Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1993, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 33 Sviðsljós Þaö vantaöi ekki fræga og fína fólkiö hjá Yasmin Khan sem er þriöja frá vinstri í neðri röð. En konurnar kepptust við aö vera í glæsilegustu kjólunum, sem allir voru rauðir samkvæmt þema kvöldsins. Allar í rauðu Leikkonan Rita Hayworth lést áriö 1987 eftir að hafa þjáðst af alz- heimersjúkdómnum í mörg ár. Dóttir hennar og Aga Khan, Yasm- in Khan, hefur á hverju ári haldið galakvöld þar sem safnað er fé fyr- ir Alzheimersamtökin. Það er Yasmin sem velur þema kvöldins hveriu sinni. í fyrra var þemaö tímaritaheimurinn og var það byggt á mynd Ritu, Cover Girl. Árið þar áður voru allir gestirnir skyldaðir til að klæðast hvítu og svörtu, en í ár lá skyldan hjá kon- unum og fengu þær ekki aðgang nema þær væru klæddar rauðu. Michael Bolton og Nicolette Sheridan á meðan allt lék í lyndi en nú eru þau bæöi á lausu. Nicolette &Michael Bolton: Sam- bandið búið Nicolette Sheridan, sem yfirgaf leikarann Harry Hcunlin fyrir söngvarann Michael Bolton, er aftur á lausu. Skilnaðurinn var ekki hávaðasamur og fór því fram hjá mörgum. Eftir því sem vinur þeirra segir þá ræddu þau saman í síma nokkra klukkutíma og kom- ust að samkomulagi um að slíta sambandinu. Talsmað- ur söngvarans staðfesti að samband þeirra væri úr sögunni en undirstrikaði þaö að þau væru enn góðir vinir. Nú bíða menn bara spenntir að sjá með hverjum þau slá sér upp næst. ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 11200 SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri meö söngvum Mlö. 29. des.ki. 17.00. Miöasala Þjóölelkhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram aö sýnlngu sýningardaga. Tekið á móti pöntunum i sima 11200frá kl. 10 virka daga. Græna línan 996160 Gjafakort á sýningu i Þjóðleikhúsinu er handhxg og skemmtileg jólagjöf ÍSLENSKA ÓPERAN __iiiii É VGENÍ ÓNEGÍ eftir Pjotr I. Tsjajkovský Texti eftir Púshkin í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Frumsýnlng fimmtudaginn 30. desemberkl.20. Hátiöarsýning sunnudaginn 2. januar kl. 20. 3. sýning föstudaginn 7. janúar kl. 20. Verö á frumsýningu kr. 4.000. Verð á hátiðarsýningu kr. 3.400. Boðið veröur upp á léttar veitingar á báöum sýnlngum. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega. Sýningardaga til kl. 20. SÍM111475- GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. Andlát Ragnheiður Bachmann frá Siglufirði lést 4. desember. (Antonia) Sigríður Sigurðardóttir frá Berunesi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík laugardaginn 4. desember. Yngvi Grétar Guðjónsson, Löngu- mýri 24, Garðabæ, áður Skólavörðu- stíg 44, lést þann 5. desember á gjör- gæsludeild Landspítalans. Torfhildur Þorvaldsdóttir, Stigahhð 41, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 4. desember. Úlfar V. Þorkelsson vélstjóri, síðast til heimilis á Kumbaravogi, lést 4. desember. Tilkyimingar Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach Fim. 30. des. Litlasviðkl. 20.00. ELÍN HELENA eftirÁrna Ibsen Fös. 10/12, laugard. 11/12, flm. 30. des. Ath.i Ekkl er hægt aö hleypta gestum Inn i salinn eftir aö sýnlng er hafin. Stórasviölökl. 14.00. ÍSLENSKT - JÁ, TAKK! Miöasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 ki. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar, tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús. FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ: GÚMMÍENDUR SYNDA VÍST, 25 mín. lelk- þáttur um áfengismál. Pöntunarsími 688000. Ragnheiöur. Leikfélag Akureyrar Viltu gefa jólagjöf sem gleður? Einstaklingar og fyrirtæki JÓLAGJAFAKORT LA ertilvalin jólagjöf. Jólagjafakortiö veitir aðgang að spunkunýja hláturvæna gaman- leiknum GOÐVERKIN KALLAl sem frumsýndur verður á jólunum. Höfum einnig til sölu nokkur eintök af bókinni SAGA LEIKLISTAR Á AKUR- EYRI 1860-1992. Haraldur Sigurðsson skráöi. Falleg, fróðleg og skemmtileg bók prýdd hundruöum mynda. Miðasalan er opin alla virka daga kl. 10-12 og 14.-18. Simi (96)-24073. Greiðslukortaþjónusta. ______________Fréttir Starfsmenn SVR hf. í vinnu án kjarasamnings: Reiðubúnir til aðgerða ef málið skýrist ekki - gert ráð fyrir breyttri stéttarfélagsaðlld, segir borgarstjóri Starfsmenn Strætisvagna Reykja- víkur hf. krefjast þess að Markús Örn Antonsson borgarstjóri standi við fyrirheit sín um að starfsmenn SVR haldi sömu launum og réttind- um hjá SVR hf. og áður og skora á borgarstjóra að beita sér fyrir því að ráðningarsamningur þar um verði gerður nú þegar. Langflestir starfsmenn SVR hf. hafa óskað eftir því að halda aðild sinni að Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar og hefur lögum félags- ins veriö breytt í því skyni. Þolin- mæði starfsmanna er nú á þrotum og eru þeir reiðubúnir að grípa til aðgerða skýrist málið ekki hið fyrsta. Þetta kom fram á fundi hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar í gær. Enginn ráðningarsamningur hefur verið gerður við starfsmenn SVR hf. og aka þeir því strætisvögnum um götur borgarinnar án þess að vita kjör sín. í bréfi, sem formaður Starfs- mannafélagsins sendi borgarstjóra fyrir helgi, segir að framkoma VSÍ sé ámælisverð í ljósi þess að óvissa hafi veriö meðal starfsmanna um hvort staðið yrði við fyrirheit borgar- yfirvaida þó að starfsmennimir hafi gengið til starfa hjá SVR hf. um mán- aðamótin í þeirri trú að kjör þeirra yrðu óbreytt. „Ný stjóm SVR hf. er að vinna aö þessari samningagerð og ég geri ráö fyrir að línumar skýrist fljotlega. Þegar breytingin á rekstrarformi SVR var í undirbúningi í sumar voru gefin loforð um að borgin myndi tryggja óbreytt kaup og réttindi. Það var hins vegar gert ráö fyrir því að stéttarfélagsaðild starfsmanna breyttist við það að SVR yrði hlutafé- lag,“ segir Markús Öm Antonsson borgarstjóri. -GHS LEIKFÉLAG MOSFEIJLSS VEITAR ,J>ETTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.