Alþýðublaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.03.1967, Blaðsíða 15
Formarcnaskipti Framliaia ai l.i siðu. hana skipa: Katrín Kjartansdótt- ir og Aldís Kristjánsdóttir. End- urskoöendur eru einnig þær sömu og áður, Katrín Kjartansdóttir og Fanney Einarsdóttir Long, en til vara Áslaug Kjartansdóttir. A3 loknum kosningum tók hinn ný- kjörni formaður til máls og þakk- aði það traust sem sér hefði ver- ið sýnt með því að kjósa hana for- mann félagsins. Þakkaði 'hún frá- farandi formanni mikið og sér- lega fórnfúst starf hennar í þágu félagsins og Alþýðuflokksins í heild óg gat sérstaklega um frá- bærar vinsældir hennar meðal fé- lagskvenna og óskorað traust, sem aldrei 'hefði borið skugga á öll þessi ár. Að lokum bar hún fram þá uppástungu að Kvenfélag Al- þýðuflokks í Reykjavík gerði Soff íu Ingvarsdóttur að lieiðursfélaga sínum og var því tekið með dynj- andi lófataki af fundargestum. Soffíu var síðan afhentur fagur tolómvöndur frá meðstjórnarkon- um hennar. Gu'ðný Helgadóttir flutti fráfarandi formanni einnig nokkur þakkarorð fyrir langt og gott samstarf. Hún hefur verið ritari félagsins sl. 24 ár. Soffía Ingvarsdóttir tók síðan til máls og þakkaði fyrin allan þann sóma, sem sér hefði verið sýndur á þessum fundi, en einkum og sér í lagi kvaðst hún vilja þakka allt hið góða og skemmtilega samstarf með hinum ágætu kon- um í þessu félagi. Hún lauk ræðu sinni með því að segja að hún hlakkaði til áframhaldandi starfs í félaginu meðan sér entist líf og heilsa. Að síðustu tók hin nýkjörna stjórnarkona, Guðrún Sveinbjarn j ardóttir til máls og þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt með því að kjósa sig í stjórn fé- lagsins. jk__________________________ Aðalfudur Framhald af 7. síðu. kominn frá námi í Austurríki. Það sem aðallega háir útitónleikahaldi Lúðrasveitar Reykjavíkur er skortur 'á hentugum stað til að leika á og í því sambandi er vert að benda á að enginn útitónleika- pallur er til í Reykjavík. Félags- heimili Lúðrasveitar Reykjavíkur cr Hljómskálinn. .Ráðsteína Framhald af 1 síðu. ins. 19G3-19GG og skýrði frá því, hvernig framkvæmd hennar hefði orðið. Gerði hann í því sam- bandi mjög fróðlegan samanburð á fjármag-nsmyndun á ýmsum svið um bæði hér og erlendis, og er nánar vikið að fyrirlestri hans í frétt hér til liliðar. Að loknu hádegisverðarhléi var ráðstefnunni haldið áfram og fluttu þá þrír menn framsögu- erindi: Sigfinnur Sigurðsson hag- fræðingur talaði um framkvæmda áætlanir til langs tíma og sam- band þeirra við árlega fjárhags- áætlanir; Jón Sigurðsson hag- sýslustjóri talaði um Undirbúning að ákvörðunum um opinberar framkvæmdir og Guðmundur Á- gústsson hagfræðingur ræddi um framkvæmdaáætlun Kópavogs- kaupstaðar 1966-75. Ráðstefnunni verður lialdið á- fram í dag og á morgun, og verð ur nánar skýrt frá henni hér í blaðinu síðar. Framhald 11. síðu. hreyfanleg vörn og góðar skipt- ingar. Birgir Jakobsson átti ágætan leik og skoraði 12 stig. Agnar Friðriksson skoraði 9 stig og náði miklum fjölda frákasta, Birgir Birgis og Gunnar Gunnarsson skoruðu 6 stig hvor. Fyrir varnar liðið skoraði Fortner 13 stig og Shrout 10. Dómara voru Krist- björn Albertsson og Shearon, og dæmdu báðir ágætlega. Að leik loknum afhenti Bogi Þorsteinsson, formaður KKÍ fyr irliða úrvalsins, Kolbeini Páls- syni, hinn veglega bikar, sem keppt var um í fyrsta sinn, og ber nafnið Sendiherrabikarinn. Jónas Framhald 7. síðu. lagasöfnúm. Ég lét í minni tíð sérprenta lög, reglugerð og allar vinnu- reglur útvarpsins til afnota öll- um stjórnendum og starfsmönn- um stofnunarinnar. Ég teldi þarflegt að gefa nú út nýja sér- prentun, því margt hfur breytzt á þeim 14 árum, sem síðan eru liðin. Einkum vildi ég ráða til þess að 5. grein útvarpslaganna yrði sérprentuð stóru letri, fest upp í vinnusölum og afhent 'hverjum manni sem vinnur að gerð og framkvæmd dagskrár Ríkisút- varpsins. Ákvæði 5. greinar og vinnubrögð samkvæmt þeim á- kvæðum eru festarliald virðing- ar Ríkisútvarpsins, vinsælda þess og trausts. Hinn 27. janúar 1953 flutti ég í útvarpið „Kveðjuávarp" til starfsmanna Ríkisútvarpsins og ú'tvarpshlustend|a. Ávarp þetta hefir enn hvergi verið birt á prenti. Mér þykir hér við eiga að birta niðurla'gsorð ávarps þessa svo hljóðandi: ,,Og að lokum nokkur varnað- arorð til þjóðarinnar. í dag, við torottför, er ég mér þess með- vitandi, 'að toafi ég unnið nokk- urt happaverk í þjónustu Ríkis- útvarpsins þá var það sú tilhlut- un mín að fá tekin inn í 5. grein útvarpslaganna ákvæðin um það, að við útvarpið skuli ríkja skoð- anafrelsi og fyllsta óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefn um í almennum málum, atvinnu stofnunum, félögum og einstök- um mönnum. Vegna þessara á- kvæða toefir Ríkisútvarpið getað þjónað sönnu lýðræði. toað hef- ir getað risið yfir og staðið ótoáð pólitískra flokkabaráttu. Vegna þessara ákvæða toefir það getað ástundað sannindi, þiónað óhlut- drægni og sönnu réttiæti. bví er almennt treyst, að útvarnið víl.ii segia satt og rétt frá staðreynd- um. Þess er aimennt krafizt, að það virði og verndi í starfi sínu Husqvarna Straujárn HUSQVARNA þjónusta Rafmagnspanna Hitaplata Brauðrist Vöfflujörn HUSQVARNA gæði GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. — Laugavegi 33 Hafnarfjörður Hafnarfjörður; Spilakvöld Spilakeppni Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur áfram í Alþýðuhús- inu í kvöld fimmtud. 30. marz kl. 8.30 stundvíslega. Spiluð verður félagsvist. — Kaffiveitingar. Ávarp kvöldsins flytur Stefán Júlíusson, rithöfundur. Góð kvöldverÓSaun — Glæsleg helldarverölaun. HÖRKUSPENNANDI HAPPDRÆTTI. Vinningur: 15 daga skemmtiferð fyrir tvo með glæsilegasta skemmti- ferðaskipi, er nú siglir um heimshöfin, m/s Fritz Heckert. (18. apríl t ■ • — 2.maí). Sleppið ekki hinu gullna tækifæri. — Kaupið miða strax í dag. Öllum er heimill aðgangur. Spilað á tveimur hæðum. Aðgöngumiðapantanir í síma 50499. SPILA NEFNDIN. jafnan rétt allra manna. Fyrir því verða mín síðustu varnaðarorð og eggjan: „Stand- iff fast á verffi, ísiendingar, um þessa helgu skyldu, um þennan helga rétt.“ (Rödd þessi er send öllum dag blöðum í Reykjavík og „Frjálsri Þjóð“. Endurprentun toeimil öll- um blöðum.), Jónas Þorbergsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 30. marz 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.