Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994 Spumiiigin Hvaö finnst þér um upp- sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar? Hrefna Guðjónsdóttir: Mér flnnst hún fáránleg. Emil Gústafsson: Mér finnst hún mjög slæm. Súsie Bachmann: Ég hef ekki kynnt mér málið. Hreinn Sigmarsson: Mér flnnst hún forkastanleg. Mér finnst að það ætti að ráða hann aftur. Jens Jónsson: Ég veit ekki hvort um annað var að ræða því hann hafði bréfið ekki persónulegt. Garðar Einarsson: Ég var ekki búinn að heyra það. Lesendur Feröaþjónustan: Raunhæfar hugmynd- ir eða óraunhæf ar? Jónas Guðmundsson skrifar: í útvarpsþætti á Bylgjunni nýlega ræddu menn sem fengið hafa heitið ferðamálafrömuðir. Þeir lýstu nýjum áætlunum og vonum sínum um að hið opinbera létti sköttum og skyld- um af þessari atvinnugrein svo aö ferðamenn - og þjónustuaðilar í greininni nytu góðs af. Alltaf á ríkið að koma til, ekki hinir. Jæja, hvað um það. Þarna voru samankomnir einn ráðherra, einn ferðamálastjóri, einn framkvæmdastjóri frá flugfélagi og einn framkvæmdastjóri frá hótel- og veitingahúsaeigendum. Þetta var orðaskak við ráðherra um að láta af skattheimtu á ferðaþjónustu. Hugmyndin um að fá útlendinga til landsins í þeim tilgangi að gamna sér hér við vont veður varð mér næg ástæða til að dæma svona umræðu- þátt marklausan. Dettur einhverjum í hug að útlendingar hafi ekki lent í eða þekki ekki vont veður? Alls stað- ar á jarðarkringlunni verða óveður, ýmist vetrarhörkur, fellibyljir eða flóð, og í svo ríkum mæli að við höf- um aldrei kynnst ööru eins. Ég veit ekki um nokkurn ferðamann sem óskar að komast í kynni viö veður- ofsa, snjókomu eða frosthörkur. Ekki einu sinni íslending. Það er aðeins eitt sem ferðamenn vilja umfram alit. Það er lágt verðlag á þjónustu sem þeir þurfa að nota. Það er ekki til staðar hér og það verð- ur að lagfæra fyrst af öllu. Annars glötum við þeim tækifærum sem við höfum þó byggt móttöku ferðamanna á. Atvinnutækifærin í ferðaþjónustu I landi veðurofsans. - Ferðamenn, njótið fárviörisins, aldrei lægra verð! verða ekki miklu fleiri en við höfum nú þegar. Þó mætti vel kaupa hingað farþegaskip sem gæti sinnt ferðum kringum landið að sumrinu og hafa í forum suður í höf að vetrinum. Flugið er að missa marks sem ferða- máti nema frá einum íostum punkti til annars. Flug er auk þess afar hvimleiöur ferðamáti þegar menn þurfa að vakna um miðja nótt til 2-3 stunda flugs til Evrópu. ■ Árið 1994 ætti að verða ár niður- færslu í verðlagi á ferðaþjónustu. Það verður ekki aftur tekið ef viö eyðileggjum farþegastreymi til landsins með græðgi og röngu mati um óskir ferðamanna, eins og kemur fram í hugmyndinni um veðurofsa að vetrarlagi fyrir útlendinga. Athugasemd vegna frettar 27. jan.: Akranesbær borgadi sitt hlutafé Sigurlín Sveinbjarnardóttir skrifar: Norræna skólasetriö hf. er stofnað í þeim tilgangi að byggja og reka skólabúðir fyrir íslensk og norræn ungmenni og hér er um nýsköpun í ferðaútvegi landsmanna að ræða. Kannanir, sem félagið hefur látið gera, leiða í ljós að góðir möguleikar eru í þessari grein ferðaþjónustu ef rétt er að staðið. Úttekt á reksfrar- grundvelli var gerð af þremur óháð- um aöilum og bar þeim saman í meg- inatriðum. Af hálfu forráðamanna félagsins er nú unnið að markvissri markaðssetningu en starfsemin hefst 1. ágúst nk. og hefur skólasetr- ið þegar verið bókað fyrstu vikurnar. Það eru því ótrúlegar þær staðhæf- ingar sem ofangreind frétt flutti, að um sé að ræða einhverja verstu íjár- festingu sem Akranesbær hefur lagt í, og að mati aðila sem DV hefur rætt við um yfirmáta mikla bjartsýni okkar sem að máli þessu standa að ræöa. Þetta getur vart talist góður fréttaflutningur og þama eru birtar rangar upplýsingar. Um tveir mán- uðir eru liðnir síðan mál þetta kom upp. Löngu er búið að leiðrétta þann misskilning sem þessu olli og Ákra- nesbær innborgaði sitt hlutafjárlof- orð að fullu fyrir áramót eins og beð- ið var um. Uppbygging skólasetursins útveg- ar fjölda manns á Vesturlandi at- vinnu nú yfir vetrarmánuðina og mun, þegar rekstur hefst í sumar, veita tiu manns fasta vinnu, auk þeirra margfeldisáhrifa sem felast í þjónustu við 90-100 nýja ferðamenn í hverri viku allan ársins hring. Úr- tölur á við þær sem fréttin er byggð á eru viðkomandi til vansa, sérstak- lega fréttaritara, sem ekki hafði fyrir því að kynna sér málið frá öllum hliðum. Til togarakaupa í Kanada Verður lagst í víking og sjóræningjaveiðar hafnar? Jóhann Oddur Gíslason skrifar: Nú skal haldið til hafs og veitt í öllum Smugum, hvar sem þær finnast! - Nú ætla allir sem vettlingi geta valdið til Kanada og kaupa þar eins og einn togara, fá lánaðan fána og heíjast handa í einhverri „Smug- unni“. En lítið heyrist frá bændum. Varla ætla þeir að verða eftirbátar iðnaðar- manna sem heyrst hefur að séu að fara í verslunarferð líka. Er nú svo komið fyrir þessari þjóð, sem barist hefur með kjafti og klóm fyrir friðun og skynsamlegri nýtingu allra fiski- stofna, hvar sem er, en er nú búin að koma öllu í kaldakol innan eigin friðunarmarka, að hún ætlar að leggjast í víking og hefja allsheijar sjóræningjaveiöar hvað sem það kostar? DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Skítt með alla skynsemi. Stundar- villan skal ráða feröinni, enda hefur skynsemin kannski ekki alveg ráðið ferðinni hjá okkur við friðun og við- hald okkar veiðistofna. Nú eru að hefjast enn nýjar viðræð- ur við Norðmenn um Smugu og loönu o.fl. Og þá heyrast þær háværu raddir sem alla skynsemi yfirgnæfa, að nú skuli ekkert gefiö eftir enda vonin um stundargróða mikil. Það er nú svo með suma að ef eitt- hvað bjátar á og vanda ber aö hönd- um þá sjá þeir ekkert nema vitleys- inga í kringum sig. - Samanber þá sem eru á móti sjóræningjaveiðun- um svonefndu. Hinósanngjörnu STEF-gjöld Rósa skrifar: Það er meira en ósanngjarnt að ætla að innheimta STEF-gjöld af allri leikinni tónlist sem er leikin í útvarpi eða af spólum eins og t.d. á rakarastofum eða álíka þjónustustöðum. Þetta er tví- greiðsla til STEF og það vita all- ir. Það væri ekki sanngirni að imiheimta afnotagjald af bókum sem lægju til aflestrar á lækna- stofum eða biðstofum vítt og breitt í þjóðfélaginu. Höfundar efnis eru brnúr að fá greiðslu fyr- ir sitt framlag og ekki hægt að innheimta frekar. Sama gildir um tónlist sem er leikin í útvarpi á þjónustustöðum. Zhírínovskí hræðir Kari Guðmundsson skrifar: Ég er sammála þeim sem haíá verið að líkja núverandi ástandi í Evrópu við það sem þar var árið 1938, rétt fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Nú er það Zhírínovskí sem hræðir Vesturlönd. Áður var það Hitler. Nú eru Frakkar að láta undan kröfu Serba og Króata á hendur múslímum í Bosníu. Það sama gerðu Frakkar og Bret- ar 1938 gagnvart kröfu Hitiers á hendur Tékkóslóvaldu. Og nú hótar Zhírinovskí Vesturlöndum fyrir hönd Rússa og segir þá styöja Serba komi Vesturlönd raúslíraum til aðstoöar. Er þá Jeltsín valdalaus? Óviðunandifisk- veiðistjórnun G.K.Ó. skrifar: Sjá ekki ráðamemi að núver- andi leiguliðakerfi i fiskveíði- stjórnun er óhæft? Sú auölind þjóöarinnar sem hafiö í kringum landið er og eina auðlindin sem við sækjum verðmæti í til út- flutnings er eign þjóðarinnar, ekki eins hóps í þjóðfélaginu. Þessa auðlind er ekki hægt að nýta endurgjaldslaust frekar en aðrar auðlindir hvar sem er í heiminum. - Núna verður að linna spillingunni og óréttlætinu sem viðgengst í fiskveiðistjórn- uninni. Það veröur að láta á þetta reyna með þjóðaratkvæða- greiðslu. Ilppmeðís- lenskan iðnað Torfi hringdi: Það er ekki hægt að verja leng- ur það hugsunarleysi og ég vil meina skemmdarstarfsemi sem rekja má til íslenskra ráðamanna sem komu því svo fyrir að is- lenskur iðnaður er svo gott sem úr sögunni. Á tímabili var hér allblómlegt umaö litast; húsgögn, fatnaður og einnig járniðnaður. Nú er aðeins unnið í matvælaiön- aði og gott ef hann verður uppi- standandi eftir svo sem 1-2 ár ef innflutningur búvara verður frjáls. Þetta er fáránlegt á tímum atvinnuleysis. Reisum við is- lenskan iðnað. Óarðbær erlend lán Birgir Bjömsson hringdi: Skyldu menn gera sér grein fyr- ir öllum þeim skuldum sem við íslendingar höfum orðið að taka á okkur fyrir tilstilli stjómmála- manna gegnum tiðina? Þessa dagana og mánuðina eru íslensk stjórnvöld að keppast við að taka meiri erlend lán til þess eins að greiða niður öimur eldri og vexti af þeim. Það versta við þessi lán er aö þau hafa að langmestu leyti farið í óarðbærar framkvæmdir. Aðeins eitt dæmi: Blönduvirkjun. Sáu menn þetta ekki fyrir? Hvar var framsýni stjómvalda?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.