Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Qupperneq 26
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
38
Ökuskóli Islands hf.
Námskeið til undirbúnings auknum ökuréttindum
hefjast 18. febrúar.
Innritun stendur yfir.
Ökuskóli íslands hf.
Dugguvogi 2 - s. 683841
V auglýsliiguna
SA UMAÞJONUSTA
Þjóðbúningar
Hattar
Fatabreytingar
Fatagerö
Flest annaö
Sólveig Guömundsdóttir
Ásgaröi 1, 108 Reykjavík
Sími 91-685606
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!!!
Utboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir
tilboðum i lóðarframkvæmdir við leikskólann Lindarborg
við Lindargötu.
Um er að ræða 2.400 m2 lóð, þ.e. frágang yfirborðs, gróð-
ur, girðingar, leiktæki, leiktækjaskúr, stoðvegg og snjó-
bræðslu.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggirigu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 17. febrú-
ar 1994 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikírkjuvegi 3 Simi 25800
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Akranesi skorar hér með á gjaldend-
ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem fallin
voru í gjalddaga um áramót 1993/1994 og eru til
innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að
greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga
frá birtingu áskorunar þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskattur,
sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðn-
aðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. I.
nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda
skv. 36. gr. s.l., atvinnuleysistryggingagjald, kirkju-
garðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstak-
ur skattur af atvinnu- og verslunarhúsnæði, launa-
skattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjöld öku-
manna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og
aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila,
skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur
af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum
ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vöru-
gjald af innl. framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutn-
ingsgjöld, auk verðbóta af tekjuskatti og útsvari.
Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á virðis-
aukaskatti fyrir 40. tímabil 1993, með eindaga 5.
desember 1993 og staðgreiðslu fyrir 12. tímabil
1993, með eindaga 17. janúar 1994, ásamt gjald-
föllnum og ógreiddum virðisaukaskattshækkunum,
svo og staðgreiðslu. Fjárnáms verður krafist án frek-
ari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna
að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar.
Athygli er vakin á því að auk óþæginda hefur
fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr.
10.000,- og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni,
auk útlagðs kostnaðar eftir atvikúm. Eru gjaldendur
hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast
óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir sem
skulda virðisaukaskatt, staðgreiðslu og trygginga-
gjald búast við að starfsstöð verði innsigluð nú þegar.
Akranesi, 7. febrúar 1994.
Sýslumaðurinn á Akranesi
Smáauglýsingar Menning
Vagnar - kemrr
Dráttarbeisli. Geríð verösamanburð.
Framleiðum allar gerðir af kerrum og
vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. bíla.
Áratugareynsla. Allir hlutir í kerrur
og vagna. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt.
Verið velkomin í sýningarsal okkar.
Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19.
Vörubílar
Bónusbílar hf., Dalshrauni 4, Hafnarí.,
• Scania R142 H ’88, stellbíll á grind.
• Scania T143 H, árg. ’89, m/stálpalli
og álborðum.
• Scania RU2 H, árg. '86, með Sörling
og efnispalli.
• Volvo FL.7, árg. ’86, með Hiab
krana og palli.
Getum útvegað fl. bíla m/stuttum fyr-
irvara. Skipti mögul., góð kjör. Allir
bílarnir afhendast skoðaðir og vel út-
lítandi. Einnig boddíhlutir úr plasti í
flestar gerðir vöurbíla ásamt úrvali
af varahl. í Scania, Volvo og MAN.
Símar 655333 og 985-28191, fax 655330.
Sendibílar
Sendibill - atvinna. Mercedes Benz
1120, árg. ’87, ekinn 198 þús., til sölu.
Góður bfll, vinna getur fylgt. Uppl. í
síma 985-25482 eða 91-621173.
MAN 8-150, árg. '91, til sölu, ekinn 49
þús. km, minnaprófsbíll, pallur 5,5 m
Íangur. Uppl. gefur Þorkell í síma
91-13212 og á kvöldin í síma 91-12384.
Bílar til sölu
Mazda E2200 4x4 disil, 12 manna,
árg. ’88, ekinn 150 þús., upptekin vél.
Góður bíll. Upplýsingar í síma 91-
643400 og e.kl. 19 í síma 91-656140.
Ust
stafformanna
Enn færri hafa gengið svo langt að læra sjálfir að draga til stafs, um-
fram það sem okkur er öllum nauðsynlegt. Reyndar hefur lengi starfað
hér alinokkur hópur skrautskrifara, en list þeirra hefur sjaldnast risið
hærra en þarf til að skrifarinn geti skilaö frá sér sómasamlegu viðurkenn-
ingarskjah og áritað gestabækur við hátíðleg tilefiii. Um nýsköpun og
tilraunir hefur vart verið að ræða. Af þeim fáu sem gengið hafa lengra
í þessum efnum ber nafn Gunniaugs S.E. Briem vafalaust hæst. Guimlaug-
ur hefur reyndar lengi verið búsettur í London og ekki hefur mikið borið
á honum hér heima þótt líklega hafi hann náð meiri frama í sinni grein
en nokkur íslenskur óperusöngvari eða sýningarstúlka í sinni.
Hér á landi hefur hann þó sett mark sitt á skriftarhefðina með Ítalíuletr-
inu sem hann hannaði til notkunar í íslenskum grunnskólum. Þetta letur
verður reyndar bráðum þekkt um allan heim því að tölvufyrirtækið
Myndlist
Jón Proppé
Microsoft hefur nú gefið það út undir nafninu Briemscript og selur um
víða veröld. Gunnlaugur sinnir nú einkum leturhönnun og vann meðal
aimars fyrir Lundúnablaðið The Times þegar fyrirmenn þar létu hann
hanna nýtt letur á blaðið í stað Times-letursins sem líklega flestir kann-
ast við. En ekki er langt síðan Gunnlaugur var þekktari fyrir handrituð
verk sín - kalligrafíu eða skrautskrift - en verk hans á því sviði má sjá
í fjölda erlendra bóka. Gunnlaugur hélt þá einnig námskeið í skrift og
eitt þessara námskeiða sótti Soffia Ámadóttir, grafískur hönnuður. Sýn-
ing Soffiu í Galleri Greip er afrakstur af skriftarvinnu hennar og ber
þess vitni að hún hefúr sinnt skriftinni af einurð og áhuga. Á sýningunni
eru nokkur verk sem öll byggja á letri. Flest eru skrifuð heilræði eða
vísnabútar, og í öllum verkunum er letrið skreytt og flúrað kringum
þaö. Letrið er oftast versalt, en þá eru stafimir ekki mótaðir með penna-
oddinum, heldur era útlínur þeirra teiknaðar og svo fyllt inn í þá með
bleki eða litum. Oftast hefur hefur Soffia valið letur í Lombarðastíl - stíl
sem þróaðist upp úr unkíal-stöfum snemma á miðöldum og sást þá oft í
upphafsstöfum og ýmsum skreytingum í handritum. Soffia fer þó ávallt
fijálslega með stílinn, lagar hann að þörfum sínum og hikar ekki við að
blanda hann nútímalegri stafformum þar sem henni þykir þurfa. Á sýn-
ingunni kemur líka vel fram að Soffia hefur líka gott vald á hinum klass-
ísku rómversku stöfum þótt hún kjósi sér skrautlegri skrift í flest verk-
in. Skrautið málar Soffia með vatnslitum. í gyllinguna notar hún fljót-
andi gulllit sem er ekki eins fallegur og hiö hefðbundna blaögull, en á
kannski betur við með léttri vatnslitaskreytingunni. Sýning Soffíu er
bæði falleg og athygliverð, ekki síst fyrir það hve lítið hefur fariö fyrir
skriftarlistinni hér undanfarin ár. Líkt og nú má greina aukinn áhuga á
prentletri getur verið að þessi vérk séu til vitnis um aukin áhuga á skrift.
Sýningin ber yfirskriftina Gullmolar og stendur til 16. febrúar.
Jeppar
Jeep Cherokee Laredo, árgerð '87, 4,0,
til sölu, mjög góður og fallegúr bíll,
upphækkaður á nýjum 33" dekkjum,
loftlæsingar, sóllúga, dráttarbeisli,
sílsalistar. Skipti möguleg á ódýrari
bíl. Upplýsingar í síma 91-688699.
Ymislegt
Aikido - byrjendanámskeið að hefjastl
Bama-, unglinga- og fullorðinshópar.
Aikido-klúbbur Rvíkur, Heilsuræktin,
Hótel Mörk, Mörkinni 8, sími 683600.
Skemmtanir
Félag islenskra hljómlistarmanna
útvegar hljóðfæraleikara og hljóm-
sveitir við hvers konar tækifæri:
sígild tónlist, jazz, rokk og öll
almenn danstónlist. Uppl. í síma
91-678255 alla virka daga frá kl. 13-17.
Lifandi tónlist - Lifandi fólk.
likamsrækt
Vöðvabólgumeðferð með rafmagns-
nuddi, svæðanuddi og þörungabökstr-
um. Heilsuráðgjöf, eftiaskortsmæling,
svæðanudd og þörungaböð.
Heilsuráðgjafinn, Sigurdís, s. 15770
kl. 13-18, hs. 31815. Kjörgarði, 2. hæð.
■ Tilkyimingar
Ferðáklúbburinn
4x4
i «
Fundur i kvöld, mánudag, kl. 20 á Hótel
Loftleiðum, Víkingasalnum.
Fundareftii: Skipulag ríkisins og
Vegagerð ríkisins. Mætum öll.
Stjómin.