Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994 11 Fréttir Áform um sorpurðun í Melasveit úr sögunni Melar í Melasveit. Borgarnes og Akranes ætla sér að nýta jörðina undir sameiginlega sorpurðun. DV-mynd Sigurður Sigurðux Svenissan, DV, Akranesi: Leirár- og Melahreppur hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt á jörðinni Melum í Melasveit sem boð- in var upp fyrir skömmu. Akranes- kaupstaður og Borgarnesbær gerðu sameiginlega hæsta boð í eignina á uppboðinu - 8 milljónir króna - með það fyrir augum að nýta jörðina und- ir sameiginlega sorpurðun. Sigurður Valgeirsson, oddviti Leir- ár- og Melahrepps, sagði í samtali við DV að hreppurinn hefði ákveðið að nýta sér forkaupsréttinn að jörðinni þar sem ekki kæmi til greina að heimila sorpurðun innan hreppsins. Hann sagði ákvörðun þar að lútandi hafa verið tekna fyrir ári. Sigurður sagði jafnframt að sú ákvörðun kaupstaðanna að bjóða í jörðina hefði komið sér nokkuð á óvart en hann hti á tilboðið sem fljótfæmi. Gísh Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, sagði í samtah við DV að ástæða þess að kaupstaðimir hefðu samein- ast um að bjóða í jörðina byggðist m.a. á því að fyrir lægi skýrsla sem benti á umrædda jörð sem besta val- kost í sorpurðunarmálum í næsta nágrenni kaupstaðanna. Ný flæðilína í frystihúsi Tanga hf. á Vopnafirði var tekin i notkun 21. janúar. Hún var smíðuð i skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi en öll færibönd voru smíðuð hér heima hjá Bilum og vélum. - Konur við vinnu í frystihúsinu. DV-mynd Ari Hallgrimsson Tímarit um trúmál og mannlegt samfélag Stofiiað 1983 4 tölublöð á ári/verð aðeins kr. 1620 Áskriftarsímar 91-611000 & 610477 Framhaldsskóli Vestfjarða: Fjöldi nemenda hefur hætt námi Siguijðn J. Sigurðssan, DV, ísafirði: „Ég verð að viðurkenna að það er enginn shkur hsti fyrirliggjandi. Við höfðum gert ráð fyrir því að menn innrituðu sig sérstaklega ef þeir væru að breyta til en okkur er Ijóst að fleiri hafa hætt námi en við reikn- uðum með og hafa tilkynnt okkur þar um. Fólk lætur sig hverfa. Þetta þýðir það að við þurfum tíma til að finna út hverjir eru raunve'rulega í skólanum," sagði Björn Teitsson, skólameistari á ísafirði. í haust hófu 240 nemendur nám en aht bendir til að 50 nemendur hafi hætt námi um áramót. Á vorönn skráðu 30 nýir nemendur sig og virð- ist þvi sem afföllin séu 20 nemendur en það þykir eðlilegt við annarskipti að sögn Björns. Eru nemendur á Patreksfirði þá taldir með. „Það er nánast ókleift að gefa upp hve margir féllu á prófunum fyrir jól. Menn faha í einum og einum áfanga en teljast ekki fahnir út úr skólanum fyrr en þeir eru fallnir í 3 tíl 4 áfóngum," sagði Bjöm. Hann sagði að nokkuð væri um að nemendur hættu námi án þess að tilkynna um það til skólans. Nokkrir nemendur, sem skráðu sig í skólann í haust, mættu ekki þegar skólastarf- ið hófst. Nokkrir hættu á haustmán- uðum en meginþorri þeirra sem hefðu hætt fór pm áramót. Seyðisfiörður: AIK í gang í Fiskiðjunni á ný Pétur Kristjánsson, DV, Seyöisfirði: Vinna er hafin aftur í Fiskiðjunni Dvergasteini hf. eftir mánaðar stopp. Togarinn Guhver landaði þar 90 tonnum af bolfiski á þriðjudag og er tahð að sá fiskur dugi út vikuna. Von er á Gihlveri að nýju um helgina. Eins og gefur að skhja eru þessi tíðindi gleðheg fyrir bæjarbúa þar sem 50 manns vinna í húsinu þegar starfsemi er þar í gangi. Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi fyrir loönufrystingu og er búist við að vinna hefjist um leið og gæftir lagast og loðnan gefur sig. Hamboig Veittur er 5% staðgreiðsluafcláttur* amamirm í tvíbjli í 2 nœturog 3 dagaá Hotel Graf Moltke. í Hamborg bjóöum viö gistingu á eftirtöldum gæðahótelum: Graf Moltke, Berlin, Mortopol, SAS Plaza, Metro Mercur og Ibis. *M.v. að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fa 10.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18). (D ® Ein helsta verslunarborg Þýskalands, vörugæði og hagstætt verð. Nafntogaðir veitingastaðir, krár, vínstofiir, skemmtistaðir, fjömgt næturlíf af öllu tagi. Tónleikar, sígild tónlist, jass og rokk, leiksýningar, eitt virtasta óperuhús í Evrópu, frábær söfn, fallegt umhverfi, gott mannlíf. Brottfarir á fimmtu-, föstu- og laugardögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og þriðjudögum. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.