengið ágætlega hjá okkur, við fengum 4 laxa hollið í tvo daga, Flekkudalsáin er skemmtileg og það eru margir góð- ir flugustaðir í henni,“ sagði Guð- mundur H. Garðarsson en hann var að koma úr Flekkudalsá á Fellsströnd. „Ég reyndi fluguna um alla á en það er maðkurinn sem hefur samt gefið megnið af laxinum. Það eru komnir 206 laxar úr ánni. Það var mikið af mávi niður í ósi,“ sagði Guðmundur í lokin. Veiddu16punda í Skoruvíkurá í næsta nágrenni við Flekkudalsá á Fellsströnd er Skoruvíkurá. Þar var Guðmundur Örn Ingólfsson á veiðislóðum fyrir fáum dögum og veiddi 16 punda fisk. Líka veiddist eitthvað af bleikju á sama tíma. -G. Bender Allt í veiðiferðina * NÝJUNGAR í BEITU SEM REYNAST VEL LAUGAVEGI 178, SIMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.