Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 VidskiptL Hlutabrvísit. VÍB 644 643 642 641 640 639 638 637 636 635 Má Þr Mi Fi Fö Mð $ l-J ■»—i'-'I—i ^ Má Þr Mi Fi Fö Mjöggott karfaverð Mj ög gott verð hefur fengist fyr- ir karfa á fiskmörkuðum að und- anfómu. Sl. föstudag fór meðal- verðið í 82 krónur kílóið en var 48 krónur í byijun vikunnar. Hlutabréfavísitala VÍB lækkaði aðeins í gær eftir stöðuga uppleið í síðustu viku, hæst í 643 stig. Sem kunnugt er hrundi olíu- og bensínverð í síðustu viku. Tonnið af 95 okt. bensíni í Rotterdam fór lægst í 150 dollara á fimmtudag. Gengi dollars gagnvart íslensku krónunni hefur verið að hækka lítiUega síðan á miðvikudag, sölu- gengið var skráð 72,30 krónur í gærmorgun. Hlutabréfavísitalan DAX í kauphöllinni í Frankfurt lækkaði lítillega eftir viðskipti gærdags- insmiðaðviðsl.föstudag. -bjb Fróði kaupir timarit Samútgáfunnar Korpus: Útgáfa heldur áfram en tölublöðum fækkar - að sögn Magnúsar Hreggviðssonar Bóka- og blaðaútgáfan Fróði hf. keypti í gær útgáfuréttinn að 6 tíma- ritum sem Samútgáfan/Korpus hefur gefið út. Tímaritin sem um ræðir era Vikan, Samúel, Hús & híbýli, Bleikt og blátt, Sannar sögur og Eros. Sam- útgáfan Korpus hefur einnig gefið út Hulinn heim en útgáfa þess tíma- rits verður lögð niður. Auk tilboðs Fróða komu tilboð frá Almenna bókafélaginu og nokkrum starfs- mönnum Samútgáfunnar Korpus. Með þessum kaupum er Fróöi orðinn langstærsti útgáfuaðili íslenskra tímarita með um 20 blöð og tímarit. „Máhð er að það hefur verið tap- rekstur á íslenskri tímaritaútgáfu undanfarin ár. Ofan á þennan tap- rekstur bættist síöan virðisauka- skattur 1. júlí sl. sem hefur aukið á vandann. Við höfum leitað allra leiða til að finna möguleika á því að lifa í framtíðinni. Niðurstaðan hefur verið sú aö við höfum einbeitt okkur að því að ná lækkun á tilkostnaði og leitað að aukinni hagræðingu. Þessi kaup koma til með að auka hagræð- ingu í íslenskri tímaritaútgáfu. Blöð- in sex munu halda áfram að koma út en heildartölubíaðafjöldi mun minnka," sagði Magnús Hreggviðs- son, stjórnarformaður Fróða, í sam- tah við DV. Magnús Hreggviðsson hjá Fróða hefur núna með útgáfu um 20 tíma- rita að gera. 8 starfsmenn ráðnir til viðbótar Magnús sagði að kaupin hefðu ver- ið í undirbúningi mn tíma. Hvað mannaráðningar varðar sagði Magn- ús að viðræður væru í gangi. „Við munum reyna að manna í þau störf sem þarf tíl viðbótar og munum fyrst leita tíl starfsfólks Samútgáfunnar Korpus," sagði Magnús. 8 föstum starfsmönmnn verður bætt við en fyrir eru 63 starfsmenn hjá Fróða í föstu starfi. Þá hafa um 650 manns verið í hlutastörfum fyrir skrif og fleira. Magnús sagði það jafngilda um 100 ársstörfum. Eftir umrædd útgáfuréttarkaup fjölgar ársstörfum upp í 120 th 130. Hvað prentiðnaðinn varðar sagði Magnús að verið væri að skapa 50 th 60 ársstörf í íslenskum prentiðnaði. Samútgáfan Korpus í gjald- þrot? Fram kom í fréttum í gær að Sam- útgáfan Korpus yrði lýst gjaldþrota í dag eða á morgun en þar sem for- ráðamenn fyrirtækisins ræddu ekki við fjölmiðla í gær tókst ekki að fá það staðfest. Samkvæmt heimhdum DV nema skuldir fyrirtækisins um 50 mhljón- um króna og eru stærstu lánar- drottnar Prentsmiðjan Oddi og Prentstofa G. Benediktssonar. Sömu heimhdir herma að Oddi hafi verið mhligönguaðih í kaupum Fróða á tímaritum Samútgáfunnar Korpus en Magnús Hreggviðsson vísaði því alfarið á bug. Fróði prentar meiri- hluta síns efnis hjá Odda en Magnús sagði fyrirtækið ætíð hafa staðið í skhumhjáOdda. -bjb Gott f iskverð erlendis Gott verð fékkst fyrir íslenskan fisk úr gámum í Bretlandi í síðustu viku. Ahs voru seld 223 tonn fyrir um 44 mhljónir króna. Meðalverð fyrir þorsk, ýsu og karfa í gámasölu hefur ekki verið hærra undanfarna mánuði. Um 200 krónur fengust að meðaltah fyrir khóið af þorski og 182 krónur fyrir ýsuna. Ufsaverð var einnig gott. Tveir togarar seldu um 252 tonn í Bremerhaven í síðustu viku. Afla- verðmætið var 22 mhljónir hjá Viðey RE og um 17 mhljónir hjá Múlabergi ÓF. Gott meðalverð fékkst hjá báðum toguram, 164 krónur fyrir khóið hjá Viðey og 142 hjá Múlabergi. Uppi- staða aflans var karfi. Á fiskmörkuðum innanlands breyttist meðalverð htið milh vikna. Það var nánast óbreytt á þorski, ýsu og ufsa en karfinn hækkaði töluvert í verði eftir því sem leið á vikuna. Meðalkarfaverð hækkaði um 6 krón- ur milli vikna, fór í rúmar 63 krónur og hefur ekki verið hærra síðustu 5 mánuði. Sem fyrr heldur áhð áfram að lækka í verði á heimsmarkaði. Sl. föstudag var staðgreiðsluverðið komið í 1053 dohara tonnið. -bjb GJALD E YRISMÁL Daglegar faxupplýsingar um gjaldeyrismál Áskriftarsími 684999 Metviðskipti áhlutabréfa- markaðnum Mestu vikulegu hlutabréfavið- skipti ársins fóru fram í síðustu viku. Þá voru keypt hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands fyrir tæp- lega 55 mhJjónir króna. Mest var keypt af bréfum í íslenska hluta- bréfasjóönum eða fyrir 10,9 millj- ónir. Keypt voru hlulabréf í Granda fyrir 8,9 mihjómr og fyrir 8,4 milljónir í Eimskip. Þaö sem af er árinu hafa hluta- bréfaviðskipti numið tæplega 771 miliión króna. Landsvísitala hlutabréfa fór vel yfir 100 stig í síðustu viku, Gúmmitékkar Frá og með 6. deserober nk. verður sú breyting á færslu tékka í tölvukerfum banka og spari- sjóða að tékkar verða bókfærðir á reikninga viöskiptamanna sam- kvæmt thnaskráningu þegar þeím er framvisað í banka eða sparisjóði. Öhum innleystum tékkum dagsins verður í dagslok raðað eftir númerum tékkaeyðu- blaðanna og bókast tékki með lægsta númeri fyrst. Þessi bókunaraðferð er nefnd samtímabókun tékka og með öðr- um orðutn er ætlað að koma í veg fyrir útgáfu innstæðulausra tékka eða „gúmmitékka“. ViðskiptahaBlinn 2-3 milljarðar? í rítinu Gjaldeyrismáium, sem Ráðgjöf og efnahagsspár ltf. gefa út, er grein í gær þar sem segir að fréttum af jákvæðum vöru- skiptajöfnuði megi lýsa sem of- túlkun. Viðskiptahalhnn er sagð- ur verða 2 til 3 mihjarðar króna þegar upp verður staðið eftir þetta ár. Bent er á að jólainnkaup lands- manna standi yfir og veiddur fiskur það sem eftir er ársins verði tæpast fluttur út fyrr en á næsta ári. „Á heildina litíð gæti vöruskiptajöfnuður verið já- kvæður um tæpa 9 mhljarða í ár. Hvað varðar þjónustuviðskipti gæti haili numið röskum 11 mihj- örðum króna," segir í Gjaldeyris- málum. Þrírhótelstjórar áeinuári Jóhannes SiguijóiBaan, DV, Húsavik: Hótelsfjóri á Hótel Húsavík um þessar mundir er Páll Þór Jóns- son en í sumar keypti hann meiri- hluta í hóteiinu ásamt Bimi Hóimgeirssyni. Páh er þriðji hótelstjóri Hótels Húsavíkur á þessu ári. Benedikta Steingrímsdótttr gegndi starfinu th 1. júni sl. þegar Ása María Björnsdóttir tók við. Nú er sem sagt Páll Þór tekinn við taumun- um. Fiskverðshækk- unekkiádöfinni í nýlegu tölublaði Vísbending- ar, vikurits um viðskipti og efna- hagsmál, kemur fram aö litlar likur séu á fiskverðshækkunum þrátt fyrir atlasamdrátt í heimin- um. Botnfiskframboð i heiminum var 9,1 milljón tonna á siðasta ári en reiknað er meö að framboðið í ár veröi 8,3 mhljónir tonna. Spá fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 8,1 mihjón tonna af botnfiski í heím- inum. : Ástíeður fyrir litlum líkum á verðhækkun eru margar. Meðal þeirra er mikið framboð af utan- kvótafiski frá Rússum og Færey- ingum og ufsa frá Alaska. Verö á heimsmarkaði hefur verið að lækka vegna aukinnar sam- keppni, bæði mihi fisksefienda svo ogeinstakrafisktegunda. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.