Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 Stuttar fréttir Utiönd Hjálparstarf í hættu Brottflutningur vestrænna her- manna frá Sómalíu kemur niður á hjálparstarfi í landinu. KosiðíTógó Fyrstu fjölflokkakosningamar fóru fram í Tógó um helgina og var stjómarandstaöan klofin. Mandelavígreifur Nelson Mandela, leið- togi Afríska þjóöarráösins, lauk þriggja daga kosninga- baráttu í höf- uðvígi öfga- sinnaöra hægrigrimanna í Suður-Afríku þar sem nýnasísti varaði við stríði ef Búar fá ekki heimaland. Nýr forseti í Costa Rica José Maria Figueras, frambjóð- andi stjómarandstæðinga, sagð- ist hafa náð kjöri sem næsti for- seti Costa Rica. Ekkertgengur Viðræður um vopnahlé í Bosn- íu fyrir milligöngu SÞ fóru út um þúfur. Kvartar yfir SÞ Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, sakaöi SÞ um að hafa vísvitandi ekki kennt Serbum um voðaverkið í Sarajevo til að koma sér hjá því aö grípa til aðgeröa. Böra og komir drepin Tuttugu blökkumenn skutu níu konur og þrjú böm til bana í Suð- ui Afríku RáðistáKúrda Tyrkneskar herflugvélar gerðu loftárásir á uppreisnarmenn Kúrda í tveimur héruöum. Hugsaðumfund ísrael og PLo velta fyrir sér hvort halda eigi friðarfundi í Kaíró í vikunni. Hveturtilsvara Albert Reynolds, forsætisráð- herra írlands, hefur hvatt írska lýðveldisherinn tii að svara frið- artillögum. Kafbátartilnjósna Bandaríkin hafa um áratuga- skeið notað kafbáta til niósna, segir í New York Times. Þurrkar skemma dóp Langvarandi þurrkar í Pakist- an hafa eyöilagt mestalla ólöglega ópíumuppskeru landsins. Poppsöngv- arinn Michael Jackson er sagður ætla að beita fyrir sig lögunum tO aö þagga niður í LaToya, systur sinni, sem hef- ur verið aö tjá sig um kynlíf hans. FrestaðiSviss Áætlun ym að lyfta flugvélar- flaki af vatnsbotni í Sviss hefur verið írestað og því ekki ljóst hvort gelslavirk efni em í henni. Gertvið húsið Menningarmálaráðherra Frakklands sagði að gert yröi við sögufrægt hús sem brann í borg- inni Rennes um helgina. Andstæðingarfieiri Ný skoðanakönnun sýnir að 52 prósent Norðmanna em á móti aöOd að Evrópubandalaginu en 36prósentmeð. Reuter, ntb Martti Ahtisaari kjörinn tíundi forseti Finnlands: Ætla að vera forseti allra landsmanna „Nýkjörinn forseti mun eiga erfið verkefni fyrir höndum, bæði í efna- hagsmálum og utanríkismálum. Það er mikflvægt að þjóðin sé ekki klofin. Ég ætla að reyna að sjá til þess að litið verði á mig sem forseta aflra landsmanna," sagði jafnaðarmaður- inn Martti Ahtisaari, nýkjörinn tí- undi forseti Finnlands, eftir að keppi- nautur hans, varnarmálaráðherr- ann Elísabet Rehn, viðurkenndi ósig- ur sinn í gærkvöldi. Ahtisaari hlaut 53,9 prósent at- kvæða en Ren 46,1 prósent. Kjörsón var 82,3 prósent. Sigur Áhtisaaris kom ekki á óvart. Fylgi hans jókst stöðugt eftir því sem nær dró kjördeginum og hann vann upp forskotið sem Rehn hafði eftir fyrri umferðina þann 16. janúar. Elísabet Rehn er ekki mjög súr yfir ósigri sínum. „Við þurfum ekki að sjá eftir neinu. Ég gerði mér grein fyrir því að það yrði erfitt að berjast gegn flokksvél eins og jafnaðarmannaflokknum," sagði Rehn sem sjálf var frambjóð- andi sænska þjóðarflokksins sem afla jafna fær fimm til sex prósent atkvæöa í kosningum. „Ég hef fengið að vera með í sögulegum atburðum og ég ht á baráttuna sem sigur fyrir mig.“ Fyrsta greining á úrslitum kosn- inganna í gærkvöldi bendir tfl þess að sigur Ahtisaaris megi m.a. rekja tfl þess að Rehn hafi ekki fengið fylgi finnskumælandi kjósenda borgara- flokkanna. Þótt Ahitisaari hafi einkum beint spjótum sínum að efnahagsmálunum í kosningabaráttunnui, en efnahags- kreppan í Finnlandi er sú versta frá því landið öðlaðist sjálfstæði frá Rússum árið 1917, verður utanríkis- stefnan þó höfuöverkefni hans, þar á meðal að reyna að viðhalda góðum samskiptum við Rússland sem hann segir að megi ekki einangrast. Þá er Ahtisaari eindreginn stuðn- ingsmaður aðfldar Finnlands að Evr- ópubandalaginu. Ahtisaari er 56 ára gamaU, fyrrum háttsettur embættismaður Samein- uðu þjóðanna sem samdi m.a. um sjálfstæði Namibíu. Hann er kvænt- ur og á einn son sem hélt upp á 25 ára afmæh sitt í gær. Forsetinn ný- kjömi, sem tekur við embætti 1. mars, hefur gaman af tónhst og gufu- Elísabet Rehn óskar Martti Ahtisaari til hamingju með sigurinn í torsetakosn- baði og er mikih áhugamaður um ingunum í Finnlandi í gær. Símamynd Reuter körfubolta. Reuter, FNB 68 manns farast í sprengjuárás á markaðstorgi í Sarajevo íbúar Sarajevo virða fyrir sér líkin sem lágu um allt eftir sprengjuárásina í gær. Simamynd Reuter Alls fórust um 68 manns og hundr- uðir slösuðust í sprengjuárás sem gerð var á fjölmennu markaðstorgi í Sarajevo í gær. Árásin er ein sú versta sem átt hefur sér staö í Sarajevo í þessari blóðugu borgarastyrjöld sem nú hef- ur staðið yfir í um 22 mánuði. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna atburðarins og óskað eftir að NATO undirbyggi loftárásir á þá Serba sem halda sig í grennd við Sarajevo og eru ábyrgir fyrir árásir á almenna borgara. Árásin á torgið í gær hefur vakið mikinn óhug um heim ahan og ýtt undir kall margra um að hernaðarleg íhlutun sé nauðsynleg tfl að vinna bug á vandamáhnu. Hvort af því verður er talið velta mikið á því hvað Bretar og Frakkar vflja gera í málinu þar sem þeir hafa mestan fjölda sinna manna í Bosníu. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Madeleine Albright, hefur fagnað ósk Boutros- Ghali og segir þetta sýna að Samein- uðu þjóðirnar og NATO séu virkilega að vinna saman tfl að finna lausn á vandamálunum í Bosníu. Clinton forseti hefur ekki gefið svar við fyrirspurninni ennþá en hann hefur sagt að hann vflja fá að sjá ósk Bourtros-Ghah skriflega áður en hann gefi svar um hugsanlegar loftá- rásir NATO. Clinton hefur lýst því yfir að reyna verði tfl þrautar að ná samningum áður en hemaði verði beitt. „Kannski verður þessi hrylhlegi at- burður sem átti sér stað í gær tíl þess að friðarsamingur náist og það er það sem við eigum að einblína á núna,“ sagði Clinton. ÖldungadeOdarþingmaður repúbhk- ana, Bob Dole, sagði í sjónvarpsþætti nýlega að Sameinuðu þjóðimar ættu að fá múslímum í Bosníu vopn í hend- urogheimflaloftárásiráSerba. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.