Alþýðublaðið - 30.03.1967, Qupperneq 14
Nýr skattur
í Danmörku
KAUPMANNAHÖFN, 29. marz
(NTB-RB) — Danska þjóðþingið
samþykkti í dag með 90 atkvæð-
nm jafnaðarmanna og Sósíalista
iþjóðarflokksins gegn 86 atkvæð-
tim borgaraflokkanna að leggja
líiður veltuskatt (oms) og taka upp
verðaukaskatt (moms). Grænlenzk
tir þingmaður sat hjá.
Nýju 'skattalögin taka gildi 3.
júlí. Nýi skatturipn leggst á smá-
sölu og nær til fleiri vörutegunda
en fyrr. Skattar munu hækka um
10% á hagnaði af matvælum,
drykkjarvörum, eldsneyti, raf-
magni, bió- og leikhúsmiðum og
alls konar iðnaðarstörfum. Hamst-
ur hefur þegar gert vart við sig
og mun sennilega aukast — t.d. er
mikið keypt af ísskápum.
Verðhækkun á vörum þar sem
smásöluálagning er tiltölulega há,
t.d. á bókum, verður mikil, en
hækkunin verður minni á vörum,
þar sem smásöluálagningin er
minni, t.d. iá bílum og kaffi.
Olíuskip
Framhald af 3. siðu.
legur samningur er hafa muni
þær afleiðingar í för með sér að
útgerðarmenn hiki við að taka
stór olíuflutningaskip á leigu.
Loftsteinninn
Framhald af 2. síðu.
svo fullkomnum dauða, sagði
Gísli.
Valur Gíslason sagði hlutverk
sitt í leiknum afar örðuet en
skemmtilegt eftir þvi, en hann
léti leikhúsgestum eftir að ráða
í merkingu þess. Leikafmæli Vals
var raunverulega 26. desember
sl. en hann kom fyrst fram á sviði
í hlutverki Sebastians í Þrett-
ándakvöldi Shakespeares á jólum
1926. Valur lék síðan í Iðnó fram
að stofnun Þjóðleikliússins, var
um skeið ýmist formaður eða
ritari Leikfélagsins. Hann var for
maður Félags- íslenzkra leikara
í áratug og Bandalags íslenzkra
leikara um skeið og á nú sæti
f Þjóðleikhúsráði sem fultrúi leik
ara. Hlutverk hans munu a ls orð
in 178, þar af 80 í Þjóðleikhús-
inu og hefur hann tvívegis nlotið
silfurlampa leikdómenda fyrir
hlutverk sín þar. Valur Gíslason
er einhver bezti og öruggasti leik
ari leikhússins, sagði Þjóðleikhús
stjóri, og jafnframt einn þeirra
sem sízt eru fyrir það gefnir að
láta bera á sjálfum sér. Hann er
alls sóma maklegur sem stofnunin
getur sýnt honum á þessum tíma
mótum í starfi hans.
Á fer®
Framhald af 3. síðu.
tankbílar og sækja mjólkina
og flytja hana til næsta mjólk-
urbús, sem síðan vinnur úr
henni þurrmjólk og smjör til
útflutnings. Við erum ekki ná-
lægt neinni stórborg, svo að
mjólkin fer ekki til neyzlu sem
T rúlof unarhringar
Sendum gegn póstkröfu.
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
nýmjólk. Næsta borg við okk-
ur er Te Awamutu. Þessi sér-
kcnnilegu nöfn á stöðum og
borgum í Nýja-Sjálandi eru
allt gömul Maoranöfn, en Maorar
eru frumbyggjar landsins og nú
eru í landinu um 200 þús. Maorar,
en íbúatalan er nú alls um 2,7
milljónir. Maorarnir tala sitt
gamla tungumál, en annars er
enska aðalmálið í landinu. Nýja-
Sjáland er tvær eyjar, suðureyj-
ar, þar sem aðallega er stunduð
kvikfjárrækt — og norðureyjan,
þar sem er hlýrra og þar er mest
stunduð kúarækt. Vélar eru mik-
ið notaðar, og þess vegna þurfa
bændurnir ekki margt vinnufólk.
Ég hef til dæmis aðeins einn að-
stoðarmann á búinu og við sjáum
tveir um að mjólka. Nú meðan
við hjónin erum að heiman, hef
ég ráðsmann til að reka búið og
búfræðingur kemur öðru hvoru
og hefur eftirlit með stjórn þess.
Þótti skrýtið hvað fólk-
ið er „hvítt“ hér.
— Var ekki hásumar í Nýja-
Sjálandi, þegar þið lögðuð upp
í ferðina til íslands?
— Jú, þar var hásumar, þegar
við fórum og telpurnar orðnar
sólbrúnar. Þeim fannst því dálítið
skrýtið, hvað fólkið hérna er
„hvítt.” í Nýja-Sjálandi er með
al-sumarhiti um 25 gráður á Cels-
ius — og yfirleitt er veðráttan
þar mjög þægileg. Stundum frýs
í jörðu að næturlagi, en það
þiðnar jafnóðum og sólin kemur
upp. Það snjóar aldrei, nema í
hæstu fjöllum. Annars eru ísland
og Nýja-Sjáland ekki svo ólík
að öðru en veðráttu, bæði eru
þau fjöllótt eldfjallalönd.
— Hvernig er jarðhitinn nýttur
í Nýja-Sjálandi? Þið hafið heita
hveri þar eins og hér?
— Jú, það eru heitir hverir i
sumum héruðum landsins. Og i
einni borg, þar sem heitt vatn
er fyrir hendi, er það notað til
þess að hita upp sjúkrahús og
nokkur gistihús. Fyrir nokkrum
árum síðan sendu Ný-Sjálending-
ar mann hingað til að kynna sér
hitaveitu hér á íslandi. Og nú er
verid að byggja stóra raforku-
stöð, sem verður knúin gufuhita-
frá einum hveranna.
— Eru margir íslendingar i
Nýja-Sjálandi?
— Nei, mjög fáir, ég veit um
þrjá íslendinga þar, tvær konur
og einn karlmann. Önnur konan
er ekkja eftir Ný-Sjálending og
heitir Margrét Árnadóttir og er
frá Seyðisfirði, hin konan er
systir hennar og er hún gift ensk-
ættuðum manni. Þriðji íslending*
urinn heitir Einar Kalman og býr
í Wellington. Hann kom að ég
held tveimur árum seinna en ég
til landsins og settist þá að. Við
höfum aldrei sézt öll þessi ár,
fyrr en daginn áðuf en ég lagði
af stað til í.slands núna. Þá hitt-
umst við í Wellington.
Við þökkum Kristni Steingríms-
syni fyrir samtalið og óskum hon-
um og fjölskyldu hans góðrar
dvalar liér og góðrar ferðar heim
— til landsins hinum megin á
hnettinum.
N.k. laugardag, þann 1. apríl n.k. verður leikritið Marat/Sade
sýnt í 10 sinn í Þjóðleikliúsinu. Aðsókn að leiknum hefur veriö góö.
Um 40 leikarar taka þátt í sýningunni og mun þetta viðamesta sýn
ing, sem Þjóðleikhúsið hefur sett á svið. Leikgagnrýnendur hafa allir
skrifað mjög lofsamlega um þessa sýningu, enda er hér um að ræða
eitt merkasta leikhúsverk, scm skrifað hefur verið á síðari árum.
Þetta er fjórða leikritið sem enski Ieikstjórinn, Kevin Pahner stjórn
ar hjá Þjóðleikhúsinu og er það sannarlega mikið fagnaöarefni að
njóta starfskrafta lians liér. Myndin er úr einu hópatriði í Marat/
Sade.
TOYOTA CROWN
TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA
Japanska bifreiðasalan h.f.
Ármúla 7. — Sími 34470.
14 30. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Krossgötur
Framhald af 4. síðu.
★ VÍÐA VANTAR LJÓS.
Þetta bréf minnir óneitanlega á
þá staðreynd, sem raunar hefur oft verið vikið að
hér í blaðinu, að víða í borginni er brýn nauðsyn
þess að koma upp umferðarljósum. Til dæmis
eru víst mörg ár liðin, síðan samþykkt var að
setja upp umferðarljós á horni Pósthússtrætis og
Hafnarstrætis, en cinhverra hluta vegna hefur
ekki orðið af þeim framkvæmdum þar.
Mörg önnur gatnamót í borginni
bíða einnig eftir umferðarljósum, og satt að segja
er harla torskilið hvers vegna framkvæmdir
þessum málum ganga jafn seint og raun ber vitni.
Umferðarljós er ekki tiltakanlega dýr. Það tekur
ekki langan tíma að setja þau upp, og þau hafa
vissan sparnað í för með sér, það er að ekki þarf
að hafa lögregluþjóna við umferðarstjórn á þeim
gatnamótum, þar sem umferðarljós eru. Það væri
cf til vill ekki úr vegi, að fá einnig skýringu á
því frá sömu aðilum, ef unnt er, hvað veldur
því, að ekki hafa verið sett umferðarljós upp
víðar í borginni, en raun ber vitni. — Karl.
Bálför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa
ÓSKARS EINARSSONAR, læknis
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. marz kl. 10.30.
Athöfninni verður útvarpaö.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR
ÞÓRA ÓSKARSDÓTTIR
ARI ÓLAFSSON t
MAGNÚS ARASON.
Litli drengurinn okkar
HALLUR ERLINGSSON,
andaðist I Landspítalanum aðfaranótt 28. marz sl.
ÁSTA TRYGGVADÓTTIR ERINGUR HALLSSON.