Alþýðublaðið - 30.03.1967, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 30.03.1967, Qupperneq 11
Rvík Pen vann field bikarinn Reykjavíkurúrvalið varm varnarliðsmenn 51:47 Eekjavík, — GÞ. jkeppni Reykjavíkurúrvalsins og' Á þriðjudagskvöldið fór fram úrvals varnarliðsins á Keflavíkur í íþróttahöllinni í Laugardal úr- flugvelli. Reykjavíkurúrvalið sigr slitaleikurinn í körfuknattleiks aði með 4 stiga mun eftir hörku spennandi keppni, þar sem sigur var ekki vís fyrr en á síðustu mínútu. Úrvalið byrjaði illa og átti í erfiðleikum með að finna leiðina í gegnum vörn varnarliðsmanna, sem var mjög hreyfanleg og virk. Það sama má reyndar segja um vörn úrvalsins, sem lék eins kori ar svæðisvörn; varnarliðsmönnum veiftist erfitt að fá skorað en tókst þó að komast í 15:9 eftir 12 mínútna leik. Þá tók úrvalið leikhlé, skipti um menn og breytti um sóknarleik. Eftir það tók leikurinn strax að jafnast, þó dró úrvalið heldur á og tókst að jafna 19:19, þegar 3 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þórir skor- j aði tvö stig og varnarliðið jafnar j og skorar síðan körfu, en Jón 1 Jónasson ftti síðasta orðið í hálf leiknum og jafnaði enn með fall egu langskoti, 23:23. Síðari hálfleikur var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda. Varla hafði annað liðið fyrr skor að en hitt jafnaði, 27:27. 31:31, Íslandsglíman íslandsglíman fer fram sunnu- daginn 30. apríl að Hálogalandi. Þátttökutilkynnimgar verður að senda fyrir 22. aprií Rögnvaldi Gunnlaugssyjii Fálkagötu 2. Glímu deild KR sér um mótið. Körfuknatt- leikur í kvöld í kvöld kl. 8.15 verða leiknir þessir leikir í íslandsmótinu í körfuknattleik: KR:ÍKF 4. fl. karla. ÍR:Á 4. fl. karla KR:ÍR 3 fl. karla Á:ÍKF 3. fl. karla Á.KR 1. fl. karla. Leikið verður að Hálogalandi 37:37 og 41:41 sást á töflunni. Þegar tvær mínútur voru til leiks loka hafði úrvalið fjögur stig yf- ir 47:43. Guttormur hitti í víta- skotum, varnarliðið skorar körfu og Guttormur bætir enn stigi við, 50:45. Enn skora varnarliðsmenn, 50:47, og fá síðan dæmd tvö víta skot, þegar 28 sekúndur voru eft- ir. Eini möguleikinn til að jafna var, að hitta fyrra skotinu, ná frá kastinu af því síðara og skora, en ekkert slíkt gerðist. Bæði víta skotin mistókust, og úrvalið skor aði síðasta stigið úr víti, 51:47. Reykjavíkurúrvalið, sem mun leika sem landslið á sunnudaginn gegn Dönum, átti enn í nokkr- um erfiðleikum með sóknarleik sinn, en vera má, að eftir fjóra leiki á stuttum tíma hafi varnar liðsmönnum tekizt aS finna hald- gott svar við leikaðferðum þeim, sem liðið notar. Það rýrir þó í engu, og telja má fullvíst, að þær muni koma að góðum notum í landsleiknum gegn Dönum. Varn arleikur liðsins var mjög góður, Framhald á 15. síðu. Bandarískur stangarstökkari á meistaramóti íslands á morgunl Á morgun kl. 20.15 hefst Meistaramót íslands í frjáls um íþróttum innanhúss í í- þróttahöllinni í Laugardai^ i ’ Keppendur eru um 60 frá 10 félögum og héraðssam- böndum. Flestir eru frá ÍR 18, ert KR sendir 16. Frjáls- íþróttadeild KR sér um mót ið. Einn efnilegasti stangar- stökkvari Bandaríkjanna, Denis Philips frá Oregon keppir á mótinu sem gestur, en hann á bezt 5,10 m og er í stöðugri framför. Keppt verður í stangarstökki báða keppnisdagana, fyrri daginn verður stangarstökk auka- grein á mótinu. Mótinu lýk- ur á laugardag kl. 15.30. Flestir beztu frjálsíþrótta menn landsins og konur keppa á mótinu, en þetta er í fyrsta sinn, sem keppt er í kvennagreinum á Meistara móti íslands innanhúss. 16 daga vorferðir m/s Gullfoss verð frá a'ðesns kr. 5950.— Frá Reykjavík 15. apríl og 6. maí til Ham- borgar, Kaupmannahafnar og Leith. Uppselt í maíferðina, farmiðar ennþá til í aprílferðina. Hf. Esmskipafélag fslands Sími: 21460. AUGLÝSING um bifreiðaskatt fyrir árið 1967. Gjöld af bifreiðum fyrir árið 1967 (bifreiða- skattur, skoðunargjald, vátryggingariðgjald ökumanna bifreiða og gjald vegna breytingar í hægri handar akstur) féllu í gjalddaga 1. janúar sl., en eindagi gjaldan’na er 1. apríl næstkomandi. Eigendum og umráðamönnum bifreiða í Reykjavík ber að greiða gjöld þessi í toll- stjóraskrifstofunni í Arnarhvoli og eru þeir áminntir um að gera það hið fyrsta. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Höfum fluft SKRIFSTOFUR VORAR í Austurstræfi 6, 5. hæð NÝ SÍMANÚMER 24209 OG 24210. Sveinn Björnsson & Co. RÆÐISMANNSSKRIFSTOFA SVISS. 30, marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.