Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Fordómur ráðherrans Ef menn koma meö kenningar, sem stríöa gegn viður- kenndum fræöum, verða þeir aö rökstyöja þær vel. Þeir, sem kasta fram slíkum kenningum órökstuddum, veröa tæpast taldir viðræöuhæfir. Nema þeir séu ráðherrar og geti sem slíkir látiö mikla bölvun af sér leiða. Tugir og sennilega hundruð rannsókna í Bandaríkjun- um hafa leitt í ljós, aö áfengissýki er arfgengur sjúkdóm- ur. Meðal upplýsingaforöans, sem myndazt hefur, eru rannsóknir á mismunandi afdrifum margra eineggja tví- bura, sem fengu mismunandi fóstur og uppeldi. Til er gamalt og viturt spakmæh, sem segir, aö íjórö- ungi bregði til fósturs. Læknavísindi nútímans virðast hneigjast að svipaöri niðurstöðu um orsakir Qölmargra sjúkdóma. Þeir eru margir hverjir aö mestu leyti arfgeng- ir, en aö hluta til háöir áunnum umhverfisþáttum. Þetta gildir um marga algengustu sjúkdóma nútím- ans. Meö heilbrigðu lífi getur fólk dregiö úr líkum á krabbameini og hjartasjúkdómum, þótt það megni ekki að koma í veg fyrir arf sinn, sem getur fahö í sér hættu á þessum sjúkdómum. Hiö sama ghdir um áfengissýki. Þegar fávís heilbrigöisráðherra íslands segir áfengis- sýki vera áunna, er ekki meira sannleikskorn í því en, að krabbamein og hjartasjúkdómar séu áunnir, svo og endalaus röö sjúkdóma, sem hlaöa heilbrigðiskerfið kostnaöi. Fjóröungi þeirra bregður til fósturs. Þegar ráöherrann segir, að fólk eigi aö borga kostnað við einn sjúkdóm af þessu tagi, ætti hann um leið að segja, að fólk eigi að borga kostnaö við krabbamein sitt og hjartasjúkdóma. Það verður að vera sístem í galskapn- um, ef ráðherrar flagga kenningu sjálfskaparvítis. Svo hlálega vih til, að áfengissjúkhngar hafa þá sér- stöðu meðal sjúkhnga að hafa flestir áður greitt opinber gjöld af áfengi í margfalt meira mæh en sem nemur hin- um tiltölulega lága kostnaði við endurhæfingu þeirra. Þeir ættu því ekki hafa minni rétt en aðrir. Ef ráðherra vih í raun láta svoköhuð áunnin atriði eða sjálfskaparvíti ráða því, hvort fólk þarf að borga fýrir heilsuþjónustu eða ekki, á hann að byrja á íþróttunum. Þær eru fyrirferðarmesti þátturinn í vandamálunum, sem rekur á úörur slysadeilda heilbrigðiskerfisins. Ef hins vegar er ekki ætlun hans að láta fólk borga fyrir aðgerðir, sem stofnað er til vegna iðkunar íþrótta og annars sjálfskaparvítis, er fráleitt að láta það borga fyrir aðrar aðgerðir, er stafa af sjúkdómum, sem eru að mestu leyti arfgengir. Þar á meðal er áfengissýki. Ekki er nóg með að nærri allar rannsóknir í Bandaríkj- unum á þessum sjúkdómi renni í þennan arfgengisfar- veg. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin hefur tekið mark á þeim og formlega viðurkennt áfengissýki sem sjúkdóm. Og það hefur íslenzka hehbrigðiskerfið einnig gert. Undir venjulegum kringumstæðum nenna menn ekki að elta ólar við órökstuddar kenningar af tagi ráðherr- ans. Þar sem hann hefur aðstöðu th að láta frumstæða fordóma sína njóta sín til mikhs skaða fyrir þjóðfélagið, er nauðsynlegt að víkja frá hinni venjulegu reglu. Það er ábyrgðarhluti að blaðra í stfehu á opinberum vettvangi án þess að hafa gert neina tilraun th að setja sig inn í málin, sem eru th umfjöhunar. Það, sem kann að hafa gengið í bæjarmálum Hafnarfjarðar, gengur áhs ekki á sérhæfðu sviði á borð við hehbrigðismál. Ráðherra hehbrigðismála er hvattur th að fara í þagn- arbindindi og magna í þess stað upp vhjastyrk sinn th að leggja th atlögu við skjölin í ráðuneytinu. Jónas Kristjánsson „A Akranesi eru menn daglega í návígi við atvinnuleysisvofuna," segir Gísli m.a. - Frá Akranesi. Skelfingarástand í atvinnumálum Um þessar mundir heyrast neyð- aróp af landsbyggöinni varðandi atvinnumál. Byggðastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að at- vinnulíf á Vestíjöröum standi mjög höllum fæti og að þar þurfi að leggja fram fjármuni ef ekki á illa að fara. Fréttir berast nú af því að Suður- nesjamenn telji sig verr haldna en Vestfirðinga enda sé atvinnuieysi mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum. Vestfirðingar telja sig hins vegar hafa orðið fyrir slíkri skerðingu þroskkvóta að það beri að bæta með einum eða öðrum hætti. Þannig virðist komin upp sú staða að nauðsynlegt sé að hefja kapphlaup um hver standi verst aö vígi. Reyndar er þaö svo að á sama tíma og háð er hanaat um meistara- titil atvinnuleysis berast af því fréttir að Vestfirðingar séu að smíða togara erlendis sem kosti allt að tvo milljarða króna. Ef rétt er þá skilst betur af hverju auka þarf þorskkvótann á svæðinu. Vestfirðir ekkert einsdæmi Ástandið á Vestfjörðum er ekkert einsdæmi og er reyndar furðulegt að Byggðastofnun skuli fara af stað með umfjöllun um atvinnumál á þeim nótum að yfirvofandi at- vinnuleysi á einum stað sé verra en á öðrum. Hefur mönnum þar á bæ borist til eyma ástand iðnaðar á Akureyri eða vandræði útgerðar og fiskvinnslu á Höfn? Það er skelf- ingarástand atvinnumála um allt land. Skerðing aflaheimilda á Vest- urlandi hefur haft jafn mikil áhrif og skerðing aflaheimilda í öðrum landshlutum. KjaUaxinn Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi Á Akranesi era menn daglega í návígi við atvinnuleysisvofuna og stærsti hluti þess vanda sem þar blasir við á rætur að rekja til skertra aflaheimilda og stefnuleys- is í málefnum jámiðnaðar. Ef Byggðastofnun eða aðrir hafa lausnir á hraðbergi gagnvart ein- stökum svæðum er hér með minnt á að ætlast verður til þess að þeim lausnum verði beitt víðar. Tímabundin verkefni - eins og hvert annað skópiss Því miður er það svo að lausn atvinnuvandans er ekki einfalt mál en þó verður að kvarta yfir því aö til fárra úrræða er gripið til þess að vega gegn atvinnuleysinu. Tímabundin átaksverkefni sveit- arfélaga era eins og hvert annað skópiss enda era þau verkefhi eng- in lausn heldur tímabundið úr- ræði. Svo virðist sem allir séu agndofa yfir þeim átta milljörðum sem áætlað er aö verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu en eng- ar tillögur eða hugmyndir eru um að nýta þaö fé til að draga úr at- vinnuleysinu. Tískuorðin „sjálfbær þróun“ virðast eiga að gilda um framvindu atvinnumála en það sér hver mað- ur að sú þróun liggur niður á við. Stjórnvöld réðust gegn verðbólg- unni með þjóðarsátt um kjör fólks og því má spyrja hvort ekki sé rétt að helga 50 ára lýðveldisafmælinu baráttuna gegn atvinnuleysi. - Svæðisbundið ramakvein er ekki leið til lausnar. Gísli Gíslason „Reyndar er það svo að á sama tíma og háð er hanaat um meistaratitil at- vinuleysis berast af því fréttir að Vest- firðingar séu að smíða togara erlendis sem kosti allt að tvo milljarða króna.“ Skodanir annarra Miðstýring í verðlagningu „Verðbreytingin á mjólkurafuröum sýnir hugs- unarhátt einokunarkerfisins og í þessu tilfelli er hún óhæfa, því hún er ákveðin til að knýja neytendur til neyzlu á fitu sem er skaðleg heilsu þeirra að mati vísindamanna. Stjómvöld eiga að taka í taumana með þeim aðferðum sem þau hafa yfir að ráða. Það er óviðunandi með öllu að þeir sem standa fyrir þessum verðbreytingum komist upp með þær.“ Úr forystugrein Mbl. 3. des. Vandi smáflokkanna „Vandi smáflokkanna er einfaldur. Liklega vill meirihluti í öllum flokkunum sameiginlegt framboð. Hver um sig veit hins vegar nákvæmlega hvað þeir eiga á hættu að missa með sameiningu, en geta ekki tryggt að fá það sama út úr samningum við aðra. Með öðram orðum: Smákóngarnir og skammtíma- sérhagsmunir bera ofurliði sameiginlegan vilja, líkt og í atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga. Flokkunum er lífsins ómgulegt að gera það sem þeir vilja þó gera, innst inni.“ Úr forystugrein Pressunnar 2. des. Utan skynsamlegra marka „Það er ekki umdeilt, að neysla á harðri fitu eyk- ur magn kólestróls í blóði, sem aftur leiðir til aukinn- ar tfðni sjúkdóma í hjarta- og æðakerfinu... Það er vel skiljanlegt að þeir sem þurfa að selja smjör beiti tiltækum ráðum. En lækkun á smjöri, sem er greidd niður með hækkun á hollum mjólkurafurðum, er hins vegar utan allra skynsamlegra marka. Um síðir getur slík vitleysa leitt til þess, aö sóknin gegn hjarta- sjúkdómum tapist. En það er ekki öll vitleysan eins þegar verðlagning á landbúnaðarafurðum er annars vegar.“ Úr Alþ.bl.3. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.