Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
f|f Útboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurbætur á loftræstikerfum i Laugardalshöll. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. mars 1994 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN Fríkirkjuvegi REYKJAVIKURBORGAR 3 - Simi 25800
Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hraunbær 42, 2. hæð mið, þingl. eig. Ruth P. Sigurhannesdóttir, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Valgarð Briem hrl., 11. fe- brúar 1994 kl. 15.00.
Hverfisgata 105, austurhluti 1. hæðar, 16,1% heildareign, þingl. eig. Félag starfsfólks í húsgagnaiðn, gerðarbeið- endur Sameinaði lífeyrissjóðurinn og íslandsbanki hf., 11. febrúar 1994 kl. 14.00.
Eiðismýri 2, Seltjamamesi, þingl. eig. Krana- ogmótaleigan, gerðarbeiðend- ur Sameinaði lífeyrissjóðurinn og ís- landsbanki hf., 11. febrúar 1994 kl. 13.30.
Markholt 17, Mosfellsbæ, þingl. eig. Erla Ósk Lámsdóttir, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins, Mosfells- bær og íslandsbanki hf., 11. febrúar 1994 kl. 11.30.
Hamarshöfði 8-10, hluti, þingl. eig. Réttingamiðstöðin hf., gerðarbeiðend- ur Gjaldheimtan í Reykjavík og Iðn- lánasjóður, 11. febrúar 1994 kl. 16.30.
Hamraberg 20, þingl. eig. Kristín Magnadóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 11. febrúar 1994 kl. 15.30. Ystasel 28, þingl. eig. Jósteinn Krist- jánsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Ríkisútvarpið, SPRON, Smjörlíki hf., Sverrir Hauksson, toll- stjórinn í Reykjavík og Valgarð Briem, 11. febrúar 1994 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Hraunberg 4, þingl. eig. Gunnar Jó- hannesson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 11. febrúar 1994 kl. 14.30.
BIRKENSTOCK®
Heilsusamlegur skófatnaður.
Meira en tveggja alda reynsla og þekking.
Með sífelldri þróun, rannsóknum og nýj-
ustu tækni er stöðugt unnið að því að gera
góðan skófatnað betri.
Teg. Arizona
Stærðir:
35-40, kr. 3.695,
41-46, kr.
SkOMn
Litir: svartur, blár,
hvítur eða brúnn.
Laugavegi 41
- sími 13570
Kirkjustræti 8-sími 14181
Lokað ítlag
Útsalan hefst
á morgun,
kl. 8.00.
Meiming
Jazzkvartett
Reykjavíkur
í Reykjavík
Jazzkvartett Reykjavíkur er sennilega eina djass-
hljómsveit okkar sem meira hefur gert að því að spila
erlendis en hér heima og er nafn sveitarinnar sjálfsagt
afleiöing þess að afurðin skyldi á erlendan markað,
því djassmenn eru sér ekki síður meðvitandi um gildi
vörumerkja en fiskútflytjendur. Þeir merkja sig borg
noröursins sem þá segir útlendingum að þeir flytji
náttúrulegan og ómengaðan djass, lausan við mengirn,
og aukefni. Hvort sem þar er siglt undir fcilsku flaggi
eða ekki verður ekki annaö sagt en að tónsmíðar þeirra
Tómasar og Sigurðar séu vissulega með sterk ein-
kenni sem hrifnæmir menn og skáldmæltir gætu ör-
ugglega rakið til íslenskrar náttúru og sagnahefðar-
innar. En þótt sumum okkar sjáist yfir þaö kemur það
ekki í veg fyrir að hægt sé að njóta laganna því þau
standa vel fyrir sínu ein og óstudd. Kvartettinn skipa
þrjár traustar mublur, Sigurður altisti Flosason, Tóm-
as R. Einarsson bassisti og Eyþór Gunnarsson pían-
isti. Síðan kyndir undir mublunum ljóniö unga, Einar
Valur Scheving. Þeir heiðruðu okkur Reykvíkinga með
tónleikum síðastliðið fimmtudagskvöld en þeir fara
svo utan á sunnudag til að spila í þekktasta djass-
klúbbi Breta, Ronnie Scott’s. Tónleikamir voru haldn-
ir á Sóloni íslandusi, því miður hggur mér við að
segja, því enn hefur ekki tekist að bæta hljómburðinn
þar uppi svo boðlegur geti talist. En þegar ég nálgað-
ist staðinn sá ég að ekki fór á milli mála að þar voru
merkilegir hluti aö gerast því verðið á heitu kakói stóð
á auglýsingatöflu staðarins fyrir utan.
En snúum okkur að sjálfum tónleikunum. Efnisskrá-
in var borin uppi af tónsmíðum þeirra Tómasar og
Sigurðar eins og við mátti búast og voru sum þeirra
frumflutt á þessum tónleikum. Má þar nefna „Þunga
þanka" Sigurðar Flosasonar, angurvært lag í blús-
formi, og höfundurinn blés gullfallegt „gisið“ sóló í
anda lagsins. í kjölfar þess kom önnur óopinberuð
smíð Sigurðar, „Alla tíð“, sem í mínum eyrum hljóm-
aði sem samba þótt þeir spiluðu það með mjög losara-
legum hryn allt annars eðhs, gott lag. Þar á undan
fluttu þeir nýtt lag frá Tómasi sem ég missti af að
mestu leyti, því miður verð ég að segja, því lög Tómas-
ar finnast mér mörg meðal þeirra bestu sem frá íslend-
ingum hafa komið. Þar á meðal eru tvö lög sem við
fengum að heyra á þessum tónleikum, „Vangadans"
og „Ólag“ sem er hiö herfilegasta rangnefni á sniðug-
um valsi sem þeir skeyttu svo stuttum kafla í hefð-
bundnum fjórum aftan við. Eitt lag eftir trommuleikar-
ann var frumflutt, „Skin og skúrir", og tveir standard-
ar flutu með, „Alone Together" og „Hot House" sem
sögukennarinn feðraði öðruvísi en ég er vanur en þar
átö Tómas skemmtilegt sóló.
Ekki veit ég hvort þaö var fámennið sem gerði það
Jazzkvartett Reykjavikur. Talið frá vinstri: Tómas R.
Einarsson, Einar Valur Scheving, Sigurður Flosason
og Eyþór Gunnarsson.
Djass
Arsæll Másson
að verkum að hljómsveitin virtist óvenjulega afslöpp-
uð, og brá hún oft á leik og sýndi húmorísk tOþrif,
nokkuð sem títtnefndur ég kann vel aö meta og ht á
sem sögulega arfleifð djassins sem skemmti- og dans-
tónlistar. Sérstaklega voru það Eyþór og Einar Valur
sem fyrir slíku stóðu og vh ég í framhaldi af því minn-
ast sérstaklega á hversu vel þeir léku saman í píanó-
sólóunum oft á tíðum. Eyþór er frábær píanisti eins
og ahir vita og spilar mjög rytmískt sem höfðar greini-
lega mjög til Einars sem fylgdi honum eftir í hví-
vetna. Einar er ungur að árum og hefur til að bera
eldmóð æskunnar en skorör kannski enn ögun hinna
reyndari sem kemur fram í svohtlu kæruleysi stöku
sinnum. Ég vh nefna í því sambandi að ég hef undan-
farið heyrt töluvert oft í Sigurði Flosasyni og er spha-
mennska hans aldrei þannig að hægt sé að fá á tilfinn-
inguna aö hann sé þreyttur á því sem hann er aö gera.
Þaö vhl gerast að menn sem skara fram úr fái minna
hrós fyrir þaö sem þeir eru að gera en þeir eiga skh-
ið, sérstaklega þegar þeir spha mikið hér í fámenninu.
Ég vh að lokum þakka Jazzkvartett Reykjavíkur fyrir
tónleikana og óska honum góðrar ferðar.
íslensk tónlist í Listasaf ni
Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í Listasafni
íslands í gærkvöldi. A efnisskránni var íslensk tónhst
og voru flutt verk eftir Pál P. Pálsson, Jón Ásgeirsson,
Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjömsson, Karól-
ínu Eiríksdóttur og Leif Þórarinsson. Stór hópur tón-
hstarfólks kom við sögu. Stjómendur vom Guðmund-
ur Óh Gunnarsson og Atíi Heimir Sveinsson. Ein-
söngvari var Signý Sæmundsdóttir.
Kammersveitin heldur upp á það um þessar mundir
að hún hefur starfað í tuttugu ár með því að flytja
ýmis verk sem hún hefur áður flutt á ferh sínum.
Verkin á þessum tónleikum voru flest frá áttunda ára-
tugnum. Sýndu þau vel þá fjölbreytni sem tónhst nú-
tímans hefur upp á að bjóöa. Tónleikamir hófust á
verki Páls P. Pálssonar, Kristahar. Þetta er vel útsett
verk og fallega hljómandi. Hið vefræna viðhorf er ráö-
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
andi og efniviðurinn fyrst og fremst hljómar í ýmsum
myndum, sem höfundurinn sýnir sig hafa gott vald
á. Oktett eftir Jón Ásgeirsson kom næstur á dag-
skránni. Yfirbragð verksins var nokkuð hefðbundið,
meðal annars vegna þess það þar er að finna skýrar
og vel samdar laghnur. Tónamálið er hins vegar hehd-
stætt og persónulegt. Ekki fór milh mála að höfundur-
inn hefur leitt hjá sér ahar tískustefnur og strauma
tímans og samið þá tónhst sem honum sjálfum líkaði.
Þegar fram hða stundir og menn hafa gleymt hvaö
þótti fínt hvenær eiga slík verk góða möguleika th
langlífis.
Lengsta verkið á tónleikunum var „I cah it“ eftir
Atla Heimi Sveinsson. Þar er byggt á ljóði eftir Þórð
Ben. Bæði ljóðiö og tónverkið bera merki hippa-
tímans. Efhiviðimnn í tónhstinni er ekki síður hljóð-
heimurinn en tónheimurinn. Ef í verki Páls P. vefur
er skapaður úr sérhljóðum hljóðheimsins þá eru sam-
hljóðin efniviðurinn í verki Atla. Hitinn og þunginn
er borinn af sópranrödd og slagverkshljóðfærum.
Mannsröddin er jafnt notuð sem slagverk sem lagrænn
hljóðgjafi. Erfitt er að fallast á að Tema senza variazi-
oni, eftir Þorkel Sigurbjömsson sé réttnefni. Að
minnsta kosti fær stefjaefni hans mjög skýra úr-
vinnslu og er vandlega thbreytt. Er það og meginstyrk-
ur verksins. Endirinn er svo rökfastur að svo virtist
sem eigi væri þörf á frekari sphamennsku það kvöldið.
í Broti eftir Karlólínu Eiríksdóttur gefur að heyra
skemmthega blöndu af laghnum, kontrapunkh og hta-
vef, aht sett fram á aðgenghegan og skýran hátt. Leif-
ur Þórarinsson segist vera undir býsönskum áhrifum
í verki sínu Á Kypros. Fyrir undirrituðum gat það
allt eins verið flahahringurinn á Hvolsvelh sem
þrumdi að baki þessari snöfurlegu sinfóníu. Höfundur
virðist í verki þessu vera í mjög heiðarlegri einarðri
ghmu við efniviðinn og hafa oftast betur, hvort sem
þar hefur hjálpað honum Þríhyrningur eða Tródos-
fjöh.
Flutningur á þessu tónleikum var mjög vandaður
og vel útfærður. Signý Sæmundsdóttir söng af mikilh
tónelsku í verki Atla Heimis og Guömundur Óh Gunn-
arsson sýndi að hann vex stöðugt að þroska sem stjóm-
andi.