Alþýðublaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 13
Sumarið með MONIKIJ Ein af beztu myndum Ingmar Bergrmans. Harriet Andersson Sýnd kl. 9. — Furðufuglinn — Sýnd kl. 7. FJÖUÐjANjSAFjRÐj 5EQJRE j I EINANGRUP<ÍIARG1JER FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Sími 30120. Póstbólf 373. SVlassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENBUR Nú er rétti tíminn tii að láta yfirfara og ger& við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonai hf. Síðumúla 17. sími 30662. ☆ SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI S2-101. Framhaldssaga eftir Astrid Estherg ÉG ER SAKLAUS — Það má nú segja, sagði Ulrik og leit grunsemdaraugum á Hákon. Hafði hann komið vegna Merete? Hann leit af henni og kynnti Jensen bókara. —• Þú hefur vitanlega ekki fundið listana? spurði hann Mei ete. Hún hristi höfuðið. — Nei ... Gegnum gluggann sá Merete þá ganga eftir stígnum að verk- smiðjunni Ulrik var álíka glaður og skólastrákur, sem fær óvænt frí. Hann benti og útskýrði. Et hún hefði aðeins getað gengið við hlið hans ... til þess að hlusta á rödd hans. — Nei, ég er ekki morðingi! Hún kipptist við. Hafði hún talað upphátt? Hún leit skelf- ingu lostin á Jensen. En hann var niðursokkinn í skjöl sín. Hvern gat grunað að Ulrik og Hákon þekktust? Og að Hákon kæmi til Ulrikslundar? En hvem ig hafði henni komið til hugar að hún gæti flúið þetta allt? Það var barnalegt af henni Enginn flýði örlög sín. Samt hafði fundur hennar og Hákons fært henni eitthvað. Það var í undirmeðvitund hennar. Hún varð að skilja, hvað það var. , — Hvaða lista var liann að tala um? spurði Jensen. Merete sagði honum það. — Það er víst rétt, sem Olui segir að ég verði að gæta mín betur, sagði hún áhyggjufull. Nú var hún farin að trúa því að yfirnáttúruleg öfl væru til. Hvers vegna hefðu þessir hlutir annars gerzt? Bílslysið dómurinn — týndu listarnir.. . Og koma Hákons. — Svo Oluf hélt það? spurði Jensen. Merete kinkaði kolli. Hún beið eftir því að hann hlægi sínum þurrlega hlátri, en hann þagði aðeins. Það var barið að dyrum og Per kom inn. — Vilduð þér tala við Oluf gamla Jensen? spurði hann. — Hann ba_ð mig um að sækja yður. Farið þið bara, hugsaði Mer- ete. Það var gott að fá að hugsa í friði. Eitthvað var það sem hún vissi undir niðri, en hvað var það? Hún gat ekki munað það. Það líktist þoku, sem tók á sig undarlegustu myndir. Hún varð fyrir vonbrigðum þeg ar henni tókst ekki að muna það. 12. K A F L I . Loksins var komið kvöld. Hvorki Ulrik, Hákon né Jens- en höfðu komið til baka. Mer- ete hafði ekki unnið neitt til fulls. Samt var hún þreytt. Það var erfitt að rifja upp eitthvað, sem ekki virtist unnt að muna. Ef hún aðeins vissi hvað það var. Líkami hennar var heitur af spennu og þreytu. Hún gat ekki hugsað sér að borða með Lousie og hinum. Lousie myndi strax fara að spyrja hana, hvað væri að. Hún sótti sundbolinn sinn og fór að vatninu. Það var dálítið kalt enn. Veturinn hafði verið harður og vorið svalt. Þegar Merete var búin að synda frá ströndinni heyrði hún 10 hundgá. Tarzan kom hlaupandi og gelti hátt. Hann hljóp fram og aftur á ströndinni. — Hvað er að Tarzan? hróp- aði Merete. — Ég er að koma! Rólegur! ‘ Hún synti að landi en hún hafði ekki enn komizt að strönd inni þegar Ulrik kom hlaupandi og á hæla hans Hákon Gram. Tarzan heyrði til þeirra og hljóp geltandi til móts við þá. — Hvað er að? Er einhver að drukkna? hrópaði Hákon. — Sennilega, svaraði Ulrik. Svo nam hann staðar. Skær- blár sloppur lá á ströndinni. Merete átti hann. Hann leit út á vatnið og sá hana synda til lands. Ulrik stóð hreyfingarlaus og fann ekki að Tarzan flaðraði upp um hann. Léttirinn yfir að hún lifði var stórkostlegur. Ef hún hefði nú drukknað.... Hákon Gram kom til Ulriks um leið og Merete reis á fætur og stiklaði yfir steinana að ströndinni. Vatnið lak af henni og sundbolurinn var eins og límdur við hana. Hákon flaut aði viðurkennandi. — Duglegur hundur! sagði hann við Tarzan. —• Gott hjá þér! Það hefði verið slæmt að missa af að sjá þetta. Ulrik varð ofsareiður. Hann leit illilega á Hákon og opnaði munninn til að hreyta í hann illindum en áttaði sig í tíma. Tarzan hljóp til Merete og flaðraði upp um hana dinglandi rófunni og geltandi af gleði. Þegar hún laut niður og tók upp sloppinn sleikti hann hana í framan með langri tungunni. — Svei Tarzan, sagði hún brosandi. Hún þvoði sér í fram an. — Af hverju gerir hann þetta? spurði hún Ulrik. — Hann vildi sýna okkur hve vel þú ert vaxin sagði Há- kon. Merete gretti sig. Hana lang aði til að segja við Hák.on að hann gæti sleppt þessum heimskulegu gullhömrum en þegar hún leit framan í Ulrik þagnaði hún. Hann leit út^fyr ir að hata hana! — Af hverju .... ? Orðin voru hvísli líkust Hafði Hákon svikið liana og sagt Ulrik allt? — Tarzan hefur sjálfsagt á- litið að þú værir að drukkna, sagði Ulrik. — Hann hagar sér líka svona þegar ég er í vatn inu, en hann hefur aldrei fyrr verið hræddur um annan mann. — Ekki einu sinni um Lou- ise? spurði Merete. Ulrik varð hneykslaður á svipinn þegar Hákon fór að þurrka henni á bakinu. — Farðu og klæddu þig. Við förum að borða, sagði hann ó- vingjarnlega. Merete flýtti sér. Ulrik var reiður við hana. X hvaða átti hún að fara? Hún varð að reyna að punta sig fyrst gestir voru. En gestur- inn var nú raunar aðeins Há- kon og hana langaði ekki til að snyrta sig fyrir hann. Hann átti það ekki skilið. Ulrik sá neld ur ekkert nema Louise. Því skyldi hún fara í fallegan kjól? Þegar hún gekk yfir túnið sá hún Per skríða út um glugga á þakinu. Hvað var hann eigin lega að gera þar? Louise, Ulrik og Hákon sátu úti á svölunum með kokkteil- glas þegar Merete gekk hikandi inn. Átti hún að bíða í borð- stofunni þangað til þau kæmu þangað. Tarzan lá við hlið Ul- riks og kom upp um hana með því að dingla rófunni. Hákon kom auga á hana. — Loksins kemurðu .. ! Hún varð að fara út á sval- irnar. Hún settist og Ulrik hellti kokkteil í glas hennar. Þegar hann rétti henni glasið fann hann að fingur hennar voru kaldir. Hann langaði til að taka um hendur hennar og verma þær. Hann leit á hana og reyndi að vera kæruleysisleg ur. Aðskornir kjólar hlutu að vera sem skapaðir handa henni. Hvílíkur vöxtur! Ef Hákon hefði aðeins ekki séð hana í sund- bolnum! — Má ég ekki bjóða þér í mat á morgun í bænum’ spurði Hákon Ulrik. — Og ykkur vit anlega líka, Merete og Louise. — Gjarnan, sagði Ulrik og Louise kinkaði kolli. — Ef það er mikið að gera getur Merete tekið strætisvagn inn, sagði Louise. — Það get ég vel, sagði Mer- ete. Með sjálfri sér hugsaði hún að hún skyldi svo sannarlega sjá svo um “að hún missti af strætisvagninum". — Það kemur ekki til mála, sagði Ulrik. — Merete verður okkur samferða. — Það get ég ekki, sagði Mer ete. — Yifcleysa góða barn. sagði Louise. — Ulrik treystir Jensen fullkomlega. Hann hefur verið hér svo lengi. En Ulrik treystir mér alls ekki, hugsaði Merete bit.ur. 13. K A F L I . Merete lagði af stað á und an hinum undir því yfirskyni að hún ætlaði í búðir. Hún gekk eirðarlaust um götumar og leit í gluggana meðan hún beið þess að hún myndi hvað það var, sem hún hafði gleymt. Var það eitthvað viðvíkjandi búðarferðum? Hvað var Ulrik að gera? Hann var sjálfsagt með þeim hinum. Hún gekk áfram. Var þetta eitthvað viðvíkjandi fötum? Hún lokaði augunum augnablik og reyndi að einbeita huganum. En þar var aðeins tóm. Var það imyndun ein eða varð hfín að muna eitthvað áríðandi? Sennilega skjátlaðist henni. Hún hélt áfram sínu eirðar- lausa rápi. X einum glugganum var mikið af kjólefnum og mun- strum, í öðrum dragtir. 1 þriðja glugganum voru nylon- undirföt. Hún gekk inn. Hana vantaði þunna, saumlausa sokka. Það var ekkert út á smávegis hé- gómlegheit að setja. Afgreiðslu stúlka gekk til hennar en Mer ete gat ekki einbeitt sér. Hún starði á ungu stúlkuna og hlustaði. Hún lieyrði karl- mannsrödd innan af skrifstof- unni. Þar var einhver að þakka fyrir daginn í dag og lofa að koma bráðlega aftur. Merete skalf af æsingi. Hún laut yfir borðið. — Hvei" er þarna inni? avísl aði hún. — Það er umferðasati með sokka og nærföt, sagði ai- gréiðslustúlkan undrandi. — Hvað heitir hann9 — Vilhelmsson. Hvers vegna spyrið þér? — Ég .. . ég verð að hitta hann. Hvernig lítur hann út? — Þér getið séð það sjálfar! 30. marz 1967 ALÞÝÐUBLAÐH) J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.