Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Vestfjarða-hremmingar Atvinna er meiri á Vestfjörðum en í öðrum landshlut- um. Allt til þessa dags hefur atvinnuleysi á Vestfjörðum verið langt undir landsmeðaltah. Hvergi annars staðar hefur fyrirtækjum verið haldið gangandi 1 jafn ríkum mæh með erlendu vinnuafh og einmitt á Vestfjörðum. Þótt Vestfirðingum gangi betur en öðrum landsmönn- um, eru bhkur á lofti hjá þeim eins og öðrum. Landsfræg fyrirtæki eru sum hver komin á sóttarsæng og önnur hafa lagt upp laupana. Vestfirðingar eiga því á hættu svipað atvinnuleysi og þegar hefur steðjað að öðrum. Helzti grátkarl Vestfjarða hefur í tilefni þessa skorið upp herör gegn meintum óvinum Vestfirðinga. í þeim meinta fjandaflokki fara fremst ríkisstjómin, sem Matt- hías Bjamason telur beinlínis ofsækja Vestfirði, og Landsbankinn, sem hann telur mismuna Vestíjörðum. Landsbankastjórar em orðnir svo beygðir af gagnrýni á lélegan rekstur óg vafasama lánastefnu, sem krefst mihjarða afskrifta á hverju ári, að þeir treystu sér ekki til að bera hönd fyrir höfuð sér um helgina og létu sér nægja að þegja um órökstuddar ásakanir Matthíasar. Ríkisstjómin er orðin svo beygð af gagnrýni á lélegan ríkisrekstur og vafasama skuldastefnu, sem óðfluga gleypir útflutningstekjur þjóðarinnar, að hún treysti sér ekki til að bera hönd fyrir höfuð sér um helgina og kvaðst mundu taka fjárkröfur Matthíasar th athugunar. Ein stofnun í kerfinu er svo aum, að þar ræður Matthí- as öhu því, sem hann vhl ráða. Undir forsæti hans hefur hún slegið hvert íslandsmetið af öðru í botnlausu lána- og styrkjarugli. Þetta er Byggðastofnun, sem nú hefur gerzt sérstök byggðastofnun Vestfjarða. Samhhða skætingi sínum hefur Matthías látið Byggða- stofnun senda 300 mhljóna króna kröfu th ríkisstjómar- innar th að bæta hag Vestfjarða umfram aðra lands- hluta, jafnvel þótt aðsteðjandi kreppá hafi látið hægar að sér kveða á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum. Upphlaup Byggðastofnunar og formanns hennar er enn eitt dæmið um, að heilbrigð rekstrarsjónarmið eru þar ekki í hávegum höfð, þótt töluvert sé þar af svoköhuð- um sérfræðingum, sem eiga að vita betur. Byggðastofnun hefur ekkert lært af langvinnri peningabrennslu sinni. Þessi uppákoma hlýtur að styrkja kröfur um, að hin annálaða vandræðastofnun verði lögð niður, áður en hún veldur þjóðinni enn meira tjóni en þegar er orðið. Verð- mætabrennsla hennar er einn helzti örlagavaldurinn að göngu þjóðarinnar inn í vaxandi kreppu og vonleysi. Byggðastofnun hefur meira að segja stuðlað að eyð- ingu byggða með því að setja upp eða samþykkja óraun- hæf fjármáladæmi, sem hafa reynzt ofviða öhum aðstand- endum, henni sjálfri, athafnamönnum í héraði, sveitar- stjómum og almennum hluthöfum í fjármáladæmunum. Innspýtingarstefna Byggðastofnunar hefur breytt htl- um vandræðum í stórfehd vandræði, af því að hún hefur margfaldað íjármunina, sem í húfi hafa verið. Hún hefur ekki fylgt reglunni um, að gjaldþrot verða ekki stöðvuð með því að grýta peningum í þau í glóruleysi. Ógæfa hefur í aht of mörgum thvikum fylgt faðmlögum Byggðastofnunar. Þess vegna hafa nokkrir ráðamenn á Vestfiörðum þegar tekið dauflega undir úárkröfur henn- ar og formanns hennar. Þeir vita, að fjáraustur er hættu- leg thraun th lausnar á vandamálum íjórðungsins. Það er ekki nóg að yppta öxlum út af órökstuddu upp- hlaupi Matthísar og Byggðastofnunar, heldur þarf að gera ráðstafanir th losa grátkórinn af herðum okkar. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 „Neytenda- og launþegasamtök ættu að beita sér gegn skattsvikum," segir Árni m.a. í greininni. Skattsvik og ríkissjóðshalli Á sl. sumri birtist skýrsla skatt- svikanefndar íj ármálaráðherra, Friðriks Sophussonar. Niðurstöö- ur hennar eru að skattsvik nemi meiru en haUa ríkissjóðs, þau vegi að helstu undirstöðu velferðar- og réttarríkisins, þ.e. jafnræði þegn- anna um byrðar af sameiginlegum útgjöldum, og herða beri eftirlit og rannsóknir með öllum tíltækum ráðum. Andstæður Hróa Hattar Ýmsar þjóðfélagsstofnanir, emb- ættísmenn og hagsmunasamtök virðast láta sér skattsvik og undan- skot í léttu rúmi liggja - taka jafn- vel þátt í þeim. Skattsvikin eru rán frá þeim sem minnst mega sín, hafa minnstar tekjur og bera minnst úr býtum, fjölmennustu barnafjölskyldunum, og mest þurfa velferðar- og félagslega þjón- ustu samfélagsins. Hrói Höttur rændi hina ríku og gaf þeim fá- tæku. Skattræningjar nútímans eru algjör andstæða hans. Þeir ræna hina fátæku og hirða sjálfir ránsfenginn. Neytenda- og launþegasamtök ættu að beita sér gegn skattsvikum. Ránsfengurinn er tekinn frá félags- mönnum þeirra og á þeim bitna afleiðingarnar af fullum þunga, með skertri þjónustu, hærri skött- um og hærra verðlagi. Þau ættu að kynna félagsmönnum hve stór- um hlut skattsvikarinn rænir af verðinu sem hann fær fyrir vöru eða þjónustu, hve mikið þeir greiða fyrir hann af opinberri þjónustu sem hann og fjölskylda hans nýtur og hve miklu minni byrði þeirra af opinberri þjónustu yrði ef rétt væri skilað. Þau gætu hvatt félags- menn til árvekni og til að beina viðskiptum til annarra. Það væri verðugra verkefni en fjáraustur úr félagssjóðum til áróðurs gegn spamaðaraðgerðum stjórnvalda sem snúast aðeins um brot af ráns- feng skattsvikaranna. KjáUarinn Árni Ragnar Árnason aiþingismaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Reykjaneskjördæmi Betra skattaeftirlit í framhaldi af skýrslunni hefur fjármálaráðherra fahð starfshóp að semja drög að löggjöf, reglum og starfsaöferðum tíl að ná betri ár- angri af skattheimtu, eftirlití og rannsóknum. Innleiða þarf nýjar áherslur við athugun framtala og ársreikninga. Leggja ber af smásmugulegan elt- ingarleik við eðlilega kostnaðarliði þeirra sem standa skil á skýrslum og sköttum. Á hinn bóginn ber að herða leit, rannsóknir og viöurlög við undanskotum, svikum og van- skilum á virðisaukaskatti. Brýnt er að einfalda skattskil og skoðun á skattframtölum án til- efna. Koma ber á virku eftirliti þar sem möguleikar virðast til undan- skota, leita uppi og rannsaka ítar- lega vísbendingar um skattsvik og undanskot og fylgja eftír tilefnum til athugunar. Búa verður svo um hnútana að treysta megi skattskilum þeirra er veita slíka þjónustu. Umijöllun um endurskoðendur nái einnig til manna sem starfrækja bókhalds- og skattaskilaþjónustu. Um þá gildi sambærileg ákvæði og um löggilta endurskoðendur og þeir fái viður- kenningu tíl að annast skattskil smærri fyrirtækja. Ströng skilyrði verði um kunnáttu og starfsaðferð- ir við veitingu réttinda og við brot megi fella þau úr gildi. Ákvæði um starfshætti beggja þessara stétta ættu að taka á ábyrgð þeirra og réttíndum, kröf- um um kunnáttu og starfsaðferðir og um viðhald og endurnýjun kunnáttu og aðferða. Reglulegt eft- irht verði haft með þeim og niður- stöður þess ráði hve ströng rann- sókn veröi á skattskilum frá hverj- um þeirra og um ghdi eða missi réttinda. Ljóst er að þyngja verður refsing- ar við skattsvikum því áhætta virð- ist htil samanboriö við ránsfeng- inn. Við refsingar mætti bæta banni við viðskiptum opinberra aðha ríkis og sveitarfélaga, t.d. banni viö þátttöku í útboðum. Árni Ragnar Árnason „Hrói Höttur rændi hina ríku og gaf þeimfátæku. Skattræningjarnútímans eru algjör andstæða hans. Þeir ræna hina fátæku og hirða sjálfir ránsfeng- mn. Skoðanir annarra Reglugerð á skjön við raunveruleikann „Engum er greiði gerður með lögum og reglum, sem eru hafðar að háði og spotti í þjóðfélaginu. Gott dæmi um þetta er reglugerð um bann við áfengisaug- lýsingum frá ársbyrjun 1989... Reglugerðin er að sjálfsögðu algerlega á skjön við raunveruleikann í þjóðfélaginu nú um stundir... Er ekki kominn tími th að sníða bann við áfengisauglýsingum að nútím- anum?“ Úr forystugrein Mbl. 27. nóv. Sérstakt áfall f yrir f élagsmálaráðherra „Úrsht í kosningunum um sameiningu sveitarfé- laga hafa að vonum vakið mikla athygh... Niður- staða þessara kosninga er sérstakt áfall fyrir félags- mála- ráðherra Alþýðuflokksins, sem keyrði þetta mál fram meira af kappi en forsjá... Nú liggur fyrir ótví- ræð niðurstaða í fyrstu almennu kosningunum af þessum toga á lýðveldistímanum. Þessum dómi á að una og leyfa sveitarfélögunum sem fehdu tihöguna að vera í friði fyrir opinberum þrýstingi sem mjög var beitt í aðdraganda kosninganna.“ Hjöleifur Guttormsson alþm. í Austurlandi 24. nóv. Lögin um þjóðfánann „Lögin um þjóðfánann eru ein af mörgum forn- leifum íslenskra laga. Sumar takmarkanir þeirra á notkun fánans eiga ekki lengur við rök að styðjast, enda sett á tímum þegar löggjafmn var uppblásinn af þjóðarstolti og fjálgri virðingu fyrir einingartákn- inu.. .Eins og sakir standa er þjóðfáninn, tákn fuh- veldisins og „ímynd fegurstu hugsjónar þjóðarinn- ar“, í reynd vanvirtur með of htihi notkun." Úr forystugrein Tímans 27. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.