Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Qupperneq 26
l\\\\\\\
34
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
Afmæli
Guðbjört Ingólfsdóttir
Guðbjört Ingólfsdóttir, Brekku-
stíg 4, Njarðvík, er fertug í dag.
Starfsferill
Guðbjört er fædd og uppalin á
Akranesi. Hún varð gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskóla Akraness 1970
og lauk skrifstofutækninámi 1990.
Einnig hefur hún sótt ýmis nám-
skeið í félags- og mannúðarmálum.
Hún hefur starfað sem uppeldisfull-
trúi í Grunnskóla Njarðvíkur en er
nú í sumarafleysingum starfandi
félagsmálastjóri hjá Njarðvíkurbæ.
Meðal félagsstarfa Guðbjartar má
nefna að hún var í hópi stofnenda
málfreyjudeildarinnar Aspar á
Akranesi, var forseti málfreyju-
deildarinnar Vörðunnar í Keflavík
en gegndi jafnframt fleiri embætt-
um þar, stofnaðili og fyrsti formað-
ur Lionessuklúbbs Njarðvíkur, í
stjóm foreldra- og kennarafélags
Grunnskóla Njarðvíkur, fuiltrúi fé-
lagasamtaka í Keflavik og Njarðvík
í átakinu Vörn fyrir börn og hefur
verið fulltrúi í félagsmálaráði
Njarðvíkur frá 1985.
Fjölskylda
Guðbjört giftist 1.7.1978 Kristjáni
Magnússyni, f. 18.3.1946, fram-
kvæmdastjóra V.K.M. hf. Foreldrar
hans voru Magnús H. Krlstjánsson,
f. 12.6.1916, d. 1.10.1968, skrifstofu-
maður í Kópavogi, og Bergþóra Þor-
bergsdóttir, f. 7.2.1924, d. 28.8.1989,
húsmóðir.
Börn Guðbjartar og Kristjáns eru
Bergþóra Halla, f. 29.10.1980, og
Soffia, f. 28.4.1982.
Börn Guðbjartar og fósturbörn
Kristjáns em Ingólfur N. Árnason,
f. 23.2.1971, framleiðslustjóri hjá
Hans Petersen, búsettur í Reykja-
vík; og Einara Lilja Árnadóttir, f.
8.8.1974, nemi á Hágreiðslustofu
Kristu í Kringlunni, og er unnusti
hennar Magnús F. Ragnarsson, f.
5.2.1974, nemi í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, búsett í Njarðvík.
Börn Kristjáns og fósturbörn Guð-
bjartar eru Magnús, f. 29.4.1971,
starfsmaður hjá V.K.M. í Njarðvík
og ljósameistari hjá hljómsveitinni
Stjórninni, búsettur í Njarðvík; og
Berglind, f. 26.3.1973, húsmóðir í
Flagbjarnarholti í Holtahreppi, gift
Jóhanni K. Amarssyni búfræðingi.
Systkini Guðbjartar eru Helgi, f.
22.9.1935, matsveinn á togaranum
Ögra, býr með Elsu L. Sigurðardótt-
ur húsmóður, búsettur í Reykjavík
og á hann þrjú börn og þrjú barna-
böm; Magnús, f. 11.1.1937, mat-
sveinn á Bændaskólanum á Hvann-
eyri, kvæntur Kristínu Halldórs-
dóttur verslunarmanni, búsett í
Reykjavík og eiga þau fimm börn
og tíu bamabörn; Erla, f. 4.4.1938,
matráðskona á dagheimili, gift Ólafi
Þ. Kristjánssyni húsverði, búsett í
Reykjavík og eiga þau þrjú börn og
tvö bamabörn; Kristján, f. 12.12.
1941, innheimtumaður hjá Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga,
kvæntur Kristjönu Halldórsdóttur,
starfsmanni Innheimtustofnunar
sveitarfélaga, búsett í Reykjavík og
eiga þau þrjú böm og flmm barna-
börn; Steinunn, f. 29.12.1944, nemi
í bókasafnsfræði við HÍ, gift Magn-
úsi B. Jónssyni, skólastjóra Bænda-
skólans á Hvanneyri, búsett á
Hvanneyri, og eiga þau tvö böm;
Sigurður, f. 8.2.1950, verkamaður á
Akranesi.
Foreldrar Guðbjartar; Ingólfur
Sigurðsson, f. 23.5.1913 í Móum á
Skagaströnd, d. 28.9.1979, vélstjóri
og síðar bifreiðastjóri á Akranesi,
og Soffía Guðmundsdóttir, f. 3.6.
1916 á Þingeyri, húsmóðir, nú vist-
maður á Sjúkrahúsi Akraness.
Foreldrar Ingólfs voru Sigurður
Jónasson og Björg Bjarnadóttir frá
Björgum á Skagaströnd. Meðal
systkina hennar voru Eggert, afi
Viðars Eggertssonar, leikhússtjóra
á Akureyri, Guðlaugur, afi Úlfars
Þormóðssonar, og Bjami, afi Sveins
Eyjólfssonar, stjórnarformanns og
útgáfustjóra DV, og langafi Eyjólfs
Sveinssonar, aðstoðarmanns for-
Guðbjört Ingólfsdóttir.
sætisráðherra.
Móðir Sigurðar Jónassonar var
Helga Sigurðardóttir, dóttir Sigurð-
ar bónda á Bláalandi.
Faðir Soffiu Guömundsdóttur var
Guðmundur B. Jónsson, sonur Jóns
Ólafssonar frá Auðkúlu í Amarfirði
og Kristínar Guðmundsdóttur frá
Meðaldal í Dýrafirði. Móðir Soffíu
var Helga J. Jónsdóttir frá Hrauni á
Ingjaldssandi, dóttir Jóns Halldórs-
sonar frá Tindi í Miðdal og Soffiu
Eiríksdóttur frá Botni í Súganda-
firði.
Þórey Eyþórsdóttir
Þórey Eyþórsdóttir, uppeldis- og
sálfræðiráðgjafi, Bakkahlíð 18, Ak-
ureyri, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Þórey er fædd í Reykjavík og ólst
þar upp en á Barðaströnd á sumrin.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar 1960, prófi
frá Fana Folkehojskole í Bergen
1962, prófi frá Verslunarháskólan-
um í Bergen 1963, prófi frá Mynd-
hsta- og handíðaskólanum 1965,
prófi frá Kennaraskólanum - al-
mennri deild og handavinnudeild
1969, lokaprófi í talkennslu frá
Kennaraháskólanum í Bergen 1977
og embættisprófi í uppeldis- og sál-
fræðiráðgjöf frá Statens Special Ler-
erskoleíOslól989.
Þórey var við störf hjá Landsvirkj-
un 1963-1965, kennari við Hús-
mæðraskólann að Staðarfelli í Döl-
um 1965-1967, kennari við grunn-
skóla Garnes í Noregi 1971-1979 og
skólastjóri viö Þjálfunarskóla ríkis-
ins á Akureyri 1979-1981. Ýmis störf
við talkennslu og uppeldisráðgjöf á
Akureyri 1979-1981 og 1984-1993.
Rekstur eigin Talmeinastofu á Ak-
ureyri 1987-1993, hlutastarfvið
Greiningarstöð norska ríkisins í
Suður-Noregi 1992-1993 og rekstur
Gallerís Allra handa á Akureyri
1987-1993. Þórey hefur fengist við
myndlist og haldið eina einkasýn-
ingu á verkum sínum.
Fjölskylda
Maður Þóreyjar er Kristján Bald-
ursson, f. 5.1.1945, tæknifræðingur.
Hann er sonur Baldurs H. Kristjáns-
sonar og Þuríðar H. Krisljánsdóttur
á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði.
Börn Þóreyjar og Kristjáns eru
Kristín Hildur, f. 22.2.1975; Þuríður
Helga, f. 21.11.1977; Sólveig Hlín, f.
21.11.1977; ogÞórhildur Fjóla, f. 10.9.
1979.
Systkini Þóreyjar eru Sigtryggur
Rósmar, f. 8.7.1940, kvæntur Þor-
björgu Guðmundsdóttur, f. 7.1.1941,
og eiga þau Fjólu Guðrúnu, f. 20.8.
1969, Magnús Rósmar, f. 6.3.1972 og
Þórey Eyþórsdóttir.
Guðmund Rósmar, f. 14.11.1974; og
Hildur Guðrún, f. 12.4.1948 og er
sonur hennar Eyþór Þórðarson, f.
5.8.1980.
Foreldrar Þóreyjar: Eyþór Magn-
ús Bæringsson, f. 15.6.1916, d. 2.9.
1972, kaupmaður, og Fjóla Jósefs-
dóttir, f. 14.6.1920, húsmóðir.
Holger Peter Clausen
Holger Peter Clausen, birgðavörð-
ur hjá Vélamiðstöö Reykjavíkur-
borgar, Hraunbæ 97, Reykjavík, er
sjötugurídag.
Starfsferill
Holger er fæddur á Hellissandi og
bjó þar fyrstu níu ár ævi sinnar en
þá flutti hann til Reykjavíkur. Varð
hann gagnfræðingur úr Ingimars-
skóla. Hann var starfsmaður hjá
Áhaldahúsi Reykjavíkur 1942-1965
en frá 1965 hefur hann starfað hjá
Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.
Fjölskylda
Holger kvæntist 2.11.1946 Guð-
rúnu Sigríði Einarsdóttur Clausen,
f. 28.10.1927, póstafgreiðslumanni.
Hún er dóttir Einars Jónssonar sjó-
manns ogEfemíu E.G. Vigfúsdóttur
húsmóður. Þau bjuggu í Olafsvík og
Reykjavík.
Börn Holgers og Guðrúnar eru
Svanbjörg, f. 6.4.1947, húsmóðir í
Reykjavík, gift Sverri Karlssyni og
eiga þau tvær dætur og sex barna-
börn; Guðrún Olga, f. 1.6.1950,
kennari í Reykjavík, gift Guðmundi
Benediktssyni og eiga þau þrjú
böm; Elín Auður, f. 1.3.1956, gift
Danny Werner, búsett í Hollandi og
eiga þau tvær dætur; Kristbjörg, f.
28.10.1960, söngnemi í Reykjavík,
gift Ragnari Ómarssyni og eiga þau
einn son; Einar, f. 3.12.1965, söng-
nemiíReykjavík.
Alsystkini Holgers: Guðrún Olga,
f. 2.9.1913, látin; Fanny, f. 27.2.1915,
látin; Jenny, f. 16.9.1916; Vöggur, f.
18.9.1918, látinn; Zanny, f. 28.10.
1920, látin; Kristrún Ingibjörg, f.
28.11.1924, látin; Alda, f. 2.10.1926,
látin; Axel,f. 25.11.1930.
Hálfsystkini Holgers, samfeðra:
Hans Arreboe, f. 10.8.1918; Amy, f.
16.3.1920, látin; Dagmar, f. 3.12.1922;
Haukur, f. 12.9.1924; Herluf, f. 6.8.
1926; Guðmundur Jóhann, f. 22.3.
1930; Friðrik Áskell, f. 20.3.1933; Sig-
ríður Jóna, f. 29.8.1942; Ása Ingi-
björg, f. 17.5.1957; Kristrún Olga, f.
7.11.1959; Axel, f. 18.12.1966; Oscar,
f. 23.7.1970.
Holger Peter Clausen.
Foreldrar Holgers vom Axel
Clausen, f. 30.4.1888, d. 5.5.1985,
kaupmaður, og Svanfríður Árna-
dóttir, f. 8.6.1894, d. 5.6.1950, hús-
móðir á Hellissandi.
Holger og eiginkona hans taka á
móti gestum í húsi Kiwanismanna
í Brautarholti 26 kl. 18-20 á afmælis-
daginn.
SMÁAUG LYSINGASÍM IN INI
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
talandi dæmi um þjónustu!
1
i il hamiiigju með
afmælið 13. ágúst
80 ára
Þorbj örg Þorvaldsdóttir,
Skúlagötu 40a, Reykjavík.
Skildinganesi 12, Reykjavík.
Steingrímur J ónasson,
Goðheimum 13, Reykjavík.
Aðalbjörg Oddgeirsdóttir,
Eyrarbraut9, Stokkseyri.
Húneraðheiman.
Þorvarður Eggertsson
fráHellissandi,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Hanneraðheiman.
Gunnar Maron Þór i sson,
Fellsenda, Þingvallahreppi.
Hann tekur á móti gestum á heim-
ili sínu á morgun, laugardaginn 14.
ágúst, frá kl. 16.
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Vallargerði 6, Kópavogi.
ara
Eirikur Júliusson,
Kirkjubraut 12, Höfh í Hornafirði.
60 ára
Rögnvaldur Þórhallsson,
Helgamagrastræti 53, Akureyri.
Sæunn Þorleifsdóttir,
Flögu, Vill-
ingaholts-
hreppi.
Húntekurá
mótigestumá
heimilisínuá
morgun, laug- :
ardaginn 14.
ágúst.
Helga M. Ketilsdóttir,
Hallgrimur Viktorsson,
Norðurtúni 13, Bessastaðahreppi.
Ólafur Haraldsson,
Rimasíðu 11, Akureyri.
Snorri Ólafur Hafsteinsson,
Fagrahjalla 7, Kópavogi.
Ólína Eybjörg Jónsdóttir,
Álfabyggð24, Akureyri.
Bjarni Magnús Guðmundsson,
Suðurgötu 23, Akranesi.
Málfríður Þórarinsdóttir,
Hjallavegi 29, Reykjavík.
Helen Gunnarsdóttir,
Birkibergi 22, Hafnarfirði.
Ólafur Matthíasson,
Sléttuvegi 3, Reykjavík,
Svanhvítlngibjörg Magnúsdótt-
ir,
Arnartanga 56, Mosfellsbæ.
Bergrún Gyða Óladóttir,
Norðurgaröi2, Hvolsvelli.
SOÐASKAPUR
- ELDHÆTTA
Sýnum alhliða tillitssemi
í umferðinni!
yUMFERÐAR /
RÁD /