Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Meiming DV Samtíð og saga Það er laukrétt sem stendur aftan á káp- unni á bók Iðunnar Steinsdóttur, Er allt að verða vitlaust?: „Fyndin og raunsæ saga úr umhverfi sem allir unglingar þekkja." Fátt gerist í sögunni sem ekki getur gerst hvenær sem er í daglegu lífi krakka í Reykjavík - því miður, hggur mér við að segja, því þarna eru framin ýmis óhæfuverk. En lesendur mega ekki gera sér vonir um að sagan sé um krakkana á myndinni framan á kápunni því það er hún ekki. Söguhetjurnar eru Flóki, Hilda, Amar og Olga sem öll eru í 7. bekk hjá Hansínu. Þó að þrjú þeirra hafi verið saman í bekk í nokk- ur ár þekkjast þau lítið þegar þau eru sett saman í hóp í sögu til að skoða líf bama á 19. öld. Sagan fléttar svo saman rannsóknar- verkefni þeirra, sem þau vinna af sívaxandi áhuga, og átök við glæpagengi úr níunda bekk sem vill einkum hefna harma sinna á Flóka. Þræðirnir tveir era vel spunnir, eink- um er snjallt að láta krakkana finna bréf frá ekta nítjándu aldar dreng sem var skilinn frá móður sinni og bera aðstæður hans saman við aðstæður sínar nú á tímum. Áhuginn sem þau fá á þessum hátíðlegu og alvarlegu bréf- um verður fullkomlega sannfærandi - ekkert er eins heillandi lesning og gömul bréf. Smátt og stórt í lífi bamanna þessa daga kemur fram í frásögn eða lifandi samtölum. Heimilisaðstæður þeirra verða skýrar og bregða ljósi á persónuleika hvers um sig. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Hilda á þrjú lítil systkini og mamma hennar er þar að auki dagmamma þannig að her- bergi Hildu er alltaf á floti og mamma er alltaf að baka bollur sem Hilda nýtur óhóf- lega góðs af og er feitari en þykir smart. Þó að mikið líf sé í kringum hana heima á hún enga vinkonu og er einmana. Arnar er sonur tannlæknis og tölvufræðings, hann er ríki krakkinn í hópnum, á engin yngri systkini og er líka mikið einn. Höfundur leggur einna minnsta rækt við hann og hans heimili. Olga býr hjá pabba sínum og sambýlismanni hans. Sá rekur fornbókaverslun og það er þar sem Olga finnur bréfin. Olga er ein á báti eins og þau hin, hún er nýkomin í bekkinn og Iðunn Steinsdóttir. Saga úr umhverfi sem allir krakkar þekkja. lítil fyrir mann að sjá en leynir á sér. Hún reynist hafa stærsta hjartað og mesta um- burðarlyndið í hópstarfinu. Aðalpersóna bókarinnar er Flóki, flókinn karakter og athyglisverður. Þegar á bókina liður verður hann lifandi staðfesting þess að það eigi ekki að raða í bekki eftir getu því báðir hagnist á samvistunum, þeir duglegu og þeir dugminni. Flóki reiknar af ástríðu en hann er stirðlæs, orðinn tólf ára. Það er þó aldrei að vita nema drengurinn frá 19. öldinni lokki hann yfir þann þröskuld. Flóki er foðurlaus og býr með einstæðri móður sinni og lítilli systur. Lífi hans heima og heiman er afar vel lýst í snöggum og skýram impressjónískum myndum þar sem aðeins það fær að vera með sem nauðsynlega þarf að vera með. Líf Flóka hefur verið einmana- legt, fyrir utan samskiptin við litlu systur, en það springur út í allar áttir þennan stutta tíma sem bókin nær yfir. Hann kynnist ekki aðeins vinnuhópnum sínum í söguverkefn- inu heldur leitar hann líka til gamla fólksins í þjónustuíbúðunum í grænu blokkinni sem hann ber blaðið til og veiðir upp sögur af líf- inu í gamla daga sem kveikja áhuga hans sjálfs og félaganna. Það er svo í grænu blokk- inni innan um gamla fólkið sem aðalátökin verða milli níundabekkjar-gengisins og ungu sagnfræðinganna, þau spretta eðlilega upp úr sögunni, vel undirbyggð og undirbúin. Þetta er spennandi og þroskandi saga. Iðunn Steinsdóttir: Er allt að verða vitlaust? 129 bls. Iðunn 1993 Frönsk kvikmyndavlka - Vetrarævintýri: ★★ Ævintýrin enn gerast Vetrarævintýri, sem sýnd er á frönsku kvikmyndavikunni í Há- skólabíói þessa dagana, mun vera önnur í röð mynda sem franski leik- stjórinn Eric Rohmer kennir við árs- tíðimar fjórar. Og ævintýrisnafnið ber hún sannarlega með rentu. Félicie er ung og ráðvillt stúlka sem á erfitt með að gera upp á milli tveggja karlmanna í lífi sínu, hár- greiðslumeistarans og yfirmanns síns Max og menntamannsins Loics. Hún elskar báða á sinn hátt, samt varla nógu mikið til að vilja búa með þeim, þótt hún reyni nú sambúð með Max í einn eða tvo daga (maðurinn yfirgaf jú konuna sína hennar vegna og fluttist út á land). Mest elskar hún þó Charles sem hún hitti í sumarleyfi fyrir fimm Tajaðu við okkur um BILARÉTTINGAR BILASPRAUTUN ^wfíEElns-x Auðbrekku 14, sími 64 21 41 árum og átti með ástarfundi. Ávöxt- ur þeirrar ástar varð lítil dóttir en því miður fór Félicie borgavillt þegar hún lét Charles fá heimilisfang sitt og heyrði því aldrei frá honum meir. En hún lifir alltaf í voninni um að hitta þennan draumaprins sinn aft- ur. Og þar sem þetta er nú einu sinni ævintýri þá... Rohmer lætur myndina gerast á örfáum dögum um jólaleytið og á Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson köflum er hún allt að því í heimildar- myndastíl þar sem myndavélin eltir Félicie á ferðum hennar um París og út á land. En um leið og öll ytri umgjörðin er skorin við nögl er ekki hægt að segja hið sama um orða- flauminn. Málæði er hér meira og „háfleygara" en maður á að venjast í bíó og það eru þessar samræður persónanna, samræður sem gætu hvergi verið annars staðar en í franskri mynd, sem gera Vetraræv- intýri jafn skemmtilega og raun ber vitni. Vetrarævintýri (Conte d’hiver). Leikstjóm: Eric Rohmer. Leikendur: Charlotte Véry, Frédéric v.d. Driessche. Fjórðahæðin Þetta er önnur skáldsaga höfundar sem áður sendi frá sér þrjár ljóðabækur, muni ég rétt. Þetta er upp- vaxtarsaga í formi spennusögu. Hún hefst nálægt nú- tímanum (í maí 1990) og IV. hluti gerist einnig þá. Þessir ámóta löngu hlutar mynda þannig rammasögu sem er fjórðungur textans. Sagan hefst þannig að sögu- maður er kominn einn aftur á fornar bernskuslóðir og greinilega miður sín. Hann er að kanna aðstæður áður en hann e.t.v. tekur starfstilboði á staðnum og sest þar að með konu og bami. Þetta virðist vera miðl- ungsstór bær úti á landi, aðstæður allar ættu vel við Sigluíjörð, heimabæ höfundar. Og lýsingin er hrífandi dramatísk, myndræn og nákvæm, með áherslu á breytileikann. Á bak við nútímamyndina vakir svip- mót liðins tíma. Þannig er vel undirbúinn miðhluti bókarinnar, vakin spenna lesenda eftir að skilja for- söguna. Hún reynist þá vera uppvaxtarsaga sögu- manns og bróður hans. Hún fellur í tvo hluta, fyrir og eftir „syndafallið". II. hluti sýnir upphaf bræðra- lagsins, aldaríjórðungi áður en frásagan hefst, síðan lok þess, tólf áram seinna. En III. hluti er bréfaskipti bræðranna eftir aðskilnað þeirra. Lokahlutinn sýnir svo endanleg viðbrögð sögumanns við allri sögunni. einkennist af góðum tökum á formi spennusagna, sem áður segir. Og málin skýrast ekki fyrr en í lok sögunnar. Ekki má ég rekja málalok, en hitt verð ég að segja, aö þetta form vekur væntingar, sem ekki rætast. Bræðurnir ganga hvor sína leið, en báðar al- gengar. Þau leyndarmál sem afhjúpast seint og um síðir, virðast jafnvel sögumanni ekki afgerandi. Á dramatískasta atburði bókarinnar fást hins vegar ekki skýringar. Það er ósköp eðlilegt, og mætti taka það sem eins konar stefnuyfirlýsingu, að hafa þennan hvers- dagslega kjarna inni í ramma spennusögu, væri þá nokkurs konar svar við því að lesendur leita frá tíð- indalausu hversdagslifi sínu inn í æsileika spennu- sagna. En til að sagan gangi upp þarf kjaminn að vera á einhvern hátt sterkari en ramminn. Ekki í formi æsilegra atburða eða óvenjulegra aðstæðna, bara meira lifandi. Vissulega nær þó sagan vel mismunandi talsmáta sjómanns og menntaskólapilts. Sá fyrrnefndi notar hálfgerðan símskeytastíl, stuttar málsgreinar Bókmeimtir Örn Ólafsson með hálfkæringslegu slangri, bara taldir upp atburðir, ekkert talað um tilfinningar, og sleppt óþörfum orðum, svo sem (bls. 114): „Túrinn búinn. Við komum inn til að landa í morgun og ég í frí næsta túr. Við Gústi erum ákveðnir í að leigja okkur íbúð, hann var í landi þennan túr og fann kjallaraholu við Bergstaðastrætið sem okkur líst vel á. Fór með honum áðan að skoða. Eigandinn er búinn að samþykkja og við ætluðum að flytja inn í dag. Hann býr á miðhæðinni og svo er einhver kona með krakkagrísling í risinu." Tónninn og stíllinn 1 bréfum bræðranna er auðvitað breytilegur eftir því hvemig samband þeirra er. En hinn bróðirinn tjáir sig eðlilega í lengri, margbrotnari málsgreinum og talar mikið um tilfinningar, t.d. (bls. 103); „Eg er hálfutanveltu í skólanum, það er eins og ég eigi ekki heima héma, hef á tilfinningunni að ég eigi að vera að gera eitthvað annað. Ég næ alla vega litlu sambandi við krakkana, finnst þau stundum óttalega bamaleg. Mér sýnist þau fæst ætla sér eitthvað með þessu námi, eins og flestir séu bara að drepa tímann." Oft er um það rætt í bréfunum að hittast, en stílmun- ur þeirra gerir skiljanlegt að ekki verði úr því, og skýrir þá jafnframt einangran sögumanns og þaraf- leiðandi þroska. Kristján Kristjánsson: Fjórða hæðin. Iðunn 1993, 157 bls. GJAFAHANDBÓK /////////////////////////////// JÓLAGJAFA- HANDBÓK 1993 - 44 síður - fylgir DV á morgun. Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.