Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Page 9
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
9
P V___________Útlönd
Kreppan í Færeyjum sett 1 nefiid:
Skoðuð of-
an í kjölinn
Ríkisstjórnir Færeyja og Danmerk-
ur ætla einhvem næstu daga að setja
á laggirnar nefnd sem á að reyna að
komast til botns í ástæðunum fyrir
þeirri djúpu kreppu sem nú herjar á
færeyskt efnahagslíf.
Nefndin á að skila af sér skýrslu
þar sem farið verður ofan í kjölinn á
þeim ákvörðunum sem teknar vom
í færeyskum bönkum á níunda ára-
tugnum og sem áttu stóran þátt í því
að tveir stóm bankamir í eyjunum
fóra á hausinn.
Marita Petersen lögmaður sagði í
samtali við færeyska sjónvarpið að
landsstjómin vildi að rannsóknin
yrði hafin hið allra fyrsta. Lands-
stjómin vill að nefndin verði tekin
til starfa 1. febrúar og að skýrsla
hennar verði tilbúin fyrir 1. júh.
Marita Petersen segir ennfremur
að rannsókninni sé ekki ætlað finna
einhvem blóraböggul heldur greina
það sem gerðist á síðasta áratug og
leiddi til kreppunnar.
Færeyska lögþingið krefst þess að
nefndarmenn verði allir óháðir m.a.
færeysku bönkunum, Den Danske
Marita Petersen, lögmaður Færeyja.
Bank og fjármálaeftirlitsnefndinni
með eyjunum.
Fyrir helgi rétt tókst landsstjóm-
inni að greiða afborgun af láni í jap-
önskum banka og að öllu óbreyttu
er hugsanlegt að landssjóður komist
í greiðsluþrot innan nokkurra vikna.
Ritzau
Undirfataframleiðendur sýndu framleiðslu sína í París um helgina og mátti
þar meðal annars sjá klæðnað þessarar sýningarstúlku. Simamynd Reuter
Álframleiðendur:
Féllust á samdrátt
í framleiðslunni
Sex helstu álframleiðendur heims-
ins hafa náð samkomulagi um að
draga verulega úr framleiðslu sinni
til að stemma stigu við offramboði á
heimsmörkuðum en það hafði leitt
til mikilla verðlækkana.
i tilkynningu frá framkvæmda-
stjóm Evrópubandalagsins í gær
sagði að Bandaríkjamenn, EB, Rúss-
ar, Ástralir, Kanadamenn og Norð-
menn hefðu skrifað undir samkomu-
lagið en ekki var skýrt frá því í
hveiju það fólst.
Heimildarmenn innan bandalags-
ins vora einnig tregir til að segja frá
innihaldi samkomulagsins af ótta við
að það kæmi róti á viðkvæma mark-
aði.
Álframleiðendur á Vesturlöndum
vildu draga framleiðsluna saman um
tíu prósent, eða 1,5 til tvær milljónir
tonna á ári. Tahð er að umframbirgð-
ir á heimsmarkaði séu svipaðar að
magni til. Álverð hefur falhð út 2100
dohurum tonnið áriö 1990 niður í
rétt rúma 1200 dollara tonnið í síð-
ustu viku.
Rússum hefur verið kennt um mik-
inn hluta oSramleiðslunnar og á
laugardag gáfu þeir til kynna að þeir
væra fúsir til að minnka framleiðslu
sína um 500 þúsund tonn á ári. Þeir
vilja þá að vestrænir framleiðendur
fari eins að.
Álframleiðendur á Vesturlöndum
hafa falhst á að aðstoða Rússa við
að nútímavæða álbræðslur sínar
sem era orðnar gamlar og valda mik-
ihi mengun. Heimildarmenn innan
EB segja að bandalagið hafi lofað
aðstoð við að fjármagna lífvænlegar
fjárfestingar í áhðnaði og leggja til
tækniþekkingu.
Álframleiðendur hittast aftrn- í
Kanada 28. febrúar.
Macintosh LC475 er tilvalin tölva hvort heldur er
íyrir heimili, skóla eða íyrirtæki. Hún meira en
tvöfalt öflugri en Macintosh LCIII og verðið á sér
engan líka, aðeins 144.900,- stgr.
Hún er með 14" hágæða litaskjá, hnappaborði,
mús, 4 Mb vinnsluminni og 80 Mb harðdiski.
Vinnsluminnið má auka í allt að 36 Mb og með
auknu skjáminni getur tölvan birt þúsundir lita.
Nettenging er innbyggð og þannig má tengja hana
við aðrar tölvur og á þann hátt samnýta t.d.
prentara, senda upplýsingar á milli tölva og
vinna í sameiginlegum gögnum.
Svo er stýrikerfi Macintosh-
tölvanna auðvitað allt á íslensku.
Þeir sem kaupa Macintosh LC'475, eiga þess kost
að kaupa Apple CD300-geisladrif á sérstöku
tilboðsverði, aðeins 13.579,- kr. eða 12.900,- stgr.
Almennt verð geisladrifsins er .20.947,- kr.
Einnig bjóðum við mikið úrval CD-ROM-
geisladiska fyrir Macintosh-tölvur með fjölbreyttu
efni, s.s. alfræðisöfn, orðasöfn, kennslu- og
fræðsluefni, leiki, klippimyndasöfn o.m.fl.
Verð á Macintosh LC 475 er aðeins: 152.526,- kr. eða
Samanbur&ur á vinnslugetu:
Macintosh Classic
Macinlosh Colour flassic
Macintosh LC~
Macintosh tCÍÍT
Macintosh LC 475
Macintosh Quadra 700
144.900,-
Umboðsmenn:
Haftækni, Akureyri
Póllinn, fsafirði
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími: (91) 624800
Reuter