Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
31
Sviðsljós
Menning
Hljómplötur
Aðalsteinn Ingólfsson
Glæsileikur
og sexappíl
Anne-Sophie Mutter fiðluleikari er ung og glæsileg
kona. Og það sem meira er, hún er ótvírætt í hópi
snjöllustu fiðluleikara sem nú eru uppi. Ég hefði ekki
haft orð á útliti ungfrú Mutter ef útgáfufyrirtæki henn-
ar, Deutsche Grammophon, væri ekki stöðugt að
hamra á því með kynþokkafullum myndum. Sjálf er
Anne-Sophie Mutter greinilega meðvituð um aðdrátt-
arafl sitt, fer vel með það á sviði, vitandi að flutningur
á sígildri tónlist er líka angi af sjóbisniss. En aðalmál-
ið er auðvitað fiðluleikurinn og þar hefur Anne-
Sophie Mutter staðið undir öllum væntingum. Þær
voru talsverðar í upphafi ferils hennar; Karajan upp-
götvaði hana nefnilega og gerði úr henni stórstjömu
meðan hún var enn óharðnaður unglingur. Hann
reyndist hafa veðjað á réttan hest, Mutter hélt áfram
að dafna þótt Karajans nyti ekki lengur við og hefur
sjaldan verið betri en einmitt nú. Anne-Sophie Mutter
sker sig ekki úr fyrir sérvisku í spilamennsku; mótar
ekki hendingar á eins afgerandi hátt og margir starfs-
bræður- og systur hennar, heldur fer yfirleitt skyn-
samlegan og gagnvandaöan milliveg í túlkun sinxú,
hver svo sem tónlistin er.
í hringiðu helgarinnar
Utanríkisráöherra, Jón Baldvin Hannibalsson, heiðraði þyrluflugbjörgun-
arsveit Varnarliðsins síðastliðið fimmtudagskvöld fyrir atrekið þegar hún
bjargaöi sex mönnum af sjö manna áhöfn Goðans af strandstað í Vaðlavík.
í ffemri röð sitja skipverjamir af Goðanum sem komust lífs af en í aftari röð má
sjá áhafnir þyrlnanna tveggja. Þeim til beggja handa standa Michael D. Haskins,
yfirmaður flotastöðvarmnar, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.
í Listasafni íslands var um helgina opnuð sýningin Ný aöfóng 1988-1993,
fyrri hluti. Á sýningunni em verk sem hafa verið keypt á þessum árum eða
verið gefin safninu. Úr þessum nýju aðfongum safnsins hafa verið settar
saman tvær heildstæðar sýningar og verður sú seinni opnuð á sama tíma
að ári. Á myndinni má sjá Kristin E. Hrafnsson útskýra verk sitt Kröflu
fyrir einum sýningargesta.
Virtúósatónlist
Þetta er einkenni á leik hennar á nýrri geislaplötu
með þekktri „virtúósatónlist“, sígaunastemmu Sara-
sates, Djöflasónötu Tartinis, „Tzigane" eftir Ravel og
fleiri stykkjum í þá veru, það sem sumir kaUa „týpísk
aukalög". Ófáir fiðluleikarar láta gamminn geisa í
svona tónlist og eru þá ekki aö eltast við öll blæbrigði
hennar. Mutter tekur þessi verk alvarlega og leyfir
þeim að njóta sín til fullnustu. Því er ef til vill minna
„púður“ í leik hennar en ýmissa annarra túlkenda
verkanna, en á móti kemur að í meðforum hennar
öðlast tónlistin aukna, oft óvænta dýpt. Þessi um-
rædda geislaplata er tekin upp með nýrri tækni sem
DG nefnir 4D, en hún styttir upptökuferlið til muna
Anne-Sophie Mutter.
þannig að hljóðfæraleikurinn nær eyrum áhorfandans
nánast ótruflaður. Ég skal viðurkenna að ég varð ekki
var viö kosti þessarar upptökutækni við „venjulegar"
aðstæður, en um leið og ég jók á hljóðstyrkinn gerði
ég mér ljóst að flest upptökuhljóð, suð og diskant,
voru víðs fjarri. Þetta gleður eflaust hreinstefnumenn-
ina, en er vatn á myllu þeirra sem þykjast sjá í geisla-
plötunni óæskilegan uppgang ópersónulegrar og geril-
sneyddar tónlistarmiðlunar.
Anne-Sophie Mutter - Carmen Fantasie Fílharmóniuhljóm-
sveit Vinarborgar & James Levine. Verk e. Sarasate, Wieni-
awski, Tartini, Ravel, Massenet DG 437 544-2. Umboð: SKÍFAN
Það voru margar veiðisögur sagðar
í Perlunni á laugardagskvöld þegar
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hélt
árshátíð sína. Hér er það Sverrir
Kristinsson sem segir Þórarni Sig-
þórssyni frá þeim stóra sem slapp
síðasta sumar. DV-myndG.Bender
Það hefur stundum viljað loða við
stangaveiðiíþróttina að hún væri
„karlasport" en konumar létu sig
ekki vanta á árshátíð Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur sem var haldin á
laugardagskvöld. Hér er Sigurður
Guðjónsson að ræða málin í hópi
„veiði“kvenna. DV-myndG.Bender
Stuðningsmenn Þorbergs Aðal-
steinssonar úr prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins inn síðustu helgi fjöl-
menntu í íþróttamiöstöð ÍSÍ á laugar-
dag til að fagna góðum árangri. Á
meðal þeirra sem skáluðu við Þor-
berg voru þeir Hannes Guðmunds-
son, Kristján Sveinbjörnsson og Ólaf-
NOTAÐIR BILAR
ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA
Sýnishorn úr
söluskrá
1. Ford Orion 1,6, ss., hvítur, árg.
’87, ek. 89 þ. V. ca 395 þ.
2. Fiat Uno 45S, árg. ’88, svartur,
ek. 42 þ. V. ca 220 þ.
3. M. Benz 300 D, árg. ’85, svartur,
ek. 330 þ., góður bíll. V. ca 750 þ.
4. Range Rover Vogue '86, sjálfsk.,
ek. 104 þ. km. V. ca 1400 þ.
5. Nissan Micra 1,3 LX, ss., hvítur,
ek. 13 þ. km. V. ca 900 þ.
6. Daihatsu Charade ’86, hvítur, ek.
94 þ. km.
7. Dodge Dakota 3,9 EFI, árg. ’91,
vsk-bíil, hvítur. V. ca 1700 þ.
8. Ford Aerostar, árg. ’91, 8 manna,
vínr., ek. 10 þ. V. ca 1590 þ.
9. Dodge Ram 250 4x4, turbo dísil,
árg. ’89, ek. 128 þ. V. ca 1590 þ.
10. Ch. Blazer ’85, ss., svartur, góð-
ur bíll, vill dýrari fólksbíl. V. ca 850
þ. + 200-300 þ.
11. MMC Pajero ’87, stuttur, hvítur,
ek. 130 þ. V. ca 850 þ.
Bílasala Garðars
(/ ■ +/X///W. /(('
Nóatúni 2-105 Reykjavík
Sími 619615
Daihatsu Charade TX '91, ek.
19 þ„ hvítur. V. 650 þ.
Daihatsu Charade CX '91, grár,
ek. 33 þ. V. 650 þ.
Ford Escort XR 31 '87, ný vél.
V. 450 þ.
Toyota Carina II, 2,0 GLI, grár.
V. 1350 þ.
MMC Galant GLSI '93, grár,
ek. 13 þ. V. 1800 þ.
MMC Lancer 4x4 station,
rauður, árg. '88, ek. 113 þ. V.
600 þ.
Nissan Pulsar LX 1,3, árg. '88,
ek. 122 þ„ hvítur. V. 450 þ.
Isuzu Trooper, 4 d„ rauður, ek.
130 þ. V. 1050 þ.
Nissan Sunny 1,6 SLX '91, ss„
grænsans. V. 850 þ.
Toyota Corolla
hvítur, ek. 44 þ. V. 640 þ.
Mazda 323 LXI, steingr., '92,
ek. 17 þ. V. 790 þ.
Range Rover '83, ek. 110 þ„
318 vél, Dodge kassar, 38"
dekk o.fl., o.fl. V. ca 800 þ.
ur R. Jónsson.